Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025
23.4.2025 | 00:45
Maður minnist páfans og ömmu
Vissulega er páfinn umdeildur, ekki allir sammála um hann, en amma var ekki umdeild. Hún var elskuð og vel liðin af öllum sem þekktu hana.
Amma mín Sigríður Tómasdóttir fæddist þennan dag árið 1915, og því 110 ár liðin frá fæðingu hennar. Henni þótti gaman að sjá um ungbarnið mig fram að 5 ára aldri, ásamt mömmu, og svo fluttist ég aftur til hennar og afa 10 ára. Það var því erfitt að missa hana þegar ég var 15 ára og mikil sorg fyrir mig og aðra í fjölskyldunni.
En hún var þessum kostum búin sem gerir hana ævinlega minnisstæða. Hún þjónaði fjölskyldunni og vann ekki úti og gerði það á þann hátt að maður hlýtur að vera henni ævinlega þakklátur.
Ég hef stundum tengt það við trúna, kristnina, hvað hún var góð og kærleiksrík kona, en auðvitað fer það eftir persónuleikum líka og kannski mest.
Hún setti alltaf fjölskylduna og aðra í fyrsta sætið. Ég man líka eftir systrum hennar mörgum, bara misvel, og bróðurnum. Oft var farið í heimsókn til ættingja á þeim árum.
En af gaulversku guðunum er það Cernunnos sem mest hefur þessa eiginleika, en útlit hans bendir ekki til þess samkvæmt kristninni, því hann er hyrndur, en kærleiksríkur guð er hann samt.
Ég man eftir því að ég fór á Passíusálmatónleikana með Megasi um páskana 1985. Ég tók þá upp á lítið segulband og spilaði heima. Mamma fór með mér á þessa tónleika og skemmti sér vel eins og ég, hélt að einhver fullorðinn yrði að vera með mér.
Ég á skemmtilega minningu um ömmu þegar ég spilaði upptöku frá tónleikunum á Crown græjunum sem ég hafði fengið í fermingargjöf árið áður. Þá tók maður upp á spólur, kassettur.
Hún hafði ekki verið hrifin af söng Megasar áður eða textum hans, en þegar hún heyrði hann syngja Passíusálmana kom hún í gættina til mín og hlustaði í forundran, og settist á rúmið sem ég fékk í fermingargjöf.
Hún sagði að þetta væru ekki rétt lög hjá honum, en sagði samt að þetta væri nokkuð gott eða eitthvað slíkt, og ég sá það á svipnum á henni að henni mislíkaði þetta ekki og fannst þetta gott hjá honum. Hún var uppnumin á svipnum og hissa að heyra þetta í þessari útgáfu og með nýju lagi.
Sérstaklega þegar hún heyrði 4. Passíusálminn. Þegar laginu lauk þá söng hún hann með réttu "kirkjulagi", "Bænin má aldrei bresta þig".
Þetta er mjög góð minning. Þarna fékk ég viðurkenningu frá ömmu á þeim tónlistarmanni sem var orðinn dýrðlingur eða idol fyrir mig á þessum árum.
Því miður dó amma í desember á þessu ári. Það var hjartagúlpur, og kannski var það betra hennar vegna að hún þjáðist ekki nema um nóttina og morguninn, en það var erfiðara fyrir okkur, sem eftir stóðum og misstum hana.
Aldrei söng Megas Passíusálmana betur en á tónleikunum 1985, en 2014 flutti hann þá alla í heild sinni. Það voru líka meiriháttar tónleikar. Á svona tónleikum skilur maður það hvers vegna Megas hefur margsinnis verið kallaður meistari. Hann hefur yfirburðaþekkingu á tónlist annarra, og svo á því hvernig á að uppbyggja og semja lög, eða útsetja þau. Jafnvel sem söngvari hafði hann stíl sem fáir léku eftir. Hann getur enn sungið, en ellin hefur tekið sinn toll og því má segja að óskýrari verði söngurinn.
Amma söng mjög vel. Hún talaði oft um það að hún hefði viljað læra söng.
![]() |
Mikil eftirsjá að þessum páfa, þessum góða manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2025 | 00:01
Brexitflokkur Farage stærstur. Bretar sjá sízt eftir að yfirgefa ESB samkvæmt þessu
Þjóðernishyggjuhreyfingin sem byrjaði kannski einna fyrst 2016 með kjöri Trumps var endurnýjun á gömlum en klassískum gildum. Á sama tíma byrjaði wókið, en átti sér vissulega kommúnískar rætur í fortíðinni.
Bakslög verða í sjálfstæðisbaráttu þjóðanna þegar svikaflokkar venjulegir komast til valda, en fólkið fær nóg, og svonefndir hægriöfgaflokkar, venjulegir þjóðernishyggjuflokkkar, mjakast æ hærra í vinsældum, sem þó eru hófsamir miðað við fyrri hluta 20. aldarinnar
Ég vil óska Gunnari Rögnvaldssyni og öðrum stuðningsmönnum réttu sjálfstæðisstefnunnar til hamingju með að hafa spáð rétt fyrir um það að veröldin er þrátt fyrir allt að þokast í rétta átt. Reform UK, stærsti flokkurinn sem mælist nú í Bretlandi, fylgir um það bil öllu sem vel hefur verið boðað á þeim myrku wók-tímum sem við þolum þessi árin, þetta mannkyn.
Nigel Farage gagnrýndi Covid-19 lokanir. Hann vill lækka skatta. Hann vill hagvöxt en ekki kommúnisma. Þetta er nú stærsti brezki flokkurinn í könnunum. Þetta er aðal Brexit-flokkurinn. Hver er svo að tala um að Bretar sjái eftir því að hafa farið út úr ESB? Ekki er það að sjá á þessum könnunum.
Þessi flokkur er kallaður hægriöfgaflokkur, því hann er eins og venjulegir hægriflokkar voru áður en þeir sýktust af wók-veirunni.
En hvað segja kjósendur?
Af hverju vilja þeir í hverju landinu á fætur öðru fá svona fólk til að stjórna, en ekki wók-trúðana til hægri og vinstri? Eða eins og annar bloggari segir, okkar Sjálfstæðisflokkur er kommúnistaflokkur ef hann tekur sig ekki á og leitar í upphaflega stefnu og rætur, eða lengra til hægri.
![]() |
Flokkur Farage stærstur í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2025 | 02:47
Austrublót eða Austruhátíð hið upphaflega orð en ekki páskar?
Mér fannst ánægjulegt að Björn Bjarnason minntist á drúíða í páskapistli sínum í gær. Þessi pistill hans er mjög fróðlegur eins og margt frá honum.
Mínar rannsóknir á trúarbrögðum hafa veitt mér þekkingu sem snertir einmitt þetta líka.
Orðið páskar er komið beint úr gyðingdómi og þeirra hefðir blandast inní germanskar og norrænar hefðir, þannig að páskarnir voru heiðnir upphaflega, en eru nú blendingshátíð margra trúarbragða en kölluð kristileg hátíð samt.
Gríska og rómverska orðið pascha er komið úr arameísku, pesach á hebresku, paskha á arameísku, hátíð sem gyðingar héldu til að fagna Exodus, flóttanum frá Egyptalandi, sem nú er kallaður mýta af flestum fræðimönnum, en Passover er þetta kalla á ensku.
En eins og með allar aðrar þjóðir má búast við að Pesachhátíðin sé upphaflega heiðin sólarhátíð og frjósemihátíð, því eitt sinn voru gyðingar einnig fjölgyðistrúar og heiðnir.
Austra tel ég að gyðjan heiti á norrænu sem nefnd var Ostara meðal Germana og hét svipuðum nöfnum meðal margra þjóða.
Þetta get ég stutt með því að vísa í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Hann telur að orðið austur, sem vísar til áttar, sé samstofna við fjölmörg svona orð, hann nefnir til dæmis orðið "Ostara" á fornháþýzku, sem er einmitt gyðjuheitið sem notað var víða.
Einnig var til dvergur sem nefnist Austri, og styður það þetta, að orðið hafi verið notað um yfirnáttúrulegar verur, og þessa gyðju aprílmánaðar einnig.
En allt í sambandi við páskana tengist frjósemidýrkun og sólardýrkun upphaflega. Það er verið að fagna vorinu og því að sólin hækki á lofti.
Eggin sem drúíðar lituðu rauð telja ýmsir að hafi verið lituð með blóði barna sem var fórnað nýfæddum. En þeim til stuðnings má segja að svipaðar hefðir voru ríkjandi meðal annarra þjóða einnig, að minnsta kosti fyrir langa löngu í mjög heiðnum samfélögum, bæði á Norðurlöndum og víða.
En það er ýmislegt við þetta sem tengist guðunum keltnesku sem ég hef verið að fjalla um í pistlum mínum stundum.
Sérstaklega verður hér að fjalla um guðinn Taranis.
Jupiter column heitir þetta á ensku, en talið er víst að rómverska guðaheitið hafi tekið yfir upprunalega guðaheitið, sem var Taranis og að allar þessar súlur hafi verið reistar þeim guði til heiðurs.
Maístangir er fyrirbæri sem þekkt er enn, annaðhvort tengdar hvítasunnunnu, fimmtugastakosti eða Jónsmessunni að sumri. Fimmtugastikosturinn var alltaf uppskeruhátíð upphaflega eins og lesa má um í wikipediu. Því er heldur enginn vafi að hvítasunnan eða fimmtugastikosturinn var heiðin hátíð líka upphaflega allsstaðar, blót og uppskeruhátíð.
En Lughnasadh er sú hátíð sem ég vil fjalla um sérstaklega hér. Hún er nefnd eftir heiðna guðinum Lugh. Hún er gelísk að uppruna og haldin 1. ágúst, eða þar um bil.
Um guðinn Lugh er mest skráð í írskum heimildum en þær voru skráðar af munkum og því má segja að kristileg áhrif séu þar mikil. Hann mun hafa verið sólarguð upphaflega, en honum er ekki nákvæmlega þannig lýst í mýtunum írsku, enda voru þær skráðar af kristnum mönnum.
Hann er guð réttlætis, hernaðar, verzlunar, uppskeru og handíðna, eins og honum er lýst í ritunum.
Aðrir sólarguðir voru til meðal Kelta í forneskju, fyrir tíma kristninnar. Taranis tel ég að hafi verið einn af þeim.
Nú er það svo að Taranis er talinn hafa verið svipaður guð og Júpíter hinn rómverski og Zeus hinn gríski, en þeir eru í raun ekki sólarguðir sem slíkir, heldur ættfeður og þrumuguðir.
Þetta eru því tilgátur.
Einhverju sinni urðu miklar breytingar á heiðnum, germönskum trúarbrögðum, sem snérust um það að sólarguðir breyttust í þrumuguði. Vissulega hafa miklu fleiri breytingar orðið á trúarbrögðum, en þessa breytingu má rekja aftur með vissu.
Að vísu er það svo að eftir þessar breytingar voru áfram við lýði sólarguðir og sólargyðjur, en svo virðist sem vald þeirra hafi minnkað, og fyrri sólargoð breyzt í þrumuguði eða ættfeður, en nýir og svipminni sólarguðir tekið við.
Ásatrúin getur ekki um mörg sólargoð. Þar er helzt hægt að nefna Sól, sem dregur vagn yfir himininn, dóttir Mundilfara.
En eins og fjallað er um hana, þá er eins og hún sé gleymt goð sem ekki var tignað mikið í seinni tíð.
Apollo hinn gríski er þekktari sólarguð. Belenus hinn gaulverski er hliðstæða hans og svo Baldur okkar hinn norræni, nema búið var að steypa honum af stóli sem sólarguði þegar Snorra Edda var skrifuð, og þar er hans hlutverk annað, einungis að vera guð dauðans í Helju, eins og Ósíris
Eins er það með Esus, að talið er að fyrir langa löngu hafi hann einnig verið sólarguð. Hann var guð margra fúnksjóna, fjölmáttarguð. Kannski þessvegna var Jesús Kristur grundvallaður á honum, sennilega.
Fleygrúnir Egypta voru án sérhljóða. Því hafa sumir talið að Ósíris hafi verið borinn fram sem Asar, Ausar, Ausir, Wesir, Usir eða Usire, til dæmis. Esus er mögulegur framburður, þetta er hreinlega ekki vitað.
Ég hef lesið það að til eru fræðimenn sem telja að Ósíris hinn egypzki hafi verið innfluttur guð, mögulega frá Germaníu, eða frá Súmer eða enn eldri menningarsvæðum sem minna er vitað um.
Dionysus-Ósíris var stundum Ósíris nefndur meðal Grikkja, og því er Ósíris sá sem tengdur var honum þar, en Bakkus meðal Rómverja. Aðrir telja Hades, Dis Pater, Plútó og Cernunnos líkasta Ósíris.
Gyðjan Inanna hefur sennilega verið það súmerska goð sem helzt er hægt að tengja við Ósiris. Hún fór til undirheimanna til að hrinda systur sinni af stalli, Ereshkigal, (drotting dauðra), en var endurlífguð af Enki.
Síðan verður elskhugi hennar Dumuzi að dvelja hluta af ári í undirheimunum í hennar stað.
Tummuz eða Dumuzi er greinilega svipaður guð og Ósíris.
En aftur að gyðjunni Austru.
Jacob Grimm, sá frægi maður fjallað um hana árið 1835 í bókinni Deutsche Mythology. Hann útskýrir að atviksorðið ostar á fornháþýzku þýði austur og lýsi hreyfingu sólarinnar hvern dag, eða hvaðan hún kemur. Það er eins og orðið austur hjá okkur.
Allt þetta bendir til fornar sólardýrkunar og dvergurinn Austri hefur verið talinn "andi ljóss" eða eitthvað slíkt.
Vegna þess hversu óljós þessi sólardýrkun er í Eddum okkar verður maður að álykta að hún sé mjög gömul, kannski 5000 ára eða meira.
Ég tel að guðinn Ósíris hafi orðið til fyrir áhrif frá Esusi, hinum keltneska guði.
Hvaða ástæðu höfðu kristnir menn og Rómverjar til að eyða þessum heimildum nema til að fela menningarnámið og fela guði og gyðjur sem gátu notið vinsælda, og dregið úr þeirra eigin völdum sem tengd voru rómverskum goðum?
En fræðimenn telja að Austra hafi verið nokkurskonar gyðja dögunarinnar, að minnsta kosti í seinni tíð, en kannski verið sólargyðja upphaflega, fyrir langa löngu.
Annars verður að fjalla meira um þrumuguðinn Taranis í þessu sambandi.
Lughnasadhhátíðin kann upphaflega að hafa verið helguð honum.
Þetta má útskýra á þennan hátt:
Fórnir voru tengdar þremur guðum í drúízku, Taranosi, Esusi og Teutatosi. Sennilegt er að þeir hafi verið nokkurskonar títanir eða jötnar, frumgoð sem fólk óttaðist og þurfti að blíðka með fórnum.
Þetta bendir til ævafornrar dýrkunar á þessi goð. Fólk var brennt til að blíðka Taranos, fólki var drekkt til að blíðka Teutates en fólk var hengt til að blíðka Esus.
Þetta segir til um eðli þessara guða mjög skýrt og greinilega.
Taranis var þar af leiðandi sólarguð mjög öflugur upphaflega og með marga hæfileika eða eiginleika eins og Esus og Teutates.
Lughnasadh er haldin 1. ágúst ár hvert.
Taranosarblótið hefur verið haldið um það leyti líka til forna.
Það eru 9 mánuðir að apríl árið á eftir.
Börnunum sem var fórnað í upphaflegu páskahátíðinni sem varð að Austrublótinu, þau hafa verið meybörn getin af drúíðum eða fyrirrennurum þeirra við Taranosstólpana á þessum Taranosarblótum um mitt sumarið. Til að forða því sem lýst er í Friggjarblótinu var séð til þess að meybörnin yrðu ekki að kvenhofgyðjum, af ótta við það sem gerist á okkar tímum, femínismann. Þetta endurspeglar svo Biblían, Eva, syndafallið og allt það.
En Austra sem gyðja morgunroðans er líka áhugavert fyrirbæri. Hún hefur væntanlega einnig verið gyðja vorkomunnar, eða fyrsti vorboðinn eða eitthvað þesslegt.
Með hliðsjón af því að Baldur fór til Heljar að vetri og Esus einnig, þá má finna hér mjög áhugaverðar tengingar. Kannski var Austra eitthvað svipað goð og Röskva, sem var mennsk telpa úr mannheimum sem hjálpaði þrumuguðinum Þór í okkar goðafræði.
En ef við tökum upp heitið Austruhátíð eða Austrublót í staðinn fyrir páskar, þá má segja að áhugi á svona heiðinni goðafræði vakni meira og aftur.
![]() |
Allt að 13 stiga hiti á sumardaginn fyrsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2025 | 00:25
Æskupáskaminningar
Ég hitti mömmu í gær (laugardag) og við ræddum páskana á æskuóðalinu að Digranesheiði 8, og ég fékk að heyra ýmislegt um þetta áður en ég fæddist þegar hún var ung þarna á seinni hluta 20. aldarinnar.
Ég upplifði mikinn frið og kærleika hjá ömmu og afa. Þessar æskuminningar eru góðar og dýrmætar. Þær eru vin í eyðimörkinni.
Þegar ég rifjaði þetta upp með mömmu og hún sagði mér eitthvað nýtt, þá undraðist ég hversu fátæklegt þetta var á þessum tíma, um 1950 og áratugina á eftir, páskaegg voru ekki aðalmálið, og ekki öll börn fengu þau. Það var amma Ragnheiður, langamma mín, móðir ömmu, sem gaf mömmu og systkinum hennar eitt páskegg hverju fyrir sig í mörg ár, eða í um 20 ár þar til hún lézt og þar til þau stálpuðust, en önnur páskaegg fengu mamma og systkini hennar víst ekki. Hún dó 1973, og þá voru þau öll uppkomin, um það bil.
Það sem ég man eftir persónulega er svipað. Amma stjórnaði heimilinu og var í essinu sínu á páskunum, því hún sagði:"Í dag var Jesús krossfestur", "Í dag sveik Júdas frelsarann", og svo framvegis.
Hún gerði dymbilvikuna lifandi með þessu og trú hennar var mjög lifandi. Þannig hefur þetta líka verið hjá heiðnu fólki, því fyrir því eru atburðirnir hringrás sem endurtekur sig.
Mig minnir að amma hafi sagt að fólk ætti að fasta á föstudaginn langa til að þjást með frelsaranum, en samt minnir mig að matur hafi verið á borð borinn.
En seinna þegar ég varð eldri fóru páskaeggin að verða eitt aðalmálið. Það má víst segja að Mammonsdýrkunin hafi yfirtekið allar kristilegar hátíðir.
Mamma sagði mér frá því, og ég man eftir því sjálfur, að afi vann ekki á páskadag eða annan í páskum og heldur ekki á föstudaginn langa. Nema ef menn þurftu mjög nauðsynlega á viðgerð að halda, þá vann hann á laugardaginn fyrir páska eða annan í páskum eða á skírdag, en aldrei held ég á páskadag eða föstudaginn langa, enda amma mjög ströng á þessu.
Svo var það mjög algengt að ættingjar kæmu í heimsókn fyrir tíma internetsins. Ættingjar ömmu komu oft frá Snæfellsnesi og ættingjar afa frá Ströndum.
Stundum komu ættingjar og fengu að gera við bílana sína um páskana á verkstæðinu. Amma var mjög óhress með það, en svo lengi sem afi væri ekki að vinna yfir hátíðirnar sætti hún sig við það, en hneykslaðist á þessum ættingjum, jafnvel sínum eigin, og ávítti þá lítið eitt.
Ég man að mér leiddist oft um páskana.
Mamma rifjaði það upp að hún fór upp á efraloftið og las Sjómannablöðin sem afi geymdi þar.
Afi þekkti sjómenn og hafði farið lært eitthvað í stýrimennsku og slíku þegar hann menntaði sig sem vélsmiður, rennismiður og fleira. Hann hafði einnig verið eitthvað örlítið á sjónum að gera við vélar í skipum fyrstu árin fyrir sunnan, og jafnvel í Djúpuvík, á síldarárunum þegar hann var enn yngri.
En mér fannst gaman að fá þessa ættingja í heimsókn og hlusta á hvað sagt var, en ég man ekki eftir neinu af því. Það var talað um æskustöðvarnar, pólitíkina, vinnuna og fleira.
Ég man að mér fannst amma skrýtin að tala svona um Jesús eins og hann væri lifandi og í nútíð, eins og verið væri að pína hann aftur og aftur á hverju einasta ári!
En það er gott að rifja þetta upp, hvernig sannkristið fólk er og var.
Gleðilega páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2025 | 17:41
Þór barðist við tröllkonur. Páskarnir eru enn einn sigur ljóssins á myrkrinu, á sigri Þórs yfir tröllkonum femínismans
Ljós og myrkur eru gamlar klisjur sem gyðingar og kristnir rændu af Zaraþústratrúarmönnum í Íran eða Persíu fyrr á öldum.
Kirkjan í dag á meira skylt við satanisma en kristni, því ekki er stuðlað að friði og kærleika á milli kynjanna, heldur kynjastríðinu sem eyðileggur okkar þjóðfélög. Það er egóið sem er dýrkað og það er yfirleitt kennt við myrkur en ekki ljós. Það er samkvæmt kenningum Emanuels Swedenborgs, og það var kennt í kirkjunni í gegnum allar aldirnar, þartil alveg núna nýverið þegar kvennaguðfræðin er meðtekin.
Hvað er hægt að gera þegar búið er að eyða næstum öllum heimildum um Esus? Maður heldur áfram og maður kemst að sannleikanum að lokum.
Esus var hinn andlegi guð sem konur flykktust til að trúa á. Páskarnir eru sennilega gaulverskasta og drúízkasta hátíð kirkjunnar, því það er staðreynd að krossfesting og tré voru miklu frekar tengd við Gaulverja og drúíða en gyðinga og frumkristna menn í upphafi, þetta er því enn eitt menningarnámið.
Lífsins tré er þekkt hugtak bæði í kristni og heiðni. Í aldingarðinum Eden fær Skilningstré góðs og ills neikvæða mynd þegar Eva bítur af ávexti þess fyrir hvatningu Höggormsins. Þar í garðinum var einnig Lífsins tré. Þessi hugtök eru án efa komin úr heiðnum trúarbrögðum.
Í welsku varðveittist sumt úr drúízku betur en nokkursstaðar annarsstaðar. Þar er getið um guð sem heitir Lleu Llaw Gyffes, sem hægt er að þýða sem "Hinn ljóshærði með snillingshöndina".
Annar guð tengdur honum er Gwydion fab Don, sem þýða má "Fæddur af tré, sonur Dons".
Mér virðist sem Guðjón á íslenzku merki ekki þjónn Guðs eða Jóhannes, maður Guðs eða Goðs, heldur Fæddur af tré, samkvæmt welsku, sem án efa hefur heiðnu þýðinguna og þá upprunalegu á hreinu.
Esus er sennilega sami guð og Gwydion og jafnvel einnig sami guð og Lleu Llaw Gyddes.
Mugna er ágætt orð yfir lífsins tré.
Mér finnst bezt að leita til rótanna og skilja um hvað páskarnir snérust upphaflega í heiðnum sið. Sólarblótið norræna er sennilega hluti af þessu, þegar Sól tekur við af Baldri, sem sú sem keyrir sólarvagninn yfir himininn, þar til hann tekur við að hausti aftur. Hún mun vera dóttir hans og Sunnu, eiginkonunni, sem kölluð var Nanna, eftir mánaguði einum. Ruglingur til forna.
En ég tengi hér við frétt um Úkraínustríðið. Þorgerður Katrín mun vera kaþólskrar trúar. Það er skrýtið að hún sjái ekki að vel mætti segja að hún sé að berjast gegn kristilegum gildum. Pútín og rússneska rétttrúnaðarkirkjan eru nær þeim gildum sem kirkjan okkar aðhylltist í gegnum aldirnar, en femínistar aðhyllast og okkar kirkjur nútímans.
Ég fékk sýn fyrir nokkrum árum þegar ég var veikur af covid-19. Minnir að það hafi verið 2023 eða í fyrra 2024. Jahve, guð Biblíunnar ræddi við mig og sýndi mér hvað hann getur. Kannski er ég spámaður eins og Guðjón Hreinberg og fleiri úr því ég hef fengið svona vitranir frá guði Biblíunnar og öðrum.
Hann sagði að eftir því sem mótstaða yfirvalda á Vesturlöndum gegn honum sé meiri muni hann sýna meiri hörku og það kosti fleiri mannslíf. Hann tók það skýrt fram að kirkjan á Vesturlöndum er ekki hans kirkja lengur.
Ég tek mark á svona sýnum og skynjunum. Ég er jafnvel næstum farinn að trúa því að Ísrael sé í rétti þegar þeir gera hryllilega hluti og stráfella fólk eins og gert var gegn þeim í seinni heimsstyrjöldinni, eða annarri heimsstyrjöldinni.
Sannfærandi er hann Guðmundur Örn sem heldur í hina klassísku trú, því hann minnir á prestana sem ég hlustaði á þegar ég var ungur og þessir sem voru í sértrúarsöfnuðunum þá.
![]() |
Vopnahlé ekki á pútínskum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2025 | 00:14
Á kaffihúsinu, ljóð frá 7. febrúar 2018.
Eins og hann hefði átt...
en gamla feðraveldið stendur í þeim,
og mér líka.
Ef hann er of ákveðinn,
ef hann gerir mistök,
og allir hræðast mistök
sem eru ekki fullkomlega á valdi vímunnar.
Þau drekka sig ekki full,
hann missir ekki stjórn á sér,
þorir ekki að feta yfir þá stíga
eða yfir þau mörk.
Kannski hefði hún
átt að hella hann fullan
og bæta við ástarjátningum
og vera eggjandi klædd að auki.
Við mættum í stúdíóið
eins og brúður
á lyfjum,
of fullkomið til að geta verið satt,
og samræðurnar voru smurðar.
En hún lék sitt hlutverk,
hefði átt að vera með honum ein frekar
til að fá sitt fram
með honum.
Og nú er ég hér á kaffihúsinu,
og smásagan, frásagan, aukaatriði
á meðan þú bíður
eftir ástarjátningunni sem aldrei kemur - eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2025 | 21:51
Kvenréttindabarátta er innihaldslaus frasi, þegar búið er að taka í burtu sjálfstæðan vilja
Það er langt síðan síðustu norrænu konunum var útrýmt á þessari jörð með X-2000, stýriefninu sem kemur með líkamsskrauti inní konur og karla, og mest er af í konum, enda hafa þær gengið með eyrnalokka í gegnum aldirnar og efnið því átt greiða leið inní þær. Þannig er hægt að útskýra femínismann og djöfuldóminn á bakvið hann.
Allt var þetta með ráðum gert af eigendum okkar. Ekki er talið rétt að "láta okkur ganga laus", við þurfum að vera í "bandi", eða með taum eins og hættuleg dýr.
Það mun hafa verið um það leyti sem kristnin sigraði heiðnina á Norðurlöndum sem konur breyttust úr mennskum verum yfir í geimverur, endanlega.
Þetta er auðvitað einföldun. Enn eru nefnilega til karlar og konur með meðvitund, en líforka viðkomandi er lítil og félagsleg völd of takmörkuð.
Covid-19 farsóttin var ein síðasta árásin sem þetta mannkyn okkar hefur þurft að þola frá Jahve og hans hyski. En það hyski hefur það sér til afsökunar að sálir okkar kvenna og karla á jörðinni eru mjög gallaðar.
Að tala um frelsi og sjálfstæði og jafnvel kærleika finnst mér því eins og hver annar samkvæmisleikur til að gleðja þrælana og ambáttirnar í búrunum og fylla af ranghugmyndum til að gera þjáningarnar bærilegri.
Nema það hefur ýmsa galla í för með sér, eins og andlegt helsi. Og fleira sem mætti telja upp.
Vel að merkja eru norrænar konur enn til, eins og zombíar, en sálirnar vantar og frjálsa viljann. Þar af leiðandi má efast um slíka tilvist, eins og flestra karla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2025 | 00:24
Margt minnir á 2007
Þessi útrásargleði í fréttinni minnir á klappstýruáróðurinn í RÚV 2002-2008, um það bil, þegar sagt var að aldrei yrði endir á góðærinu og að Íslendingar væru með óvenju mikla hæfileika til að græða peninga.
![]() |
Íslendingar hefja innreið á bandarískan markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2025 | 15:07
Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?
Heimspekilegan efa vantar í flesta Íslendinga, að sjá margar merkingar á töfraorðum og tízkuorðum
Fjölbreytileiki er tízkuorð sem kastar ryki í augu viðmælandans. Það hefur verið notað til að valdefla ýmsa hópa og er því áfram notað eins og töfraorð.
Hinir gömlu heimsspekingar eins og Sókrates og þessir þýzku vissu að ekkert er svo einfalt eins og því er kastað fram. Að fjalla um hugtök var þeirra iðja oft. Á bakvið öll orð og hugtök býr margþættur veruleiki, neikvæður og jákvæður.
Neikvæðar hliðar á fjölbreytileika eru sundrung, klofningur og upplausn. Við Íslendingar þekkjum þessar skítahliðar á fjölbreytileikanum, þar sem hér er oft hver höndin upp á móti annarri og allir þykjast vera vitrari og betri en náunginn.
Japanir eru andstæðan. Þeir eru samstilltir og hlýðnir, trygglyndir gagnvart fyrirtækjum og yfirmönnum, þeir gætu kennt öllum þjóðum þessar dyggðir sem þeir hafa í ríkara mæli en aðrir.
Einnig það sem ekki má gleymast, fáir útlendingar eða aðilar frá framandi löndum eru í Japan miðað við villimennskuna hér á Vesturlöndum þar sem hrærigrautur fjölmenningar er, þeirra þjóðfélag er eitt það einsleitnasta í heimi. Þeir tækla fækkandi fæðingar og minni mannfjölda með aukinni tæknivæðingu.
Jón Magnússon er einn af fáum Íslendingum sem með traustum hætti hafa gagnrýnt villimennsku okkar Íslendinga, að vilja hrærigraut fjölmenningar.
Sú villimennska er ekkert til að hrósa sér af með orðum eins og fjölbreytileiki. Margt býr á bakvið það hugtak.
![]() |
Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2025 | 00:13
Ætti að banna Spotify og aðrar streymisveitur tónlistar til að auka tekjur tónlistarfólks aftur af plötusölu?
Spotify hefur drepið niður geisladiskasölu og plötusölu. Frelsið er oft helsi og það hefur sýnt sig á ýmsum sviðum.
Ef banna ætti Spotify og annað af því tagi þyrfti að koma til alþjóðleg hreyfing og pólitískur þrýstingur frá mörgum löndum.
Ég er ekki á móti allri tækni því tækni er mjög víðtækt hugtak og vissulega er hægt að tengja mestu framfarir mannkynsins við tækni. Þannig þarf maður heldur ekki að vera á móti allri trú þótt maður sé gagnrýninn á eitthvað í trúarbrögðum eða þótt maður telji að sum trúarbrögð séu jafnvel gróðrarstía fyrir eitthvað sem ekki sé réttlætanlegt almennt.
En tækni nútímans er það sem ég vil kalla oftækni, eða öfgatækni. Tæknin náði hámarki fyrir nokkrum áratugum og síðan hefur henni farið hnignandi. Fólk þarf ekki 5G eða hratt net og fólk þarf ekki þráðlausa síma eða snjalltæki.
Sannleikurinn er sá að almenningi er NAUÐGAÐ. Það kalla ég nauðgun þegar maður er neyddur til að gera eitthvað þvert gegn vilja sínum.
Jú fólk getur valið að hafa engar sjónvarpsstöðvar og ekkert alnet, engar tölvur, en 5G bylgjurnar umlykja þig samt nema þú búir á afskekktum svæðum á landinu og ekki allir hafa efni á því að flytjast hvert sem er og víða er ekki búandi því þar er ekki matvörubúð eða neitt slíkt nauðsynlegt.
Þar af leiðandi er þetta þannig að jafnvel fólk sem veit að tækninni er þröngvað uppá alla getur varla sagt nei. Heimabankarnir í tölvunum eru dæmi um þetta. Búið er að loka næstum öllum bankaútibúum á landinu og þessvegna er fólk neytt til að eiga tölvu og farsíma til að borga sína eigin reikninga!!! Svo ég endurtaki þetta: FÓLK ER NEYTT! FÓLKI ER NAUÐGAÐ FÉLAGSLEGA OG ANDLEGA!!! Já, fólk er neytt til að vera tæknivætt!
Segið ekki að þetta sé LÝÐRÆÐI!!!
Hvað gerist ef netsamband rofnar alveg í langan tíma, enginn getur greitt reikninga eða sinnt öðrum erindum?
ALLT FER Á HLIÐINA!!!
Það þarf að vinda ofanaf margskonar bannsettri öfugþróun á þessu landi.
Til dæmis þarf að opna aftur bankaútibú þannig að fólk geti verið laust undan heimabönkum og að vera neytt inní slíkt.
Einnig þarf aftur að manna kassa á búðum af mennsku starfsfólki og loka sjálfsafgreiðsluvitleysunni.
Aðalatriðið er að vita að við sem erum neytendur við erum þrælar gróðafíkla stórfyrirtækjanna og auðrónanna sem oftast búa erlendis. Það er semsagt sjálfstæðismál og þroskamál að taka valdið í hendur einstaklinganna aftur.
Okkar réttindi felast í því að gera uppreisnir og fá aftur frelsi sem af okkur var tekið, af auðrónum og tröllauknum fyrirtækjum.
![]() |
Spotify liggur niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 44
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 143092
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 432
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar