Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2025 | 13:55
Er ekki hægt að hætta við Borgarlínuna og spara morð fjár, hvort sem stjórn Einars springur eða ekki?
Dagur B. Eggertsson var galdramaður og töframaður að halda saman hriplekum meirihlutanum í Reykjavík þótt flestir hafi sennilega verið grautfúlir.
Það er þá alltaf hægt að prófa að setja Dag í formannssætið í Samfylkingunni ef Kristrún verður óvinsæl.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt núverandi meirihluti í Reykjavík spryngi og Sjálfstæðisflokkurinn fái loksins aftur tækifæri til að leiða. Það gæti þá orðið byrjunin á endurreisnarstarfi og stækkun að nýju.
![]() |
Hriktir í meirihlutanum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2025 | 15:13
Forsetaembættið er orðið pólitískt, byrjaði sennilega með Ólafi Ragnari, þótt hann hafi verið einn okkar bezti forseti
Gústaf Adolf skrifar um þetta í dag og er ég honum sammála. Ég ber mikla virðingu fyrir honum þar sem hann lýsti ástandinu í Svíþjóð rétt áður en aðrir gerðu það, á Útvarpi Sögu í viðtölum við Arnþrúði.
Mér finnst að Gústaf Adolf eins og Haukur Hauksson sem talaði frá Rússlandi hafi gert Útvarp Sögu að góðri stöð, betri en hún hefði ella verið, þeir tveir voru ekki aðeins með fréttir sem vöktu til umhugsunar, heldur umfjöllun um önnur mál sem var þroskandi fyrir mig og fleiri.
Annars var ég búinn að ákveða að fjalla um þetta í dag, ræðu Höllu forseta, sem ég heyrði brot af í fréttatímunum í gær. Mér finnst bara rétt að taka undir með frægari bloggurum en ég er svona í upphafi.
Þegar ég hlustaði á þetta sem var flutt í RÚV úr ræðu Höllu forseta, þá fór ég að rifja upp Vigdísi forseta og hvað hún var ópólitísk í ræðum, og ég fór að velta fyrir mér að þegar Halla var kosin þá sagði einhver álitsgjafi í RÚV að nú hafi þjóðin kosið sér Vigdísar-Finnbogadóttur-móðurlegan-ömmulegan-landsmóðurlegan-Fjallkonulegan-týpu-sem forseta, en þegar Guðni var kosinn hafi þjóðin kosið Kristjáns-Eldjárns-týpu-kennararalegan-föðurlegan-landsföðurlegan-fræðilegan-forseta.
En þá fór ég líka að bera þær Vigdísi og Höllu saman og ræðurnar þeirra. Ég fór einnig að rifja upp dýrkun ömmu minnar á Kristjáni forseta og þeim sem voru á undan honum, sem ég var of ungur til að heyra ræðurnar frá.
Ég held að ræðurnar hennar Vigdísar hafi allar verið mjög ópólitískar. Hún talaði vítt og breitt, mikið um landið, Íslandssöguna, fornkappana, gildin okkar, kristnu trúna og slíkt. Hún skipti sér ekki af nútímapólitík.
Ólafur Ragnar gerði það lítið í ræðum, en örlítið eins og þegar hann hyllti útrásarvíkingana og var kallaður klappstýrir þeirra í hruninu af pólitískum andstæðingum. Helzt breytti Ólafur Ragnar embættinu með því að virkja ákvæðið um víkja lögum til þjóðarinnar með forsetavaldi.
Nú brá svo við að þegar Guðni Th. Jóhannesson varð forseti þá varð hann mjög "wók" forseti og vinstrisinnaður, hann talaði mikið fyrir fjölmenningu, og vinstrielítan bókstaflega dýrkaði hann fyrir vikið.
Halla forseti talaði líka dálítið þannig í gær.
Ræða Höllu var dæmigerð Elíturæða, og Davos-dýrkunarræða, WEF-dýrkunarræða.
En munurinn á henni og Guðna er samt mikill.
Þegar Guðni talaði þá fannst mér hann gera það á eigin vegum, eins og hann væri að lýsa eigin skoðunum. Þessvegna gat ég ekki annað en fyrirgefið honum þótt ég væri ósammála honum.
Halla forseti talar öðruvísi, eins og sú sem valdið hefur.
Hún ávítar, hún gagnrýnir. Guðni var eins og lítill strákur sem segir hvað honum finnst, Halla forseti minnir á ávítandi yfirvald.
Svo er líka annað.
Mér fannst orð Höllu forseta ankannaleg, mér fannst hún tala fyrir lítinn hóp en ekki fyrir fjöldann. Mér fannst hún tala fyrir munn menntamanna og þeirra sem hafa forframazt og auðgazt í útlöndum frekar en hvert mannsbarn á landinu sem hefur mismunandi bakgrunn af mörgum ólíkum ástæðum, ekki bara frá mörgum löndum, heldur mismunandi stéttastöðu innlenda.
Það er eitt í þessu líka annað.
Bara fyrir örfáum árum þegar Guðni forseti talaði á þennan veg, þá var þetta ekki komið mikið uppá yfirborðið í umræðunni á Íslandi, um alþjóðastofnanir og hvernig skuggahliðar eru á þeim jafnan.
Hinsvegar núna þegar Halla forseti sagði þetta í ræðunni í gær og talaði um Trump, gagnrýndi hann og alþjóðlega þróun, þá fannst manni hún tala holum rómi og útí tómið án stuðnings þjóðarinnar allrar.
![]() |
Alþingi sett: Forseti vitnaði í norskt orðatiltæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2025 | 15:55
Tollastefna Bandaríkjanna mun ekki duga ein til að snúa við helstefnu fjölmenningar og alþjóðavæðingar, en er eitt skref í rétta átt
Ryðbeltin svonefndu í Bandaríkjunum eru bílaborgirnar og þar sem annar iðnaður var einnig, ekki bara bílaframleiðsla. Áður fyrr var þarna blómlegt mannlíf og mikill gróði, en þetta eru hálfgerðar draugaborgir núna, fátækt mikið, færra fólk, minna að gera, allt miklu daufara.
Með því að láta framleiða hlutina í Kína og Kóreu gátu forstjórar og aðrir peningapúkar grætt morð fjár á meðan starfsfólki var sagt upp í stórum stíl. Með tímanum lærðu Kínverjar og aðrir að gera eiginlega allt sjálfir, gátu hnuplað teikningum og hugmyndum, og vinnuaflið var ódýrara þar, og svo fjórða iðnbyltingin, róbótabæðingin, sem sennilega er lengst komin í Kína en ekki á Vesturlöndum.
Fjölmenningin hefur svo sannarlega skemmt fyrir Bandaríkjunum og Vesturlöndum, auðvelt er að rökstyðja það. Það má tala um fjölmenningarfylleríið, skjótfengur gróði en hrikalegir timburmenn á eftir.
Tollafyrirætlanir Trumps eru ekki útí loftið heldur ígrunduð stefna sem á að lífga við Bandaríkin.
Það koma vaxtaverkir í kjölfarið, það er eðlilegt, hækkandi verð og samsvarandi aðgerðir að utan, en ef Trump ætlar að fá líf í deyjandi Bandaríkin þarf að gera eitthvað af þessu tagi, til að spyrna gegn fjölmenningunni, alþjóðavæðingunni.
Þessu má líkja við einstakling sem hefur ekkert unnið í áratugi eftir slys, vöðvarnir rýrna og þegar stoðtæki eru ekki til staðar virðist ekkert ganga. En eigi endurhæfing að duga og heilsan að koma aftur þarf einstaklingurinn að reyna á sig, og þessi ólga og óánægja með tollahækkanir Trumps eru bara vaxtaverkir óhjákvæmilegir.
Margir furða sig á því að Rússar hafa af eigin rammleik staðið sig betur en haldið var, þótt mjög sé orðið þungt þar margt og erfitt vegna skorts á varningi að utan. Þeir hafa einmitt orðið að treysta á eigin mannskap að miklu leyti vegna deilna um þeirra framferði og pólitík, en selt úr landi ýmislegt, og ef ekki til Evrópu þá til Bricsþjóðanna í staðinn.
Fjölmenningin hefur lamandi áhrif á Íslandi einnig. Kornframleiðsla hefur lagzt af, bókaframleiðsla, og fleira, allt er þetta nú gert í útlöndum þar sem það kostar minna.
Stefna Trumps ætti með tímanum að verða umhverfisvæn, því hún ætti að kosta minna eldsneyti og flugferðir á milli landa eða skipasiglingar.
Mannkynið á öld gervigreindar, fjórðu iðnbyltingarinnar og alþjóðavæðingarinnar er á góðri leið með að drepa sig.
Eina leiðin til að bæta úr því er að leita til rótanna, leiðrétta mistökin, hafna "framförum", tækni, ofurgróða, því sem Satan býður, auðrónar og elíta.
Það þarf bara miklu meira til en það sem Trump gerir og hans stjórn. Það þarf samstillt átak í öðrum löndum líka, þótt það geti tímabundið kallað á minnkandi hagvöxt eða gróða.
![]() |
Samþykkir að fresta tollum á vörur frá Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2025 | 23:41
Umbúðir, loforð...
Lítið er um breytingar, nema þessi stjórn vill koma okkur inní ESB. Til hvers var fólk að kjósa? Flokkur fólksins fær ekki mikið fram, Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að undirbúa margt af þessu eins og hinir flokkarnir í gömlu stjórninni. Gamalt vín á nýjum belgjum eins og sagt er.
Samfylkingin hefur slegið met Framsóknarflokksins í auglýsingum og framsetningu, þessar miklu breytingar sem boðaðar voru, frat eins og venjulega.
![]() |
Svona er plan ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur komið í sjónvarpsfréttum að kirkjusókn ungra pilta og karlmanna er að aukast. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um skýringuna. Í Biblíunni finna þeir heilbrigðar karlmannsímyndir, sem fyrirvinnu og slíkt.
Þannig að jafnvel þótt prestar Þjóðkirkjunnar séu kvenkyns, femínistar, wókistar og allt það, þá þurfa þeir ekki annað en að opna hina heilögu bók til að finna fyrir heilögum anda, Guði og Jesú Kristi, áhrifum sem eru hollari en margt í nútímanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2025 | 00:29
Orkupakki þrjú var samþykktur 2019, verulegar hækkanir, því var búið að spá af andstæðingum Orkupakka þrjú
Eins og fólk veit þá vantar Evrópu orku. Andstæðingar Orkupakka þrjú spáðu því að orkuverð myndi hækka hérlendis með innleiðingu.
Tíðindi og fréttir núna nýlega ættu að sannfæra hina mestu stuðningsmenn allra þessara orkupakka um að andstæðingar Orkupakka þrjú höfðu kannski rétt fyrir sér.
Norska stjórnin féll út af Orkupakka fjögur.
Það sem ég skil ekki er að maður heyrir í RÚV fólk segja að Angela Merkel hafi gert mistök með að semja um rússneska orku.
Getur þá engum á RÚV dottið í hug að það hafi verið mistök að slíta á þau tengsl og berjast við Rússland?
Einstefna í hugsun þar...
![]() |
Rafmagnsverð hækkar verulega milli mánaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.1.2025 | 12:02
"Hún snýst nú samt".
Ítalinn og vísindamaðurinn Galíleó Galílei á að hafa tautað þessi orð eftir yfirheyrslur, þegar kirkjan lét hann afneita þeim kenningum sínum að jörðin gengi í kringum sólina en ekki öfugt - eins og nú er almennt viðurkennt sem staðreynd.
Fjölmiðlamafían á heimsvísu, elítan og spútnikar hennar - hugarslökkt fylgitungl, reyna að láta Bob F. Kennedy yngri líta sem verst út, því hann heldur fram ýmsu sem er sennilega heilagur sannleikurinn, en kemur ýmsum í bobba sem hafa mikil völd.
"Hún snýst nú samt" býst ég við að hann tauti hvað sem hann er neyddur til að segja.
Það er ömurlegt að skyldmenni og vinir skuli afneita þessu mikilmenni fyrir félagslega stöðu, auð og völd!
Ef hann verður ekki skipaður heilbrigðisráðherra mun það aðeins gera ýmislegt augljósara sem blasir við mörgum, og vonandi vaknar þá stærri hluti af almenningi af sínum doða.
![]() |
Dóttir JFK segir frænda sinn vanhæfan dýraníðing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2025 | 03:52
Stjórnin fær á sig verðuga gagnrýni
Ég hlustaði á Þorgerði Katrínu utanríkisráðherra í Kastljósinu á RÚV í gær. Hún var mjög vandræðaleg út af öllu sem rætt var um, og það er ekki gott að ríkisstjórnin skuli vera komin í vanda svona strax og búið er að mynda hana.
Hún var spurð útí Trump og Grænlandsmálið. Mér fannst hún mjög hikandi og tvístígandi, vandræðaleg. Hún talaði um tvær stoðir, varnarsamninginn við Bandaríkin og Natósamninginn. Nú virðist sem þessar tvær stoðir geti orðið í andstöðu hvor við aðra.
Þorgerður Katrín var einnig vandræðaleg út af klúðrinu í kringum Flokk fólksins og þeirra mál.
Síðan var það hvar Kristrún átti að vera og hvar hún var ekki og hversvegna. Mér fannst hún ekki svara því skýrt heldur.
Stjórnarandstaðan komin á fullt.
Við sem trúðum á þessa ríkisstjórn strax farin að efast.
![]() |
Inga Sæland keypti tvær fasteignir með stuttu millibili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.1.2025 | 14:36
Þurhþyrlian, þurs og fleiri orð. Þurs þýðir sá sem fer í gegnum geiminn.
Þegar ég rakst á fornenska orðið þurhþyrlian fyrir mörgum árum þá varð ég strax hissa á því að erfitt var að finna íslenzk orð sem voru þessu lík að merkingu, en þurhþyrlian þýðir að stinga í gegnum.
Nú tel ég mig vera kominn með orðsifjafræðilegar skýringar og geta tengt þetta við íslenzkuna, jafnvel þótt þetta séu nýstárleg vísindi hjá mér og langsótt á köflum.
Með því að skoða framburðartáknin komst ég á rétta slóð, eða það tel ég að minnsta kosti.
Þurh þýðir vegna, í gegnum, með tilstuðlan af. Þyrlian þýðir að stinga. Dirl eða dyrrl á skozku er sama orðið, nema með d í stað þorns, þar sem þornið hvarf snemma úr engilsaxneskum málum.
Þurh er skyldast orðinu þurrkur á íslenzku hljóðfræðilega, en samt er h-ið ch kokhljóð sem ekki er notað í nútímaíslenzku. Engu að síður virðist þetta hljóð vera ákveðin skýring.
Þurh er eldri mynd orðsins through á ensku sem langflestir skilja og vita hvað þýðir, í gegnum. Stafavíxl hefur orðið og r-ið farið fram fyrir u-ið sem hefur fengið með sér o í nútímaensku og framburðurinn orðinn ú en ekki u.
Gh-ið í enda orðsins í nútímaensku minnir á að framburður þessa orðs, through var kokmæltur fram eftir öldunum þótt nú sé endir orðsins orðinn hljóðlaus hjá langflestum.
Þurrkur á íslenzku tel ég að sé skylt orð, og jafnvel sama orðið, þótt merkingin sé allt önnur.
Annað orð geymir þó merkingu þurh betur á íslenzku, en það er þver.
Dry á ensku er hinsvegar sennilega skylt orðinu draugur á íslenzku og sögninni að drýgja, bæði í merkingunni að láta endast og að fremja.
Af þessu er sést að orð týna merkingum sínum oft þegar þau ferðast til annarra landa.
Draugiz þýðir þó harður, en einnig þurr á forgermönsku og því er enskan ekki alveg með upphaflegu merkinguna.
Í orðsifjabók Blöndals kemur fram að hann tengir orðið að drýgja við driugan á gotnesku, sem þýðir að gegna herþjónustu. Dröje á dönsku þýðir að endast vel, standast, og er það greinilega einnig skylt eins og Blöndal hélt fram.
Fornsænskar rúnir sýna að draug þýddi að fremja.
Ef miðað er við dönsku merkinguna þá fékk orðið draugur merkinguna "eitthvað sem endist vel, vill ekki hverfa", (eitthvað sem endist vel, stenzt tímans eyðingu).
Upphafleg merking finnst ekki í orðabókum. Lýsingarorðið drýgur, drúgur, drægur eða draugur hefur þó þýtt "endingargóður, harður, þurr, ósveigjanlegur", eða eitthvað slíkt. Það orð hefur verið til, með samanburðarmálfræði má sjá það augljóslega og vera viss.
Þetta var samanburður til að sannfæra lesendur þessa pistils um að þótt orðin þurh (framborið þurrgkh) og þurrkur hafi allt aðra merkingu geti þau verið svo náskyld að þau séu sama orðin með mismunandi merkingu.
En það sem vakti mesta athygli mína við þessar orðsiftir er að leyndardómar ljúkast upp og orðið þurs verður loksins skiljanlegt og morgunljóst, ef svo má segja, þetta orð sem hefur verið miklum leyndardómum háð og undirorpið lengi.
Orðið þurh á ensku getur einnig verið stafsett þuruh, ðurh, ðorh, þorh, þerh, ðerh eða þurg. Á víkingaöldinni þekktu menn þetta orð, Engilsaxar notuðu það mikið, og Norðurlandabúar hafa skilið það, vegna náinna samskipta, og sennilega átt þetta orð, þótt ekki finnist það sömu merkingar á prenti. Það ætti ekki að trufla, því vitað er að aldrei rötuðu öll orð á prent, og mikið af skinni glataðist, sem ritað var á.
Í nýju fræðiriti eftir Ingunni Ásdísardóttur er fjallað um það að bágt er að skilja ekki þetta orð, jötunn, og svo þurs eða tröll. Öll þessi orð eru óræðrar merkingar, þótt þau skiljist nokkurnveginn og hafi merkinguna "yfirnáttúruleg vera, risavaxin, óvinveitt".
Þegar ég reyni að skilja orð eins og þurs þá fer ég ekki eftir orðabókinni, ef hún er röng og of nýlegar merkingar þar.
Málið er þetta, að maður veit að orð af þessu tagi eru yfirnáttúruleg, og aðeins merking af ákveðnu tagi kemur til greina og er ásættanleg. Næstum allar skýringar af þessu tagi í orðsifjabók Ásgeirs Blöndal eru grunnar, vantar dýptina og nánari skýringar.
Þó er bókin hans algert grundvallarrit og dýrmætt sem slíkt, ég tek það skýrt fram.
Þegar ég kynnti mér orðið þurh þá sá ég strax að það uppfyllti ákveðin skilyrði um að útskýra orðið þurs.
Maður veit að guðirnir komu í gegnum geiminn frá öðrum hnöttum, jafnvel öðrum búlgum og sólhverfum. Þar af leiðandi þá er orðið þurh dularfullt, þótt reynt sé að finna orðsifjar, terh er elzti ættinginn, á forindóevrópsku og þýðir "að fara í gegnum".
Við eigum lýsingarorðið þver, sem tengir þessi orð saman bæði merkingarlega og orðsifjafræðilega, þar sem v o u voru taldir sami stafurinn í latínu, til dæmis, eða aðeins v-til í latínu.
Sá sem er þver og þrjózkur getur kallazt óvinveittur, og þursar eru óvinir hinna æðri máttarvalda, þannig að merkingarfræðilega gengur þetta fullkomlega upp.
Fimmta merkingin á orðinu þver í almennu íslenzku orðabókinni frá 1993 er "brattur, lóðréttur". Þegar orðið er notað sem atviksorð lýsir það beinni línu.
Þurhþyrlian þýðir að stinga í gegn, og hefur verið notað þegar lýst var mannvígum með sverðum. Lína, eða eitthvað langt og mjótt er því innifalið í lýsingarorðinu þver. Þar með er komin tenging, sem að vísu er ekki mjög skýr, en hún nægir til að sýna fram á að þessu orð hafa komið hvert af öðru, og lýsingarorðið þver er leif af horfnu orði sem merkti í gegnum, og var kannski þurrk, í gegnum, eða þurrak eða þurrek eða eitthvað slíkt.
Lýsingarorðið þurr hefur merkinguna harður, ómjúkur. Sú merking er númer 4 í almennu íslenzku orðabókinni frá 1993.
Það sem skiptir þó mestu máli finnst mér í þessu máli öllu er að sé kafað til botns og leitað enn lengra aftur þá kemur í ljós orðið térht á forindóevrópsku, að fara í gegnum, komast í gegnum, fara frá einum stað til annars, en það orð var notað um sálir dauðra sem fara í annan heim.
Skýringar Ásgeirs Blöndal duga ekki á orðinu þurs, að ryðjast um með hávaða, brauki og bramli eða eitthvað slíkt.
Eiginlega allar skýringar á goðaverum sem hann finnur eru í ætt við þetta, að guðir og tröll hafi verið fávitar sem brutu allt og brömluðu og voru með háreysti, eða lifðu í vötnum.
Skýringar hans litast því af fordómum, en þetta var vandi kristinna manna sem voru með harðlæstan huga og sáu bara það neikvæða við forna tíð og forn orð af þessu tagi.
Ingunn Ásdísardóttir reynir að bæta úr þessu í nýrri bók sinni, og það geri ég líka með þessum pistli.
Samkvæmt minni skýringu þá er jötunn "sá sem fer í gegnum, frá einum heimi til annars". Fornenska orðið þurh sem við eigum í lýsingarorðinu þver, það kemur með skýringuna og leysir þetta fagurlega.
Þurs er sá sem fer þvert í gegnum geiminn og kemur hingað á geimskipi. Það er deginum ljósara.
Sú skýring að þursar séu nautheimskir tröllkarlar sem brjóta allt og bramla, öskrandi og rymjandi eins og skepnur nær ekki nokkurri átt.
Að útskýra orðið þyrlian er svo annað mál. Það er dregið beint af indóevrópska orðinu ter, sem þýðir í gegnum, yfir. Það þýðir að nísta, stinga í gegn, að gera holan, tilgangslausan.
Sögnin að þyrla er augljóslega sama orð, sem fékk aðra merkingu hér, því það var ekki skráð í þeirri merkingu sem það hafði upphaflega og fólk var hætt að skilja það, það breytti um merkingu.
Ég nenni raunar ekki að fara útí löng og mikil skrif um þetta.
Þarna koma við sögu önnur íslenzk orð, eins og tess, "löng og mjó spýta", sögnin að terra, rétta fram, og skyld orð, að derra sig mætti nefna.
Þetta er orðsift sem hefur verið á sveimi lengi í mæltu máli og alþýðumáli, en hefur ekki verið fest á bók í upprunalegri merkingu, og því komið til baka í mörgum myndum eins og ég rek hér. D, t og þ, allt eru þetta náskyldir stafir, og gengur upp að telja að svona hafi orðið ferðazt í gegnum aldirnar og tekið á sig margar myndir og merkingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2025 | 01:11
Gervigreindin gerir mannfólk óþarft - slíkur er hraði þróunarinnar
Hvað gerir gervigreindin? Hún eykur auð og völd fáeinna útvalinna, störfum fækkar, meira atvinnuleysi. Gervigreindin eykur einnig bilið á milli fólks. Sumir munu nota þessa tækni við vinnu og á heimilum, en varla allir.
Letin eykst og mannlegum hæfileikum hnignar æ meira. Það er afþreyingin sem tekur æ meira pláss en vinnan sífellt minna pláss.
Sýndarveruleiki hlýtur að taka við af sjónvarpi og tölvum.
Þar með detta fréttir endanlega út. Allir eða flestir munu lifa í sínum bergmálshellum.
Þetta er ekki dystópísk framtíð heldur dystópísk nútíð.
Nú er minna talað um falsfréttir, meira talað um að fólk velji sér fréttir við hæfi. Það þýðir að enginn lifir lengur í sama veruleikanum.
Ef þetta er ekki helstefnuþróun, hvað þá? Er þetta kærleikur, jafnrétti, bræðralag? Eða kommúnismi? Eða kapítalismi?
![]() |
DeepSeek kemur á óvart: Kínverjar að taka forystu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 122
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 945
- Frá upphafi: 154299
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar