Mansal á Íslandi?

Enn vakna spurningar um veruna í EES, hvort rétt sé að ganga lengra, alla leiðina í ESB, eða ganga jafnvel úr EES og Schengen.

EES reglurnar um vinnutíma samræmast greinilega ekki íslenzkri vinnumenningu sem hefur lengi verið til og þykir ekki til fyrirmyndar heldur bera vott um vinnuþrælkun, skorpuvinna og erfiðar, slítandi tarnir fram úr öllu hófi.

Þar að auki er greinilegt að réttindi verkamanna sem oftast eru erlendir snerta mjög þetta mál, og mansalshugtakið er oft notað í því sambandi, þegar vinnuaðstæður eru ekki góðar. Kárahnjúkavirkjun varð nokkuð alræmd fyrir að þar voru aðstæður verkamanna ekki góðar. Auk þess var hún mjög umdeild innanlands.

Ég held að þetta sé enn eitt af því sem krefur þjóðina svara um hvort hún vilji vera í EES, ESB, Schengen eða ekki.

Að skrá ekki niður vinnutíma er nokkuð sem þekkist á Íslandi og er mjög algengt, eða var það. Vinir og kunningjar eru fengnir til að hjálpa, lítið eða ekkert borgað og unnið nótt sem dag við verkefni og störf sem ættu að taka lengri tíma til að vel sé farið með fólk.

Spurning hvort ekki þurfi nýtt ráðuneyti fyrir þetta eða nýja eftirlitsstofnun opinbera, þannig að þetta sé tekið alvarlega og heilarsýn yfir málaflokkinn. Nú vantar duglegan mann eins og Steingrím J. Sigfússon, og jafnvel Jóhönnu Sigurðardóttir! Eða að yfirgefa EES og Schengen.


mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA aðvarar íslensk stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 538
  • Frá upphafi: 159078

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband