Jafnvel þótt frumvarp Jóns Gunnarssonar verði samþykkt má búast við áframhaldandi deilum um þetta, og að sífelldar breytingar verði í málaflokknum

Jafnvel Píratar viðurkenna þörf á að endurskoða þennan málaflokk. Ég er sammála því að nú þykir mér líklegra að þetta verði samþykkt. En framtíðin er óneitanlega að verða enn dystópískari en hún hefur verið. Enn eykur þetta umsvif og stærð ríkisins, sem er andstætt grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins.

En til eru þeir framsýnu stjórnmálamenn sem vöruðu við því að þróunin á Íslandi gæti orðið eins og í útlöndum. Ef Frjálslyndi flokkurinn hefði komizt inná þing fyrir hrunið 2008 er ég nokkuð viss um að skárra væri ástandið núna. Þeirra stefna var ekki rasismi heldur þjóðvernd.

Margt í þessu frumvarpi minnir því miður á skáldsöguna og hryllingssöguna 1984 eftir George Orwell. Einnig minnir þetta á það sem margir hafa fjallað um, að vesturlönd séu að færast nær Kína og kínverskum kommúnisma.

Fyrirbyggjandi aðgerðir hefðu verið áhrifaríkastar, ef Ísland hefði getað haldizt áfram saklausa sveitasamfélagið sem það var fyrir nokkrum áratugum. Enn er ekki of seint að fara í þá átt, ef samstaða næst um það.

Því miður eru of margir sem kjósa dystópíska framtíð, að fylgja alþjóðlegri þróun í staðinn fyrir að sérhanna aðstæður hér á landi.

Af hverju fá ekki flokkar eins og Miðflokkurinn, Flokkur fólksins, Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn að njóta þess í auknu fylgi að þar hefur verið varað við ýmsu sem síðar hefur komið á daginn?


mbl.is Bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 15
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 159084

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband