18.11.2023 | 19:12
Viðtengingarhátturinn
Maður veltir því fyrir sér hvað valdi því að til er ungt fólk sem notar kerfisbundið ekki viðtengingarháttinn, eins og það vilji eyðileggja íslenzkuna viljandi. Kom þetta fram þegar Sigríður Hagalín frænka mín kynnti sína nýjustu bók og lætur eina persónuna tala þannig, sem er ung að árum.
Hér er um tízkufyrirbæri að ræða, en ekki vantkunnáttu - nema í sumum tilfellum kannski, því villurnar smitast á milli einstaklinga og skorturinn á máltilfinningunni sem þarna er á ferðinni. Hvorki foreldrar né skólar ráða við þetta (í tilfellum þeirra sem temja sér þetta mállýti viljandi að því er virðist), enda kannski ekki reynt að ráði ef brotaviljinn er mikill eða þekkingarleysið. (Brotavilji að brjóta málreglur viljandi?) Metnaðarleysi eða dugleysi, eða hvað er um að ræða?
Hægt er að spyrna við fótum og kenna þetta rétt, en þá verður að vera meðvitað átak um það. Eða er þetta einskonar unglingaveiki kannski, til að sýna "feðraveldinu" andstöðu á þennan hátt?
Sérstaklega er talið að viðtengingarháttur þátíðar sé orðinn lítið notaður. Kappsmál á RÚV í umsjá Bjargar og Braga vekur athygli á þessu, þar sem þessi þraut er höfð síðust og því talin einna erfiðust. Þetta er þó spurning um þjálfun og notkun eins og svo margt.
Mjög fallegt og kurteislegt gamalt mál er nú orðið sjaldgæft og heyrist varla, "mætti ég"... "gæti ég"... "kynni þetta að ganga"..."ef það hentaði yður"... en viðtengingarháttur þátíðar tengist þarna samskiptum sem þekktust áður fyrr en fer lítið fyrir núna. Að kunna skil á þessu getur þó verið gott í bókmenntum og sýnt stéttamun eða eitthvað annað sem rithöfundar vilja gera.
Aðrar þjóðir sem misstu föll og beygingar hafa sennilega fyrst misst viðtengingarhátt og aðra hætti. Til dæmis á það við um Englendinga, Bandaríkjamenn og Dani. Við megum vera heppin að hingað hefur komið fólk frá Póllandi og öðrum austurevrópskum löndum, því af þeim getum við lært. Þarna eru á ferðinni jafnvel enn meiri málfallaþjóðir en við, þar sem föll geta verið 6 eða fleiri. Hvernig yrði íslenzkan með staðarfalli og tækisfalli til dæmis?
Undrast ég á því að ekki séu sýndir pólskukennsluþættir í sjónvarpinu fyrir norræna Íslendinga, eða þá fleiri orðabækur en fyrir algengustu málin.
Í einhverju sinnir RÚV skyldum sínum eins og að benda á þetta með viðtengingarháttinn og skortinn á honum stundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 18. nóvember 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 700
- Frá upphafi: 153056
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 543
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar