Það væri gott ef Kristrún Frostadóttir myndi enda útilokunarstefnu Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir gæti verið tákn breyttra tíma hjá Samfylkingunni. Ekki er enn ljóst hvernig hún myndi breyta flokknum endanlega, ef hún yrði næsti formaður, en þær breytingar eru hafnar sem miklu varða, en með yfirlýsingunum um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og minni áherzlu á nýju stjórnarskrána er hún að færa Samfylkinguna nær Framsóknarflokknum, sem er sveigjanlegri í svona málum, sem hljómar skynsamlega miðað við gríðarlega kosningasigra hjá Framsókn að undanförnu en ekki Samfylkingunni. Fólk virðist kunna að meta sveigjanleika og samstarfsvilja Framsóknarflokksins en ekki útilokunarstefnu Samfylkingarinnar eða harða prinsippafstöðu, sem er vond íslenzka, harða grundvallaratriðaafstöðu.

Síðan á það eftir að koma í ljós hvort Samfylkingin myndi stækka mikið undir forystu Kristrúnar, sem vel gæti orðið næsti formaðurinn, eða forstýran.

Katrín Jakobsdóttir hefur að minnsta kosti gert sitt bezta til að koma stefnu síns flokks til framkvæmda í þessu samstarfi. Þótt grasrótin í flokknum sé óánægð hefur Samfylkingin jafnvel enn óljósari stöðu og fylgi.

Ég er ekki til í að afskrifa Samfylkinguna ennþá eins og sumir gera, og miðað við hversu stór hluti Íslendinga er farinn að kjósa frjálslega en ekki af hollnustu lengur er alveg líklegt að næsta ríkisstjórn verði Píratar og Samfylking og svo einhverjir flokkar með. Jafnvel er ekki útilokað að Kristrún myndi starfa með Sjálfstæðisflokknum. Hennar tal er meira á hagfræðilegu og lausnamiðuðu nótunum, frekar en harðlínufemínísku nótunum, sem hefur fælt flokkinn frá samvinnu við hægriöflin. Það yrði einnig gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef útilokunarstefna Samfylkingarinnar hætti. Samfylkingin var stofnuð til að komast í ríkisstjórn, sennilega.

En það er svolítið hlálegt að á meðan Kristrún vill gera Samfylkinguna að stórum jafnaðarflokki á okkar landi heldur kratisminn áfram að vera meira og minna dauður í Evrópu þar sem hann varð til.

 


mbl.is Helga Vala „innilega ósammála“ Kristrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 33
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 159102

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 404
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband