Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2025 | 03:33
Sóleyjarkvæði
var til á hljómplötu á mínu æskuheimili. Þessa hljómplötu fann ég í Góða hirðinum nýlega. Aftaná hljómplötunni eru myndir af því fjölmenni sem tók þátt í mótmælum gegn NATÓ, nokkur hundruð manns sýnist manni.
Það er mjög gott að Sólveig Anna Jónsdóttir sé að endurskilgreina vinstrið og benda á upprunalegar áherzlur og reyna að hreinsa wókið burt, sem þó er erfitt á meðan margir ríghalda sér enn í það. Kannski er hún þessi huldumey og bjargvættur sem kvæðið lýsir.
Hér er brot úr kvæðinu sem á við um okkar sofandi nútíma sem hirðir lítt um að mótmæla Bókun 35:
"Sóley sólufegri
situr við marinn breiða
og vill nú riddarann sinn
til vökunnar aftur neyða
að megi hann enn með ódáinssöngvum
oss ærumeiða." (Jóhannes úr Kötlum).
Í þessu kvæði sem var ort um 1951 eða 1952 má segja að margt sé sem eigi betur við okkar samtíma en þann kaldastríðssamtíma sem það var ort inní. Þar er fjallað um sofandahátt þjóðarinnar, gróðafíknina og að láta sér ekki annt um það sem heilagt er.
Hér er einnig snilld, hluti af kvæðinu:
"Eitt sinn var boðorðið eitt í landi:
eigi að víkja -
nú er öldin önnur
og önnur boðorð sem ríkja
- fyrsta boðorðið er:
að svíkja."
Vil ég nú aðeins leggja út af fyrra erindinu. Hægt er að dæma fólk fyrir ærumeiðingar og meiðyrði og hitt og þetta samkvæmt lýgveldisreglum okkar og jafnaðarfasískum reglum okkar, en skáldið hinsvegar setur slíkt í jákvætt ljós og telur það nauðsynlegt, þegar slíkt dugar til að gera baráttufólk úr hlýðnistjörfum skríl.
Sóley sólufegri er nokkurskonar hafmey í kvæðinu eða vættur, verndarvættur, sem vekur hugdjarfa menn og konur til ærumeiðinga og uppreisnartals, gegn sofandi menningu og kúgaðri.
Mér sýnist á myndinni aftaná plötunni að mótmælendur hafi fyllt Austurvöll, "Ísland úr NATÓ og herinn á brott."
Skömmin má ekki eyðileggja góðar hugsjónir, skömmin yfir síðustu ríkisstjórn og ömurlegum verkum hennar, en einhverjum sæmilegri.
Vinstri menn þurfa aftur að rísa upp og Sjálfstæðismenn.
Ef allt væri með felldu þá væri risin upp hér sterk mótmælaalda gegn Bókun 35, en hvort sem það mál er stórt eða lítið þá skiptir það máli, og er enn ein steinvalan í átt að inngöngunni endanlegu í ESB.
Það er hægt að telja upp þrennt sem Vinstri grænir beittu sér fyrir í samstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk:
1) Að útvíkka fóstureyðingalöggjöfina.
2) Að standa með minnihlutahópum.
3) Að berjast gegn hvalveiðum.
Hagur almennings var varla eða alls ekki bættur.
Þetta var óþarft, með þessum rökum:
1) Fóstureyðingar voru leyfðar og óþarfi að hrófla við þeirri löggjöf sem ríkti.
2) Bæði hvað varðar opin landamæri og hinseginmál má segja að gagnrýni hafi komið fram sem rétt er að taka mark á.
3) Hvalveiðar leggja ekki stofnana í hættu. Móðursýki stjórnar andstöðunni gegn hvalveiðum.
Vinstrimenn eru í tætlum og hægrimenn líka eftir síðustu ríkisstjórn. Þessu má líkja við skilnað hjóna og þjóðin í hlutverki barnanna. Góð hjón sem skilja halda sambandi og sínum sérkennum. Þau tala saman og reyna að efla sig að nýju. Þau jafnvel ná saman um atriði til að ala börnin betur upp.
Nú þurfa vinstrimenn og hægrimenn aftur að koma sér saman um þjóðrækni og íhald.
Já, vinstrimenn og hægrimenn þurfa að koma sér saman um að vera Á MÓTI BÓKUN 35!
![]() |
Sigríður: Það er bara gargað og gólað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessum pistli ætla ég að benda á það hversu miklar líkur eru á því að núverandi ríkisstjórn komi okkur inní ESB, og ég held að andstaðan við það fari minnkandi hjá þjóðinni.
Í upphafi vil ég benda á tvennt sem sýnir hversu lélegur Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið, tvö atriði sem varða ESB áherzlur Sjálfstæðisflokksins í seinni tíð, ekki sízt undir stjórn kvenna innan hans.
Fyrra atriðið kom fram á fundinum á mánudaginn um Bókun 35. Þar kom fram að Áslaug Arna hafi stutt það mál og sett á dagskrá. Seinna atriðið kom fram í fréttatíma í vikunni, þar sem kom fram hörð gagnrýni á leigubílakerfið sem Áslaug Arna kom á einmitt líka á síðasta kjörtímabili.
Athugum það að tvær útlendar konur sem höfðu ferðazt til flestra landa í heiminum sögðust aldrei hafa lent á eins lélegum leigubílstjórum og á Íslandi, og það var eins vond landkynning og mögulegt var. Þetta er auðvitað á ábyrgð þess ráðherra sem breytti leigubílakerfinu.
Þessar tvær konur höfðu verið keyrðar uppí Bláfjöll og rukkaðar um margfalt hærri upphæð af bílstjóranum eftir að hann skildi þær ekki eða keyrði þangað af eigin frumkvæði, og þær fylgdust með á Google-map en gátu ekki stöðvað þessa vitleysu.
Ég verð nú hreinlega að vitna í Ómar Geirsson, sem skrifaði um börn á ráðherrastóli og átti við Áslaugu held ég, það er eins og lagfæra þurfi ótalmargt eftir síðustu ríkisstjórn!
Þegar ESB pólitík Viðreisnar og öfgafemínismi ráða ríkjum, þá er maður sammála Guðjóni Hreinberg og Guðmundi Erni, að maður þurfi að biðja til Guðs, því þá er réttlæti mannlegt á þrotum.
Svo maður haldi áfram með ESB daður Sjálfstæðisflokksins, þá sagði Diljá Mist í hlaðvarpi Ólafs Arnarssonar að hún væri Evrópusinni, DV sagði frá því nýlega.
Tvennt hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn mikið: Að sitja í stjórn tvö kjörtímabil með flokki lengst til vinstri og svo að skipa lítt þroskaðar og ungar konur til að gegna þar háum embættum og gjörbreyta ásýnd flokksins og stefnumálum, og færa hann ekki bara á miðjuna heldur rækilega til vinstri og að ESB-krata-pólitík eins og tíðkast í Viðreisn og Samfylkingunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er semsagt laskaður og ekki lengur sá flokkur sem hann var.
Þrennt varð mér ljóst - og fleira raunar - þegar ég hlustaði á þær ræður sem voru fluttar síðasta mánudag á fundinum um Bókun 35.
1) Það ríkir ótti á Íslandi við valdið.
2) Það vald birtist í konum sem hafa völd.
3) Sá ótti er ótti við ESB og erlendar stofnanir sem hér eru farnar að setja lög.
Þetta ályktaði ég af þessu:
A) Ég skynjaði að þöggun ríkir um Bókun 35.
B) Ég skynjaði að almenningur telur að sjálfstæðissinnar fari sífellt halloka, tapi á Alþingi og annarsstaðar. Það má til dæmis dæma af því hvernig Þriðji orkupakkinn fór í gegn.
C) Nú ályktar almenningur þannig: Úr því ekki tókst að stoppa Orkupakka 3, þá þýðir ekkert að reyna að stöðva Bókun 35.
Niðurstaðan er þessi, að það ríkir vaxandi kúgun hér á Vesturlöndum.
Hvað er til ráða?
![]() |
Segir ákvörðunina varhugaverða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2025 | 00:48
Meistarinn og tíminn, ljóð frá 15. apríl 2017.
Hann kenndi oft að kyrra stress og huga,
en kaldur tíminn gleypir vont og ljúft,
og fleira getur farið með
ef finnst þér viðmót hrjúft.
Ég minnist hans, en tíminn tekur fólkið,
og tækifærin líka, vonin deyr.
Þeir vakna og spyrja, vökva blóm,
samt visna ekki þeir.
Hann sagði:"Dragðu inn færið fyrst hún bítur",
en furðudrengir hika og skelfast snót.
Þér sýndist eins og seldist þú
en síðan komst á rót.
Ég hitti áður eina er kunni að lofa,
í augu leit hún mín og dró mig nær,
en þessi er fjarræn, fjasar hratt
og fýsnin sefur vær.
Já draumar rætast, nándin næst það leyfir,
og næstum eins og merkin gefi hún,
svo moð er hér og móða tóm
og maður fer á tún...
Fyrst andlit birtast íslenzk hún má tala,
hér ætti lostinn mér að stjórna, en samt,
einsog systir aðeins hún,
og annað jafnvel tamt...
Ó, sál mín tætt er samt að bíða og vona,
mér sýnist ljúft að hlusta á masið, fljóð.
Hvort vélin eltir viljans skyn
er varla spurning góð.
Hve ytra byrði einnar kann að laða,
en óttinn nagar fríða sál og hik.
Svo erfitt þegar atvik skín
um mér reynist vik.
Þú girnist ekki gamlar sálir kennslu,
sem gapa og blaðra um hinna reynsluverk.
En úti fannstu indælt loft
nær ástin reyndist sterk.
Svo gömul egó geta ei saman komið,
þín geðfró stúlka eirir trauðla hér.
Þú masar og ég mjakast frá,
og moldin fer að þér.
Svo transinn sýnist ýkt og útvíð kona,
svo ein sú nýtt var, horgrind, töflufrík.
Þá margir láta glepjast glatt,
því gæran skapta er lík.
Hve breyttur heimur, hæfileika skortir,
en hrokinn þeytir mörgum "rétta" braut.
Ó frægðin getur fyllt minn heim
ef fer að hunza þraut!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2025 | 03:35
Víða í miðbænum eru allar búðir með útlend heiti og útlent starfsfólk. Er Ísland Disneyveröld?
Um 2006 var frábær þjónusta í bönkunum, fullt af útibúum, bjartsýni og lífsgleði ríkjandi meðal Íslendinga og þjónustulundin sýndi að fólk sem afgreiddi var hamingjusamt.
Þessi frétt fjallar um að 33 pósthúsum hefur verið lokað síðan 2019. Til hvers? Er allt að fara á hausinn eða hvað?
Það verður að spyrja gagnrýninna spurninga um hvert landið er að stefna og þjóðin. Okkur var sagt það af misvitrum stjórnmálamönnum fyrir Hrunið að alþjóðavæðingin og fjölmenningin myndi gera alla Íslendinga ríka, að allir myndu græða.
Fólk var kallað rasistar og fávitar sem efaðist um að Fjórða iðnbyltingin væri til bóta með því að fylla allt af sjálfsafgreiðslukössum og póstboxum og erlendu starfsfólki. Misvitrir stjórnmálamenn, heilaþvegnir af erlendum auðrónum og þeirra alþjóðafyrirtækjum og alþjóðastofnunum sögðu okkur að ALLIR yrðu ríkir með alþjóðavæðingunni.
Þá spyr ég:
HVERS VEGNA svarar enginn fyrir lélega þjónustu, bankaútibúum lokar, símsvarar og langir biðlistar, og ekki mannleg þjónusta nema í fáeinum tilfellum?
Eilífar sparnaðaraðgerðir og lokanir á öllum sviðum, en á meðan eru útlendingar að kaupa Ísland og við erum orðin að flóttafólki í eigin landi.
Ég fékk mér ágætan göngutúr um Reykjavík í gær. Maður lærir ýmislegt á því. Ég sá eina sjoppu sem búið var að loka, og eina benzínstöð sem búið var að loka. Ég sá fleiri en tvo krana, en kranar eru taldir merki um að efnahagshrun sé yfirvofandi, það sagði útlendur maður í Silfri Egils 2006 eða 2007 og spáði efnahagshruni á Íslandi, sem gekk eftir. Þá var Egill Helgason í þrumuformi og stjórnaði þættinum vel og sjálfur. Maður lærir til dæmis að það eru ekki aðeins tvær þjóðir í landinu heldur að minnsta kosti 20 stykki. Útum allt eru gettó. Ein Bónusbúð sem ég fer reglulega í er til dæmis með erlendu starfsfólki aðallega og þannig eru þær flestar þessar verzlanir. En maður tekur eftir svo miklu fleiru en bara því að starfsfólkið er erlent. Til dæmis þetta: Ef múslimakonur með slæður eru að afgreiða þá sækja þangað aðrir til að verzla þar af sama þjóðerni. Ef asískt fólk afgreiðir sækir þangað fólk af sama þjóðerni. Norrænt fólk og innfætt er miklu minna á ferli en fyrir 20 árum eða svo.
Innfæddir Íslendingar eru ekki hamingjusamir um þessar mundir. Merkilegar fréttir koma um unglinga sem drekka á miðjum dögum og svo fólk komið yfir miðjan aldur sem stundar mikla dagdrykkju og bíður mikið heilsutjón af. Síðan er það dópið, og þunglyndislyfin. Síðan er það hrunið í fæðingartíðninni, og ofurlaun sem veita ekki hamingju, eða utanlandsferðir sem veita litla hamingju, og dvöl í öðrum löndum sem veitir litla hamingju. Innfæddir Íslendingar eru í mjög, mjög vondum málum.
Mikið um byggingarkrana í Reykjavík, sem segja að efnahagshrun sé yfirvofandi. Og nóg af sjoppum sem hafa lokað, og benzínstöðvum. Íslenzk menning rifin niður til grunna, en að vera á Hlemmi er eins og að vera í erlendri stórborg.
En málið er það að fáir spyrja spurninga af viti, og fá jafnvel enn síður svör af viti. Það ber enginn neina ábyrgð lengur, því það er vitnað í erlendar reglugerðir og það er vitnað í embættismenn sem vita ekki hvað þeir eru að gera (eða þær).
Fundurinn um Bókun 35 var mjög góður í Seltjarnarneskirkju og vel sóttur, fólk á öllum aldri, konur og karlar.
Það sem þar kom fram hvetur mann til að spyrja svona spurninga: Hvert er Ísland að stefna? Vilja allir láta valdamenn í útlöndum bera ábyrgðina?
![]() |
33 pósthúsum hefur verið lokað síðan 2019 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2025 | 16:26
Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foundation. Ekki er allt sem sýnist með góðmennskuna, að gefa eigin fyrirtæki næstum aleiguna.
Lækkun lyfjakostnaðar, og sem flestar óþarfar meðferðir svo sem flestir verði sprautaðir og útrýming barnadauða er undirstaða fyrir útrýmingu mannkynsins og minnkandi frjósemi á heimsvísu, en rannsóknir hafa staðfest þetta með óyggjandi hætti.
Bill Gates hefur hjálpað Afríku mjög mikið, en það kemur ekki í veg fyrir barnadauða annarsstaðar eins og á Gasasvæðinu af völdum stríðs og árása.
Er Bill Gates að fegra ásýnd sína og mannorð með þessu eða að reyna það? Já, það er deginum ljósara, en svo þarf fólk ekki annað en að lesa fréttirnar um þetta til að sannfærast um að þessar fréttir um "góðmennsku Bill Gates" eru falsfréttir, það er að segja að fyrirsögnin er glansfrontur sem sýnir ekki veruleikann, um aðkomu auðjöfursins að umdeildum verkefnum sem sumir segja að hafi valdið tjóni, og sterk rök færð fyrir því.
Svona Reuters falsfréttamennska er einmitt mjög dæmigerð fyrir vinnubrögðin í okkar vestræna heimi. Svona fyrirsögn er slegið upp á heimsvísu, og langflestir nenna ekki að lesa nema bara fyrirsögnina og hugsa annaðhvort:"Dyggðaflöggun og yfirborðsmennska" eða þá stuðningsfólk Bill Gates: "loksins sjá þessir samsærisnördar að þeir hafa rangt fyrir sér, að Bill Gates er frelsarinn sjálfur en ekki 666."
En fyrirsögn sem er brot af sannleikanum er afvegaleiðing. Bill Gates er að gefa sinni eigin stofnun megnið af ofurauðævum sínum. Hans eigin stofnun er umdeild. Bill Gates trúir svona stíft á sinn eigin málstað að hann vill öllu til fórna fyrir hann, næstum aleigunni. Samt heldur gagnrýnin á hann áfram persónulega og einnig á Gates Foundation - eða það sem uppaf þeirri stofnun sprettur.
![]() |
Bill Gates gefur 99% af eftirstandandi auðæfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2025 | 00:50
Ég var búinn að lofa mér annað en lýsti Arnari Þór sem merkilegum manni og sagðist spenntur að mæta á þennan fund um Bókun 35 - hvet sem flesta til að mæta
Ég mun sennilega mæta í Seltjarnarneskirkju klukkan 20.00 á morgun úr því að Arnar Þór býður mig sérstaklega velkominn og gefur í skyn að ég megi vera með erindi ef ég tel mig tilbúinn í það. Um erindið sem ég gæti kannski flutt veit ég ekki, það er spennandi en krefjandi, og ég hef vissulega ekki alveg varpað því á bug sem Guðmundur Ásgeirsson hefur tjáð sig um, að ekki sé um afsal á sjálfstæði. Þannig að hvar er mín sannfæring í þessu og hversu sterk er hún? Jú ég vil fremur að alþingi sleppi því að samþykkja Bókun 35, það er vissulega mín skoðun.
Áhugavert er hvað Friðrik Árni Friðriksson Hirst hefur skrifað, að bókun 35 gæti skapað lagalega óvissu EES löggjöf í hag. "Að íslenzkar lagareglur séu óvænt látnar víkja fyrir innleiddum EES reglum."
Stuðningsmenn Bókunar 35 halda því fram að þetta geti bætt réttarstöðu sumra og sé auk þess óhjákvæmilegt, eitthvað sem þurfti að samþykkja eitt sinn en var ekki gert.
Í grunninn er ég engu að síður andvígur alþjóðavæðingu og það kemur engum á óvart sem lesið hafa mína pistla.
Þróunin hefur verið að alþjóðastofnanir hafa fengið meira vægi en þjóðríkin minna.
Er hægt að stöðva þetta? Ef það er hægt þá vil ég leggja mitt lóð á vogaskálarnar.
En eru ekki enn minni líkur á að þessi ríkisstjórn stöðvi þetta en sú síðasta? Sárlegast fannst mér að flokkarnir þrír sem oft voru kenndir við íhald skyldu ekki leggjast gegn þessu heldur aðeins örfáir, Framsókn, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur voru allir kenndir við þjóðrembu og íhald hér áður fyrr - Alþýðubandalagið raunar, sem Vinstri grænir voru stofnaðir uppúr.
Það sem er breytt frá því í fyrra er samt þetta að Donald Trump var kosinn með yfirburðum forseti - hann er í raun óbeint tákn fyrir andstöðuna við Bókun 35 og ESB, og einnig hefur það breyzt að slíkir flokkar hafa í Evrópu frekar verið að styrkjast en veikjast, finnst manni.
Mér finnst alltaf mest spennandi að reyna að sannfæra þá sem eru mér ósammála. Þessvegna hef ég áhuga á að kynna mér skoðanir og rök andstæðinga minna. Það getur verið erfitt og tekið á.
Hvernig á að sannfæra fólk um þörfina á að hafna þessu sem vill samþykkja Bókun 35?
Veit það ekki, en ég tek undir að vonandi mæta sem flestir á morgun (í dag raunar) á þennan fund og vonandi rís upp grasrótarhreyfing sterk gegn þessu. Það segi ég vegna þess að mér finnst alltaf nóg af alþjóðahyggjusinnum á þessu landi en of lítið af þjóðernissinnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2025 | 02:18
Hægt og bítandi eru hneykslismálin að grafa undan ríkisstjórninni og sumum í embættismannakerfinu
Ég er nokkurnveginn viss um það að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki víkja nöfnu sinni úr starfi, þrátt fyrir að upp komi þessi mál sem vekja óvinsældir hennar meðal allmargra. Þetta heitir samtrygging og spilling kvenna og þær eru að ég held nálægt hvor annarri í pólitískum skoðunum. Enn og aftur má benda á að Ögmundur Jónasson sá landsþekkti vinstrimaður skipaði Sigríði J. Friðjónsdóttur sem ríkissaksóknara árið 2011, og þótt ég viti það ekki fyrir víst hvaða stjórnmálaskoðanir hún hefur, þá finnst manni af deilum hennar við Helga Magnús Gunnarsson að þær hafi eitthvað komið í ljós, og að hann sé hægrimaður en hún vinstrimanneskja. Það eru þó getgátur, því hún lætur ekki upp skoðanir sínar við fjölmiðla svo ég viti og er ekki mikið í viðtölum, sem er sennilega skynsamlegt af henni, svo fólk sé síður að deila um hana og hennar persónu eða störf.
Á sama hátt tel ég að ÞSG muni ekki víkja Ólafi Þ. Haukssyni héraðssaksóknara úr starfi af svipaðri ástæðu, hún telur sig síður "rugga bátnum" með því að láta þau ekki víkja. Það er þó spurning hvort ruggar bátnum meira, miðað við kurr í fólki útaf þessu.
Þessi mál brenna mjög heitt á fjölmiðlafólki og almenningi um þessar mundir. Þetta er bara mjög mikið í fréttum og við viljum vera saklaus þjóð áfram og laus við margt ljótt sem við horfum á í glæpamyndum bandarískum.
Það er mjög skiljanlegt að hvorki Ólafur né Sigríður telja þetta afsagnarvert fyrir sig persónulega, en hvaða kjánaskapur er það alltaf í blaðamönnum að spyrja fólkið sjálft sem er umdeilt um svona, flestir standa með sjálfum sér?
Þetta skrifaði ég á síðu annars bloggara, til að leiðrétta aðra sem gerðu athugasemdir:
Það er ekki rétt, dómsmálaráðherra skipar nýjan ríkissaksóknara ef hann vill. Valtýr Sigurðsson er enn á lífi, en hann var dómsmálaráðherra áður en Sigríður J. Friðjónsdóttir var skipuð í embættið af Ögmundi Jónassyni 2011.
Valtýr var skipaður af Birni Bjarnasyni 2007. Dómsmálaráðherra landsins er sá eini sem hefur þetta í hendi sér, Þorbjörg, en afsögn er möguleg.
Það er hægt að mótmæla við dómsmálaráðuneytið.
Eins og vitnað er í orð Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þá er hann einn af þeim sem telur að þau bæði eigi að segja af sér, héraðssaksóknari og ríkissaksóknari.
Það er í samræmi við evrópska hefð, til dæmis í Danmörku og Noregi. Þar er fólk fljótt að segja af sér og fær sér nýtt starf.
Hér situr fólk sem lengst, og leiðindaandrúmsloft skapast oft. Orðið spilling kemur oft upp í því sambandi.
![]() |
Tilgangslausar hleranir sem fóru á flakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2025 | 01:04
Nýr erkidrúíði, páfi öðru nafni, hefur verið valinn
Að kalla kaþólsku páfana erkidrúíða er mikið jaðarmál. Mjög fáir gera það og mjög fáir eru teknir alvarlega sem gera það, en til eru samt myndbönd á Youtube frá fræðimönnum sjálfmenntuðum, og aðallega gyðingum sem halda þessu fram, og þá til þess að gagnrýna kristindóminn í öllum hans myndum og reyna að fá fólk til að aðhyllast hreinan og ómengaðan gyðingdóm, hvernig svo sem hann nú er, en um að er auðvitað líka deilt eins og annað. En það sýnir kannski bezt fordómaleysi mitt og að ég hef ekki mjög mikla andúð á gyðingum að ég hlusta á þessi myndbönd af athygli og tek mark á þeim, og tek því fagnandi sem þeir segja ef mér finnst vit í því.
Fyrir það fyrsta þá er deilt um það hvort erkidrúíðar hafi verið til eða ekki. Fræðimenn deila um hvort valdapíramídi hafi verið við lýði innan drúízkunnar eða valdadreifing, hvort allir drúíðar hafi verið jafnir eða einhverjir æðri en aðrir. Tilvitnanir í upphaflegu ritin, klassísku ritin á grísku og latínu eru óljós hvað þetta varðar og í mótsögn hver við önnur, enda skráð af mörgum riturum með margskonar skoðanir og misgóða þekkingu. Ekkert er til úr gaulversku eða miðevrópsku keltamenningunni sjálfri, aðeins frá öðrum sem um þá rituðu. Að hluta til vegna banns drúíða um að rita niður helgisögur, heimsspeki eða annað, sem þeir litu á sem heilaga þekkingu, sem jaðraði við helgispjöll að veita öðrum aðgang að en fáeinum útvöldum, semsagt drúíðunum sjálfum, sem flestir voru karlkyns, þótt til hafi verið kvendrúíðareglur, en þær munu hafa verið í minnihluta, og sumir telja að þær hafi frekar verið til í Bretlandi en á meginlandinu, en það er þó óljóst líka eins og margt annað um þetta. Þó er kannski aðalástæðan fyrir skortinum á frumheimildum sú að þeim var viljandi eytt af rómverskum harðstjórum og böðlum, einvöldum og keisurum, og svo af kirkjunnar yfirvaldi, sem hafði hag af því að vera með einkokun á trúarlegu valdi. Það fór saman við veraldlegt vald og hið rómverska vald, sem var algjört um langt skeið, Rómverjar voru drottnarar heimsbyggðarinnar vestrænu um langt skeið.
Ég verð að segja að ég varð að horfa og hlusta margsinnis á þessi myndbönd til að taka þau alvarlega. Ég efaðist í fyrstu og hló að þessu og taldi þetta rugludalla sem ekkert mark væri takandi á. En samt fór ég að sannfærast, þegar í ljós kom að þarna var ýmislegt vel rökstutt.
Mítrið sem páfar og biskupar bera, höfuðfatið sem stundum hefur tvö horn, það hefur verið útskýrt í bókum um Míþras sem dregið dregið af heiti þess guðs og af húfunni sem hann ber á ýmsum myndum af honum. Þetta er þó ekki opinber skýring á orðinu, sem er af jónískum og grískum uppruna.
Um uppruna og orðsifjar jóníska orðsins mítre er deilt. Þó er viðurkennt að um helmingslíkur eru á því að orðið mítur eða mitre sé dregið af sömu rót og guðsheitið Mithras, að binda, á indó-írönsku, gömlu persnesku tungumáli.
Mitra og miðra er vedísk og avestísk sögn, sem þýðir að binda, for-indó-íranska, mitrám, rótin mi að binda, tra, sem þýðir að valda einhverju. Mithras þýðir sá sem er valdur að bindingu, enda er hann guð eiðanna, sem er eitt upphafshlutverk hans í persneskri goðafræði.
Á sama hátt er mítré, á jónísku, tengt mey á for-indó-evrópsku máli, sem þýðir að binda einnig. Belti, gjörð, plástur, höfuðband, lárviðarlauf eins og drúíðar notuðu til krýningar um höfuð, sigurband, túrban, orðið hefur svona margvíslega merkingu í ensku og öðrum tungumálum, enda ævafornt eins og orðsifjarnar bera með sér.
Kórónur kónga eru síðan orðnar til fyrir helgitákn af þessu tagi.
Heiðinn uppruni liggur til grundvallar þessum sið, án nokkurs efa.
Nóg er að minnast á guðinn Cernunnos, sem gerður var að Satan í táknmyndum miðalda, svo vinsæll var hann og elskaður, ásamt Pan hinum gríska og Satýrunum, og vafalaust öðrum vinsælum guðum af þessu tagi út um alla Evrópu, hverra nöfn við þekkjum ekki lengur því þau voru ekki niður skráð.
Gyðjan Hörn, sem á að vera Freyjuheiti, er þó áreiðanlega leif af dýrkun á Horna, sem var norrænt heiti yfir Cernunnos.
Kórónur eru bein vísun í Cernunnos og vald hans. Þar fór saman veraldlegt vald og andlegt eins og hjá drúíðum, sem var ein aðalástæðan fyrir hatrinu og öfundinni í þeirra garð af hendi Rómverja, og Júlíus Sesar sem rómverskur æðstiprestur upphaflega hafði sérstaka ástæðu til að reyna að útrýma þeim, hann óttaðist þá og vald þeirra og vildi gera sitt eigið vald sitt mest og þeirra sem minnst. Dráp voru hans aðferð til þess, og fjöldamorð á þeim, vel að merkja, og svo að skrifa sína eigin sögu, um Gallastríðin, og upphefja sjálfan sig þannig.
Auðfaðir var hann nefndur á latínu, Pluto, guð gnægtanna neðanjarðar.
Síðan er það hvítur skrúðinn sem páfar, biskupar og prestar klæðast oft. Drúíðar voru sagðir klæddir á þann hátt einnig og voru á undan þeim í sögunni. Samt er þetta svo algengt og sameiginlegt atriði innan margra trúarbragða að þetta er enganveginn nein sönnun, en kannski vísbending, ef menn vilja túlka þetta á þann veg.
Síðan er það umgjörðin um kirkjuna. Dýrðlingarnir til dæmis. Margir hafa bent á að dýrðlingarnir kaþólsku séu eftirmynd guðanna mörgu í heiðnum trúarbrögðum. Aðeins með lútherskunni og calvínismanum var þessu breytt og dýrðlingum úthýst.
Ýmsir hafa haldið því fram að norsku stafkirkjurnar séu heiðin hof endurnýtt, enda var þessi byggingarstíll á kirkjum við upphaf kristnitökunnar á Norðurlöndum mjög algengur. Já, þannig kunnu heiðin hof að hafa litið út, nema sum þeirra voru miklu lengri, og miklir skálar sem fólk viðhafðist í á meðan á miklum hátíðum stóð.
Mikil helgi var á drúíðum og virðing fyrir þeim. Heilagleikinn í kringum páfana er þannig sameiginlegt atriði.
Á hinn bóginn er hægt að lesa um það í mannkynssögubókum að rómversk heiðni var orðin að athlægi Rómverja sjálfra löngu áður en hún rústaðist og vék fyrir kristinni með kristnitökunni. Rómversku keisararnir gerðu sjálfa sig að guðum og notuðu til þess egypzka fyrirmynd. Ýmsir fræðimenn telja það réttilega sem hnignunarmerki á rómversku heiðninni. Það sama má að einhverju leyti segja um grísku heiðnina, nema þar var þó sannari trú og sannari heiðni á ferðinni.
Hinsvegar ber flestum saman um það að drúíðar hafi verið virtir eins og páfar og biskupar. Þeir höfðu stjórn á fólkinu.
Nákvæmlega um þær helgiathafnir verður ekki sagt, heimildir skortir, en talið er að margt af því hafi farið fram undir berum himni, í trjálundum. Ekki voru það allt fórnir, heldur ýmislegt annað líka.
Altarissakramentið kristilega er að öllum líkindum útþynnt fórnarathöfn heiðin, og jafnvel með gallverskan, heiðin uppruna.
Hér má því sjá viðamikil bönd sem tengja saman kristni og heiðni, en kaþólsku og heiðni þéttar en lúthersku og heiðni, augljóslega.
Formfesta kirkjunnar er athygliverð með eindæmum. Þar ber allt merki um galdraathafnir, en vitað er að hvert orð verður að segja rétt ef galdraathöfn á að virka, og drúíðar voru þannig að þjóna sínum söfnuðum, með formfestu og heilagleika.
Pontifex maximus var fyrst puntembætti frekar en áberandi valdaembætti eins og að vera drúíði. Ennþá er þetta heiti á embætti páfans á latínu sem sýnir tengslin á milli heiðninnar og kristninnar.
Með tímanum voru Rómarkeisarar krýndir þessum titli, og svo Rómarbiskupar. Þá voru stjórnmálaleg völd farin að fylgja titlinum. Merkilegt er að einmitt á sama tíma stóðu ofsóknirnar gegn keltnesku drúíðunum sem hæst og drúíðahreinsanirnar, eins og réttilegt er að orða þetta, eða fyrstu aldirnar fyrir Krists burð og fyrstu aldirnar eftir Krists burð.
Bendir það til þess að ekki aðeins hafi fræðum þeirra verið rænt af þeim, heldur einnig stöðunni innan samfélagsins, að Rómverjar hafi notað drúíðana sem fyrirmynd í veraldlegum og andlegum efnum, en aðeins að hluta til, ljótustu hlutarnir voru notaðir en ekki þeir fegurstu eða heimspekilegustu.
Þegar komið er fram á tíma flavíönsku keisaranna var búið að brenna allar heimildir sem skiptu máli, nema þær sem sýndu söguskoðun og trúarbrögð sem voru þeim sjálfum þóknanleg. Þetta hafa því verið miklar brennualdir, fyrstu aldirnar eftir Krists burð, og miklar þjóðernishreinsunaraldir.
En endanlegar sannanir finnast ekki um það sem ekki finnst ritað um í fornöld orðrétt, þetta eru fræðilegar getgátur og rök hníga í þessa átt sem virðast býsna sannfærandi.
Þó eru sagnfræðilegar staðreyndir og hliðstæður æpandi þegar betur er að gáð.
Með tímanum þróaðist kirkjan og veraldlega valdið saman. Hvaðan fyrirmyndin kom er ekki gott að segja. Kannski þurfti ekki drúízku fyrirmyndina til þess, kannski var það bara valdagræðgi veraldlegra og andlegra yfirvalda þess tíma. Þó er mögulegt að þarna hafi verið um áhrif að ræða frá eldri menningu. Þó er ekki hægt að tala um nákvæmar hliðstæður, heldur áhrif. Drúíðar urðu aldrei eins miskunnarlausir og valdamiklir og kirkjuleg yfirvöld og svo veraldleg yfirvöld á miðöldum og síðmiðöldum. Til þess voru keltnesku samfélögin alltof sundurlaus og villimannleg, en virðingin fyrir drúíðunum var til staðar, þeir voru læknar, prestar, dómarar og fræðimenn allt í senn. Þar að auki voru þeir herstjórar stundum og herráðgjafar sérlegir.
Rökin fyrir því að páfar hafi tekið við af drúíðum eru sannfærandi þegar allt kemur til alls.
Þó verður því aldrei neitað að gyðingleg áhrif voru kannski allsráðandi, en kannski jöfn, til helminga á við evrópsk áhrif. Um það er deilt.
Hér áður fyrr var ekki til hugtakið menningarnám eða menningarrán. Að yfirtaka erlenda menningu þótti sjálfsagt, einskonar sigurtákn. Það þótti þar að auki tryggja stuðning heiðingjanna og þeirra sem herleiddir höfðu verið erlendis frá.
Mér þykir mjög líklegt að rómverskir keisarar hafi leitað sér fyrirmynda í gaulversku samfélagi. Þeir vissu hvar skóinn kreppti, að herða þurfti að fólkinu, þrengja að því láta það fá ein trúarbrögð og einn sið, og sem fæsta veraldlega valdhafa.
Sumar hugmyndir af þessu tagi hafa vafalaust komið frá keltnesku guðunum og drúíðunum, prestunum og seiðmönnunum í þeirra sið.
![]() |
Nýr páfi er frá Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2025 | 00:57
Pútín ætti að læra að sigra með afþreyingu, rússneskri Hollywoodframleiðslu, í stað stríðsreksturs
Um Rússa má segja að þeir séu eitt mesta herveldi okkar tíma og 20. aldarinnar. Um þá þarf ekki endilega að segja margt fallegt eða gott miðað við framferði þeirra gagnvart Úkraínumönnum.
Ég stóð með Rússum í upphafi innrásarinnar 2022 af ýmsum ástæðum. Ég skildi að búið var að ögra þeim. Ég skildi að Biden feðgar og Obama stjórnin hafði átt þátt í valdaráninu 2014 og kannski hófst stríðið þá, eða undirbúningur þess. Ég hafði slíkt ógeð á femínisma að mér fannst rétt að Rússar fengju meiri áhrif, og gamaldags feðraveldiskirkjuáhrif kristileg, í gegnum rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Nú er samúð mín með Rússum umþaðbil alveg þorrin. Það er ljóst að Pútín ætlar sér að ná allri Úkraínu og á sama hátt vilja Ísraelsmenn hrekja alla Gazabúa í burtu eða útrýma þeim.
Yfirgangshrottar geta stundum átt sér áhugaverðar málsbætur ef maður hefur samúð með málstað þeirra, en ógeðfelldir verða þeir að teljast.
Af vinum og dindlum Rússa hér á blogginu finnst mér einn ákafastur í stuðningi við þá, Rúnar Kristjánsson. Af skrifum hans að dæma held ég að hann sé gamall kommúnisti eða krati sem aldrei hefur þurrkað af sér þann stimpil almennilega.
Síðan eru fleiri kommar til sem styðja Rússa af gömlum vana. Einnig styðja þá nokkrir af kristilegum ástæðum, því Rússar eru fyrir þeim tákn um gömlu og góðu kirkjuna eins og hún var áður, og kristilega siðferðið fyrir sigur kvennakirkjunnar á Vesturlöndum og wóksins.
Aðdáendur Rússa sumir vilja gera hlut þeirra sem mestan í seinni heimsstyrjöldinni. Það er svo margt merkilegt við menningu Rússa að hernaðarmáttur þeirra og grimmd er kannski ekki endilega það sem þeim er helzt að hrósa fyrir.
Margt er líkt með Rússum og islömskum stríðsvélum. Þar er hernaðarhyggjan ríkjandi, eins og sést á því að Rússar fagna sigri sínum í seinni heimsstyrjöldinni alveg sérstaklega með hátíðahöldum.
Alvöru stríð eru háð af illri nauðsyn. Að fagna þeim og kalla sigurhátíðir er tvíeggjað sverð, það æsir til frekari stríða, þegar stríð eru upphafin sem hetjudáðir og eitthvað sem beri að keppa að hvað sem það kostar.
Rúnar Kristjánsson sem gefur sig út fyrir að vera mikill kærleiksflytjandi og friðarsinni fellur þó í þá gryfju að lýsa aðdáun sinni á Rússum og sögu þeirra þrátt fyrir að hún sé eins blóðug og ljóst er, ekki sízt núna þessi allra síðustu ár, í Úkraínustríðinu.
Maður er alveg hættur að treysta Pútín. Hans vopnahlé eru lygavopnahlé til að rugla í ríminu.
Eitt sinn las ég viðtal við Pútín í Morgunblaðinu, eða Fréttablaðinu. Það gæti hafa verið 2005 eða um það leyti. Þá sagði hann að Gandhi væri ein af fyrirmyndum sínum.
Gandhi náði sínu fram með mótmælum og hungurverkföllum, með algjörlega friðsamlegum hætti. Pútín gæti lært margt af honum enn.
![]() |
Drónaárásir trufla sigurhátíð Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2025 | 00:19
Eðli kommúnista er að búa til dúmur, forum, ráð og allt það, alveg eins og á Stalínstímanum. Forum eru bara dúmur Vesturlanda.
Það er ótrúlegt hversu margir "samræðuvettvangar" eru búnir til fyrir fasistana sem kenna sig við jöfnuð, frelsi og lýðræði og annað sem flónin telja raunverulegt. Orðið forum getur þó einnig þýtt markaðstorg eða dómstóll í rómverskum stíl og nær það kannski fasískri merkingunni betur, því þar myndaðist drottnunargirnin sem við þekkjum í gegnum pólitísk blekkinganet og keisaralýðræðissýndarkerfi, öldungaþingmenn eða ráðherfur, það kemur útá eitt, með hjálp hinna tilbúnu trúarbragða, kristninnar.
Wellbeing Economy Forum, já nöfnin á þessum fyrirbærum eru lík og það sem þar gerist er svipað. Þar er reynt að svipta fólk völdum og áhrifum, frelsi, sumir segja einnig heilsu.
Falleg nöfnin á fyrirbærunum eru auðvitað í andstöðu við það sem gerist, að frelsið er minnkað.
Velsældarþing eða vesældarþing?
Eiga ekki allir að vera öreigar nema ræningjarnir og glæpahundarnir sem öllu stjórna?
Það má lýsa þessu sem fram fer svona:
Þetta er eins og á halelújasamkomu. Auðugustu ræningjarnir móta stefnuna og nota falleg orð og fallegar setningar. Hellingur af heilaþvegnum og auðsveipum tíkum og hundum gegna og segja já og amen. Síðan er gelt og ýlfrað og samþykktir skráðar.
Stór hluti Íslendinga veit að frelsið er blekking og að auðræði ríkir á þessu landi. Við erum undir Bill Gates og slíku fólki, en það sama á við alla aðra í hinum vestræna heimi, og víðar. Það er bara staðreynd.
Hægrimenn og Trumpistar vita þetta. Harðir Trumpistar eru fremur fáir á Íslandi. 5-10% þjóðarinnar kannski. Síðan eru um 40% eða meira einhversstaðar á hægrarófinu án þess að aðhyllast samsæriskenningar og Trumpdýrkun og hlæja að Trump eða hneykslast á honum með jafnaðarmönnunum, sem blandast inní þennan hóp. Ekki er gott að segja hversu margir harðir vinstrimenn eru til á þessu landi. Auðvitað dóu þeir ekki út með Vinstri grænum, en fóru að skammast sín og fóru í felur. Ætli það séu ekki 5-10% líka, langflestir Íslendingar eru einhverskonar jafnaðarmenn, kratablendingjar.
Þegar maður fer á Fésbókina les maður mikið af stöðuuppfærslum, (sem er þýðing á statusum), sem fjalla um Trumphneykslun. Þetta er til að gleðja femínismakellingarnar, sem hafa náð fasísku hreðjataki á stjórnkerfinu, þótt venjulegar konur séu ekki þannig frekar en venjulegir karlar.
Stöðuþras væri líka ágæt þýðing á status á samfélagsmiðli. Eða Stöðugtþras?
![]() |
Velsældarþingið hefst á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.5.): 0
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 475
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar