15.10.2023 | 17:55
Samfylkingin á bullandi siglingu, Sjálfstæðisflokkurinn minnkar á sama tíma
Eftir Hrunið var Samfylkingarfólk að afsaka sig og tilveru sína í mörg herrans ár og skammaðist sín ægilega. Síðan kemur Kristrún þessi fram og er stolt af því að vera jafnaðarkona, en þó með sterkar rætur í íhaldi, frjálshyggju og þannig menntuð, sem hagfræðingur. Árangurinn lætur ekki á sér standa og fylgi Samfylkingarinnar stóreykst.
Samfylkingin hefur því verið að ná sér í fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Hluti af skýringunni gæti legið í því að Bjarni Benediktsson hefur ekki verið sækjandi formaður heldur hækjandi, hækja vinstriaflanna og femínismans. Hann hefur gert Sjálfstæðisflokkinn að Kvennalistanum númer 2, segja sumir. Hann hefur einnig ekki kvartað yfir því að starfa í stjórn þar sem forsætisráðherrann er kona úr andstæðum flokki, Vinstri grænum. Til eru skemmtileg rímorð fleiri sem lýsa þessum andstæðum, þolandi eða bolandi. Sumt fólk áttar sig oft ekki á því að ekki er um neitt annað að ræða en þetta tvennt, að vera annaðhvort þolandi eða bolandi, eða líðandi eða stríðandi. Passive and aggressive er þetta á ensku, og lengi hef ég glímt við að þýða þessi orð sæmilega á okkar ylhýra mál þannig að fólk njóti þeirra þýðinga vel.
Ég er sáttastur við orðin líðandi og stríðandi sem andheiti rímandi.
Það er svo mikið talað um þolendur í okkar samtíma, en furðulegt nokk það er ekki verið að pæla mikið í hvað getur komið í staðinn og hvað það kostar að vera ekki þolandi, fyrir aðra, og hvort aðrir verða þá þolendur ef nýir bolendur koma fram.
Ég hef stundum verið sammála því sem kemur fram á síðu Óðins Þórissonar, hann er einn af þessum sjálfstæðismönnum sem muna eftir gömlu gildunum. Því hrökk ég við þegar hann kallaði Þórdísi Kolbrúnu "v. formann", verðandi formann.
Ég held að það sé augljóst að það verður að rífa Sjálfstæðisflokkinn uppúr deyfð, kyrrstöðu og meðvirkni með jafnaðaröflum og vinstriöflum, ef hann á að standa fyrir hægrimennsku áfram en ekki nákvæmlega það sama og Samfylkingin eða Vinstri grænir, til dæmis.
Ef Þórdís Kolbrún verður næsti formaður, mun hún verða fær um þetta, eða mun hún halda áfram að breyta Sjálfstæðisflokknum og samlaga hann jafnaðarflokkum og vinstriflokkum?
![]() |
Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 15. október 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 20
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 153069
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar