Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2025
1.7.2025 | 01:16
Stöðnunarland, afturfararland, þróunarland?
50 ár síðan Ísland var skilgreint sem þróunarland sagði Þorgerður Katrín í fréttum, eða það held ég að hún hafi sagt.
En er þetta neikvætt orð, að vera þróunarland? Ég var fæddur fyrir 50 árum, og mín skoðun er sú að ástandið hafi verið gott á Íslandi þá. Mamma og stjúppabbi minn keyptu sér íbúð við Álfhólsveg 145 árið 1975, þar sem Sema Erla býr víst núna á efri hæðinni, en þar bjó Alli rakari og kona hans, þegar við bjuggum þarna, og ég hef hugleidd hversu skondið það er að nafn hans minnir á Allah, en sennilega hét hann Aðalgeir, Aðalsteinn eða eitthvað slíkt.
Mamma og hennar maður keyptu sér neðri hæðina og samt voru þau ekki rík, hún kennari í barnaskóla og hann kennari við Stýrimannaskólann.
Allir eru sammála um það að í nútímanum er MIKLU erfiðara að kaupa sér þak yfir höfuðið og eignast íbúð heldur en fyrir 50 árum, árið 1975. Hvað er Þorgerður Katrín þá að láta líta út fyrir að það hafi verið verri tímar á Íslandi fyrir 50 árum? Hvaða mark er á slíku takandi? Fólk er nú ekki alveg að gleypa það svona hrátt þegar margir muna eftir þeim tímum.
Flest Evrópulönd eru núna STÖÐNUNARLÖND EÐA AFTURFARARLÖND!
Fólk slær um sig með hugtökum, en hvað býr á bakvið hugtökin?
Er það úreltur veruleiki eða okkar íslenzki veruleiki?
Þegar orðið þróunarland var saman sett fyrst á Íslandi, kannski einmitt fyrir 50-60 árum, þá var það fegrunarorð yfir "vantþróuðu löndin", "fátæku löndin", "fátæku börnin í Afríku".
Þá var nefnilega Evrópa ekki á fallandi fæti, í þessari miklu afturför.
Ég segi, í ljósi þessa ástands Evrópu, þá er BETRA AÐ VERA ÞRÓUNARLAND EN STÖÐNUNARLAND OG AFTURFARARLAND!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2025 | 01:13
Jafnrétti og fjölbreytni, Silja Bára?
Að efla og styrkja jafnrétti og fjölbreytni, það var inntak ræðunnar sem ég heyrði frá Silju Báru, nýjum Háskólarektor, og orðunum sem hún sagði við fréttamenn.
Eitt sinn voru þessi orð ekki umdeild en í dag eru þessi orð umdeild og lituð af reiði og hrikalegum átökum, miklum skoðanaágreiningi og heift jafnvel á báða bóga.
Á bakvið orðið fjölbreytni er allt hinseginsamfélagið, og eins og Silja Bára kom inná þá eru átökin um þann málaflokk bara að aukast í heiminum en ekki að minnka.
Á bakvið orðið jafnrétti eru núna mjög umdeild fyrirbæri eins og Metoo og woke.
Silja Bára var því ekki með neina hlutlausa ræðu, heldur steig hún þráðbeint inní moldviðri öfgastjórnmálanna, en það man ég ekki eftir að aðrir rektorar Háskóla Íslands hafi gert, nema undir rós, reynt að fela pólitíkina á bakvið orðskrúð eitthvað og rökstuðning af einhverju tagi.
![]() |
Silja Bára tekin við sem rektor Háskóla Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2025 | 00:37
Það hleypur SNURÐA á þráðinn, Margrét Helga á Stöð 2, ekki SNUÐRA.
Það var svolítið fyndið þegar Margrét Helga á Stöð 2 mismælti sig í kvöldfréttum gærdagsins í viðtali við pólitíkusa um málþóf, og talaði um að snuðra hefði hlaupið á þráðinn en ekki snurða og ráðherfur og ráðherrar öpuðu það eftir henni, en mér heyrðist það sagt rétt stundum eins og fólk væri ekki visst í sinni sök.
Sögnin að snuðra er vissulega til í íslenzku og þýðir að þefa eitthvað uppi. En Margrét Helga talar yfirleitt góða íslenzku svo ég fyrirgef henni þetta alveg því þetta getur komið fyrir alla, þetta er bara notað í þessu eina sambandi að SNURÐA hleypur á þráðinn.
Samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndal þá er snurða framburðarmynd af snyrða, sem er miklu eldra orð. Snúra og snæri eru skyld orð en Blöndal vildi frekar tengja snurðu og snyrðu við snúður, og r-ið hafi komið inn af aukaföllum, um það er ég ekki sammála og tel þetta komið af orðinu snúra eða snur á norsku.
Orðið að snuðra er hinsvegar skylt orðinu snudda, eitthvað sem er sett uppí munninn á ungbörnum. Færeyska orðið snodd þýðir þefskyn, til dæmis hunda. Elzta mynd orðsins kemur úr forngermönsku, sem er orðið snuþþ, hnusa, þefa. Snuden á miðháþýzku er svo að blása, hnusa, hrjóta.
En snyrða þýddi upphaflega snúningur á þræði, lykkja eða ójafna, og væntanlega orð sem konur notuðu þegar þær vefuðu á rokk klæði og ójafna eða snyrða hljóp á þráðinn, snurða varð orðið svo með tímanum. Orðið er því mörghundruð ára gamalt og mikilvægt að halda okkar máli réttu. Að hugsa um orðið snúra leiðréttir mann þegar maður er við það að mismæla sig og ruglast á þessum orðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 26
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 706
- Frá upphafi: 150580
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 445
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar