Að læra af eldri kynslóðum

Ég tel að tvær meginástæður liggi til grundvallar aukinni útkallstíðni sérsveitarinnar og neikvæðri þróun, sem minnir á erlendar stórborgir.

Í fyrsta lagi er búið að flytja inn fjölmenna hópa mismunandi einstaklinga af mörgum þjóðernum svo hið einsleitna og sannkristna samfélag er orðið fjölbreytilegra. Spennuna er reynt að bæla niður með boðum og bönnum en það tekst aldrei til lengdar, eins og saga Bandaríkjanna kennir bezt.

Í öðru lagi, og það er held ég veigamesta ástæðan, er að uppeldið er ekki eins hart og það var. Þegar ég var að skrifa ættarsögu ömmu og afa áttaði ég mig á því að sú breyting á uppeldi sem varð á 20. öldinni var mjög margþætt. Ekki er hægt að kenna foreldrum þess tíma um að hafa sýnt börnum sínum linkind eingöngu, vegna þess að áhrifin sem komu frá útlöndum báru sök á þessum breytingum einnig. Þannig má segja að öll hin vestræna menning hafi samtaka gengið í gegnum breytingar, með öllum þessum iðnbyltingum, miklum barnafjölda og svo takmörkunum á barneignum og réttindum kvenna og allskonar hópa sem áður var talið rétt að kúga, í harðasta feðraveldinu, þegar stéttskiptingin var sérlega hörð og allir urðu að samþykkja hana. Það var fyrir miðja 20. öldina sem slíkar reglur og hefðir voru sterkar, og þar á undan um margra alda skeið.

Síðan eru aðrar minni ástæður sem spila inní, eins og ofbeldiskvikmyndir í sjónvarpinu, rapptextar, og dægurmenning sem hefur ýtt undir dýrkun á því sem fyrri kynslóðir hafa talið synd, satanisma og öllu þvílíku. Það er nú ekki hægt að neita því að unglingauppreisnir hafa einkennt 20. öldina og kynslóðabil, sem merkir sífellda uppreisn gegn hefðum og venjum sem oftar en ekki hafa verið mikilvægar og nauðsynlegar, en heyra nú því miður sögunni til að miklu leyti.

Barn sem ólst upp við að þurfa að vinna um 1960 eða 1950 horfði þó á kvikmyndir og las barnabækur þar sem uppreisn gegn foreldrum var talin sniðug og jákvæð. Þannig má minnast á Georg eða Georgínu í bókum Enyd Blyton um Hin fimm fræknu, Fimm á Fagurey og allar þær bækur sem nutu vinsælda. Í dag hefði verið talað um transbarn í þessu tilfelli, því hún þoldi ekki að vera stelpa og vildi láta kalla sig strákanafni. Hinsvegar hefði hún ekki komizt upp með þetta 30 árum áður, og þar á undan, Georg, eða Georgína í þessum bókum. Þá var aginn enn harðari, nánast á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þetta ætti að vekja alla til umhugsunar um þróun í þjóðfélaginu og hvert hún leiðir.

En fleiri dæmi má nefna úr bókum Enid Blyton. Baráttan við Gunnar lögregluþjón í Dularfullu bókunum ber gott vitni um þessa andúð á reglum og yfirvaldi og andúð á fullorðnum, nokkuð sem Blyton hefur nýtt úr sinni eigin barnæsku í ritverkum sínum fyrir börn sem urðu heimsfræg og vinsæl.

Í dag er þetta einkenni menningarinnar ýkt uppúr öllu valdi, þannig að kennarar mega ekki bysta sig við nemendur og hvað þá leggja hendur á þá, nema kallaðir ofbeldisfullir. Þannig var þetta ekki áður.

Nýleg frétt um aukið ofbeldi barna gegn foreldrum sínum vekur upp spurningar um uppeldisaðferðir í nútímanum, og hvort þær séu að virka.

Einnig vil ég minnast á kirkjuna og kristnina. Þótt ég hafi áhuga á mörgum trúarbrögðum viðurkenni ég góð áhrif kristinnar trúar, þegar slíkt hefur áhrif og aginn er til staðar meðfram.

Raunar er ég sannfærður um að harðar reglur hafi verið í Ásatrú og Vanatrú og öðrum heiðnum trúarbrögðum fyrir hinn kristna tíma, það hlýtur bara að vera, því ekki varð upplausn þá, heldur hélt ákveðinn samfélagssáttmáli í flestum tilfellum.

Þessi mál eru einsog umhverfismálin. Þetta byrjar ekki að versna að ráði fyrr en eftir ákveðinn tíma þegar ákveðið kaos myndast, eða skipulagsleysi, þegar hinir ófyrirsjáanlegu þættir fara að spila meira inní en fólk gerði sér grein fyrir. Magnús Þór Hafsteinsson og aðrir í Frjálslynda flokknum vöruðu við því að Ísland væri að stefna inní þróun sem væri þekkt erlendis. Þessi orð þingmanna Frjálslynda flokksins hafa ræzt, og þó voru þeir vinstrisinnuðustu að segja þessi varnaðarorð skammarlegan rasisma eða eitthvað þesslegt.

Jafnvel ef þjóðin væri enn eins kristin og hún var fyrir 50 árum væri samfélagið friðsamlegra. Ég man það svo vel hversu mikil samheldnin var í gamla daga, á heimili ömmu og afa. Nú er jafnvel minni samgangur á milli ættingja og vina og kunningja, nema þeir séu þeim mun nánari. Nú kom frétt um helgina um að um 60% fólks er farið að kynnast á stefnumótasíðum á netinu og allskyns samskiptaforritum þar. Er ekki eitthvað bogið við þetta í raun? Síðan hvenær getur ástin frekar kviknað ekki augliti til auglitis heldur í gegnum algóryðma og tæknitól?

Vandinn er sá að jafnvel þótt sérfræðingar viðurkenni vandann og komi sér saman um að úrbóta sé þörf er hraði breytinganna á samfélaginu orðinn svo mikill að erfitt er fyrir sérfræðinga eða aðra að hafa áhrif á samfélagið, en þó er það mögulegt, það hlýtur að vera.

Er þetta ekki eins og með málræktarátak og annað, að fyrsta skrefið er ábyrg forysta sem kemur með úrlausnir, tekur fyrir málvillur í samfélaginu og hvetur fólk til úrbóta? Vilji er allt sem þarf er ágætt orðtæki, allavega er allt betra en að fólk fljóti sofandi að feigðarósi, sama í hvaða máli það er.

Mér leizt vel á það að margir í forystu í atvinnulífinu sögðust ætla að setja kröfur um betri íslenzku á oddinn í framtíðinni, í umræðum um auglýsinguna á ensku, sem breytt var yfir á íslenzku, að sjálfsögðu, eftir dugnað og framtak fólks sem á þetta benti.

 


mbl.is Áminning um alvarlega stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 33
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 159102

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 404
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband