Það var frétt um það í gær á RÚV að hákarlsverkandi einn spáði því að hákarlaútgerðin væri deyjandi atvinnugrein og myndi leggjast af ef ekkert yrði að gert. Talaði hann um flókið regluverk, sem ég býst við að komi frá ESB, "gæðavottun" og allskyns veiðigjöld af þessari veiði, og síðan talaði hann um æ færri sem kynnu gömlu handbrögðin, og því væri orðið algengt að hákarlinn væri vondur en ekki góður og rétt verkaður, sem öllu máli skipti.
Þetta get ég sko tekið undir, því þetta var það sem ég heyrði oft afa minn tala um á æskuheimili mínu.
Afi minn Jón var ættaður frá Trékyllisvík á Ströndum. Það er mjög norðarlega og afskekkt, og nálægt sjónum. Spænska veikin komst aldrei þangað, því vegir voru tepptir, vagnar settir þversum og skilti sem bönnuðu fólki að ferðast. Fólk varð að lifa af landsins gæðum bara þar, ekkert fá að utan eða frá öðrum landshlutum. Spænska veikin dó út og fólkið þarna slapp og sumsstaðar annarsstaðar. Það afbrigði sem nú er að drepa fuglana er sennilega eitthvað svipað afbrigði og Spænska veikin var, því var lýst að þetta drap fólk á stuttum tíma, en sumir sluppu þó, en margir mjög lengi að ná sér, eða náðu sér aldrei. Spænska veikin var af fuglaflensutegundinni, sem er eins og venjulegar haustflensur, nema mjög banvænt afbrigði sem sjaldan berst í fólk, en þá þarf að loka smitleiðum með öllum ráðum.
En aftur að hákarlaveiðinni.
Ég heyrði sögur af því að langafi minn var hákarlaveiðimaður og kunni líka að verka hákarlinn. Hann hafði lært að grafa hákarlagryfjur og hvernig ætti að verka hann þar.
Hann var jafnvel kominn af hákarlaveiðimönnum langt fram í ættir sem höfðu búið þarna og á öðrum afskekktum slóðum.
Þegar ég var lítill fengum við sendingar að norðan og þá var hákarlinn hengdur upp í kartöflugeymslunni.
Fyrsti búskaparárin, frá 1950 og til 1964 eða um það bil þá ræktaði amma kartöflur í lóðinni okkar, í hlíðunum þar sem síðar voru byggð hús, fyrir ofan Smáralindina. Það var gamla erfðafestulandið, sem tapaðist þegar afi var vélaður til að láta það af hendi fyrir lóðaleigusamningi til 50 ára í stað erfðafestulandsins, sem skorti skriflega undirskrift á leyfi fyrir verkstæðinu, en afi gerði munnlegan samning við Finnboga Rút 1946 með handabandi um leyfi fyrir verkstæðið, sem mikil þörf var fyrir, áður en húsið var byggt, þegar slíkt var talið gilda mjög vel, en svo auðvitað breyttist það með reglugerðum. Það gleymdist sennilega bara að uppfæra það atriði.
Þegar afi og amma byggðu húsið, þá fengu þau ráð og aðstoð frá foreldrum sínum. Það var byggð svonefnd kartöflugeymsla við hliðina á kjallaranum, fyrir neðan stofuna. Hún var óupphituð eins og útihús voru fyrr á öldum, en nokkuð stór.
Þar í kulda og dimmu voru kartöflur geymdar og skemmdust síður.
Þar var einnig geymdur hákarl og hengdur upp í löngum ræmum, með snæri hengdur upp.
Þessi hákarl var oft rosalega góður. Fyrst fannst mér hákarl vondur, en þegar ég vandist honum fór mér að finnast hann góður.
Það komu ættingjar og vinir afa að norðan í heimsókn með hákarlinn. Ég held að þeir hafi gefið honum þessa bita en ekki selt hann. Þá var hákarlaverkun miklu algengari en nú og menn voru stoltir af handverkinu og sögðu "þetta er miklu betra en draslið í búðunum með plastbragðinu", og það var alveg satt.
Ég man að oft var þetta þannig að manni var skammtaður hákarl þegar hann kom, eins og um sælgæti væri að ræða. Manni var bannað að sækja þetta sjálfur, því maður gæti ekki náð uppí þetta sem hann var hengdur uppá og að maður myndi skera sig á hnífnum sem þurfti að nota til að ná sundur bitunum.
Þannig að hákarlinn var sannkölluð munaðarvara og karlarnir sem veiddu hann svipaðir hetjuljóma og dýrðarljóma karlmennskunnar.
Ég talaði ekki við þessa menn sem komu í heimsókn og gáfu hákarlinn. Þeir voru oft í nokkra klukkutíma og töluðu um heima og geima og hlógu og tóku í nefið. Það var þó einn frændi minn sem ég tók í höndina á, Gunnar á Eyrinni. Ég man vel eftir honum.
En ég hef verið að hugsa, er ekki hákarlinn eins og frönsku ostarnir? Það er listgrein að framleiða góða franska osta, og sum héruð eru frægari en önnur.
Þannig var þetta í gamla daga með hákarlinn. Hann hélt fólki á lífi og þannig veiðar að vetrarlagi, einnig hvalveiðar og fiskveiðar.
Ég heyrði sögur af því þegar langafi og aðrir fóru á hákarlaveiðar. Ég man ekki nema að þetta voru miklar hetjusögur og mikil hætta að veiða hákarlinn. Sumir drukknuðu, eða voru við það að drukkna. Því miður man ég ekki eftir þessu í smáatriðum. En ég bar óttablandna virðingu fyrir þessum mönnum, ég man það.
Bjarni Benediktsson er því miður farinn úr pólitíkinni, en eftir því sem lengra líður þá verður manni það betur ljóst að vandfyllt verður það skarð, þrátt fyrir allt sem gagnrýna má hann fyrir.
En þegar hann gaf hvalveiðileyfið til margra ára, þá fannst mér hann hafa unnið afrek og slegið móðursjúka einstaklinga í rot með því.
Það var kannski hans síðasta afrek, en eitt það glæsilegasta. Hann notaði aðferðir Svandísar, klækjabrögð og hörku, en af því að hann var ekki vinstramegin, þá varð mikil óánægja með það meðal þeirra sem þykjast hafa einkaleyfi á þannig aðferðum.
En hvalveiðar og hákarlaveiðar og annað slíkt, þetta er hluti af okkar menningu. Þetta þarf að vernda eins og annan menningararf, og viðhalda þessu, fá unga fólkið í þetta.
Aðrar þjóðir eru stoltar af hernaði. Við getum verið stolt af því að til er fólk sem vill hætta lífinu í þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2025 | 03:37
Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Ætla að taka upp eina skræðu,
aðeins til að muna bullið.
Vakna fyrir vöntun,
vilja þær nú sullið.
Nennti að reyna að ná þeim prófum, sjáðu...
nútíminn er spilltur,
enda alveg trylltur!
Ástarskilning fáðu!
Goðin góðu þráðu!
Gellu fæ og snotra læðu!
Forðumst þeirra felgulegu köntun,
finnst mér Rembrandt leynast víða!
Málandi mest,
mér finnst það bezt,
tónlistartær,
túnlappasær,
elskumst, stundin stríða,
strekkist alltof víða.
Feiminn því ég feitar lofa,
finnst það ekki hægt að segja.
Opna bækur ekki,
ætla bara að þegja...
Er svo glaður einmitt þeim að kynnast,
eftir trega sáran.
Bleik er orðin báran.
Bara vont að sinnast.
Segðu: Mýkt vil minnast,
myrkvun tímans boðar dofa.
Þú munt finna þjóðfélagsins hlekki,
þegar reglum ferð að hlýða!
Óhlýðnin er
allra bezt hér,
finna sér fljóð,
flytja út á lóð.
Bara vilt ei bíða,
blíð er milli tíða.
Elska margar einmitt núna,
ótalmargar þrýstnar finnast
hér í bekknum blíða,
bara gott að kynnast
þeim og kannski ná í eina og njóta
náttúrunnar gjafa
utan allra tafa,
engu skaltu hóta,
bara goðin blóta.
Bezt að missa kristnu trúna.
Finn mig hér í fýsn og utan stríða!
Fljóð er ljúfast hérna inni!
María mær,
mér virðist tær,
Herdís er hott,
hefur ei skott,
nei, ei nóg að sinni,
nauðsyn handa minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2025 | 01:20
Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Getur þrjózkt Trump-liðið afneitað sínum eigin syndum og sekt sinni, ábyrgð á því að hafa hækkað hitastigið á jörðinni?
Ég hef aldrei gengizt inná það að hunza boðskapinn um hamfarahlýnun eða afneita áhrifum okkar tegundar á umhverfið. Umhverfisverndarsinninn í mér vaknar þegar ákveðnar fréttir berast sem tengjast hamfarahlýnun og mengun.
Um þá hörmulegu atburði sem gerast í Los Angeles verður manni orðs vant. Nokkrar tilvitnanir hér fyrir neðan eru úr athugsemdakerfi DV, en einn af þeim held ég að búi þarna á svæðinu, því hann kemur með sláandi upplýsingar sem telja má innanbúðarupplýsingar, sem aðeins sá sem býr þarna getur vitað um. Þær upplýsingar gefa skýringar sem ekki koma fram í RÚV eða Stöð 2:
"Californíu ríki brennur núna sem mesta sjálfskapar-víti sem sögur fara af. Fjárlög slökkviliðsins hafa verið skorin niður. Búnaður hefur verið seldur burt. Starfsloka samningar hafa verið gerðir við mestu reynsluboltana af því þeir voru "of hvítir". Í stað þess hefur verið ráðið hinseginfólk sem veldur ekki starfinu. Uppistöðulón eru tóm því að vatninu hefur verið veitt í burtu. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessar hörmungar, en þetta er það sem kjósendur vildu... og núna neyðast þau til að horfa í augu við afleiðingarnar!" (Valtýr Kári).
"Mun bara versna með loftslagsbreytingum" (Viðar Pétursson).
"Vísindamenn hafa áratugum saman varað við því að auknir skógareldar yrði afleiðingar hlýnunarinnar. Því miður hefur lítið verið hlustað á þessar viðvaranir". (Sigmundur Guðmunsson).
"Eignaeigendur gætu þurft að óttast um tryggingabætur, því tryggingafélögin gætu lýst sig gjaldþrota, því þetta eru meðal dýrustu eigna í L. A." (Sævar Albertsson).
Ef það er satt og rétt sem kemur fram í máli Valtýs Kára hér á undan þá er það stórmál og gagnrýni sem þarf að taka mark á. Ég held að boðskapur af þessu tagi geti ekki verið skáldaður, því þessu er lýst í smáatriðum af þeim sem til þekkir, bæði til stjórnmála, atvika og staðhátta þarna.
Ef þetta fær ekki stjórnmálamenn og almenning til að snúa við og minnka mengun, þá hvað?
Borgarstjóri LA virti blaðamenn að vettugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2025 | 03:26
Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
Ekkert stendur eftir þetta,
eyðingin guðsins þíns, fyrir var mælt.
Bara þetta bága að frétta,
börnin þó gátu í fyrndinni skælt.
Fordæmd af Jahve, það er þetta,
þú ert svo maurinn, forritið eitt.
Segir allt svo ei af létta,
engum treystir lokuð, kjötið feitt.
Útilokuð aftur verða
áreitin sem hún þig truflar með, sjá...
Milli sinna mögru gerða,
maðurinn kom aftur himnastöð frá.
Iðrunin hverfur, aðeins vélin,
ekkert samvizkan kennir meir.
Bundin saman, stýfð svo stélin,
stefnan glötuð, konumyndin deyr.
Þar sem enginn losti lifir
líkin upp hrannast og spurningin gleymd.
Komst hún þetta ekki yfir,
aðeins af Jahve til helvíta teymd.
Ógæfu hrintu, viljinn virki,
verði hver dagur starfið í raun.
Hrós svo færðu, herrann styrki,
hafna muntu því ei, mest færð laun!
Hjálp ég veitti henni í raunum,
hafði þó rænt frá mér gullskeið mjög oft.
Borgað fær í Loku launum,
líkast til fjarstýrt, ó ættanna skopt!
Lát það ei harma, drag þig á dýrið,
daprast svo minning, enginn það veit.
Rúst ein, móðir, myrkvað stýrið,
múrverks stöðluð feðradæmissveit.
Andlát hennar enginn harmar,
öll jafnvel börnin þau flugu svo langt.
Eftir standa stolnir garmar,
starfið frá öndverðu þrældómsok rangt.
Forritað allt er fólkið bara,
fallvölt er gæfan, takmörkuð þjóð.
Kanntu að hjálpa gjálpum gara?
glötuð menning, fyrri virðisslóð.
Þannig margir þér ei veitast
þegar ei metinn að verðleikum er.
Eftir rusli ýmsir leitast,
allt er svo fánýtt og kjánalegt hér.
Samfélag við mér sundrað blasir,
samstaðan lítil, eigingjörn tík.
Þó er helgur þeirra Glasir,
því ég mér á betri stalla vík.
Skýringar á orðum:
Skopt:Hár, flýtir, asi, stress.
Gjálpur, lýsingarorð: Sjálfhælinn, sem með hroka og yfirlæti breiðir yfir minnimáttarkennd.
Gari: Hrokafullur maður, drambssamur.
Virðisslóð: Hámenning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2025 | 00:50
Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
Rödd Þorgerðar Katrínar og annarra innan Evrópu er orðin hjáróma um reglurnar sem fara skuli eftir, Natólög, ESB-lög, alþjóðalög og slíkt.
Hér skal ég vitna í sjálfan Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, þekktan álitsgjafa. DV vitnar í hann líka.
Hér eru fyrirsagnir í DV fréttinni, hafðar eftir honum:
A) "Vilji hins sterka vegur þyngra en alþjóðalög".
Hér útskýrir Hilmar að Íslendingar og fleiri hefðu átt að tala fyrir friði en ekki stríði (undir yfirskrift samúðar með Úkraínumönnum), því með valdatöku Trumps er óvíst hvort hann mun ganga í lið með Pútín eða Selenskí - eða fara mitt á milli einhvernveginn. Framtíð Nató er einnig óviss, hvort Bandaríkin verða þar áfram, eða í óbreyttri mynd.
B) "Gæti orðið til góðs fyrir Grænland".
Grænlendingar eru um þessar mundir að semja nýja stjórnarskrá og þeir vilja fullt sjálfstæði frá Dönum.
"Að kaupa Grænland" er ekkert annað en orðalag, og gæti þýtt aukið sjálfstæði og völd Grænlendinga í framtíðinni, og tengsl við stórveldi eins og Bandaríkin hefur kosti í för með sér, framþróun í tækni og vísindum, hagvöxt.
Hilmar endurtekur að nú eru stríðstímar. Bidenstjórnin og Evróputrúðar eins og á okkar þingi hafa átt jafn mikla sök á því stríði, ef ekki meiri en Rússar, með því að styðja ögranir við Rússa frá 2014, og jafnvel enn lengur.
Að Grænland sé "keypt af Trump" er svipað því og að Ísland gangi í ESB. Grænlendingar fá þá sæti við "stóra borðið", eins og Íslendingar inní ESB - (Þau völd geta verið ímyndun eða í raun, um það má deila).
C) "Hætta á norðurslóðum og vopnakaup Íslands".
"Það er verið að gefa Rússum tilefni til að ráðast á okkur", er haft eftir Hilmari í Háskólanum á Akureyri. "Það er eins og stjórnvöld skilji þetta ekki og séu að hugsa um einhverja aðra hagsmuni en íslenzkra ríkisborgara".
Hann talar um sæstrengina og hættuna á að þeir verði rofnir, og afskipti trúðanna á Íslandi sem telja sig stóra og mikla auki hættuna á því. (Orðalagið er mitt, um trúðana að minnsta kosti).
Sumir í athugasemdum tala um það að við höfum ekki einu sinni haft burði til að halda úti landhelgisgæzlu. Við erum eins og maurar miðað við stjórþjóðirnar, en maurarnir þenja sig nú samt.
Það er hægt að ná tökum á löndum eins og Grænlandi öðruvísi en með beinni hernaðaríhlutun, til dæmis með efnahagsþvingunum, og allskyns bolabrögðum eða klækjabrögðum, eins og samningum, en þeir geta verið mjög mismunandi, og stundum með íþyngjandi ákvæði.
Yfirlýsingar Trumps ber því ekki að taka bókstaflega, en alvarlega, eins og hér kemur fram í fréttinni.
Mér þykir margt - ef ekki allt - benda til þess að breytingar verði, úr því að Grænlendingar sjálfir eru að þrýsta á sitt sjálfstæði.
Hugmyndir og stefna Trumps er því hluti af heimsmynd sem er að breytast.
Á yfirborðinu er talað um lýðræði næstum allsstaðar, en í reynd er einræðið í sókn í ýmsum myndum, og vald hins sterka.
Þannig að Netanyahu og sókn hans og svo Pútín og sókn hans, þetta er allt hluti af sömu breytingunum sem eru að verða í menningunni og pólitíkinni, heimsmyndin breytist.
Með hervaldi og beinu stríði við Grænland myndi Trump sennilega ná Grænlandi, því enn á ekki Evrópa neinn her sem kemst í hálfkvist við þann bandaríska. Um þetta er til dæmis bloggarinn Gunnar Rögnvaldsson miklu fróðari en ég, og vonast ég eindregið eftir því að hann skrifi um þetta, enda er hans þekking mikil.
Þannig að þótt Evrópa hóti stríðsaðgerðum gegn Trump ef hann lætur sverfa til stáls, þá er erfitt, mjög erfitt að sjá það í framkvæmd.
Á einn eða annan hátt munu Bandaríkin sennilega fá sitt fram í þessu máli.
Nú verða andstæðingar Pútíns og Trump og fleiri svona sterkra leiðtoga að spyrja sig að því hvers vegna það dugar ekki að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa, það breytir ekki stóru atburðarásinni, og alþjóðaþróun.
Tekur hugmyndir Trumps alvarlega en ekki bókstaflega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2025 | 05:40
Grundarstólpinn, ljóð frá 9. júlí 2018.
Hve góðmennskan henni var handbær,
en hafnandi nútíminn birtir ei slíka.
Hafi ég kynnzt þannig heimsmynd í gær,
hofin nú lokast þér, klíka.
Fórnar sér fyrir
fallinn son.
Eigingjarn heimur ekki finnur von.
aðeins í syndum hlær.
Hreyfiaflið, vondir vindar, byrir,
verður þetta minnisvarðinn þinn,
og mannsins, kvenna, minn?
Loks þegar við hittum svo háþjóð,
hundruðir sjúkdóma neyða í vanda...
fylgjandi eitraðri frelsarans slóð,
foringinn nýslegins anda?
Aðeins um aðra
átti leið.
Nú eru liðnir dagar, nautnaneyð,
neðanfrá Esus, hljóð...
Raunar var hún göfug, gæðri blaðra,
Grundarstólpinn, Miðrás verður hér,
já, eins og alltaf ber...
Loks eigingjörn afhelgast, framlaus,
einsog hvert smábarn sem tyftun ei hlýtur.
Loksins er orðið svo rakalaust raus
að roðinn þinn helgina brýtur.
Göfgin er gengin,
glötun vís.
Ljóst honum, fjarri dýrmæt, þroskuð dís!
djöflurnar frekar kaus...
Heilög verður hérna aldrei fengin,
hefur Víti birt sig, skilja menn,
já, sundureyddir enn.
Skýringar:
Góður, gæðri, gæðztur - forn stigbreyting.
Batur, betri betztur, - forn stigbreyting.
Miðrás:Míþras, guðinn.
Grundarstólpi: Jarðar helgidómur, fornminjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2025 | 03:31
Bölvun Selenskis - stuðningsfólk hans missir völd
Arnar Loftsson skrifaði um það seint í fyrra, þegar Bjarni var enn við völd að Bjarni Benediktsson hefði fengið á sig bölvun Selenskis. Hún er á þá leið að allir sem hafa smjaðrað fyrir honum, tekið í hönd hans og hjálpað Úkraínu fjárhagslega fari frá völdum. Reyndar krydda ég þetta, en inntakið er það sama. Nú hefur spá hans ræzt og Bjarni farinn frá völdum. Örlög Bjarna Benediktssonar urðu þau sömu og Katrínar Jakobsdóttur, að kveðja pólitíkina alveg, ekki bara ráðherraembættin.
Ég get ekki tekið undir það að Bjarni hafi verið stórmenni í pólitík, miðað við fylgishrun flokksins, og ég tel vel hægt að segja að þar hafi hann verið mikill áhrifavaldur, að fylgistapinu.
Bjarni Benediktsson var útfararstjóri Sjálfstæðisflokksins, því nú eru ekki í sjónmáli meiri leiðtogar en hann á vígvellinum.
Vinstri grænir minna á skonnortu sem er sokkin með allri áhöfninni og ekki björgun eygjanleg.
Sjálfstæðisflokkurinn minnir á Titanic, búið að sigla á borgarísjakann og er að sökkva dýpra.
Valið stendur á milli Þórdísar Kolbrúnar og Jóns Gunnarssonar, þar eru skýrir valkostir hvert Sjálfstæðisflokkurinn gæti farið - alveg inná miðjuna eða aftur til hægri þar sem hann var í upphafi
Áslaug Arna hefur slípað af sér ákveðna wók-vinstriöfgaímynd, og ég hrósaði henni fyrir það í pistli áður. Samt minnir Þórdís Kolbrún á stál, ósveigjanlegt, og því minnir hún meira á formann, með hörku sinni.
Mér þykir líklegast að Þórdís Kolbrún verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.
Það er miðað við stefnu flokkseigendafélagsins, að afneita fyrri stefnu flokksins en gera hann að eftirmynd Samfylkingarinnar.
Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur unnið mikla kosningasigra undir forystu Donalds Trump. Minnumst þess að hann var kallaður nýr Adolf Hitler af fjölmörgum vinstrisinnum þegar hann fyrst kom í ljós og var á sínu fyrra kjörtímabili. Menn óttuðust að Bandaríkin yrðu eins og Þýzkaland nazismans frá 1933 til 1945, en svo varð ekki.
Repúblikanaflokkurinn er ákveðin hliðstæða við Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi. Munurinn er þó sá að tveggjaflokkakerfi er í Bandaríkjunum í reynd, þó fleiri flokkar bjóði þar fram, nema þeir ná aldrei neinu raunhæfu fylgi. Hér á Íslandi dreifist fylgið víðar.
Þegar fjórflokkurinn var við lýði á Íslandi má segja að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi myndað sama afl og Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum og Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið sama afl og Demókrataflokkurinn.
Nú er þetta flóknara - en undir hulunni þó svipað - nema kjósendur eru óákveðnir og úrslit ráðast oft seint, í kjörklefanum jafnvel.
Það er hreinlega alls engin eftirspurn eftir Sjálfstæðisflokknum sem lélegri eftirhermu Samfylkingarinnar. Það hefur komið í ljós í stjórnartíð Bjarna.
Eftirmæli Bjarna Benediktssonar verða þessi:
Hann reyndi að gera öllum til hæfis en það tókst ekki.
Hann reyndi að vera femínisti og kom konum til valda innan síns flokks og utan hans. Hann uppskar vantþakklæti og hatur meirihluta þjóðarinnar.
Hann er myndarlegur maður sem minnir á hörkukarlrembur fyrri áratuga í útliti, en hann er mjúkur maður í reynd, myndu margir segja, góður maður og sveigjanlegur, réttlátur, einum of kannski.
Þó er það rétt að hann er stórveldi í íslenzkri pólitík, eins og sérfræðingarnir hafa sagt. Tómarúmið eftir hann er gígantískt.
Ef reynt verður að fylla það með Guðlaugi Þór, Þórdísi, Áslaugu eða öðru fólki sem reynir að herma eftir honum, þá má búast við að árangurinn verði lélegri en hjá Bjarna. Þetta snýst ekki um hvort viðkomandi er kona eða karlmaður, heldur eftirherma Samfylkingarfólks, hægrikrati með öðrum orðum.
Ef hinsvegar alvöru hægripólitíkus verður valinn sem næsti formaður, eins og Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson eða Ásgrímur Friðriksson, - eða jafnvel kona eins og Sigríður Á. Andersen, sem er ekta íhald og sjálfstæðiskona eins og upprunastefnan gerir ráð fyrir þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn rétt úr kútnum eins og Repúblikanaflokkurinn undir stjórn Donalds Trump.
Vandinn er sá að reynt var að gera þessa menn (eða þetta fólk) áhrifalaust innan flokksins fyrir síðastu kosningar, þótt sýndaruppbót væri í boði fyrir suma.
"Nótt hinna löngu hnífa" um þetta var pistill eftir mig (22/10/24), sem fékk gott hrós lesenda, og einn bloggari skrifaði jafnvel enn betri pistla uppúr mínum pistli um þetta, Ómar Geirsson, í kjölfarið
"Slátrunin mikla", það voru orð sem notuð voru um það hvernig reynt var að femínismavæða Sjálfstæðisflokkinn fyrir síðustu kosningar, í nóvember.
"Víglínur skýrast" eftir Ómar Geirsson (28/10/24) er mjög góður pistill um femínismavæðingu og hægrikratavæðingu Sjálfstæðisflokksins um þær mundir. Slík aðför að upprunagildum flokksins var endurtekning á sama ferli í gegnum mörg ár.
Miðað við það að Sjálfstæðisflokkurinn fær næstum því ALLTAF meira fylgi í kosningum en skoðanakönnunum, þá má segja að femínismavæðing flokksins hafi eytt honum, og að hann hafi EKKI unnið varnarsigur í þessum kosningum.
Auðvitað saknar maður Bjarna úr pólitíkinni. Hann hefur sett svip sinn á þjóðlífið og pólitíkina um langt skeið. Tómið sem hann skilur eftir sig er mjög stórt.
Manni virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera í vanda. Það er ekki auðvelt að fylla tómið sem formaðurinn Bjarni skilur eftir sig. Kannski tekst það þó. Öldur þjóðfélagsumræðunnar eru óútskýranlegar - þær fara í allar áttir.
Af einhverjum ástæðum gæti því samúð og velvild þjóðarinnar farið að leggjast á sveif með hægrisinnum á Íslandi - hver veit?
Bjarni er sennilega ágætismaður.
Mín skoðun er sú að einhver eins og Jón Gunnarsson, Brynjar Níelsson eða Ásmundur Friðriksson ætti pottþétt að verða næsti formaður, eða Sigríður Á. Andersen, ef fólk vill frekar konu í þetta embætti eins og víða í hinum flokkunum.
Þó finnst mér sennilegast að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verði næsti formaður, eða Áslaug Arna.
Ef það gerist, og ef fylgi Sjálfstæðisflokksins fer niður fyrir 10%, þá er ljóst að flokkur Arnars Þórs gæti fyllt uppí tómið og Miðflokkurinn, eða Frelsisflokkurinn eða Íslenzka þjóðfylkingin. Þeir flokkar hafa sumum gleymzt, en ekki öllum, eftirminnilegir flokkar með skýra stefnu til hægri, nokkuð sem hefur mjög skort í íslenzka pólitík á þinginu mjög lengi.
Bjarni hættir á þingi og fer ekki í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur eru frá Venus en karlar frá Marz. Þessi metsölubók kemur inná gömul sannindi sem er mismunurinn á kynjunum.
Hér áður fyrr var sagt að konur myndi stjórna heiminum friðsamlegar en karlar. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Kvennamenningin er grimm og hættuleg eins og karlmenningin getur verið líka, en oft er meira undirferli í gangi í kvennamenningunni eins og áður var vitað og sagt almennt að væri einkenni á konum frekar en körlum.
Í fréttinni - sem er kvennafrétt og tízkufrétt úr Smartlandi Mörtu - ég hef áhuga á flestöllu, þar kemur fram þetta sem ég hef haldið fram áður að "það hafi alltaf verið stigveldi í kvenkyns vinahópum". Brian Moylan blaðamaður segir að persónur Tennessee Willams séu "haldnar hugvillum á borð við að þær séu betri en þær í raun eru og að allar eigi þær sínar dekkri hliðar eða kljást við einhvers konar innri átök".
Aðdáendur segja að "þættirnir væru í ætt við félagslega rannsókn. Að samskipti kvennanna snúist um flókna virkni í vináttu kvenna, félagslegt stigveldi og svæðisbundinn mun á skilgreiningu efri stétta ásamt skírskotun til félagslegra gilda".
Í sumum jógafræðum kemur fram að eftir jarðlífið fari fólk í andlegan heim, sem samkvæmt þeim jógafræðum er kallaður "hvataheimurinn". Mun hann vera grófgerðastur allra andlegu heimanna, en svipuð spíritísk fræði eru víða kennd og samþykkt af öndungum, spíritistum, en blæbrigðamunurinn margvíslegur, guðspekihreyfingar, dultrúarhreyfingar eða Nýaldarhreyfingar, eða Nýalshreyfingar, svo dæmi séu tekin.
Hvataheiminum er þannig lýst að félagsleg lögmál gildi þar mest, völd, stéttskipting, mannvirðing, þetta sem lýst er í fréttinni sem ég blogga út frá að þessu sinni, um hinar raunverulegu eiginkonur, Real houswives.
Annað nafn yfir hvataheiminn er hreinsunareldurinn, en Emanuel Swedenborg ritaði um handanheimsfræðin þannig, enda það hugtak þekktara á hans tíð og fyrr á öldum.
Mörkin á milli hvataheimsins/hreinsunareldsins og Vítanna/Himnaríkjanna (eða lífstefnuhnattanna og helstefnuhnattanna, Valhallar og Heljar öðru nafni) eru ekki alltaf svo ljós. Það er ekki skrýtið, þar sem jogafræðin viðurkenna ekki tvíhyggju vestræna, hvort sem hún er fengin úr Zaraþústratrúnni eða kristninni eða öðrum trúar og heimspekikerfum.
Jogameistararnir ganga út frá því að hvataheimurinn sé hið raunverulega helvíti, en fyrir þroskaðar sálir sé hann auðveldur og að þær smjúgi í gegnum hann hratt og án erfiðleika eða teljandi þrauta, en fyrir vantþroskaðar sálir sé sú vist oft bæði langvinn og ömurleg þrautaganga, sannkölluð vítisvist.
Mér hefur virzt oft sem okkar jarðlíf sé sannkallað helvíti, eða hvataheimurinn í hnotskurn. Það er í samræmi við kenningar dr. Helga Pjeturss, sem gera ráð fyrir að allt framlíf sé efniskennt og ekkert andlegt.
Hvataheimurinn er þannig útskýrður af jogameisturum að þar láti fólk sínar hvatir fá útrás, því þar hefti efnið það ekki, efnisheimurinn. Einnig ríkir þar lögmálið:"Sækjast sér um líkir".
Emanuel Swedenborg lýsti þessu kannski einna bezt í ritum sínum. Hann skrifaði eitthvað á þá leið, að eftir dauðann færi maðurinn inn í heim sem væri eftirmynd "elsku" hans. Þannig yrði það að eigingjarnir og sjálfhverfir einstaklingar myndu fyrirhitta spegilmynd sína í framlífinu í vítunum, fólk sem væri svipuðum skapbrestum gætt, og af því hlytust árekstrar og sársauki í þessum vítum. Hreinsunareldinn taldi hann ekki taka langan tíma, bara á meðan fólk væri að átta sig.
Emanuel Swedenborg var sérlega grimmur og gagnrýninn á allt það sem kalla mætti ásókn eftir peningum og völdum í heiminum. Hann sagði að slíkt fólk færi oft til verstu vítanna, það er að segja auðugt fólk í jarðlífinu, oft hrokafullt og ósanngjarnt gagnvart náunganum, það sem við köllum kannski auðróna í daglegu tali í nútímanum eða eitthvað slíkt.
Einnig var Emanuel Swedenborg gagnrýninn á stéttskiptingu þessa sem lýst er í þáttunum "Real housewives," það er að segja, hann lýsti því þannig að fólk sem ekki viðurkenndi mannkosti fátæklinga og annarra sem eiga bágt, heldur væri fast í hroka ríkidæmis síns og stéttarstöðu, það fólk færi einnig í hin verstu víti.
Emanuel Swedenborg lýsti inntaki kristninnar þannig, að hún snérist um að kenna fólki að elska Guð og náungann, og að það væru hinar dýrmætustu dyggðir sem við eigum. Hver er þá Guð? Hann er Sannleikurinn, segi ég. Náunginn er hugtak sem erfiðara er að útskýra, en það er hver sá sem við höfum tengsl við og sem er af sama kynþætti og við, það er eðlileg skilgreining á því hugtaki, það er hin upprunalega skilgreining. Náungi leit eins út hér áður fyrr, þá voru ekki ferðalög svo algeng, og fólk á hverjum stað yfirleitt með svipað útlit, af sama kynþætti.
Ná-ungi þýðir nákvæmlega þetta, sá sem næst þér stendur, og það er í yfirfærðri merkingu sá sem er náskyldur manni, kynþáttarlega, en ekki fjarskyldur. Þetta er það sem myndar þjóðarheildina, og því má vel segja að með kærleiksboðorði Krists um að fólk skuli elska náungann felist þjóðerniskennd af vissu tagi.
Hugvillur kvenna eru alltumlykjandi í okkar samtíma. Þær birtast einnig í jafnaðarfasismanum sem er ríkjandi stjórnkerfi Vesturlanda.
"Real housewives" og "Desperate housewives" eru þættir sem fjalla um snobb kvenna og svo gerast konur morðingjar í sumum þáttum, man eftir því úr RÚV. Einnig svíkja þær vinkonur sínar eða karlmenn, og gerast svívirðilegar í framkomu, jafnvel samvizkulausar, án þess að iðrast þess - nema stundum.
Í nútímanum sem fjallar um konur af öllum gerðum, þá er jafnvel afbrotakonum lyft uppí dagsljósið og þær fá athygli, eins og í þessum þáttum.
Með því að hylla skuggahliðar kvenna í svona vinsælum þáttum má segja að þessar skuggahliðar séu réttlættar. Það má segja að það sé samskonar siðspilling menningarinnar eins og að ýta undir ýkta og eitraða karlmennsku, að karlmenn séu ofbeldismenn, gerendur, nauðgarar, ræningjar, dráparar, og eitthvað slíkt.
En fólk hefur áhuga á öllu sem er ýkt, hvort sem það er í fari karlmanna eða kvenna. Þessvegna verður svona sjónvarpsefni vinsælt.
Kvenkyns vinahópar alltaf einkennst af stigveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk góða bók í jólagjöf sem heitir "Besti vinur aðal - skaðasaga spillingar á Íslandi", eftir blaðamanninn landsþekkta og rithöfundinn Björn Þorláksson.
Ég hef nú verið að lesa meira og mér líkar æ betur við hana sem ég les meira.
Fyrst hélt ég að þetta væri einhver vinstrisinnabók því Björn vann jú á Fréttablaðinu alllengi, sem hafði vinstrislagsíðu. En þessi bók leynir á sér og hún kemur inná þetta á merkilega hlutlausan hátt - eða frá ýmsum pólitískum áttum kannski frekar.
Einn kaflinn fjallar um brottflutta Íslendinga. Höfundur varast rasískar gryfjur og kennir sízt útlendingum um, en bendir á þjóðfélagsbreytingar sem ekki eru góðar, eins og margskonar neikvæðan móral í samfélaginu og klíkumyndun innlendra og erlendra afla, sem gæti leitt til sömu þróunar og í útlöndum, gengjastríð og slíkt.
Annars er ekki auðvelt að skilgreina eða flokka þessa bók pólitískt. Höfundurinn hefur góða þekkingu á menningu og sögu og tekur dæmin víða, úr verkum Halldórs Laxness, til dæmis.
En mýtan um Sjálfstæðisflokkinn og kolkrabbann liggur þó þarna til grundvallar að allmiklu leyti, það er gömul þvæla sem náði hámarki um 1990 með bókum Örnólfs Árnasonar, en var aðeins samsæriskenning til að fela flóknari veruleika þar sem samsæri Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, kommúnistanna í Sovétríkjunum og víðar koma einnig við sögu í heimsmynd 20. aldarinnar og okkar tíma.
Þannig að þrátt fyrir að bókin fari víða, þá finnst mér höfundurinn falla í sömu gryfju og blaðamenn Heimildarinnar oft - það er vegið að athafnamönnum og athafnalífinu frá vinstri - en Sorosklíkan látin eiga sig, fjölmenningarpakkið og alþjóðavæðingarhyskið, ESB-liðið og allt það.
Í kaflanum "Útskúfaði hópurinn" kemur hann inná fólkið sem hefur fluzt til útlanda, flúið land. Þótt tekið sé á málum að hætti hefðbundinna vinstrisinna oft, þá má greinilega lesa annað útúr þessum kafla, sem sé að ESB-andinn og fjölmenningarandinn sem hefur ráðið ríkjum á Íslandi undanfarin rúmlega 30 ár sé að drepa þjóðina, og "útskúfaði hópurinn" sé þjóðræknir Íslendingar, sem vilja hægrisinnaða pólitík sem hér kemst aldrei á fyrir brjáluðum femínistum og jafnaðarfasistum.
Nei, höfundurinn skrifar ekkert á þá leið, en þótt hann skrifi, "nokkrir hinna útskúfuðu sögðu mér að þeir hefðu lent í útistöðum við útgerðaröflin hér á landi", þá les ég allt annað útúr þessum línum.
Þeir sem eru útskúfaðir á þessu landi eru rasistarnir, skynsamasta fólkið sem ætti að koma að stjórn landsins.
Ég hef samúð með mínum pólitísku óvinum og ber þeim vel söguna og reyni að bæta þeirra hlut með því að segja að meira vit sé í þeirra verkum en margir lesa útúr verkum þeirra.
Þannig var þetta með Egil Helgason. Hann játaði að daðra við nazisma og kommúnisma, (eða pólitíska öfga held ég að hann hafi orðað það frekar), það væri svipaður veikleiki og að vilja klám, það sagði hann í framhjáhlaupi undir lok eins Silfursþáttar.
Nú er svo komið að menningin er ónýt hér á Íslandi, því hún er fullkomlega kommúnísk, femínísk og jafnaðarfasísk. Það þýðir að bókabrennur fara að verða skynsamlegar til að halda á okkur hita, en það þýðir einnig að sóknarfærin fyrir alvöru bókmenntir og alvöru listir eru mörg, og tækifærin til að skrifa alvöru bækur um sannleikann og það sem skiptir máli, þannig að Marxisminn verði niður lagður.
Öll bókaforlög eitrast með tímanum af Marxisma.
Það skiptir ekki máli. Það er úrelt stefna.
Oft er það þannig að einhver vitleysa þarf að ná hámarki áður en hún hrynur til grunna. Þannig var þetta með Sovétríkin, Berlínarmúrinn og margt fleira.
Þannig að ekki er ósennilegt að konur í hverju horni í stjórnkerfinu í dag endi með því að þær fari inná heimilin á morgun, hvenær svo sem sá morgundagur kemur.
Ísland tekur sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2025 | 01:54
Oft er sannleikur í því sem sjaldan heyrist.
Já, og oft eru klisjurnar sem mest eru notaðar ósköp ómerkilegar.
Oft sannleikur í því sem ítrekað er minnst á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 18
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 133097
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar