25.10.2023 | 00:26
Spotify drepur hljómplötuútgáfu, eins og sagt var ađ afritun á tónsnćldur gerđi á áttunda og níunda áratugnum.
Uppgangur streymisveitunnar Spotify er bćđi á kostnađ minni streymisveitna, innanlands og utanlands, og hljómplötuútgáfu á efnislegu formi, sem ég er hlynntur.
Mitt uppáhaldstímabil í tónlistarsögunni er 1965 til 1985, ţegar vinýlplötur voru allsráđandi og tónsnćldur. Ţađ sem mér finnst ţó mest heillandi viđ ţetta tímabil er ađ á ţeim tíma voru til stórstjörnur sem grćddu mikiđ fé á list sinni, og algengt var ađ grúpppíur héngu utaní tónlistarmönnum. Ţetta var tími glamrokksins, synfónískra rokksins, sýrurokksins og ţjóđlagatónlistarinnar, en einnig gćđapopps og diskós og margra annarra stefna.
Fólk hlustar á Spotify meira af skyldurćkni en lyst, áhuga, ţví ţađ ađ fylgja hljómsveit eđa tónlistarmanni er hluti af ţví ađ vera í költi, eđa smátrúarhópi, til dćmis ertu goth eđa hiphop eđa eitthvađ annađ, ţau nöfn eru ađeins hluti af flórunni.
Bítlarnir breyttu heiminum og ţađ gerđi Bob Dylan einnig. Bítlarnir ruddu brautina fyrir áttunda og níunda áratuginn, fyrir ţann tíma sömdu tónlistarmenn yfirleitt ekki sitt efni. Einnig settu ţeir standardinn hćrra, eđa gćđastađalinn, svo notuđ sé betri íslenzka.
Góđ popptónlist er eins góđ og sígild tónlist, hana má hlusta á aftur og aftur til ađ finna eitthvađ nýtt, til dćmis Sgt. Pepper međ Bítlunum, eđa Stormskersguđspjöll Sverris Stormskers eđa Á bleikum náttkjólum međ Megasi.
Sérstaklega á ţetta ţó viđ sýrutónlist af beztu gerđ og ţungarokk af beztu gerđ, Moody Blues, Led Zeppelin, og fjölmargar hljómsveitir frá ţessum tíma. Framsćkiđ rokk var ţetta stundum kallađ af poppskríbentum á íslenzku.
Litskrúđug umslög voru mjög til bóta, og sömuleiđis menningin í kringum ţetta, dulúđin, hvernig tónlistarmennirnir voru hafnir upp til skýjanna og dýrkađir. Sérstök upplifun var ađ fara á rokktónleika á ţeim tíma. Ţannig var stemmning á nokkrum tónleikum sem ég fór á međ Megasi á unglingsárunum.
Spotify hefur beizlađ tónlistina og dregiđ úr henni máttinn. Góđ rokktónlist nýtur sín bezt í stórum hátölurum og kraftmiklum grćjum sem voru framleiddar fyrir 40 árum eđa svo. Í dag eru grćjurnar yfirleitt litlar og hátalararnir líka, ef ţetta er ekki spilađ úr tölvum og símum beint.
Já, ungt og eldra fólk hlustar á tónlist núna sem hluta af samfélagslegri skyldu, rétt eins og tónlistarmennirnir sem spila í ţćtti Gísla Marteins á RÚV, Vikunni, eru kerfistónlistarmenn, ţađ er ađ segja ţeir syngja ekki bođskap sem ruggar spillingarbátnum, rétt eins og sovézk list um 1950 varđ ađ vera hliđholl einrćđisherranum mikla, Jósep Stalín.
Ennfremur verđa tónlistarmenn ekki vinsćlir nema ţeir hafi sérstakt útlit, séu á ákveđnum aldri og tilheyri helzt kvenkyninu, eđa hluti af útlendingum, ţví allt skal lúta pólitískri rétthugsun sem er á yfirborđinu, ţađ á ađ heita hin rétta ţróun, ţótt hún ţurfi ekki ađ vera rétt í raun, ţegar betur er ađ gáđ.
Ţó eru ţessar vinsćldir sem eru í bođi ekki krassandi fyrirbćri, ţćr eru temprađar og dúđađar í reglur, deyfđar og dópađar. Sýndarmennska, međ örlítiđ af tilfinningum međ.
Almenningur á Íslandi getur gert uppreisn eins og almenningur í útlöndum. Ţađ getur almenningur gert međ ţví ađ hćtta ađ nota Spotify, kaupa plötur uppá gamla mátann og gera ţađ aftur ađ trúarlegri upplifun ađ hlusta á nýja eđa gamla tónlist, tengjast tónlistarmönnunum ţannig.
Betra er ađ hafa fáa og góđa tónlistarmenn en marga slćma eđa međalgóđa. Ţví ađeins ţegar fáir mjög góđir tónlistarmenn lifa á list sinni myndast dáleiđandi og heillandi stemmning í kringum tónlistina, sérstök ađdáendamenning, sem er mjög heillandi.
Rokktónlist var áđur fyrr hluti af kynfrćđslu unglinganna. Međ ţví ađ fara á rokktónleika fengu margir í eftirpartýjum sín fyrstu nánu og kynferđislegu kynni af hinu kyninu.
Ţađ er betra ađ fá ţannig persónulega kynfrćđslu ţar sem könnuđ eru ný og ókunnug miđ og allir upplifa persónulega upplifun heldur en stađlađa kynfrćđslu nútímans sem er mjög umdeild, ţar sem ţeir eru kallađir fávitar sem ekki eru samkvćmt femínistunum.
Rokktónlistin er eitt af ţví sem vantar í menningu nútímans, eitt af ţví sem hefur veriđ tekiđ úr menningu nútímans og ţarf ađ koma aftur.
![]() |
Spotify í syngjandi sveiflu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfćrslur 25. október 2023
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 20
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 153069
Annađ
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar