4.4.2025 | 02:33
Belenusar völva
Vegna þess að von er á suðurlandsskjálfta og hér gætu hús hrunið hef ég ákveðið að birta ókeypis fornan texta sem ég annars hefði selt dýrum dómum. Ég mun láta fylgja með skýringar í textanum á milli.
1) Skip þá guða
skáðu tungl,
hverfi röðla
ok ríki mjólkurvega.
Út sendu
sinn anda,
fengu til baka
Els fullar sannanir.
Skáðu: Sterki beyging: Skoðuðu.
2) Ellir faðir
An Nar stórpaður.
Þriði grandpaður,
Þó af Úrga
komnir guðir,
grundir skoða.
Horni elztur,
ábyrgðarfullur.
Stórpaður: Afi.
Grandpaður:Langafi.
Úrgi eða Úrugi, guð sem var faðir Þórs eða Taranosar samkvæmt sumum heimildum. (Á öðrum hnöttum, eyddar hér á jörð að mestu).
Horni:Cernunnos.
3) Jöstunar
jutungar
fylgjask með
á mund inni sömu.
Senda út hrafna,
huga meður,
spegla til baka
spár góðar.
Jöstunar og jutungar: Einhverskonar jötnar.
4) Koma til baka
beákar geyma
laufblöð
ok líka germa.
Anda til baka
örverur.
Fregna fugla
hvert fóru þeir.
Beákur: Goggur.
Germur: Sýkill.
Fregna: Spyrja.
5) Framtíð sjá
fagrir guðir,
allt sem verður
Verðandi sýnir þeim.
Skuld það raungerir
en skráir Viyrður.
Gleðjask guðir
þá gróa sjá
í framtíðum mörgum
fræ þeirra.
Viyrður: Urður örlaganorn.
6) Cernunnos
konungur þeirra
mestan þunga
sá mæri víðir bar.
Aldinn halur
hærugrár,
síðskeggjaður,
siðavandur.
Víðir: Konungur, guð, kenndur við tré.
7) Margan svelg
swundu þeir.
Holur worma
hættu spárgu.
Vötn miétu
á mörkum bauga
þess sem vas gerlegt
af gyðja hylli.
Swunda: Mér er ekki kunnugt um hvað þetta orð þýðir. Gætti þýtt eitthvað í sambandi við sköpun, eins og að búa til skrúfur eða vinda upp, sýnist mér.
Wormur: Ormur.
Spárga: Mér er einnig ókunnugt um hvað þetta orð þýðir. Kannski að spyrja, frétta um?
Miétu: Mótuðu, sterk, forn beyging.
Baugur: Sennilega takmarkaður alheimur í þessu sambandi.
Vas: Var.
Holur worma: Ormagöng til að ferðast eftir samkvæmt stjörnufræðinni væntanlega.
8) Ásjár báðu
unga gyðju,
ljómi hennar
löndin yfir.
Syn var sú,
sannleikans mátt
hab mjök,
nauðgurum sínum
náði hún undan.
Hab: Hafði.
9) Þá voru jötnar
í jörðum niðri,
fangelsaðir
fyrir sín afbrot.
Í myrkri þar
sem menn-at tróðu.
Henni gegen
herjuðu þeir.
Gegen: Gegn.
10) Gyðja sass
á góðri jörð,
en búlg á búlg
með bylgjum sófn.
Stríð stóðu
stór þar yfir.
Landamerki
mær utar setja vann.
Sass:Sat.
Búlgur: Takmarkaður alheimur.
Sófn: Safnaði.
11) Kom á skjá
skips frú.
Gegndi frá
gjörðum daga.
Óðinn was yfir
öllum búlgum,
honum lutu
honendur.
Was:Var.
Honendur: Krjúpendur, sennilega, ekki að fullu ljós merkingin að vísu.
12) Heri sína
sendi hún
til þeirra svæða
Syn of vilja.
Stoltir megir
mærir, fagrir
tróðu á tungl,
tröll at vega.
Of:Af.
Megir: Synir, afkomendur.
Mærir: Merkilegir, mikilvægir, frægir.
Tróðu: Komu niður á.
Tungl: Reikistjarna.
At: Að.
13) Jöstungar
jörð á setjask.
Úr nautum, drekum
niður stíga.
Þá með bækistöðvar
Baldurs synir
horfðu upp
til himins með ugg.
Naut: Geimskip.
Drekar: Geimskip. (Móðurskip kannski frekar).
Baldurs synir: Sennilega þeir sem höfðu umsjón með fólkinu.
Jöstungar: Guðir af eldri tegundinni, þetta er eldri mynd orðsins jötunn. Hér sést skyldleikinn við justus, sem merkir dómari. Það er upprunaleg merking orðsins jötunn. Þeir sem dæma mennina og þóttu óréttlátir með tímanum þannig að gegn þeim var snúizt.
14) Dóm á settu
djöflaþjóða.
Þjóðaþing
þeir á settusk.
Fengu í lið
fólka jungva
er æskuhug
aðeins báru.
Fengu í lið fólka jungva: Fengu í lið með sér herfylki ungra manna.
Æskuhugur: Bardagahugur án ótta eða þroska. Menn með stríðsæsing.
15) Þá bjuggu meður
mönnum guðir.
Lífstré smá
lágt sveimuðu
yfir þeim
útvöldu.
Þau hin stærri
í stefnulundum.
Lífstré smá: Mjög óljóst, þekkingin um þetta er týnd. Minnir á það sem stendur í Biblíunni um skilningstré góðs og ills og lífsins tré, en það er reyndar einnig í ýmsum heiðnum fræðum. Þarf að rannsaka betur til að skilja.
Stefnulundur: Óljós merking einnig. Samhengið þarf að skilja betur til að túlka þetta. Þó eru til ævafornar heimildir frá Súmerum og Babýloníumönnum, sem minna eitthvað á þetta, en jafnvel það litla sem hefur verið grafið úr jörð af steinristum og súmerskum steinristum sem fjalla um eitthvað af þessu tagi útskýrir þetta ekki til fullnustu. Eitthvað sem snýst um sköpunina sjálfa, svo mikið veit ég af mínum rannsóknum.
16) Voru þar bylgjur
bygginga.
Strýtudrekar
úr steinum reistir.
Höfðu þrjúhundruð
þúsund ár lifað,
þroska ok náð
þóra tegundir.
Strýtudreki: Píramídi, án nokkurs efa. Heiðnir menn norrænir þekktu helzt strýtumynduð fjöll og því er þetta líkingamál. Þetta er táknmál sem bendir eindregið í þessa átt.
Þóra tegundir: Þess er getið í fornum ritum á öðrum hnöttum, hverjum var eytt á okkar hnetti eða aldrei komu fram, að þórar séu í fleirtölu, heiti guða eins og tívar eða æsir eða vanir. Þess er einnig getið þar í þeim ritum að þessir þórar séu hermennskuguðir, sem fara hnatta á milli og koma skikki á hlutina og sinna löggæzlu í alheiminum, að laga ástand helstefnujarða eins og okkar jörð er. Þeir eru kenndir við Þór, sem er yfir þeim, hermennskuguð, herstjóri, og jafnvel faðir þeirra en Sif þeirra móðir. Það eru þó goðsagnir, en kannski sannar.
17) Keilum frá
konur streymdu.
Guðum líkir
gerðusk menn.
Af Epals völdum
orku þáðu,
en tog þó
tóku í.
Keilur: Píramídar, án vafa.
Epall: Apollon? Baldur?
Tog: Óljóst hvað átt er við. Einhver togstreita. Hér er verið að vitna í einhver forn fræði sem hafa týnzt og gleymzt, glatazt. Virðist vera einhver barátta æðri máttarvalda, guða og trölla.
18) Þar var siður
sundur skorinn.
Deilur loka
til Lóða settar,
ok gátu dreka
til dularstyrktar.
Varp Vili
vélum á tjöld.
Siður sundur skorinn: Eitthvað siðrof, einhver hnignun.
Lokar: Ætt djöfla?
Lóðir: Guðaætt? Virðast kenndir við sköpunarguðinn sem heitir Lóður, en ekki fullvíst, þarf að kanna betur og fá frekari heimildir. Samkvæmt samhenginu einhverjir aðilar sem gátu komið á sættum eða réttlæti.
Dularstyrkt: Dularstyrking, eða stigmögnun blekkinga.
Varp Vili vélum á tjöld: Sýndarveruleikar sem veruleikinn verður að. Vili er guð viljans og því hluti af okkur öllum. Þessar tvær línur lýsa því fleiru en hægt er að tjá í stuttu máli. Þær lýsa eiginlega ástandi okkar heims og veruleika. Þetta er í samræmi við kenningar skammtafræðinga sumra að veruleiki okkar sé allur sýndarveruleiki, mörk raunveruleika og draums eða ímyndunar ekki alltaf ljós, eða hvað er skynjun og hvað ekki.
Samkvæmt þessu erindi var þetta ekki alltaf þannig. Samkvæmt þessu erindi breyttist þetta á einhverjum tímapunkti. ("Siður sundur skorinn"). Aðeins er hægt að gizka á hvenær það gerðist.
"Deilur loka" er sennilega vísun í þær verur sem eiga okkur, þetta mannkyn, þessa jörð.
"Ok gátu dreka til dularstyrktar:" Dreki er mjög margrætt orð. Hér virðist vera átt við einhverskonar vætt, kannski Medúsu eða annað skrímsli. Gátu er sögnin að geta í þátíð og fleirtölu, búa til, skapa, fæða af sér.
19) Fengu sína
Frigg unga,
drottningu
dómþjóðir yfir
þær es stilltusk
stríð sín eftir,
en Jöstungar
á annað huggíu.
Es: Sem, er.
Huggíu: Huggðu.
Fengu sína Frigg unga: Hér er vísað í ákveðið ástand eins og ríkti í aldingarðinum Eden á meðan Adam hlýddi Evu og beit af eplinu, það tímaskeið stendur yfir í vestrænni menningu, syndafall, satanismi, femínismi. Það er einnig tímaskeið Ung-Friggjar, áður en hún náði fullum þroska, tímaskeið mannfélags og jarðarinnar.
20) Einn fékk magn
upp á tré,
það er stóð
sterkast sett,
miðja vegu
í mærum þrepum,
Cernunnos
konungur þeirra.
Þetta erindi minnir á keltneskar goðsagnir um Don, Dun, Cernunnos. Enda er hann upp talinn þarna. Virðist vera týnd goðsögn sem Gaulverjar þekktu og sem síðan hefur breiðzt út um Evrópu eða kannski verið þekkt meðal margra fornþjóða. Minnir á goðsagnirnar gelísku um Donn sem kallaður er guð hinn dauðu. Í írskri goðafræði er hann talinn forfaðir Kelta, Íra, Gelískra manna. Hann er sagður búa í Tech Duinn, húsi Donns. Donn þýðir:"Sá dökki". Það er ævaforn lýsing á þeim sem dregur fólk í dauðraríkið. Hann er sagður hafa klifrað uppá siglutré og galað þar galdur, en þurft að gjalda fyrir með lífi sínu og orðið fyrstur guðanna til að deyja, láta lífið. Hann fórnaði sér því fyrir mannkynið eins og sagt er um Krist.
Línan "Í mærum þrepum" virðist benda til þess að þetta gerist inni í píramída, en það er þó óljóst. Hér er byggt á mjög fornum fræðum sem langfæstir kunna almennileg skil á.
Samhengið segir manni þó að þetta sé vörn guðanna gegn Ung-Frigg, eða Evu Biblíunnar, sem er eyðileggingin holdi klædd, syndafallið og eyðileggingin, allt það vonda og hryllilega.
"Einn fékk magn upp á tré": Virðist eiga að þýða: Einn fékk mátt til að fara upp á tré, og hér er sennilega átt við lífsins tré, Mugna, eða Drus, eða hvað svo sem það hét til forna meðal Kelta og Gaulverja.
Þó eftir öðrum heimildum að dæma er ekki um að ræða venjulegt tré, heldur mun það vera tákn fyrir eitthvað annað og meira, eins og vetrarbrautina, eða allan okkar skapaða heim, hinn takmarkaða alheim.
Þetta erindi lýsir því goðafræðinni týndu á bak við Cernunnos, sem lengi hefur verið leitað að. Hann er einhverskonar upphafsguð, eins og sumir fræðimenn hafa raunar talið sennilegt með rannsóknum á honum.
Hvað þetta þýðir nákvæmlega er erfitt að segja. Hann virðist vera eins konar skipstjóri á jarðarskipi, þessi Cernunnos, sem tekur ábyrgðina á sig þegar eitthvað bjátar á. Sannur guð, vissulega.
21) Heimdallur yfir
höf sá.
Stillti búlga blakka.
Gýgjum á settir
síðan niður,
milli snæva snimma.
Snimma: Snemma.
Þetta erindi er almennt mjög vandtúlkað og þungt, torskilið á allan hátt. Hvers vegna kemur Heimdallur þarna allt í einu fram og við sögu? Engu líkara en að honum sé jafnað við Cernunnos, en þá voru þau tengsl rofin síðar, eins og þetta gæti verið frá landnámsöld, árinu 800, eða árinu 500 jafnvel, einhver eldri gerð okkar heiðnu trúarbragða, sem bera keim af keltneskri heiðni og drúízku líka með þeirra heitum og hugmyndafræði, goðafræði, allavega í bland mjög mikið.
Snær, snæva í fleirtölu er þó talið að þýði stjörnuþoka. Sögusviðið er því geimurinn, án nokkurs vafa.
"Settir á gýgjum", þýðir bókstaflega "sitjandi á tröllkonum", en yfirleitt eru þetta feluorð sem þýða eitthvað annað í raun.
"Stillti búlga blakka": Búlgur er takmarkaður alheimur, blakkur er dökkur væntanlega. Þar er sennilega vísað í helstefnualheima takmarkaða. Sögnin að stilla getur þýtt margt í þessu samhengi. Sennilega er hér átt við að stilla örlögin inná ákveðnar bylgjulengdir, en Heimdallur eða Cernunnos eða Don eða Dun mun vera þesskonar meiriháttar upphafsguð sem er fær um eitthvað slíkt.
Öll framvindan og atburðarásin í þessu minnir á Völuspá, það er að segja þróunarfrásögn sem er endurtekin sköpun og eyðing.
"Niðursettir á gýgjum snemma á milli stjörnuþoka". Hvað þýðir þessi setning? Gýgur, tröllkona, gæti átt við helstefnujörð eins og okkar jörð, sem er einangruð, engin samskipti við umheiminn, fólk í sóttkví, því það er of ófullkomið, ekki komið á rétta braut.
Þó verður að bíða eftir frekari framförum í stjörnufræði til að skilja þetta enn betur.
22) Hann á hesti
hæsta situr.
Í skýjum ríður
rammur Taranos.
Á milli stauta
ok staura ljósa,
jöfnum slögum
að sleggjumörkum.
Hér er enn eitt erindið sem er í hæsta máta torskilið og órætt.
Þó er augljóst að hér er vísað í Júpítersúlurnar svonefndu, sem munu sýna Taranos efst á súlunni, samkvæmt þeim fræðimönnum sem bezt um þetta hafa skrifað og vita mest.
Taranos er jú vissulega fornkeltneski og gaulverski þrumuguðinn sem fátt er um vitað þar sem skrifaðar goðsagnir skortir, en myndir og líkneskjur eru til.
Allt er þetta mjög dularfullt og fátt vitað, nema það að Taranos hefur væntanlega verið einn aðalguð Gaulverja og Kelta miðað við að Júpíter var mestur meðal Rómverja og Zeus mestur meðal Forn-Grikkja, en þessar þjóðir áttu ýmislegt sameiginlegt, og vitað er um að allir þrír eru eða voru þrumuguðir, Júpíter, Taranos og Zeus, sumir segja að Jahve guð Biblíunnar hafi einnig verið þannig eða sé einnig þannig.
Sleggjumörk: Alls óvíst. Hér er vitnað í eitthvað sem ég þekki bara alls ekki, en þetta er eitthvað líkingamál, það er alveg ljóst.
En Taranosi er stundum líkt við skipstjóra inní nautinu, geimskipinu. Því þykir mér líklegt að þetta sé eitthvað fyrirbæri sem þarf að kljást við þegar geimferðir eru farnar.
23) Þeim bárusk
boð fjarri,
Darraður,
Dubungur.
Keila, Hænir,
Harði, Quoni,
Jakhowarr, Erri,
allir gegn stóðu.
Vissulega er þetta enn eitt erindi sem er næstum óskiljanlegt. Þetta er einhver upptalning, sennilega guðaheiti. Darraður gæti þýtt spjót eða nagli, ef þetta er íslenzkt orð eða norrænt að uppruna. Sem heitir á guði segir þetta ekki mikið. Þarf að rannsaka betur.
Dubungur gæti verið komið úr gelísku og þýtt "hinn dökki", en það er auðvitað ekki fullljóst, en það er sennileg tilgáta finnst mér.
Keila: Gæti verið tröllkona, eða píramídi, óljóst.
Hænir er þekktur guð úr norrænni goðafræði sem fátt er vitað um. Hvað hann táknar í þessu samhengi er mjög óljóst, en hann er vissulega tengdur sköpun mannsins, eins og kemur fram í Eddum okkar.
En þetta virðist eitthvað lið sem kannski Taranos berst við og kannski Cernunnos, samkvæmt samhenginu.
24) Settusk regin
á rökstóla,
hvað terrölurri
tæki þaðan
ok athygli
annað senti,
en magnráð
fundu meginþrungin.
Ekki er þetta erindi auðskýrðara. Allt mjög torrætt og dularfullt. Sum orð mjög skrýtin og virðast skemmd eða rangt fram komin.
Terrölurri er orð sem ég skil alls ekki neitt, nema fyrri hlutinn gæti haft eitthvað með jörð að gera, ef það er komið úr latínunni eða skyldum málum, sem þó er ekki víst og þarf ekki að vera.
Þó er mjög margt skiljanlegt og á skiljanlegu máli, nútímaíslenzku, enda er þetta þýðing, en samhengið næst ekki alveg.
En þetta virðist njósnatæki eða vopn, þetta terrölurri, eða hvað svo sem þetta á að vera.
25) Fjörgar sonur,
föðurbetrungur,
veröld hverja
ok verður á undan
þursum þeim
er þannig vilja
sigra veraldir
ok viera þar.
Þetta er býsna auðskilið erindi.
Vierar: Verar, menn. Þessa stafsetningu kannast ég við, þegar ég skrifaði niður Baldursblótið kom hún oft fyrir, eldri stafsetning fyrir ver, maður, karlmaður eða hetja, og nær latínunni.
25) Rúnar höfðu
ríst á stafi.
Gólu galdra
gegn þeim,
en móti stóðu
á megintrjám,
ok lýðir féllu
líka sjúkir.
Þetta efni þekkist vel úr írsku og gelísku goðsögninni um Donn, sem er sennilega sá sami og Cernunnos, eða hann á efri árum, guð dauðans og endurfæðingarinnar, eða eitthvað slíkt.
Þetta orð, stafur er þó merkilegt. Það virðist vopn eða eitthvað slíkt í þessu sambandi, eins og í stjörnustríðsmyndunum, geislasverð eða eitthvað annað sem við skiljum ekki enn.
Megintré: Erfitt að skilja og útskýra. Kannski er þetta einhver andleg merking.
26) Varð af ráðið
að þeirra rammasti,
upp á megintré
mær klifi,
ok galdur saman
gæli beittan,
á réttri stund
ok stað í dögun.
Enn er þetta sama goðsögnin, það er að segja um Dunn, eða Donn, í írsku gerðinni, Cernunnos upphaflega, án vafa.
27) Varð úr guða
valinn sveit.
Teningum kasta
tíu námu.
Lög þau löggu
ok lúta þeim varð,
þeirra faðir,
þrekaðastur.
Þrekaðastur: Sterkastur, eða þreyttastur, kannski elztur.
Löggu: Lögðu, sterk beyging.
Samkvæmt þessu með teningana þá geta þeir skorið úr um örlög. En hér er vitnað í eitthvað gamalt sem er ekki mikið um vitað á okkar tímum.
28) Grétu þá guðir
ok gyðjur í sölum,
þúsund aldir
áður hafði lifað
forn faðir
með fræg horn,
úr öðru kom fjör
en feigð úr hinu.
Hér er vikið að horfnum goðsögnum um Cernunnos, og minna á kylfu Dagda, (úr írskri og gelískri goðafræði), sem drap með öðrum endanum en vakti til lífsins með hinum endanum. Hér eru því fræg minni á ferðinni, sem endurtaka sig í gegnum aldirnar aftur og aftur í mörgum gervum og myndum.
Fjör: Líf.
Feigð: Dauði eða banaboði.
29) Kórónu valds
kominn var með,
virðingartitil
vísan bar,
horn tvö
til hefðar ok réttar,
sannindamerki
sæmdar það var.
Allt er hér auðskilið í þessu erindi, en hér er rakið hversvegna kóngar og drottningar bera kórónur með göddum á sem minna á horn, það er vísun í forna trú á Cernunnos, sem hinn mesta konung eða guð til forna, hinn hyrndi guð, eins og Pan. Síðan fékk þetta öfuga merkingu í kristninni, þegar Satan eða Djöfullinn fékk þessi einkenni, en það bendir þó á vinsældir Cernunnosar og Pans á miðöldum og í gegnum aldirnar allt til okkar daga jafnvel, þótt á þá sé ekki minnzt með nafni þeirra, aðeins talað um Kölska, Satan, Djöfulinn, eða eitthvað slíkt.
30) Gól hann galdur
á galgviði,
bana jafnóðum
á jöstunga setti.
Féll hann niður
fertugt dýpi,
sleginn sjúkdómum
slæmra galra.
Auðskilið erindi að mestu, en sumt þarf samt að staldra við.
Galur virðist orð sem merkir galdur, eða kannski svartur galdur.
Galgviður er þekkt úr Eddum okkar og merkir staur eða kross eða eitthvað slíkt, eða gálgi.
31) Cernunnos
var kominn í þrot.
Umhverfis hann
allir tróðu,
en mannkyn níutíu
mær á heyrðu,
úr stöðum sáu
stjarna hann deyja.
Hér er allt skiljanlegt og auðvelt aðgangs, nema hér er lýst hærra menningarstigi en hjá okkur og einhverskonar hnattasambandi, þar sem þessi mikli atburður er séður af mörgum í einu og fjarri að auki.
32) Mælti Horni,
heilagur faðir:
"Látið mik niður
á Njarðar búlg,
þann hinn unga
hvar þreskirsk myrkur,
tek þar ek á móti
Týs börnum!"
Hér kemur fram orðið og nafnið Horni, sem mun vera það heiti sem þekkt var yfir Cernunnos á forníslenzku á landnámsöld. Kristnir menn vildu láta sumt gleymast og rituðu þetta því ekki á Eddur þær sem útbreiddastar urðu, því þetta þótti til skammar og minna á djöfladýrkun og Satan. Gyðjan Hörn er þó til marks um að guðinn Horni var til, en Freyja mun hafa étið hana og sigrað og tekið yfir heiti hennar, og sögðu mýtur frá því sem nú eru flestum týndar og gleymdar, og því er þetta talið Freyjuheiti í Eddunum, en það eru seinni tíma fræði, að vísu og ekki þau upprunalegu.
33) Einn varð að deyja
alla fyrir.
Sonur hans
situr við tré.
Les stofna
starfandi föðurs.
Esus es sá,
es sálir kná.
Hér koma mýturnar um Esus loksins fram, sem minna á kristnina og eru fyrirmyndir hennar að nokkru leyti, að minnsta kosti.
Kná: Þekkir.
Situr við tré: Einhverskonar búddískt minni er þetta, en fátt er vitað um Esus með vissu, en þetta bendir til þannig goðsagna sem upphaflega hafa verið til.
34) Esus sik hengir
á eigin ham,
sik í sjálfum
sér birtir,
geisli af Herra,
í holdi allra,
svo hin myrka mold
magnarsk ljósi.
Af þessu erindi er það fullkomlega ljóst að þetta er ekki undir kristilegum áhrifum heldur upprunalegt og hundheiðið kvæði að öllu leyti. Hér kemur fram svipuð hugmynd og í Ásatrúnni þegar Óðinn fórnar sér á trénu fyrir sjálfan sig til að öðlast þekkingu.
Hér kemur fram þessi hugmynd sem er þekkt í sumum trúarbrögðum, að Guð (allsherjar), hinn eini sanni guð, sé í efnisheiminum og taki þátt í honum, og fórnir sér fyrir sköpunarverkið. Þetta kann að vera rótin að vinsældum Esusar sem guðs meðal Rómverja og Gaulverja og jafnvel fleiri þjóða. Þetta kann einnig að vera skýring á því að guðaheitið Esus þýðir "Drottinn", og "Herra", rétt eins og Freyr þýðir það sama, og sömu heiti hafa verið notuð yfir Jesúm Krist, til dæmis. Allt er þetta í ákveðinni hefð.
35) Fjörgar sonur,
föðurbetrungur
veröld hverja
ok verður á undan
þursum þeim
er þannig vilja
sigra veraldir
ok viera þar.
Mjög auðskilið erindi.
Vierar: Menn.
36) Taranos gat
Teutatos,
andi Cernunnosar
varð Esus að bragði.
Heilagur es hann
ok hold ok andi.
Í sama guði
ok gjörðisk allt.
Hér kemur enn fram þessi algyðistrú, að guð sé allsstaðar í sköpunarverkinu. Hér brýzt einnig fram þessi skemmtilega trú að Taranos sé faðirinn sem serðir, eins og Júpíter, Óðinn, Þór og Zeus og enn fleiri guðir.
Hér kemur einnig fram að Esus sé "andi Cernunnosar", og því nefndur "hinn heilagi andi", eins og Teutates "sonurinn", og Taranos "faðirinn", (eins og Júpíter).
37) Myndbirting
meginguðs,
Esus Ljósi,
Önd ok Niflur.
Ljóseindir
er Loki ok hvaðeina.
Heimsfellir
ok Haftaloka.
Hér virðast koma fram upplýsingar sem minna á líkindin við Shiva, að Esus hafi svipaða eiginleika og Shiva hinn indverski og hindúíski guð, "Heimsfellir".
Haftaloka: Blekkingaheimur.
Loka er jörð eða reikistjarna samkvæmt sanskrít.
Önd: Guð hins andlega heims.
Niflur: Guð þokuveraldanna.
Ljósi: Guð ljóssins.
Myndbirting meginguðs: Sá sem er holdgervingur Cernunnosar. Þetta er einna þekktast úr hindúatrú, að aðalguðirnir holdgervast sem aðrir guðir, og er það sennilega upphafið að þeirri hugmynd sem birtist í kristninni, að til sé heilagur andi sannleikans, eða andar sem eru tákn fyrir eitthvað annað.
38) Faðir Taranos,
Toutatis, sonur.
Andi heilagur,
Esus Cernunnosar.
Hann sér fórnar,
fellir sik,
verður heims
viður eilífi.
Hér kemur einna skýrast fram líkindin við kristnina, um Esus sem fórnarlamb. Viður heims, er sennilega efniviður alheimsins, eitthvað slíkt. Þetta er einnig tenging við Mithrasardýrkunina, þar sem nautið sem Mithras fellir er sköpunarverkið, sem er sífellt endurnýjað með drápinu á því, af guðinum Mithras.
Trúin á Esus er þannig tengiliður á milli Mithrasardýrkunar, kristni og norrænnar heiðni, að því er virðist.
39) Fór á tré
faðir guða,
Cernunnos
ok að corni gerðisk.
Upp var skorið
aftur að hausti.
Barn á armi
Brigöntu.
Esus varð
Ástarkouros.
Hér virðast koma saman margar goðsagnir og þetta minnir á Ósírisdýrkunina og Baldursblótið, uppskeru kornsins og allt það, og Sólina ósigrandi.
Sennilega vantar eitthvað inní þetta erindi.
Það lítur út fyrir að það sé samsláttur á mörgum erindum.
Briganta er af sumum talin dóttir Dadga, hins gelíska og írska guðs. Brighid eru þær þó nefndar á gelísku, írsku, en ljóst er að það er sama gyðjan og nefnd er Bri eða Brigid á gaulversku.
Goðsagnir írskar og keltneskar eru mjög misvísandi, og ætla ég ekki að fara útí allt sem er mögulegt til að fræða um þessa gyðju og tengsl hennar við guðina og gyðjur aðrar.
En svo virðist þó vera sem þetta bendi til þess að Esus hafi einnig verið kornguð eins og Ósíris og Baldur, og Kristur líka, svo sannarlega.
Því er hér komið sama minnið eins og María mey með Jesúbarnið á málverkum frægum, sem er aftur endurómur af Brigöntu með Esus og svo af Frigg með Baldur ungan á sínum armi sem kornabarn.
40) Fimmtándi,
fimmti mánuður.
Brennur Taranos,
Toutates drukknar.
Hengirsk Esus,
þá aftur Belenus fer.
Víkur til Heljar
ok vetur kemur.
Hér blandast saman ýmsar goðsagnir. Þetta er of knappt til að hægt sé að segja margt og mikið um þetta, en þó greinilega vísað í flóknari goðsagnir sem ekki eru fyrir hendi.
Þetta er sama Ósíris-mýtan, Baldurs-mýtan, Krists-mýtan, og Esusar-mýtan.
Þetta með "fimmtánda mánuðinn" skil ég alls ekki, aðrir verða að reyna að útskýra það. Hef ekki rekizt á það í þessu grúski.
41) Upp má þá skera
Skoronus.
Líkama hans eti
allir í minningu
Cernunnosar,
sem kemur aftur
í formi Esusar,
allrar náttúrunnar.
Guðanafnið Skoronus er mjög merkilegt. Það virðist vera forn og heiðin mynd nafnsins á guðinum Chronos, eða Chronus, guð tímans, eða annar frumguð.
42) Þvi fögnuð ek boða,
Belenusar völva.
Helja ríkir
með Horna algóðum.
Fyrsti faðir
er fjöndum sterkari,
er sigla á nautum
neðan frá tunglum öðrum.
Þetta er auðskilið. Nema hér kemur fram að allt kvæðið er sennilega mælt af völvu, eins og Völuspá. Tengslin við Belenus eru þó ekki ljós, því um hann er einnig fátt vitað, en kannski var hann einhverskonar sólarguð.
43) Sá neðan foldar,
níu sinnum
fjöldann fellir
fyrir sik,
ok skræmir af þá skyldu.
Nagur fellir
fjaðrir, ham,
skríður um
í skaða nýjum,
ok æsku undir sik leggur.
Þennan bragarhátt þekki ég, en hann þekkist ekki úr Eddum okkar, týndist, var til áður, og er til enn á öðrum hnöttum.
Nagur: Höggormur, dreki.
Að öðru leyti er mér ókunnugt um goðsagnirnar þarna sem liggja til grundvallar, en þetta er eitthvað sem minnir á Ragnarök, dreka og slíkt.
44) Englum með
efri skýja.
Sami guð
sendir þrumur.
Syngja honum synir lof.
Meður valdi
menn brýtur
undir sik,
annan gang.
Gátu gengur um.
Sumt í þessu er torskilið. Jafnvel er hér um að ræða kristileg áhrif, því ekki er fjallað um engla í heiðnum fræðum svo ég viti. Þetta þarf að skýra betur, ég kann ekki skýringar á þessu. Einhver ruglingur á Taranosi og Jahve kannski? Hvað hyggja hans átrúendur á öðrum hnöttum? Blandast þar saman þessi trúarbrögð? Vafalaust, eftir allan þennan tíma.
Að ganga um gátu, ég skil það ekki og þekki ekki þetta orðalag.
45) Faðir tími,
foldum neðar,
Dul af dávalds sjónum.
Lýsa augu
Loku hingað,
ok birta efni ok anda.
Faðir tími er þekkt hugtak og er vísun í Saturn hinn rómverska eða Chronus hinn gríska, eða Cernunnos, ef hann gegndi því hlutverki meðal Gaulverja.
Geb meðal Egypta er talinn svipaður. Sobek, krókódílaguðinn jafnvel líka.
Dul af dávalds sjónum er þó merkileg setning, og virðist vitna í að allur okkur efnisheimur sé blekking skilningarvitanna. Faðir tími er tengdur þessu, og örlaganornirnar, sem kannski komu með hnignun í Ásgarð og Valhöll, Gullveig og það allt.
En ýmislegt í þessu erindi er torskilið og gæti verið vísun í eitthvað annað sem maður þekkir ekki enn.
46) Cernunnos
kominn niður,
Faðir tími,
fagur, sterkur.
Gerir græn
grös að vori,
Úrgi gat
við undirfold.
Úrgi er sennilega sami guð og Ouranus meðal Grikkja. Hann er guð himinsins og regnsins. Í norrænu útgáfunni líka, því við eigum orðið úr, eða ýring, sem er þéttur rigningarúði og sami orðstofn.
47) Eyhvar stendur
Yggviður.
Niður es upp
ok upp niður.
Áttum engum
anza vann.
Þenur sik út
í áttir fjórar.
Eyhvar: Hvarvetna, útum allt, allsstaðar.
Yggviður: Askur Yggdrasils, Mugna, Drus, heimstréð.
Þetta erindi virðist lýsa því að heimstréð, Askur Yggdrasils, er ekki tré, heldur alheimurinn, eða vetrarbrautin, sem Óðinn ríður á. Askur Yggdrasils merkir: Tré hests Óðins.
48) Fyrsta nótt
fellur Hiesus
aftur sik fyrir
á furutré.
Svívirðingum
sveitask má,
fólki sínu nána
frá til morguns.
Með augu fyr bundið
svo öðrum fyrirgefi.
Hér hefst annar kafli í þessu kvæði sem lýsir þrautum þess sem ætlar að verða drúíði, að því er ég held.
49) Önnur nótt
áþjánar Hiesusar,
matarlaus
á meiði hangir.
Á iljum særður,
einnig kitlaður,
undir morgun
einnig blóðgaður.
Lífviljann
þá líta má.
Hiesus er tákn fyrir vígsluþegann, sá sem tekur á sig að verða eins og Esus. Hesus var hann nefndur sumsstaðar. Kannski er Iesus eða Jesús annað heiti yfir þennan vígsluþega, en þá er búið að útmá það heiti úr öllum gögnum sem finnast, til að verja þessi líkindi.
Þessi helgiathöfn hefur náð hámarki sennilega um það bil 500 fyrir Krist, þegar drúízkan náði kannski hámarki, og þetta var fyrirmynd kristninnar.
50) Þriðja nótt
þjáningar Hiesusar.
Afneitar honum
ættingi hver,
síðan vinur
ok véfengir líf.
Falskar minningar,
fullyrða lygi,
þannig má raunkennd
remmask vígsluþegans!
Talið er víst að þetta sé upphafleg vígsluathöfn meðal drúíðanna. Bæði fyrirmynd kristninnar og svo hluta af goðsagnanna um Óðinn. Þó ekki nákvæmlega eins, þetta er þriðja útgáfa krossfestingarinnar og sú sem er minnst þekkt og gleymdust, enda gögn verið falin um þetta í 2000 ár að minnsta kosti, viljandi, til að fela menningarránið og menningarnámið og alla hina svívirðuna á bakvið kristnina og rómversku keisarana sem frömdu fjöldamorðin til að efla vald sitt.
51) Fjórða nótt
fangelsunar.
Rangkynsjurtir
jeta má.
Gegn kyni
girni sik.
Fjöldi hans
ok fýsi saman.
Þar mörkum gegn
muni þolask.
Hér er margt að athuga og ýmislegt fer að verða torræðara. Þola er þó ævafornt orð, og dolor á latínu, þjáning, skylt.
Gegn kyni girni sik: Það er eins og þessar jurtir hafi þessi áhrif, en ekki skil ég hvernig. Kannski þekktu drúíðar þetta til forna og þessa virkni, en þessi þekking er ekki aðgengileg eða oft um hana rætt nú til dags, svo mikið er víst.
Fjöldi hans ok fýsi saman: Þessa setningu skil ég bara alls ekki.
Þar mörkum gegn muni þolast: Þetta snýst um að ganga yfir einhver mörk, en ég skil ekki samhengið, verð að viðurkenna mig sigraðan með það.
52) Fimmta nótt
frelsunar
undan sjálfi
ok eigingirni.
Deili eigum
öðrum með.
Sameign þjóðar
vegna þjáningar.
Lærir að treysta
lýðum öllum.
Þetta er skiljanlegt á yfirborðinu, einhverskonar kommúnismi. Samt skil ég ekki hvernig þetta var framkvæmt, og þar er eitthvað undanskilið sem ekki stendur í þessum erindum en hefur verið þekkt í menningunni á þessum tíma.
53) Sjötta nótt
samgangs nauða.
Má hann sér taka
meyjar fíenda.
Unað auka
allra þeirra.
Úthald auki
með aflþolsjurtum.
Aðra elski
umfram sik.
Þetta minnir á eitthvað kynsvall, en ég er ekki viss. Eins og í öðrum erindum er ekki talað um smáatriði þessara helgiathafna og margt því undan skilið, en heildarmyndin er samt ljós, við hvað er átt. Það er þó hræðilegt að vera neyddur til að taka í kynsvalli gegn sínum vilja! Hluti af þrautunum fyrir að verða drúíði greinilega.
54) Sjaunda nótt,
sjúkdóma þoli,
er drúíðar láta
í deyjandi hold,
er deyða-t þega
en dolur magna.
Dáðir drýgi,
horfi á Dauða,
ok sæki sigur
á sér þann tíma.
Dolur: Kvalir, þrautir.
Þetta snýst um að yfirvinna sjálfan sig og takmarkanir sínar. Þetta eru pyntingar greinilega.
Að horfa á Dauða: Gæti þýtt að horfa á lík eða helgrímu eða hauskúpu eða eitthvað tákn fyrir slíkan guð eða skratta.
55) Áttunda nótt,
upp hann þylji
gegn sér
ok geði á móti.
Upphefji þá
aðra folka,
særi sik
af sjálfsþekkingu.
Dæmi um hreinskilni
drúíðar það.
Þetta er allt auðskiljanlegt.
Folkar þýðir herfylki í þessu sambandi. Það bendir til að vígsluþeginn sé hermaður og að þessar athafnir hafi verið sérhannaðar með margt í huga, til að útbúa hermenn eða drúíða, presta þessarar heiðnu trúar.
56) Níunda loks
nótt verði fórnað
barni hans kærasta
bróður eða systur.
Gefi hann
guðum sik,
lofi að fylla
líka í öll skörð,
aukask of mætti
of áþján hverri.
Þetta er skiljanlegt einnig. Þó veit ég um aðrar útgáfur af þessari gerð mýtunnar, þar sem þessar fórnir eru aðrar. Þær ganga þó nærri þeim sem þær þolir og til þess er þetta hannað.
57) Þjónustu
þegn má hefja.
Vígður drúíði
á velli fjöldans.
Auðmýking
sé hans öllum ljós,
helzt í mætti
mun hann smæðar vinna.
Hér kemur fram boðskapur sem ekki er tengdur við vestræna eða norræna goðafræði, og kemur á óvart, að auðmýktin sé undirstaða mikils þroska og að taka á sig skyldur, þetta er að minnsta kosti ekki hluti af rómverskri eða grískri goðafræði á yfirborðinu, en án efa hluti af launhelgum eins og Mithrasardýrkuninni og mörgu öðru þesslegu sem var vinsælt áður fyrr, áður en kristnin yfirtók hinn vestræna heim alveg. Þó er þetta augljóslega hluti af kristninni líka, en í mýkri mynd og siðfágaðri, ætli það sé ekki rétt að orða þetta þannig?
58) Yggviður nefndur,
upphaf þjáningar,
ótta þegans
við þjáningar.
Líf hans verði
linað þann veg.
Æviviður
allra þrauta.
Hér kemur skýringin á því hversvegna Askur Yggdrasils, Heimstréð heiðna og norræna, er tengt við Óðinsheitið Yggur, ótti, eða sá sem er skelfilegur og veldur ótta. Þetta hefur verið hluti af þessu forna goðsagnakerfi og borizt á milli margra heiðinna trúarbragða hér áður fyrr, þetta er greinilega einskonar rauður þráður sem víða er til staðar.
59) Minnisraun,
muni orðrétt
bækur helgar
en beyki falin
yfir hlýði
erkidrúíði,
ok falli frá
nær finnur-at orð.
Þetta er minnisþrautin sem var sameiginleg germönskum trúarbrögðum og helgiathöfnum. Það er ekki bara að þetta hafi verið hluti af drúízkunni, heldur er þetta ástæðan fyrir því að latneskt letur var seint tekið upp meðal annarra germanskra þjóða einnig. Þessi helgikvæði voru lögð á minnið öll, og einnig Hómerskviður, eða talið er að þær eigi uppruna sinn þannig í munnlegri geymd.
60) Endurtaki
allan fróðleik
meðan ævi endirsk.
Að níu árum
njóti kvala
ok vígslu, svá verði að nýju!
Einhverskonar endurmenntun þarna á ferðinni.
61) Í nauti flýgur
Nerða burt,
en eftir standa aðrir.
Dreki heimsækir
hennar slóð,
aftur ok annan velur.
Hér er margt að athuga. Nerða er Nerthus, sem talið er að hafi verið eiginkona Njarðar upphaflega. Naut er geimskip. Dreki er sennilega stærra geimskip, móðurskip svonefnt.
62) Þá hefi-k rúnar
þulið nítján
Farmatýs
af fullnustu.
Meðal stendur
manna vígður,
ok taki sér víf
ok vinnu hefji.
Farmatýr er auðvitað Óðinsheiti eins og margir vita. Þó er merkilegt að þetta heiti tengir hann við Charon, þann er ferjar menn yfir í dauðraríkið í grískri goðafræði.
Þetta bendir því aftur á Derg Corra eða Dearg Corra, sem er enn ein líkömnun Cernunnosar, guðsins fræga úr gaulverskri goðafræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorgerður Katrín er í ESB stjórnmálaflokki þar sem trúað er blint á alþjóðavæðingu og wók-öfga, sem nú eru hreinlega víðast hvar eða allsstaðar á útleið í heiminum. Donald Trump er í frumkvöðlastarfi að leiða heiminn útúr villigötum vinstriöfgamennskunnar og jafnaðarfasismans.
Við Íslendingar erum oft 30 árum á eftir öðrum, og það passar svo sem vel við að við kusum Viðreisn og Samfylkingu til að stjórna landinu, og Flokkur fólksins fékk að vera með, en eftir að hafa svikið sín loforð við alþýðuna, eða frestað þeim, og eftir að hafa lent í allskonar leiðindamálum hefur fylgi þeirra dalað mjög.
Það er í raun skrýtið að Trump er sá fyrsti sem beitir tollum svona markvisst til að vinna gegn fjölfrelsinu frá ESB sem rífur niður þjóðríkin og skapar sífellt meiri heimsku og sífellt lægri samnefnara græðgi og spillingar.
Þetta kemur kannski á óvart því þetta er úthugsað og skipulagt hjá honum og hluti af stórri áætlun. (Plan er enskusletta í þessu sambandi).
Þetta er merkileg tilraun, en hvort hún tekst er annað mál.
Kommúnistar segja að þeir vilji skattleggja ríkasta fólkið til að koma á jöfnuði. Um langt skeið tóku aðrir mark á þeim og kratarnir áttu sviðið, fengu völdin á heimsvísu. En þegar vinstrimenn og jafnaðarmenn urðu mestu glóbalistarnir fóru þeir að styðja og dýrka Elítuna. Almenningur reis því upp og kaus Donald Trump og slíka menn.
Stunda jafnaðarmenn og femínískar valdakonur pólitík eða er þar bara látið eftir öllum þrýstihópum til vinstri, sem vilja engin landamæri og fóstureyðingar? Trump er að stíga skref til að efla Bandaríkin, en það er ekki auðvelt, því sú jafnréttisparadís sem ESB og aðrir draumóramenn hafa reynt að láta verða að veruleika hefur haft einhverja kosti í för með sér.
En hafa kommúnistar og jafnaðarmennirnir ekki fattað að Trump er að gera það sem er bezt fyrir alþýðuna, sem er ekki lepjandi á spena hins opinbera? Trump er að reyna að lífga við lítil og meðalstór fyrirtæki með því að efla innlendan iðnað og allrahanda starfsemi sem hefur heldur betur farið í ruslið út af alþjóðavæðingunni!
Meira en 50% Bandaríkjamanna kaus gegn alþjóðlegu valdi og með innlendu valdi. Meira en 50% Bandaríkjamanna höfnuðu frekari ríkisvæðingu og alþjóðastofnunum og vildu afturhvarf til frjálsari tíma. Að vísu fylgir því að treysta auðugum mönnum eins og Elon Musk, og hann er kannski ekki gáfnaljós frekar en aðrir í þessari stjórn, en þetta vildi fólkið í Bandaríkjunum, og þessi bylgja er víða í löndum öflug.
Við Íslendingar erum eins og lítil bátkæna og þegar stórviðrin geisa annarsstaðar eigum við í basli.
Það er ekki skrýtið að Donald Trump sé kallaður bjargvættur kristninnar og trúarinnar. Þetta er slík endurreisn þjóðlegra og hefðbundinna gilda.
![]() |
Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2025 | 00:29
Stórmennin frægð ei í falla, ljóð frá 5. febrúar 2018.
Háskólagráðurnar missa svo móðinn,
meyjarnar saurga gullið.
Steinbautar standa ekki lengur,
strandkirkjan lak.
Seld til Fjandans fagra lóðin,
fjötur mér um háls.
Fátækt því veldur, mér fremst lítt hver gengur,
farlama einstæði, lýðhylli vantar!
Sigrar Satans bullið,
situr dýr æ hæst.
Hefur hörmung ræzt!
Hæfa sárum kantar!
Eftir mér hann áður rak,
okkar dýrðir skantar!
Varnar henni villan máls,
vaknar rústaskak.
Sá er þér mætir er sálin í klæðum,
sjálf er nú höllin vikin.
Stórmennin frægð ei í falla,
forðast slíkt raus.
Helzt í ruslið hórveik blæðum,
höfum villzt af leið.
Afi, það stórmenni ennþá vill kalla,
auðmjúkur, rólegur, stillir enn skapið!
Svíða hinna svikin,
svall mitt tilgangslaust!
Sú er særð burt skauzt,
sýndi fráleitt skvapið.
Eins þótt færi í annan daus,
ekki skárra lapið.
Verður aðeins réttlát reið,
rýrnar margt við faus.
Fallandi jafnvel sá flottasti lýður,
feimur sem rændu völdum.
Cernunnos samt þarna situr,
sá er þó gaf.
Aðeins fyrir engu skríður
okkar þræll í sál.
Trosnuð er dýrðin, svo tekin og bitur.
Tilbúin skurðgoð hins mannlega, frekja.
Annað en við höldum
einatt reynist satt.
Förum á því flatt.
Fárleg sú er tekja.
Áður þekktist ástarhaf,
ertu þurs að vekja?
Takfæð skapar tröllabál,
týnist fyrra raf.
Orðaskýringar, fornyrði, nýrði, skáldamál:
Mér fremst lítt hver gengur: Það verður mér ekki til framdráttar sem aðrir gera, eða sem öðrum heppnast.
Faus: Fljótfærni, framhleypni.
Hórveikur: Áhrifagjarn, viljalaus.
Einstæði: Einsemd, vinaleysi, að vera misskilinn, vantmetinn, hunzaður, útskúfaður, slaufaður.
Tekja: Yfirgangur, það að troðast áfram á annarra kostnað, að vera sigurvegari.
Fárlegur: Hryllilegur, skelfilegur.
Takfæð: Fátækt, skortur.
Skantur: Rýr, enskusletta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2025 | 00:33
Um það hvernig þegnarnir finna fyrir svonefndu sjálfstæði og lýðræði
Ásælni Bandaríkjanna í Grænland og Kanada vekur upp spurningar um hvað sjálfstæði er í okkar nútíma og hvernig við finnum fyrir því.
Yfirleitt er sjálfstæðinu rænt af fólki bakdyramegin, með samningum friðsamlegum eins og ESB gerir og líka stórar og litlar þjóðir.
Nú er það svo að mismunandi forsetar komast að í Ameríku. En segjum svo að Ameríka næði Íslandi alveg yfir sig, eins og Grænlandi, hvaða breytingum myndum við finna fyrir?
Enskan yrði kannski opinbert tungumál, en þar sem fylki Bandaríkjanna eru ekki með samræmda löggjöf myndum við sennilega fá svipað frelsi. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er með því betra sem þekkist í heiminum, svo varla þarf að óttast hana.
Það sem ég held að vaki fyrir Trump og hans fólki er að kremja wók-jafnaðar-satanismann undir hælnum, eins og að merja syndina undir hælnum, held að þetta sé einhver Biblíu tilvitnun sem ég hef heyrt móður mína fara með, sem er frelsuð og mikið kristin.
Málið er það, að ef við værum eitt fylki Bandaríkjanna og með forseta eins og Trump, þá myndu réttindi hinseginfólks fara forgörðum, sú breyting myndi vera samtaka því sem gerðist þar westra.
Það er þessvegna auðveldara fyrir Trump stjórnina að gera þannig breytingar heimafyrir ef andstaðan er minni í öðrum löndum. Eftir því sem Bandaríkin ná undir sig fleiri löndum verður því vald Bandaríkjaforseta meira. Þetta fólk er ekki svo vitlaust að það veit að þetta er alþjóðleg og andleg barátta.
Hinsvegar má athuga það að margir kostir fylgja því að vera í ESB eða eitt fylki Bandaríkjanna, eins og meira vöruúrval, lækkað verð, en miklu meira atvinnuleysi og óþolandi meira reglufargan, ef við værum í ESB, að vísu.
En það sem mér finnst skondið við alla þessa "sjálfstæðisumræðu" Grænlands og Kanada er að sjálfstæðið er svo lítið á okkar tímum í raun, þegar flestir eru sammála.
Ef Hitler hefði sigrað seinni heimsstyrjöldina þá myndi hugtakið sjálfstæði sennilega ennþá hafa einhverja merkingu, en það orð hefur varla lengur merkingu. Allir eru í sama kapítalismanum og Mammon er guð allra. Raunverulegur munur á menningu verður að vera til staðar svo orð eins og lýðræði og sjálfstæði hafi gilda merkingu, eitthvað til að berjast fyrir.
Mannvirðing er ekki til lengur nema sem kommúnískt aukaatriði í þykjustunni.
Til hvers er sjálfstæði á okkar tímum? Við lepjum öll úr sömu skálinni og innihald þess sem við lepjum verður sífellt ómerkilegra og óhollara. Við fáum ekki að velja okkur hugmyndafræði eða trú til að lifa eftir, því lúmsk eru bönnin. Kommúnismi, jafnaðarstefna og kapítalismi, þetta er allt orðið að því sama, með aðeins áherzlumun.
Þjóð sem berst fyrir einhverju, fólk sem vinnur og fær laun, fólk sem hefur skoðanir og hugsanir, það þarf sjálfstæði, ekki kommúnísk hjörð sem er orðin vélræn eins og við.
Ríkið er orðið svo útþanið á okkar tímum að fólk er orðið dofið og sljótt, enda lyfjanotkun í hámarki á þessu guðsvolaða landi okkar.
Jafnvel "sjálfstæð" fyrirtæki á Íslandi eru háð ESB reglum sem hindra á alla lund og fleiri og fleiri alþjóðareglum, auk þess sem RÚV sýnir þeim "aðhald", ofsækir þau í formi hrellisins mikla, sem hefur ýmis nöfn.
Sem sé, ríkið er með puttana í öllu, og yfirstjórnin er alltaf alþjóðleg, í gegnum ESB löggjöf og alþjóðalög, sem sum eru góð og gild en mörg eru alveg hræðileg og skaðleg á alla lund.
Trump er eitt það bezta sem hefur komið fyrir heimsbyggðina lengi, og líka Pútín, en svona menn duga ekki til, því jafnaðarfasisminn er of sterkur, fjöldinn er helmeitlaður og fjötraður og sérstaklega ungu kynslóðirnar, sem eru hlekkjaðar við Hollywood ómenninguna.
Þrátt fyrir frelsi Vesturlanda þá skortir uppá að flokkar komist að sem eru mismunandi, og svo að fólk tjái sig með mismunandi skoðanir.
Ef Frelsisflokkurinn hefði komizt inná þing eða Íslenzka þjóðfylkingin, þá ætti ungt fólk von. Eins og er, þá vantar mikið uppá að þjóðin sé annað en þrælkuð hjörð.
![]() |
Vance heimsækir Grænland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2025 | 04:35
Femínistar og jafnaðarmenn mega vel við una þrátt fyrir allt, bakslögin eru ennþá lítil miðað við sigrana í þessum málum
Ég held þrátt fyrir allt, miðað við vald jafnaðarmennskunnar í okkar menningu, að hvorki Pútín né Trump muni annað en tapa þegar til lengri tíma er litið. Ég tel það ósennilegt að Trump nái Kanada og Grænlandi inní sameinuðu bandarísku ríkin, og enn síður Íslandi, nema ef Trump beitir hervaldi eins og Pútín, en þá yrði hann að ganga alla leið og segja skilið við Vesturlönd alveg og ganga til liðs við BRICS löndin. Hvernig framtíðin verður með það er erfitt að segja.
Til þess eru ýmsar ástæður, en stærsta ástæðan er stjórnkerfið bandaríska sem er flókið og sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir einræði, en því miður kemur það ekki í veg fyrir féræði, ólígarkaræði (fámennisstjórn auðmanna) eins og víða þekkist og sem ýtir undir einræði og einræðislega stjórnarhætti.
Ég held að bakslögin séu undantekningar sem sanna regluna, og að mannkynið þokist áfram í jafnaðaráttina.
Þessvegna er talað um bakslögin því mannkynið hefur þokazt í jafnaðaráttina á 20. öldinni, og miðað við æðibunuganginn í þá átt, þá er þetta bakslag svonefnda afskaplega rýrt, þótt tvær voldugar þjóðir beri það uppi á yfirborðinu.
Það er mikið talað um bakslög á ýmsum sviðum, í málum kvenréttinda, hinseginfólks, umhverfisverndar og réttindamála almennt. Það er þó umhverfisverndin sem er veigamest og skiptir mestu máli uppá lífið á jörðinni.
Eins og ég hef áður skrifað er það mögulegt að Trump nái Grænlandi, en það myndi kosta ýmislegt.
Við lifum á spennandi tímum.
En ef maður lítur á Arabalöndin þá er jafnvel mýktin og kvenleikinn þar að aukast, sama má segja um Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Sagan er allsstaðar sú sama, nema kannski á Vesturlöndum.
Það er sennilega vegna þess að fátækt og eymd eru að aukast á Vesturlöndum, og bleiknefjar eru að komast í minnihluta á jörðinni, og auk þess verður félagsleg minnimáttarkennd afleiðing af því, og glæpum fjölgar meðal bleiknefja.
Það er ekki hægt að bæta kjör allra sem vel fari.
![]() |
Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2025 | 00:41
Fyrirhyggjuleysi barnalegra yfirvalda á Íslandi
Hér segir Íslendingurinn í Bangkok:"Við fengum enga viðvörun". Málið er það að fólk fær alltaf viðvarnir frá handanheiminum ef það hlustar.
Fyrsta reglan í sambandi við andleg mál er að trúa og að hlusta og sjá, þjálfa hin andlegu skynfæri í að nema boðin sem eru oft ógreinileg þannig að maður áttar sig varla á þeim, en stundum eru þau samt skýr.
Ég hef fengið upplýsingar um það í handanheiminum eða frá öðrum stjörnum réttara sagt, að við Íslendingar þurfum að færa okkur frá Reykjavík og öðrum svæðum þar sem von er á skjálftum og gosum. Ég tek mark á þessum viðvörunum en aðrir gera það ekki. Það vill bara þannig til að ég get ekki flutt, hvorki til útlanda né annað á landinu, því ég hef ekki efni á því, það kostar mig peninga sem ég á ekki, einfaldlega. Annars væri ég "flúinn", fluttur og jafnvel til útlanda.
Ég get líka sagt að mér finnst þetta grábölvað að geta ekki fluzt þangað sem ég vil búa frekar! Mér finnst það ÓÞOLANDI, og það veldur mér kvíða og gremju stöðugt.
Ég þekki Ingólf Arnarson nafna minn, (landnámsmanninn fræga). Ég hef þessa andlegu hæfileika eins og Emanuel Swedenborg hafði, að geta talað við "andana", eða fólk á öðrum hnöttum réttara sagt.
Samt er það svo að maður kynnist ekki hverjum sem er sem eru dauðir eða á öðrum hnöttum, því það fólk hefur persónuleika eins og við hin og tekur ekki við vinskap frá hverjum sem er. Reyndar hef ég ekki talað við hann oft, en það hafa verið lærdómsrík samtöl.
Ég gekk eftir því að kynnast honum og tala við hann, og hann lét ekki strax undan enda upptekinn maður sem nú er orðinn hálfgerður verndarvættur okkar Íslendinga.
Hann er ekki sá eini sem hefur sagt mér þetta.
Ég fékk nákvæmar (eða nokkuð nákvæmar) upplýsingar frá öðrum, held það hafi verið Sigurður jarðfræðingur.
Þeir vita ekki með 100% vissu hvernig þetta er, en þeir vita um líkurnar á miklum umbrotum hér á Íslandi.
Mér var sagt að í framtíðinni yrði fólki ekki vært og að atburðir myndu gerast sem ekki er búizt við að gerist. Það ríkir helstefna, þetta er afleiðingin. Ég get ekki tímasett þetta. Svona upplýsingar eru oftast óljósar.
Þó fékk ég skýrt að vita nokkur atriði:
1) Þegar stórir atburðir hafa gerzt útí heimi, jarðskjálftar í Bandaríkjunum, og víðar á jörðinni, þá má búast við miklum skjálftum á Íslandi, sem valda stórtjóni og mannfalli. ÞAÐ ER aðeins hægt að varast þetta með því að flytjast FRÁ þessum svæðum sem eru hættulegust.
2) Það er mögulegt að atburðarásin verði öðruvísi, að engin viðvörun verði gefin hér á Íslandi, að atburðir eigi sér hér stað á undan því sem gerist í útlöndum.
3) Mér sýnist eitthvað af þessu byrjað að gerast í útlöndum. Spárnar eru að rætast.
4) Við Íslendingar skiptum máli fyrir rás viðburðanna í framtíðinni. Það er ekki alltaf hægt að treysta á það að fólk á öðrum hnöttum reddi málunum með orku sinni. Það getur farið úrskeiðis, helstefnan er þannig, og árásirnar frá helstefnuaðilunum, djöflum af báðum kynjum.
Ég er að gagnrýna það að ENGIN breyting hefur orðið á þeim sem hafa peninga og völd og aðstöðu til að byggja hús og skipuleggja byggð hér á Íslandi eftir að ljóst varð að bæði eldstöðvakerfi eru hér orðin virkari nálægt Reykjavík, og sennilega jarðskjálftakerfin líka, því það hlýtur að vera að þessir stöðugu gikkskjálftar byggi upp spennu fyrir stóra jarðskjálfta.
Það er staðreynd að stærri jarðskjálftar hafa orðið á 100 ára tímabili nálægt Bláfjöllum en þessir skjálftar sem urðu árið 2000 og svo nokkrum árum seinna.
Enda sagði einhver jarðskjálftafræðingur eftir suðurlandsskjálftana 2000 að það væri ekki búið að losa um alla spennuna, mig minnir að hann hafi sagt að 75% hennar væri eftir að losna, miðað við stærri skjálfta fyrr á öldum.
Það eina sem hefur gerzt síðan er að byggðin er orðin mun þéttari, miklu þéttari, og miklu meira um háhýsi. Ennfremur eru heitavatnsrör orðin ryðgaðri og eldri í húsum. Það þarf ekki stóra skjálfta hér nálægt Reykjavík til að valda skemmdum á mannvirkjum, sem bæði geta valdið eldsvoðum og vatnstjóni og verulega eignatjóni. En skjálftar yfir 7 hér nálægt Reykjavíkursvæðinu gætu vel valdið manntjóni, því miður.
Ég tek það fram að fólk sem er kvíðið að eðlisfari og með ofsóknarbrjálæði eins og ég það tekur oft við skilaboðum að utan sem ekki eru sönn eða sem passa ekki. Þessvegna kem ég með þennan fyrirvara, kannski er eitthvað að marka þetta sem ég hef skynjað og kannski ekki.
Maður getur bæði haft andlega hæfileika og rökhugsun og ég reyni að missa ekki skynsemi mína þótt kvíðinn segi sitt eða andlegir hæfileikar séu að ofsækja mann.
En ef maður hræri í þessu öllu, efasemdum og skilaboðum, þá stendur það eftir að MÖGULEIKAR eru fyrir hendi að bjartsýnustu spár gangi ekki eftir.
Af hverju eru yfirvöldin á þessu landi alltaf jafn fyrirhyggjulaus? Það skiptir ekki máli hvort miðlarugludallar eða samsærisnördar séu eitthvað að bulla eða hámenntaðir spekingar sem segja eitthvað skrýtið, yfirvöldin taka jafnvel ekki mark á almenningi, heldur æða áfram eftir kommúnískum reglum sem samþykktar hafa verið af ríku og viðurkenndu fólki.
Sú leið er ekki alltaf sú bezta. Það gæti eitthvað komið fyrir hér sem myndi virkilega skaða okkar þjóð í formi eldgosa eða jarðskjálfta. Þá er betra fyrir þá að tjá sig sem telja rétt að búast við framtíð sem ekki hlýðir bjartsýnustu spám.
![]() |
Íslendingur í Bangkok: Við fengum enga viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2025 | 01:25
Eina leiðin til að stöðva wókið er að láta Evrópu sveigja af leið og demókrata líka
RÚV starfsmenn ætla ekki að læra af því sem þeir gerðu Ásthildi Lóu, send er út tilkynning um leiðréttingu á falsfrétt sem hafði sín áhrif, en þetta mun endurtaka sig, því pólitískar ofsóknir eru stundaðar undir yfirskini hlutleysis og aðhalds.
RÚV er ekki lengur sjónvarp allra landsmanna heldur stríðsvígi aðgerðasinna sem vilja No Borders stefnu og slíkt, í óþökk langflestra landsmanna.
RÚV leiðréttir sig, en aðeins í sambandi við þessa einu frétt, haldið verður áfram með sömu vinnubrögð, það vita allir.
Þetta mál sem hefur fengið mikla umfjöllun er aðeins inngangurinn að því sem ég vil fjalla um að þessu sinni. Ég tek bara þetta Ásthildar Lóu mál til að sýna að konur læra ekki af mistökum og halda áfram með wók stefnu sína, því hún er hluti af femínismanum sem þær hafa næstum allar undirgengizt, (því þær óttast að missa kvenréttindin annars), því miður, og það er ólíðandi, því sú stefna er ólíðandi hvar sem er.
Annars ætlaði ég ekki aðallega að fjalla um þetta.
Trump og Bandaríkin og Grænland.
Birgir hér á blogginu og Einar Björn hafa komið með merkilega punkta í sambandi við Grænland og Bandaríkin.
Einar Björn skrifaði nýlega góðan pistil um það að Trump þyrfti ekki að yfirtaka Grænland til að njóta þar aðstöðu fyrir hermenn eða skipalægi eða námuvinnslu og tek ég undir það hjá honum. Birgir skrifaði að augljóst væri að Trump væri alvara með að vilja komast yfir Grænland og finnst mér það einnig vera þannig.
Þá stendur eftir spurningin: Hvers vegna er Trump að þessi og stjórnin hans? Ekki fyrir námuvinnslu?
Ég held að þetta sé einmitt stærra atriði en svo.
Þetta minnir á stjörnustríðsáætlanir Ronald Reagan sem voru gagnrýndar, þetta minnir á stórhuga áætlanir annarra forseta Bandaríkjanna.
Sumir segja að kristilegir öfgamenn stjórni núna í Bandaríkjunum. Þar held ég að svarið við þessu finnist.
Ég skil þetta raunar eins og Trump og hans fólk.
Það eru tvö meginöfl sem eiga í stríði í heiminum í dag.
Það er fólkið sem segir:"OK", mér er sama um allt, bara ef ég tóri og hef það sæmilegt.
Svo eru það hinir sem berjast fyrir einhverju, sama hvað það kostar.
Rétt eins og Rússar réðust inní Úkraínu til að frelsa Úkraínu undan syndinni, að karlar breytist í konur, samkynhneigð og því sem stríðir gegn Biblíunni, þannig vill Donald Trump að Bandaríkin eignist eins mikið af heiminum og hægt er, því þá er allavega möguleiki á að snúa sömu löndum frá wókinu, demókratastefnunni sem Repúblikanar hata eins og pestina.
Þannig að mér finnst alveg mögulegt að Bandaríkin ráðist með hervaldi inní Grænland, eða þá að þeir komi með einhverja aðra klækjakúnst til að fá sitt fram.
Fólk sem sér Djöfulinn í öðru fólki er tilbúið að leggja allt í sölurnar til að bjarga heiminum, krossferðatímanum lýkur aldrei. Jafnvel seinni heimsstyrjöldin bar keim af krossferðatímanum, í báðum liðum.
![]() |
Baldur: Bandaríkin vilja ráða yfir Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2025 | 00:04
Heiðin trúarbrögð frelsa
Það vill þannig til að fátt er í fréttunum sem vekur áhuga minn. Þessvegna geri ég eins og Guðjón Hreinberg, þá gríp ég til heimsspeki og fleiri fræða sem vekja meiri áhuga hjá mér en fréttirnar akkúrat núna.
Hjálparstarf er orð sem fékk sérstaka merkingu fyrir nokkrum áratugum, sem sé þá merkingu að gera Afríku, Indland, og fleiri svæði vestræn að öllu leyti. Áður fyrr var hugtakið hjálparstarf notað yfir að hjálpa vinum og kunningjum, eða öðrum Íslendingum, og lítið notað.
En ég fór að velta því fyrir mér hver væri tilgangurinn með heiminum og þessu lífi okkar.
Ég fór að taka eftir því að ekki var samræmi á milli þess sem haldið er fram opinberlega og því sem satt og rétt er.
Því var haldið fram að við ættum að vorkenna fólkinu í Afríku því þar var barnadauði, einræði, og það sem kallað var frumstætt líf. Því var haldið fram að kristna trúboðið og vestræna menningin væri alveg nauðsynleg fyrir þá sem ekki höfðu tekið við slíku.
Nú er svo komið að einræðið er á uppleið víða í heiminum og fólk sem áður lifði í "lýðræði" er farið að kjósa það.
Eitt var það atriði sem olli því að hjá mér varð vitundarvakning í afstöðu minni til þess þjóðfélags sem við tilheyrum.
Þegar mér skildist að fólki fækkar í Þýzkalandi og víðar á Vesturlöndum, þá var það mér 100% óyggjandi sönnun fyrir því að kenning dr. Helga Pjeturss væri rétt, að helstefna en ekki lífstefna væri ríkjandi á jörðinni.
Hægt er að reikna fram afleiðingar margskonar þróunar á jörðinni. Tölvur gera þetta og fólk gerir þetta líka. Sumt kemst ekki í fréttirnar, enda eru allar meginstraumsfréttir á Vesturlöndum komnar frá sömu fréttaveitunum sem gera fólk að einum hlýðandi skríl en ekki lýð sem ræður yfir sér sjálfum og orðið lýðræði vísar til, og á að ríkja hér, en gerir það ekki.
Sumir heimsspekingar eru sagðir bölsýnir. Schopenhauer var einn af þeim.
Bölsýnt lífsviðhorf hefur það fram yfir önnur að það tekst á við tilvistarkvíðann sem hlýtur að vera öllum meðfæddur, vegna dauðans og alls annars sem við getum kviðið fyrir.
Áður en kófið yfirtók heimsbyggðina hafði ég reiknað út framtíðarspá.
Eftir svona pælingar kemst maður að niðurstöðum sem eru á þessu rólinu:
A) Annaðhvort verða vélmenni ráðandi á jörðinni í framtíðinni eða lífið deyr út á þessari plánetu endanlega.
B) Síðustu mennirnir sem verða lifandi á þessari jörð verða dökkir yfirlitum og koma frá þeim svæðum þar sem áður var fátækt, sem verður útrýmt með "hjálparstarfi".
Mér finnst líklegra að til séu margir guðir en einn guð. Hugmyndin um einn "pabba" guð finnst mér barnaleg.
Ef einhver skapari var eða er til vitum við ekki hvernig hann lítur út eða leit út.
Það passar við vísindin og vísindaþekkingu nútímans að telja að úti í geimnum séu til lífverur sem hafa náð meiri þroska og fullkomnun en við. Þannig lífverur mætti kalla guði, ég trúi sem sagt Erich von Däniken, að guðirnir séu geimverur vissulega og þaðan komum við, sem sköpun þeirra.
Hitt byggi ég á vitrunum, mínum eigin, og túlkunum á goðafræðinni og fleiru.
Ég hef áður skrifað um að við séum tröllabeita. Hér vil ég útskýra það.
Hvaða ástæður geta guðirnir haft fyrir því að útrýma okkur með kærleika, velmegun og þægindum?
Mér finnst það raunar nokkuð augljóst, og einfaldasta svarið er oft það rétta, rakhnífur Ockhams kennir þetta.
Ef við, mennirnir á jörðinni værum guðir og ef við værum að skapa lífverur, þá myndum við sennilega útbúa þær þannig að þeir hæfustu myndu lifa af. Við myndum ekki endilega geyma lífverurnar í tilraunaglasi eða neyða einni réttri niðurstöðu uppá þær. Við myndum gefa þeim leyfi til að úrkynjast og deyja út eða fullkomnast og lifa af. Sennilega, þetta er tilgáta, sem mér finnst líklegust.
Kristilegur boðskapur felur í sér þversagnir. Guð gaf okkur frjálsan vilja, en samt höfum við úrkynjazt og flestir hlýða Djöflinum, ef maður notar bókstafstrúna, sem er trú Biblíunni en ekki nútímanum og femínismanum.
Nei, ég trúi því að guðirnir í Valhöll hafi skapað mannkynið og að Askur og Embla hafi verið fyrsta fólkið.
Sumt innan kristninnar er rétt og satt og nytsamlegt sé maður heiðinnar trúar, vegna þess að næstum allt er stolið úr heiðnum trúabrögðum í kristni, islam og gyðingdómi. Það þýðir að það hefur heiðið gildi fyrir heiðna menn og hefur ekki saurgazt af kristninni í gegnum aldirnar, sé það sett í rétt samhengi.
Mamma varð kristilega "frelsuð" eftir erfitt hjónaband, þegar maðurinn sem hún dýrkaði út af lífinu og var ástsjúk út af fór frá henni. Hún daðraði við allskonar sértrúarsöfnuði en hennar trúarsannfæring sannfærði mig samt aldrei.
Á sama tíma fór ég að hlusta á Sverri Stormsker og hún hafði miklar áhyggjur af því, því hún hafði lært það hjá Snorra í Betel að Sverrir Stormsker væri að draga ungdóminn til Heljar.
Mamma átti ráð við því, og það var að draga mig með sér á trúarsamkomur í Veginum, Krossinum, Ungu fólki með hlutverk og víðar. Ég man ekki hvort ég kynntist fólki í þessu Trú og líf sem hefur verið í fréttunum, það getur vel verið, en það var um þetta leyti. Sætar stelpur voru þó miklu frekar aðdráttaraflið sem var spennandi í sértrúarsöfnuðunum heldur en Jesúþvælan sem alltaf fannst mér nákvæmlega eins og ekki að kenna mér neitt nýtt eða rökrétt.
Ég lærði samt ýmislegt af því að hlusta á fólkið í sértrúarsöfnuðunum og um skeið taldi ég mig frelsaðan líka, og kristilegir hljómdiskar eftir mig, tvö stykki sýna það og sanna, teknir upp frá 1999 til 2001.
Eitt af því sem ég hef mikið pælt í það er erfðasyndin.
Þar kemur áleitin grunnspurning við sögu.
A) Af hverju er fólk veikt og deyr, er óhamingjusamt, af hverju gengur allt á afturfótunum, jafnvel þótt trúað fólk fullyrði að með trúnni muni allt reddast og fara á betri veg?
B) Getur það verið að kenningin um erfðasyndina útskýri þetta?
Erfðasyndin í kristinni trú gengur út á það að Eva hafi bitið af eplinu og óhlýðnazt Guði og þar með hafi þau Adam verið rekin burt úr Paradís.
Sumir hafa útskýrt þetta öðruvísi og sagt að Guð Biblíunnar hafi lagt gildru fyrir Adam og Evu sem þau hlutu að falla í og að Jahve sé djöfullinn en Lúsífer eða Satan guðinn sem eigi að tigna. Allavega virðast margir trúa þessu í nútímanum, femínistar, jafnaðarmenn og jafnvel kapítalistar sem dýrka Mammon fyrst og fremst.
Spekiorð fylgja Stormskersguðspjöllum Sverris Stormsker. Til dæmis að maðurinn eigi hvorki að fylgja kristindómnum né gagnrýna hann heldur forðast hvort tveggja. Eftir þessu hef ég nokkurnveginn lifað, og talið að í heiðninni sé frekar svarið.
Ég tel að erfðasyndin sé til en að hún sé annað en prestarnir boða.
Ég tel að erfðasyndin sé skorturinn á kynþáttahyggjunni og að Adolf Hitler hafi verið frelsarinn, Messías, Jesús Kristur endurfæddur þessvegna.
Þetta er hægt að útskýra á eftirfarandi hátt með einföldum rökum sem ekki eru langsótt:
Ef guðirnir í Valhöll sköpuðu okkur þá líta þeir á okkur sem dýr sem eigi að dafna úti í náttúrunni, Darwinisminn, "þeir hæfustu lifa af".
Þá voru kynþættirnir settir niður á jörðina eins og í keppni, til að þeir hæfustu lifðu af.
Erfðasyndin er þar með að trúa villunni, eins og kristninni til dæmis, sem byggist á óraunsæi og vitleysu.
Að vera laus undan erfðasyndinni er þar með að vera bæði dýrslegur eins og fólk var skapað en einnig að látast ekki stjórnast af því dýrslega eðli sem tilheyrir fólki, heldur hafa það á valdi sínu. Búddísk fræði og Yogaspeki geta kennt það, til dæmis.
Góð trúarbrögð kenna fólki rétta hegðun. Vond trúarbrögð bæla fólk og gera það óhæfara að lifa af, eða vondir predikarar.
Þór er mikill guð og almáttugur. Ef maður skilur Snorra Eddu rétt og bardaga hans við Hrungni þá skilur maður að Þór ber nokkra ábyrgð á okkur og okkar hegðun. Þó höfum við frjálsan vilja, en notum hann ekki. Jahve ber einhverja ábyrgð á því og vélmennið Jesús Kristur, Hrungnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2025 | 03:49
Við erum löngu hætt að vera frjáls. Við erum í hlekkjum auðróna, en enginn getur breytt því nema við sjálf
Hefðbundnir fjölmiðlar eru í krísu, útvarp, tímarit, sjónvarp, en á meðan fitnar netið og dafnar og fólk treðst á samfélagsmiðlana og í snjalltækin sín. Netið fyllist af ljótum og vondum hlutum, börnin komast í það, og fátt er hægt að gera ef ekki á að beita sömu aðgerðum og Kína, loka, hefta, og allt það.
Frelsið er búið að breytast í skrímsli eins og svo oft áður.
Erlendir fjölmiðlarisar og tröllaukin fyrirtæki einoka markaðinn og drepa niður innlenda starfsemi hér og þar. Reynt er að setja lög gegn þessu en frelsið er helsið, fólk vill sogast inní græðgihringiðuna frekar en að þola regluverk sem hamlar.
Ég held að fólk þurfi alvöru umræðu um þetta á heimaslóðum, ef það telur sig búa í lýðræðisríkjum sem eiga að vera sjálfstæð.
Ég á við þetta sem hægt er að gera:
1) Þegar RÚV byrjaði var góð og menningarleg dagskrá í boði sem kostaði örlítið brot af þeirri ónýtu rusldagskrá og ógeðslegu wók-fasisma-innrætingu sem nú hellist yfir alla.
2) Það er hægt að segja fréttir og sinna grunnþjónustu án 5G hraða eða slíks kjaftæðis.
3) Það eru til rannsóknir vísindamanna sem sýna fram á skaðsemi 5G netbeina og allrar þessar tækni. Auk þess hefur þetta truflandi áhrif á önnur rafeindatæki á heimilinu og skapar urg og það hef ég sannreynt sjálfur. Ekki nokkur leið að slökkva á þessu nema með því að flytjast í burtu.
4) Stafræna öldin veldur því að þegar maður velur þátt í tímaflakki í sjónvarpsdagskránni þá lendir maður oft í miðjum þætti en ekki á byrjuninni. Svona er tæknin léleg. Mannleg hönd eða hugur virðist hvergi koma nærri. Letin er víst að drepa fólk og róbótar látnir sjá um allt eða útlendingar.
5) Afsakið hlé var algengur dagskrárliður á RÚV þegar ég var ungur. Þá voru sýndar skemmtilegar teiknimyndir á meðan. Á árunum 1990-2006 eða um það leyti urðu eiginlega aldrei bilanir í hliðræna útsendingarkerfinu því það hafði náð fullkomnun og gæði allra senditækja voru þá orðin býsna mikil.
6) Um leið og byrjað var á stafrænum útsendingum og öðru stafrænu fór því að fjölga að tæki biluðu og fóru að frjósa og allskonar vesen í gangi.
Þetta eru aðeins örfá dæmi. Þau ættu að sýna að framfarir og gróðavæðing er sitthvað og gjörólíkt.
Við erum ekki neytendur, við erum notaðir þrælar og notaðar ambáttir. Við erum eins og lepjandi kvikindi á hnjánum fyrir framan Mammon og Tækniguðinn.
Nú er Baltasar Kormákur búinn að reisa kvikmyndaver á Íslandi sem er á heimsmælikvarða. Það er mjög gott hjá honum. Sá maður er alveg til fyrirmyndar. Hann sýnir að margt er hægt að gera með sjálfstæðum hætti.
RÚV gæti verið sjálfstætt.
Ef almenningur myndi henda tölvum sínum og snjalltækjum myndu mörg vandamál leysast sjálfkrafa.
Einu sinni þegar Miðbæjarradíó var starfrækt, þá var þar mennskt starfsfólk sem pantaði fyrir mann varahluti í raftæki.
Þá var kaupmaðurinn á horninu einnig brosandi og með mennskt fólk í þjónustu.
Í stað þess að allir þurfi að gera allt sjálfir væri hægt að fá einhverja mennska þjónustu, ef við almenningur í landinu myndum gera uppreisn gegn nútímanum.
Fólk þarf bara að vera sammála um þetta og finna ráð til úrbóta, það er allt og sumt.
![]() |
Allt að 25% hækkun á áskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2025 | 05:37
Jón Spæjó fyrst?
Sigríður ríkislögreglustýra tekur vel í það að stofna leyniþjónustu á Íslandi en ekki her. En að stofna leyniþjónustu getur þó verið undanfari þess að stofna her, þetta eru svolítið skyld fyrirbæri sem tengjast afbrotum og átökum innanlands og utanlands.
Hefði ekki íslenzka þjóðfylkingin komið í veg fyrir þetta, Frelsisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, ef þeir hefðu fengið fylgi jafn mikið og Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn og fólk úr þeim fengið að stjórna landinu?
![]() |
Ísland er ekki herlaust land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 5
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 660
- Frá upphafi: 141455
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 480
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar