Áfram heldur hnignun íslenzkra atvinnuvega

Það er alveg ótrúleg þversögn að flytja inn bakkelsi á meðan reynt er að vinna gegn mengun og útblæstri frá flugvélum. Sömu sögu er víst að segja úr mörgum öðrum starfsgreinum, þær leggjast af vegna erlendrar starfsemi sem er hagkvæmari sökum stærðarinnar, fréttir um lokun prentsmiðja er dæmi um það hérlendis.

Sú umræða er orðin öflug á Íslandi að þjóðin verði sjálfri sér næg um hráefni, bæði vegna umhverfissjónarmiða og stjórnmálalegra sjónarmiða, sjálfstæðis. Með gróðurhúsum er það orðið raunhæfara, en hitaveitan er leynivopnið sem gerir það mögulegt á fleiri sviðum.

En markaðslögmálin eru risakrumla sem aðeins stækkar og herðir tökin á innlendri framleiðslu, á meðan alþjóðavæðingin heldur áfram. Það þýðir að risamarkaðirnir erlendis eru með mestu hagkvæmnina, og sífellt er leitazt við að niðurgreiða slíkt.

Núna uppá síðkastið hef ég orðið tvisvar fyrir vonbrigðum með Subway staðina og grænmeti sem farið er að súrna hjá þeim. Þar er á ferðinni alþjóðleg risakeðja.

Erlend frétt frá 8. júlí 2021 fjallaði um tap risakeðjunnar á heimsvísu, og var ekki sú eina, þær eru margar. Skýringin er talin að fyrirtækið hafi farið fram úr sér með of mikilli veltu og of mörgum stöðum sem voru opnaðir. Þótt risakeðjurnar hafi yfirhöndina á markaðnum á heimsvísu núna getur verið að þannig verði þetta ekki eftir 10 ár.

Þetta er bara eitt dæmi um hvað gerist þegar kaupmaðurinn á horninu tapar fyrir erlendri samkeppni. Þekkingin glatast, áhuginn, fólk fer í annað, menningin breytist og eftir stendur þjóð í kreppu með eitt stórt spurningamerki sem hefur týnt sjálfri sér, menningu sinni og sjálfsmynd.

Þegar og ef kreppa kemur sem mun láta fjölmenninguna og alþjóðavæðinguna hrynja til grunna, þá verður það of seint fyrir marga sem eru hættir rekstri og erfitt að byggja þjóðfélagið upp frá grunni að nýju.

Sigmundur Davíð er sá eini sem ber skynbragð á þetta af núverandi stjórnmálamönnum, eins og Inga Sæland er hann lagður í einelti fyrir að segja sannleikann. Vigdís Hauksdóttir var flæmd úr borgarmálunum í Reykjavík fyrir að segja sannleikann. Eftir standa glóparnir og glópalistarnir.


mbl.is „Tími svona bakaría er liðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 532
  • Frá upphafi: 159072

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband