Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024
7.7.2024 | 12:49
Lucy er fræg kona, sem var uppi fyrir 3.2 milljónum ára, og enn er verið að spá í útlit hennar
Ég vissi ekki að menn og lýs ættu margt sameiginlegt, en þannig má túlka grein eina í DV um "Lucy in the sky with diamonds", eða formóður mannkynsins eina sem mun hafa verið til fyrir 3.2 milljónum ára og menn spekúlera hver hún var með hjálp fornleifafræðinnar og aldursgreiningaraðferða.
Þessi fróma kona var áður talin hafa verið hærð frá hvirfli til ilja en nú hafa spekingarnir komizt að þeirri merkilegu niðurstöðu að maddaman hafi verið hárlaus sem hvelja eða því sem næst.
Þessar niðurstöður þykja nú renna stoðum undir sköpunarkenninguna svonefndu sem vinsæl er í Bandaríkjunum, sem gengur út á það að Guð almáttugur hafi skapað mannkynið eins og það er, og það hafi lítið eða ekkert þróazt á árþúsundunum.
Lucy, þessi fróma kona sem lifði fyrir 3.2 milljónum ára líktist sem sagt nútímadömu í útliti en ekki apynju endilega.
Ekki skil ég hvernig spekingum kom saman um að hún hefði verið rauðhærð og með rautt hár á skrokknum. Ætli það sé vísun í einhverja apategund?
En ný tækni í erfðavísindum færir menn nær sannleikanum, og þetta er niðurstaðan. Lucy, okkar ágæta formóðir var hárlaus eins og hinar þróuðu nútímakonur.
Í 2.5 milljónir ára gengu menn um naktir, hárlausir og klæðalausir samkvæmt rannsóknum fræðinganna.
Charles Darwin er að verða eins og risaeðla og kenningar hans vafasamar.
Þó finnst mér líklegra að mannkynið hafi komið frá öðrum hnöttum, að guðir hafi komið hingað í geimskipum og flutt með sér lífið, og okkur mennina, frekar en að skapvondur karlfauskur og einræðisherra sem vildi banna alla aðra guði, í aldingarðinum Eden hafi skapað okkur eins og menn vilja lesa út úr Biblíunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2024 | 00:15
Munurinn á milli kynjanna er það sem vantar í nútímann
Ég hef mikið velt því fyrir mér hversvegna barneignir hafa dregizt saman á Vesturlöndum. Ég held að þetta sé flókið mál og margslungið, en einfaldasta, styttzta og réttasta svarið er að sökudólgurinn er kvenréttindi og femínismi. Það rímar alveg við reynsluna erlendis, og bezta sönnunargagnið er Afríka, hvernig kvenréttindi þar og mannréttindi hafa lækkað fæðingatíðnina sumsstaðar, og þó ekki eins hratt og sumum finnst nauðsynlegt sem hugsa mest um umhverfisvernd og hagvöxt.
Sennilega er það svo að það sem einum finnst sexý finnst ekki endilega öðrum vera sexý. Þó má ábyggilega draga einhverjar ályktanir og vera með einhverjar fullyrðingar í þessu efni. Eitt sinn þótti konum vera nauðsynlegt að hafa stór brjóst, en nú á tímum femínisma er eins og þeim finnist það að láta undan karlrembu.
En hér á Vesturlöndum þarf að hugsa þetta alveg uppá nýtt því hér er þetta orðið vandamál, lækkandi fæðingatíðni. Því ætti það að vera fagnaðarefni ef menn finna lausnir á því að auka gredduna hjá fólki og svo að fækka fóstureyðingum, sem er hluti af sama dæminu.
Þessi frétt fjallar um minnkandi áhuga karla í sambandi á konunum sínum. Þetta er auðvitað eilíft umfjöllunarefni á sumum vefsíðum.
En mannkynið er dýrategund og spendýrategund að auki. Um okkur gilda því reglur sem gilda einnig um aðrar dýrategundir.
Ég held að völd karla auki kynhvöt kvenna og okkar karla einnig á sama tíma. Þetta rímar alveg við það sem vitað er um hegðun apa og annarra skyldmenna okkar í dýraríkinu.
Þannig má segja að femínisminn rugli alveg kerfinu, samskiptum kynjanna, og komi þeim alveg úr skorðum.
Það er hægt að lesa um það í bókum að búið er að sanna það að konur laðast að valdi, og þetta er ástæðan fyrir því að fleiri konur eru samkynhneigðar í nútímanum en fyrr á öldum, eða ein stærsta ástæðan öllu heldur, því ekkert í félagsfræðum er eins augljóst og einfalt og í fyrstu gæti virzt. Þar er jafnan um flókið samspil að ræða, sem stjórnast þó kannski af frekar einföldum hvötum og útskýranlegum, dýrslegum.
Já, það veldur keðjuverkun að koma konum út á vinnumarkaðinn, keðjuverkun í þá átt að minnka unað fólks og áhuga á kynlífi. Ekki gott mál, hreint afleitt mál, augljóslega.
Áður fyrr, á tímum feðraveldis, kúgunar og ofbeldis (að sögn femínista að minnsta kosti) þá var karlinn metinn og veginn eftir því hvort hann var í góðri stöðu, var ríkur eða fátækur, og svo framvegis.
Ég hef grúskað í félagsfræði og sálfræði, enda ganga allir menntaskólanemar í gegnum þannig nám.
Þetta er semsagt inní líffræðilegum þankagangi kvenna. Ekki er útilokað að þær geti orðið ástfangnar eða kynferðislega laðaðar að fátæklingum og neðanmálsmönnum, en líkurnar eru alltaf meiri að þær laðist að mönnum (eða fólki) í háum stöðum, ríkum og vel liðnum.
Eitt af því sem stjórnar konum einkum og sér í lagi það er múgæsingin, almannarómurinn.
Þannig að áður fyrr, þegar konur voru hataðar og fyrirlitnar en karlmenn og drengir dýrkaðir, þá ýtti það undir kynhvöt þeirra og þóknunarlund, og áhuga þeirra á sambandi.
Þannig að jafnvel konur sem eru gagnkynhneigðar í dag, vel giftar og allt það, þær virða sína eiginmenn og elska minna heldur en í feðraveldinu, það er stilliaflið, sem dr. Helgi Pjeturss uppgötvaði, og stjórnar fólki að miklu leyti.
Einmitt sama lögmál stjórnar því að þeirra eiginmenn virða og elska sínar konur minna en ef þeir lifðu í feðraveldissamfélaginu ennþá.
Það er hægt að útskýra þetta á annan hátt.
Konur eru orðnar karlmannlegar og karlar eru orðnir kvenlegir. Þessi setning útskýrir þetta allt, en er einföldun, og því ekki nóg.
Síðan bætist við samkynhneigðin sem er orðin að nokkurskonar tízkubylgju og hinseginleikinn allur, og allt undirmáls og öðruvísi eða útlent er flott en ekki það hefðbundna, eða samkvæmt RÚV og líka vestrænni vinstrimenningu, wók.
Þetta hefur áhrif.
Það hefur verið sannað að andinn hefur áhrif á efnið, hugsanir og menning hafa áhrif á líffræði mannkynsins eins og dýralíf og jurtalíf hnattarins.
Þessi pistill er aðeins lítið brot af því sem mætti skrifa um þetta.
En ég held að það sé vísindalegt að segja að femínisminn sé ástæða fyrir þessu, þrátt fyrir að ástæðurnar séu margar fyrir dvínandi kynhnvöt víða, eins og aukning á húðflúrum og líkamsskrauti, sem er ekki til bóta, og fjölmargt annað.
Sama lausnin er við öllum vandamálum: Fara aftur til fortíðarinnar, til einfaldari lífshátta, feðraveldisins, heiðninnar eða gömlu kristninnar, burt með tæknina og nútímaruglið.
Við erum á helstefnubraut, og eina vonin til lífsins er aftur til fortíðarinnar, leiðrétta þannig mistök nútímans og nútímamenningarinnar, og mengunarinnar þar með.
Kynlífsvandamálið sem konur vilja ekki viðurkenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2024 | 00:05
They Could... ljóð frá 23. desember 2023.
No place left and heaven's gone and pain is perfect tool...
pity me when all my friends have left...
seems like someone's theft...
see, I was the fool.
Playing careless, cool,
coming to an end?
Must they bear and bend?
bitter so the life is draining out,
past the perfect drool,
pity rules and shout!
When I do it, say it, understand that all is pain,
even family gone and lost, at drift...
sorrow from to sift...
see you gone and just in vain...
Lost the lucky grain,
let me end this game.
So they're sad and tame?
shame, I can't find life and must go home,
all is only rain,
as they killed the dome.
Angry men they inwards turn and so they now could kill
carefree women having power, much,
Evil all, just such,
even they must pay the bill.
Someday sure they will,
seeing the right end,
nothing more to mend...
madness crying, don't find nothing right,
cats on clawing hill,
care no more to fight.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2024 | 15:34
Verður brátt mynduð ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingar þar sem gengið verður í Evrópusambandið?
Ný skoðanakönnun Maskínu er frásagnarverð. 74,2% vilja áframhald viðræðna að ESB, 54,3% vilja fara í ESB, 66,8% telja hag heimilanna betur borgið í ESB.
Maskína gerði þessa skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna.
Evrópuhreyfingin er held ég einhverskonar trúboðsafl Evrópusambandssinnanna sem meðal annars unnu á Fréttablaðinu.
Heimasíða þeirra gefur til kynna að þeirra eini vilji sé að þjóðin ráði, og meðal þeirra virðist full sannfæring um að þjóðin vilji ganga í ESB. Fólki er boðið að ganga í hreyfinguna ef það er sannfært um að þetta gangi svona fyrir sig og sé fyrir beztu.
Viðtal var tekið við Þorstein Pálsson út af þessu.
Hann fullyrðir að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt og eftir brottför Breta, og að klofningur brezka Íhaldsflokksins sé það eina sem þeir uppskáru.
Enn og aftur vakna spurningar um trúverðugleika skoðanakannana. Hér virðist sem hringt hafi verið í útvalið fólk sem vill þetta, ganga í ESB.
Annars finnst mér alveg líklegt að ömurleg frammistaða Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í ríkisstjórninni sem nú er liðið lík, en hreyfist enn fyrir töfra tækninnar eins og bandarískur forseti, Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn sem upphaflega voru helztu andstæðingar aðildar, gætu hafa breytt landslaginu svona. Jafnvel er það traustvekjandi fyrir aðild að ESB að vera ekki með trúboð heldur leggja það á hilluna eins og Samfylkingin gerði.
Hvernig getur Þorsteinn Pálsson komizt að því að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt? Sérstaklega eftir kosningar í Frakklandi sem benda til annars? Sérstaklega eftir að venjulegir miðjuflokkar sem voru flokkarnir sem fólkið var í sem stofnaði Evrópusambandið hafa minnkað og minnkað?
Rétt er það að Bretar eiga í vandræðum, en það er svo sem ekkert nýtt. Þeir gátu einnig kvartað á meðan þeir voru í Evrópusambandinu. Auðvelt er að finna einfaldar lausnir, sem geta verið einföldun eða rangar lausnir.
Þó verð ég að vera sammála þessum rúmlega helmingi þjóðarinnar, að kannski er okkur betur borgið í ESB, úr því að fólk vill frekar vera þiggjandi þrælalýður en sjálfstætt fólk og stolt. Einfaldlega vegna þess að EES samningurinn og Schengin samstarfið hefur fært okkur hægt og rólega inní ESB. Það er búið að troða okkur þarna inn, næstum því.
Ég hef lengi dáðst að Þjóðverjum, fyrir skipulag þeirra og margt annað.
Ég tel því að ekki sé það alveg vitlaust að lúta þeirra vilja og valdi.
Vandinn er sá að ESB er brennandi hús, eins og Jón Baldvin sagði í frægu viðtali.
Yfirvaldið þar viðurkennir ekki hvernig þar er allt í hers höndum. Flóttamenn, islamistar, þetta eru öflin sem eru að komast til valda innan Evrópu. Evrópsk menning er að deyja út eins og fólkið norræna og germanska. Femínisminn er að drepa Evrópu. Fæðingatíðnin sem er í frjálsu falli sannar þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2024 | 00:40
Revenge In The Spirits Space, ljóð frá 14. apríl 2024.
Take the love, so full I fell,
feel ye not this charity?
Opposites, simple minds, holographs heavy,
her wars and religions breaking the levee.
No more will the Christs then come,
cracking up for some.
Can I come and dwell?
Care you still for me?
Maybe only atmosphere,
after what they fear...
Don't care what is right or wrong,
rigid fools have made their way.
No one should think that he knows me much better,
narrow it, all the same, coming to get her!
Can't learn when the truth is told,
taming the real gold?
Standing no more strong,
stay until the day...
Learn it, all is understood,
after the wrong mood.
Revenge, in the spirits space,
speak then as you gain the means.
Sufferings making him more of a ruler,
making the criminal richer to fool her.
Upside down, and all ye knew,
is there more to do?
Merits for the mace?
More than where she leans?
Make this more than wonderful,
may I teach the rule?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2024 | 00:46
Ráðgátan um Óðin,
nefnast þættir á RÚV. Fyrstu þættirnir fannst mér bera vott um grunnhyggni og yfirborðskennd. Núna eftir marga þætti má segja að heimsmynd þáttagerðarkonunnar dönsku sé loksins farin að birtast og hvernig hún túlkar þessar fornu heimildir.
Hún Cecilie Nielsen fornleifafræðingur og þáttagerðarkona hefur áhuga á Ásatrú en efast um að rétt sé að tigna Þór og Óðin sem guði, og reynir að finna uppruna þeirra í mannkynssögunni, og notar formála Snorra að Eddu sinni sem heimild, sem hingað til hefur verið álitinn afsökun hins kristna manns við að rita þetta.
Áhugi hennar á Óðni líkist þó þráhyggju og ásthatri. Hún talar um grimmd hans, en eitthvað dregur hana að þessum magnaða guði samt.
Hún veltir því fyrir sér hvort Atli Húnakonungur gæti hafa verið fyrirmynd Óðins. Þó ekki, því sannleikurinn kemur í ljós hjá henni einnig, að "trúin á Atla Húnakonung hafi magnað upp trúna á Óðin", eða eitthvað slíkt efnislega sagði hún.
Í þáttaröðinni um "Fyrstu Svíana" kom í ljós að Ásatrú getur verið miklu eldri en 2000 ára, að minnsta kosti 5000 ára, og ýmsar fornleifar gætu sýnt það, en þær er hægt að túlka margvíslega, þannig að fullkomnar sannanir eru varla til.
Hún einbeitir sér að fyrstu öldunum eftir Krist og svo fram að víkingatímanum, þegar Ísland byggðist.
Ég vil einnig segja það, að þegar Snorri tengdi Æsina við Asíu þá skal athuga að Asía var frjálslega notað hugtak, rétt eins og hugtakið Tyrkir, Hund-Tyrkir síðar, eins og kveðið var um.
Asía gæti því átt við Úkraínu.
Það er stórmerkilegt að vísindamenn nútímans telja að germanski kynstofninn hafi mótaðzt og hugsanlega komið frá Tyrklandi eða Úkraínu, ef hann kom ekki frá öðrum stjörnum, sem er jafnvel enn líklegra.
Ef við tökum orðanotkun Snorra sem frjálslega gæti hann hafa átt við Úkraínu, og er þá í samræmi við vísindamenn nútímans.
Lesa má um uppruna Húna á veraldarvefnum og eru það mikil fræði og hefur verið kafað djúpt í efnið.
Með því að greina erfðafræðilega líkamsleifar hafa vísindamenn komizt að því og telja nú að Húnar hafi ekki verið af hreinum austrænum stofni, heldur blendingjar íranskra, germanskra og austrænna stofna.
Kenningin um að Óðinn hafi verið Atli Húnakonungur er þó fullkomlega skot útí loftið hjá þáttagerðakonunni Cecilie Nielsen, og sú kenning hefur ekkert sannindagildi, virðist mér. Þetta er bara eitthvað sem hljómar sniðuglega í sjónvarpsþætti, að tengja þannig saman tvær þekktar persónur.
Það er þó bót í máli að í sama þætti kemur hún með trúlegri skýringu, að óttinn við Atla Húnakonung hafi MAGNAÐ trú sem var fyrir á Óðin, og mótað hana.
Rétt eins og trúin á Jesú Krist spratt upp úr trúnni á Esus hinn gaulverska guð og Baldur hinn norræna guð. Þannig verða þjóðir af áhrifum hver frá annarri og sagan veltur áfram.
Þessir þættir lyfta varla hulunni af neinum leyndardómum, þeir eru þó mjög skemmtilegir og áhugaverðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2024 | 00:03
Something Other To Be, ljóð frá 18. febrúar 2024.
Silently people is sinking in mud,
so they take freedom and gladness and blood?
Giving up ghost,
got what seemed most...
If they accept not the man,
as they can't be free,
so it's something new?
Saviours just like me?
One more beefhard ban,
bust or nothing we can do?
Suddenly dying, we see not the will,
so they are telling, but nowhere the hill...
Nothing so new,
now they will do...
Feeling lost in frozen hide,
failing most of all...
War in welfare, see,
waiting, sorry doll...
So it's sad and right?
something other then to be.
How can I be that man, seeing her soul?
Something for higher than "tell me that" goal?
Failing at first,
feeling the burst.
Failing when they're for the spear,
further go as such,
liked it, lie as they,
loved them just too much.
All the onward fear,
ever heard of better day?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 80
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 805
- Frá upphafi: 131286
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 583
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar