Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Katrín verður sennilega næsti forseti (forsæta?)

Upphaflega ætlaði ég bara að blogga um þetta í dag. Ég spái því að Katrín verði næsti forseti, en er ekki samt alveg viss. Mér sýnist þetta ætla að verða tvísýnt. Höllurnar tvær koma til greina, Gnarrinn og Baldur einnig, jafnvel Arnar Þór, hann rís hratt og hægrimenn eiga mikið inni í kosningum eins og sézt hefur áður, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fær meira fylgi í kosningum en könnunum.

En þjóðin er dáleitt af Katrínu, eftir ræður hennar á gamlársdag. Við viljum svona þægilega rödd sem dáleiðir okkur. Hún fær því djobbið sennilega, við erum vön því að hafa hana á skjánum alla daga.


mbl.is Katrín efst í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíþjóðardemókratar spillast og rotna, verða samdauna kratismanum steindauða, til að komast næst í stjórn

Þessi pistill fjallar um frétt í seinni fréttum RÚV 30.5.2024. Þórdís Kolbrún, Stoltenberg og stigmögnunin í Úkraínustríðinu var í fyrri fréttum.

Þetta er tengt mál. Maður var rekinn úr upplýsingadeild Svíþjóðardemókrata fyrir að hafa stutt Rússa (dreifði áróðri hliðhollum hernaði Rússa). Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórnina sem nú situr við völd falli eins og menn vita.

Því miður er jafnaðarfasisminn við völd í Evrópu. Það er algjörlega hörmulegt. Þessi frétt hlýtur að leiða mann að þeirri niðurstöðu, þegar fólk má ekki hafa sínar skoðanir eða tjá þær.

Þær fréttir sem Gústaf Skúlason hefur sagt á Útvarpi Sögu gafa upplýst um þetta, að fasismi sé ríkjandi í Svíþjóð, og opinber stefna sé að útrýma norrænum Svíum, senda þá í bælingu kúgunar.

Auðvelt er að draga þá rökréttu ályktun af þessari frétt að Svíþjóðardemókratar séu með þessu að gera sig samdauna úldnandi hræi jafnaðarmennskunnar og kratismans sem er að drepa heimsbyggðina, en Evrópu fyrst.

Þannig hyggjast þeir komast til valda, sem þeim mun takast ef þeir halda áfram á þessari braut. Þannig verður hægt að jarðsyngja Svía endanlega og horfa uppá uppgang og sigur islams þar í landi í eitt skipti fyrir öll, því fólkið fær ekki að ráða, aðeins Elítan.


Ekki stigmögnun Úkraínustríðsins að senda öðrum aðilanum vopn segir Þórdís Kolbrún. Áfram halda öfugmælin og þau talin sannleikur.

Það verða þrír pistlar frá mér að þessu sinni því brýnt finnst mér að minnast á öll þau umfjöllunarefni, sem óvíst er að aðrir geri, og vissulega enginn nákvæmlega eins og ég, svo ég sinni því.

Tveir pistlar vöknuðu út frá fréttatímanum í RÚV, sérstaklega seinni fréttum, 30. 5. 2024.

Þessi fyrsti pistill er til að vekja athygli á orðum Þórdísar Kolbrúnar sem nú gegnir hlutverki utanríkisráðherra. Að hún segi að það sé EKKI stigmögnun á Úkraínustríðinu að við og aðrir sendum vopn til að styðja annan aðilann (Úkraínu), og ráðist inn fyrir landamæri Rússlands jafnvel til að skeytin hitti betur skotmörk innan Rússlands, eins og Jens Stoltenberg vill, það finnst mér forkastanlegt ábyrgðarleysi og rugl að segja, öfugmæli.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð er svo skelfilega áberandi mikið að styðja annan aðilann í þessu stríði að mér finnst ekki bezti eða hentugasti staðurinn fyrir hana í þessari ríkisstjórn að vera í utanríkisráðuneytinu.

Allir hafa jú skoðanir, en mér fannst Bjarni Benediktsson fela sínar skoðanir talsvert betur í sama embætti, þótt hann hafi verið þar styttri tíma og því minni tími til að gera skyssur.

Konur virðast eiga mega á hættu að týnast í þankagangi einhverfueinkanna, þar sem jafnvel ákvarðanir eru teknar sem valda gjöreyðingu.

Konur eru margar svo skíthræddar við Rússa og Rétttrúnaðarkirkjuna að þær missa rökvísi sína. Það er vegna þess að femínistar hafa þvegið burt svo margt og sett órökvísa hlýðni í staðinn við helstefnumálstaðinn sem er femínisminn.

Þórdís Kolbrún er ágætis stelpuhró, en þunga reynslunnar hefur hún ekki þegar kemur að því sem skilur á milli friðar og stríðs. Hún vill frekar heimsendi og kjarnorkustyrjöld en að láta karla stjórna sér, eins og þá sem stjórna Rússlandi. Fyrir slíkt fólk og okkur hin er það því maklegt að farast í kjarnorkustyrjöld, því við erum öll samsek að hafa alið svona konur upp og að hafa alið slíkar nöðrur okkur við brjóst, sem valda heimsendi.

Ekki er stríðsherrann Jens Stoltenberg skárri, nema síður sé.

Jens Stoltenberg er farinn að minna mig æ meira á George W. Bush. Ljóst er nú orðið að hættulegasta fólkið er ekki fullt af grimmd og hatri, heldur flónsku og heimsku.


Merkilegar og fróðlegar pælingar um vinnustaðamenningu sem eiga alltaf við, á Vísi, vefsíðunni

Á vefsíðunni Vísir er merkileg frétt um vinnustaðamenningu og viðtal við Sigríði Indriðadóttur framkvæmdastjóra Saga Competence. Mér þykir að vísu verra að fyrirtækið þurfi að heita ensku nafni (saga er líka enska, vel að merkja), hvers hún er framkvæmdastjóri (framkvæmdastýra öllu heldur myndi ég orða það), en það sem konan segir er allrar athygli vert í fréttinni og geri ég það hér að umfjöllunarefni.

Vil ég taka það fram hér í upphafi að í svona tilfelli eins og oft áður þegar Íslendingar gefa fyrirtækjum útlent nöfn heppnast það misjafnlega vel. Þannig verður það að segjast eins og er að Saga Competence finnst mér afleitlega slæm samsetning á ensku, vegna þess að orðið saga hefur allt önnur blæbrigði merkingarlega séð en á íslenzku. Sennilega á nafnið á fyrirtækinu að þýða "Söguleg hæfni" eða "Hæfni á sögulegan mælikvarða", en saga á ensku þýðir miklu frekar fornsaga en saga yfirleitt, og Íslendingasögurnar eru nefndar "saga" á ensku, eitthvað sem er fornt og ævagamalt. Þessvegna finnst mér þessi samsetning bjánaleg, því "fornsöguleg hæfni" er það sem enskumælandi fólk held ég að lesi miklu frekar út úr þessu, og það er sérlega furðuleg nafngift og undarleg.

En hvað um það. Í flestum tilfellum ættum við að nota íslenzku þegar fyrirtækjum er gefið nafn.

En það er vit í því sem Sigríður Indriðadóttir segir, heldur betur, í þessu viðtali.

Hún býr til hugtakið "þögli herinn", um fólk sem segir fátt í vinnunni, en er hinn þögli meirihluti, eins og við segjum yfirleitt. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún vilji fá þennan þögla meirihluta í lið með sér til að bæta vinnustaðamenninguna á Íslandi og ræða saman um vandamál, í staðinn fyrir að þegja þau í hel. Mér finnst vit í þessu og ég fagna þessu.

Hugtakið "fýlustjórnun" kemur þarna fyrir, baknag og undirróðursstarfsemi, og svo meðvirkni.

Orðið endurgjöf hefur fest sig í sessi yfir "feedback" á ensku, og notkunin á orðinu endurgjöf í viðtalinu veldur því að mig grunar að hún hafi lært þessi fræði frá enskumælandi fræðimönnum, að minnsta kosti að hluta til. Það er vegna þess að orðið "feedback" (endurgjöf, endurfæðsla, bakfæðsla) er svo gríðarlega mikið notað í ensku fræðimannamáli, í sumum geirum.

Ég hef vissar áhyggjur af því að reynt er að gera mannleg samskipti vélræn og banna öll frávik, en samt getur þetta verið hollt að fækka þeim hnökrum sem verða á samskiptum á vinnustöðum.

Orðið valdefling er einnig notað í þessu viðtali. Hún vill valdefla fólkið sem fer í fýlu og gerir með sér þegjandi samkomulag um að hafa andúð á stjórnendum eða kerfi, skipulagi eða reglum sem farið er eftir.

Já, þetta er nú erfitt í framkvæmd, því fólk á vinnustöðum vill hafa sitt frelsi, og þetta er ekkert nýtt, að reynt sé að koma böndum á ólgu og bylgjur sem fara gegn valdinu.

Dr. Helgi Pjeturss bjó til hugtakið samstilling, og það lýsir því sem hún er að reyna að koma á.

Kínverja virði ég mikið og asíska menningu, því þar finnst mér miklu meiri samstilling en hér hjá okkur á Vesturlöndum.

Samstilling þýðir líka að nauðsynlegt er að kúga minnihlutahópa, en Kínverjar eru frægir fyrir þetta, því þar er sterk miðstýring kommúnistaflokksins, eins og langflestir vita.

En fyrir vikið tekst Kínverjum að ná til sín æ stærri bita af köku alþjóðaviðskiptanna, og þannig er að í alþjóðlegu samstarfi eru Bandaríkin að dragast aftur úr og Evrópa en Kínverjar, Kórea, Indland og fleiri svæði sem áður voru svæði fátæktar að taka fram úr. BRICS veldið er heldur betur að sækja í sig veðrið en Vesturlönd að tapa samkeppninni.

Ég hef ekki langa starfsreynslu en einhverja starfsreynslu hef ég nú samt og hef áhuga á þessu, á vinnustaðamenningu, því hún snertir svo marga þætti félagslegra samskipta sem eru mikilvægir og merkilegir. Eins og kemur fram í þessu ágæta viðtali við Sigríði Indriðadóttir er hægt að leysa marga hnúta í fjölskyldum og ástarmálum með sömu lögmálum og gilda á vinnustöðum, það er að segja, að koma því upp á yfirborðið sem er að krauma undir niðri og veldur vandræðum og samskiptaörðugleikum.

En þetta er nokkuð sem þarf að gera mörg áhlaup á, þetta er eilífðarverkefni, þetta hefur verið reynt áður, og litlir sigrar vinnast, en svo þarf alltaf að reyna aftur, slípa samskiptin meira, betur, og nýir hnökrar koma í ljós seinna, sem ekki eru endilega nú til staðar. Það er vegna þess að nýjar áherzlur birtast í samfélagsumræðunni, og fólk finnur sér ný atriði til að deila um, og sem stjórna fólki að allmiklu leyti.

En það er eitt sem mér finnst hún ekki gera sér nógu góða grein fyrir. Hún talar um að "örfáir einstaklingar komist upp með að stuða aðra, virða ekki reglur, valta yfir fólk, eða að háværi meirihlutinn veður yfir minnihlutann", það sem hún er í raun að lýsa er það að í mörgum fyrirtækjum eru stjórnendur fyrirtækjanna ekki í takti við vilja fólksins sem vinnur á gólfinu eins og sagt er, og þá þurfa stjórnendurnir að stíga niður úr sínum fílabeinsturni, ekki að venjulega fólkið þurfi að breyta sér, eða það finnst mér vanta inní þessar pælingar, sem eru fullar af réttum atriðum líka.

Jú, hún kemur inná þetta líka í viðtalinu. Þar stendur á einum stað:"Stundum eru það jafnvel stjórnendurnir sjálfir sem eru vandamálið..."

Hún talar um að "virkja þögla herinn".

Svo mikið er víst að þetta er hvorki einfalt né auðvelt. Ég held að það sé misjafnt hverjum er um að kenna. Á fjölmennum vinnustöðum er marglaga andrúmsloft, þar sem fólkið í lægri lögum fyrirtækjanna myndar mér sér sín samskipti, skoðanir, vinahópa og goggunarröð. Því er það meiriháttar verkefni að koma böndum á allt sem þar á sér stað.

Það var kostur við verkstæðið hans afa, að Digranesheiði 8, að þeir feðgarnir, afi og sonur hans unnu saman tveir eftir fyrstu 10-20 árin, en þá voru fleiri þar að vinna, ekki sízt sem lærlingar. Þegar tveir menn vinna saman sem virða hvor annan og þekkja hvor annan eru meiri mögulegar á góðri samvinnu, þar sem fátt fer á milli mála og samskiptareglur eru skýrar og fólk sammála um þær.

Ég hef í pistlum mínum oft viðrað þá skoðun að konur komi ekki með neitt nýtt og betra inní vinnustaðamenninguna á Íslandi eða víðar. En ég er tilbúinn að skipta um skoðun alltaf, vona ég, því ég les og hlusta af athygli, og veg það og met sem ég læri nýtt.

Þannig er með þetta viðtal og þessa frétt á Vísi, vefsíðunni, að mér finnst þarna nokkuð svið sem mér finnst konur jafnvel hafa meiri hæfileika á en karlar, en það eru félagsleg samskipti, og að vilja koma á jafnræði á milli fólks og hópa.

Þessi pistill minn sýnir það vonandi flestum að ég er tilbúinn að endurskoða það sem ég hef haldið fram, ég er tilbúinn að efast og hrósa þeim sem eiga það skilið, eða ég reyni að vera þannig að minnsta kosti.


Jake For Job, Me? Ljóð frá 16. september 1989.

Out of school and only now

am I loving, girl for you.

Miss you, morning,

may I go right through?

Focus, boy, and feel what's right,

find her, show your love!

Stay then with her strong through night,

stellar, she's the dove!

Real, my feeling, rolling thing,

rumbling skys, the victory, bow!

 

How I miss you, here I feel,

Herdís like the world is past.

Can I come back?

Can I feel what's best?

Guðný Lára got me too,

guns of better days...

Coming back... I can... I do...

care for other ways...

Without babes you wail and rack,

wait now, hear me, this is real!

 

'Cause of you, I fell you for,

fame in school ain't nothing yet...

Like you live now...

love ain't what I get.

Life is empty, only you,

always beauty, right.

So this love is somehow true,

say yes, no more fight!

First time thought I wait now... wow!

What a cutie! Highest score!

 

Other girl for all the tide,

if she's ready, make it shine...

Jake for job, me?

Just the lovely shrine...

Would you take me, want me now?

Will you be so kind?

Heaven waits, the holy cow,

how you would me bind!

Babe you make me funny, free,

feel this love and all is right!


Leyndardómur frægðarinnar, þrælslundin sem er dýrkuð

Aðeins þegar mér finnst knýjandi að skrifa um eitthvað efni geri ég tilraun til að koma því í bókarform - þótt ekki hafi ég farið með neitt handrit til útgefanda - en 2017 lauk ég næstum við bókina:"Leyndarmál frægðarinnar", tilvitnun í frægt lag eftir Bubba Morthens frá 1984 og Das Kapital.

Kannski fátt merkilegt við það, nema ég er stoltur af þessari óútgefnu bók. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu sem mörgum kemur á óvart - að leyndarmál frægðarinnar er að skara ekki fram úr, heldur einmitt þvert á móti að skapa ekki minnimáttarkennd hjá þjóðinni, sem er uppfull af minnimáttarkennd.

Minnimáttarkenndin er lykillinn að sálarlífi íslenzku þjóðarinnar, og leyndardómur "lýðræðisins" (sem er ekki til og hefur aldrei verið til nema í hugum kenningasmiða sem lifa í draumaheimi útópíanna, eða staðleysanna)", þess vegna virkar lýðræðið aldrei, því það er ekki frjálst og upplýst fólk sem kýs eða tekur afstöðu, heldur strengjabrúður sem eru að þóknast bergmálshellinum sínum eða eigendum nærri eða fjarri.

Ég væri ekki að vitna í óútgefið handrit eftir mig sem ég hef ekki farið með til útgefanda, því ég hef litla trú á að slík bók yrði gróðalind fyrir mig eða útgefandann, hef litla trú á að hún seldist í bílförmum, nema af því að innihald bókarinnar (handritsins) útskýrir margt í nútímanum, í þessum forsetakosningum nánar til tekið.

Það er þetta með minnimáttarkenndina sem ég vil koma að.

Í stað þess að koma með athugasemd við merkilegan og góðan pistil Magnúsar Sigurðssonar bloggara bý ég til minn eigin pistil um þetta, svo ég hafi tækifæri til að útskýra þetta betur.

En í nýjum pistli hans kemur einmitt fram þessi mikilvæga spurning, hvers vegna eru allir efstu frambjóðendurnir nokkurskonar and-frelsishetjur og and-sjálfstæðishetjur?

Allt einhverskonar taglhnýtingar erlends valds, hvort sem það er ESB, WEF, USA eða eitthvað annað.

Arnar Þór er hinsvegar allt öðruvísi og það er Ástþór Magnússon líka, en þeir eru ekki í toppsætunum, og þó hefur Ástþór kannski fengið ögn kurteislegri viðtökur núna, fólk er farið að taka hann alvarlega, en af flestum var hann kannski talinn trúður hér áður fyrr, en nú er hann farinn að eiga raunverulegan samhljóm sem rímar við samtímann, sem kallar á einhvern eins og hann, friðarhöfðingja og boðbera sáttar á milli þjóða og manna.

En allar þessar Davosdúkkulísur og drengir, þetta er fólkið sem við höldum að passi svo vel í embættið, af því að svona fólk stjórnar erlendum þjóðum (nema þegar Trump var við völd).

Þótt margsinnis sé reynt að berja því inní hausinn á okkur Íslendingum að forsetinn hafi ekki völd, þá berum við embættið alltaf saman við forseta Bandaríkjanna eða aðra erlenda þjóðhöfðingja með völd, og það fólk sem fer fyrir erlendum þjóðum er oft og einatt Davosdúkkulísur og Davosdrengir, fólk sem talar eins og YFIRSTÉTT, ELÍTA. Fólk sem veit betur og fyrirlítur okkur hin. (En þykist ekki gera það).

Ég hef lært mikið af mínu eigin lífi og reynslu minni í tónlistarbransanum. Ég hef tekið eftir viðbrögðum fólks á tónleikum við ólíkum lagasmíðum og textum, ellegar þá mismunandi sviðsframkomu hjá mér, þegar ég hef verið feiminn eða ekki feiminn.

Fyrst þegar ég kom fram á tónleikum, í Digranesskóla á Litlu jólunum árið 1985, þá fékk ég beztu viðtökurnar á ferlinum.

Síðan 30 árum seinna söng ég nákvæmlega sama lagið aftur á tónleikum sem Svavar Knútur og fleiri skipulögðu, á vegum Acoustic Melodica Festival, en það var í ágústmánuði 2015. Þá hafði ég ekki flutt lagið aftur á öllum þessum 30 árum frá því það hafði verið frumflutt, skömmu eftir að það var samið í desember 1985.

En ég hélt að kannski fengi ég mikið klapp og blístur fyrir lagið, sem heitir"Myrkur á morgun", eða eitthvað álíka. Nei, þá fékk ég áberandi lélegar undirtektir, og þó hafði ég lagt það á mig fyrir þessa tónleika 2015 að læra þetta lag utanað og önnur lög. Nei, það var skvaldrað og fólk hafði alls ekki áhuga á þessu lagi þá. Vel að merkja, 80-90% af öllum þar inni voru enskumælandi fólk, ekki Íslendingar, og það hafði kannski eitthvað að segja.

Reynslan af þessu var mér efniviður í bókina "Leyndarmál frægðarinnar" 2017, sem ég er farinn að halda að ætti að koma út, því hún á erindi við fólk og gæti kennt því eitthvað.

Ég var ekki neinskonar barnastjarna árið 1985 í Digranesskóla á Litlu jólunum. Ég var félagslega útundan eins og ég hef alltaf verið og svo feiminn, en þegar ég steig á sviðið hvarf mér öll feimnin og ég naut þess sem ég var að gera.

Þetta var ástarljóð undir rós, en textinn svo dularfullur að enginn skilur hann enn til fullnustu, og jafnvel varla ég sjálfur.

En það voru aðeins þrír strengir í gítarnum og ég kunni ekkert á gítarinn. Allir strengirnir voru vitlaust stilltir og ég náði þó lagi með því að þenja strengina með því að þrýsta á þverböndin með því að búa til mín eigin grip, en aldrei tvisvar á sama hátt.

Til að gera þessa makalausu uppákomu ennþá einstakari, furðulegri og ótrúlegri var klæðnaður minn valinn af mér sjálfum og var mjög sérstakur, en ég fór í gamla og stagbætta dúnúlpu sem var eiginlega ónýt, og fiðrið farið að vella út þar sem saumarnir voru ónýtir. Hafði ég gert við hana sjálfur með límbandi frá afa, og hélt límbandið henni saman, að svo miklu leyti sem hægt var. Ég átti víst úlpu sem var nýrri, en ég vildi ekki bæta við áhyggjum af þessu, og greip gamla úlpu til að losna við þá umræðu, um klæðaburð og hvað væri fullkomið í þeim efnum.

Auk þess fór ég í vaðstígvélum. Það var reyndar kalt og snjór úti, held ég.

En allar konurnar í ættinni urðu alveg æfar af hneykslun útí mig, að ég skyldi ekki leita til þeirra að fá einhvern fínan klæðnað. Því var búið að spá að ég yrði púaður af sviðinu af þessum fínu frúm, sem gerðist reyndar ekki, og alls ekki raunar.

En af hverju fór ég svona klæddur?

Þetta hjálpaði mér til að losna við feimnina og ótta við höfnun. Með því að fara svo langt yfir öll velsæmismörk og strik fannst mér ég vera í skjóli undan fólki sem þóttist vita allt bezt um klæðnað á fínum samkomum.

Ég hugsaði sem svo, að tónlistin skipti öllu máli, ekki útlitið, ekki fatnaður.

Nú, það vissu allir í skólanum að ég var allur í listum. Ég var þekktur fyrir myndasögugerð, smásögur og ljóð.

En það sem kom öllum á óvart var að ég skyldi HALDA LAGI, og að ég skyldi SYNGJA SKÝRT, og lagið fallegt, melódískt, textinn fullkomlega óskiljanlegur og langur, mikil þula og undarleg, sem sé, einhverskonar sambland af Björk, Bob Dylan, Bubba Morthens, Bjartmari, Herði Torfa, Megasi og pönki, þjóðlagatónlist, rokki og poppi... og einhverju rappi þessvegna.

Einnig það sem kom öllum á óvart var að fólk fann á mér og heyrði að ég naut mín í botn í sviðsljósinu, ég var loksins ekki feiminn lengur, ég kunni textann og lagið, og gat sungið, en ekki spilað á gítar nema með þessum furðulega hætti, sem reyndar virkaði alveg, því það er hægt að spila á gítar á fleiri en einn hátt. Bara að einhverjir tónar komi út sem passa sæmilega við sönginn, það dugar.

Þetta var mjög skrýtið. Þarna var ég einn feimnasti strákurinn í skólanum og sá eini sem og fyrsti sem kom fram sem trúbador af nemendunum, með 10 mínútna langa og óskiljanlega þulu og eintóna, undir sæmilega fallegri melódíu, sem kannski mátti túlka sem ástarljóð og lag til stelpu í skólanum sem ég kannaðist við og vildi, og kannski ekki.

Sem sé, þetta var mjög skrýtið og sérkennilegt, og eiginlega of ótrúlegt til að geta verið satt. Því miður var þetta ekki tekið upp á myndband, það hefði verið sérkennilegt og gríðarlegt klappið og blístrið komið í ljós frá nemendunum í skólanum eftir lagið og svo þessi sérkennilegi flutningur minn á eigin lagi og texta.

Ég hef lýst því áður að það var sprengja þegar ég spilaði lagið og lauk við það. Það var grafarþögn í þessar 10 mínútur sem ég spilaði lagið, og það liðu kannski fáeinar mínútur þar til ég var kominn af sviðinu, en brátt tók við ærandi hávaði, því salurinn var pakkfullur af krökkum, og blístrið, klappið og öskrið heyrðist þannig að maður lamaðist af undrun.

Allt var þetta eins og í vímu, bæði að flytja lagið og svo á eftir.

Reyndar hef ég séð í Gettu betur á RÚV og Skrekk, að unglingar eru hrifnæmir og öskra og blístra þegar samnemar þeirra koma fram, þannig að kannski var þetta ósköp venjulegt miðað við hegðun unglinga.

En samt held ég að ég hafi tryllt salinn meira en ég hef séð nokkrusinni á Skrekk eða Gettu betur. Það voru engar ýkjur, að ég komst ekki inn á meðal nemendanna eftir þetta atriði, sem átti bara að gera eina stelpu ástfangna af mér reyndar, sú var pælingin.

Litlu jólin voru haldin í nokkrum samliggjandi kennslustofum.

Sviðið var ekki stórt, ég held að nokkur kennsluborð hafi verið sett saman, hlið við hlið, rönd við rönd og þarna var vissulega eitthvað hljóðkerfi. Svo fór maður út af sviðinu, í áttina að glugganum sem var nálægt hurðinni út. Þar mætti manni þvaga af öskrandi krökkum.

Skafti Þ. Halldórsson sem var umsjónarkennari kom mér til bjargar. Hann ýtti þeim einhvernveginn frá og ég man ekki hvað hann sagði, eitthvað í þessa áttina:"Stjarnan okkar þarf líka frið", róið ykkur nú niður, það er komið að næsta atriði.

En allavega, þetta var sama veturinn og ég átti að útskrifast úr Digranesskóla, Samræmdu prófin voru um vorið, og ég náði þeim, náði prófum þegar ég nennti, annars ekki.

En eftir þetta var litið á mig af virðingu eins og ég væri fræg poppstjarna.

Ég var fenginn til að búa til lag og ljóð um útskriftarárganginn minn, sem ég gerði, og það var flutt á ballinu 1986. Ég var einnig fenginn til að gefa bókasafninu í skólanum ljóðin mín eða söngtextana, en ég vélritaði eitt hefti sem var rúmlega 100 síður og heftaði saman, og það þótti óvenjulegt að nemandi kynni að yrkja hefðbundið og líka að búa til atómljóð, en ég átti frænda, bróðir hans afa, sem hafði kennt mér bragfræðina nokkrum árum áður, Ingvar Agnarsson, bróðir hans afa, sem var sjálfur skáld ásamt því að vera forstjóri Barðans og mikill Nýalssinni.

En ég hef pælt í þessu. Af hverju sýnir fólk minni tónlist engan áhuga núna þegar ég kann miklu betur á gítar?

Ég skrifaði um það og margt fleira í bókinni óútgefnu, "Leyndarmál frægðarinnar" frá 2017.

Ég gaf þessum krökkum sjálfstraust í desember 1985. Ég var einhvernveginn einn af þeim, og auk þess á sama tíma hæfileikalaus og þó með einhverja svolitla hæfileika, en alveg óæfður.

Í öll þessi ár sem ég spilaði á Melodica tónleikum Svavars Knúts frá 2009 til 2015 fékk ég fremur dræmar viðtökur, enda meirihlutinn útlendir gestir, tónlistarfólk sem hlustaði hvert á annað, og ég var utanaðkomandi furðuvera í þeirra hópi, kynnti lögin mín á lélegri ensku en söng jafnan á íslenzku, og var með flest á blöðum, kunni ekki textana. Nema 2015, í síðasta skiptið sem ég söng þarna. Þá kunni ég efnið, en það breytti engu, masið var jafn mikið og áhuginn takmarkaður.

Eins og ég var kynntur "Íslenzkur furðufugl og utangarðsmaður í íslenzkri tónlist, öndergránd öndergránd."

Nei, það vakti ekki lukku.

Ég skrifaði um það í þessari bók að ákveðið mynstur má rekja í gegnum tónlistarsöguna. Sem sé, tónlistin endurspeglar þróun menningarinnar, hvað fólkið vill hverju sinni, hvernig ástand menningarinnar er hverju sinni.

Eitt sinn var tónlist aðeins fyrir hámenninguna. Það var þegar klassísku tónskáldin voru uppá sitt bezta. Það var þegar kirkjan stjórnaði fólkinu og feðraveldið.

Það var þegar Mozart og fleiri voru uppá sitt bezta. Undrabörn sem fengu athygli fyrir hæfileika sína. Sverrir Stormsker var undrabarn eins og Mozart, en of seint uppi og á röngu landi, of fámennu, fullu af fólki að deyja úr minnimáttarkennd.

Ég rakti það í þessari bók að tónlist varð til út frá tjáningu dýranna, sem annaðhvort í makaleit eða út af öðrum tjáskiptum gefa frá sér hljóð, fuglar syngja, svín rýta og svo framvegis. Tónlistin kom á undan tungumálinu. Hljóð af margvíslegu tagi komu á undan skipulagðri tónlist.

Sumir halda að Bítlarnir hafi aðeins orðið frægir vegna hæfileika sinna. Auðvitað var þetta ekki þannig.

90% af gæðum Bítlanna kemur út af vinnu og fullkomnunaráráttu. Bítlarnir skildu ekki eftir sig aukalög í miklu magni. Eftir að Lennon og McCartney slitu samstarfi sínu minnkuðu bæði afköst þeirra og gæði. Þeir bættu hvor annan upp. Snillingar kannski, en ekki sízt vegna þrýstings og pressu utanfrá.

En mest um vert er þó þetta, að bylting Bítlanna, sem aldrei verður ofmetin, því hún var bylting, og einnig í menningarsögulegu tilliti, hún hafði margþættar afleiðingar og orsakir hennar voru einnig margvíslegar.

Það verður að taka sögu Bítlanna saman við sögu Bob Dylans og mannréttindabaráttunnar. Þetta er allt órjúfanleg heild í sama vefnaði.

Bítlarnir voru átrúnaðargoð táningsstelpna alveg sérstaklega, eins og Elvis hafði verið áður.

Bítlarnir voru persónur, þeir voru ekki skapaðir af plötuútgefendum eða markaðsfræðingum, þegar voru alvöru menn, alvöru strákar.

Þeir sömdu eigin lög og gerðu það hratt, vel og örugglega eins og fagmenn. Eins og Bob Dylan voru þeir merki um nýja tíma, ofurhetjur, bæði tónskáld og söngvarar í sömu persónunum.

En saga Bítlanna er einnig saga 20. aldarinnar. Saga okkar vestrænu menningar fjallar um að upphefja egóið, einstaklinginn. Bítlarnir voru partur af þeirri þróun.

Snillingar.

Þróunin miðaði samt að því að upphefja hæfileikaleysið og það hversdagslega, og það ómerkilega og lélega.

Ekki fyrr en með Netinu náði sú þróun hámarki, því rapp og slík tónlist er ekkert annað en talað og ropað hrokabull sem nær árangri fyrir það eitt að fólk úr minnihlutahópum sem nær fjöldafylgi er þar í forsvari.

Ég var dýrkaður 1985 því þá var reynsluleysi mitt dýrkað. Þau fundu sig sjálf í mér. Hver sem er hefði getað dottið inná sviðið með einhverja tóna og bulltexta, því ég fullyrði að enginn skildi eitt einasta orð í þessum skrýtna texta, hvað þá fékk merkingu í hann, ef eitthvað heyrðist af því sem ég söng, sem ég efast reyndar um. Þó var textinn góður og er enn góður, sem súrrealískt ljóð eins og það sem Bob Dylan orti snilldarlega um árið 1965, þegar hann var á hátindi frægðar sinnar.

Að skilja fólk er ekki auðvelt eða að útskýra hegðun fólks. Það verður ekki gert í stuttu máli. Því er allur þessi langi texti hér að ofan aðeins formáli að því sem ég er að reyna að fjalla um í þessum pistli, en formáli sem þó skýrir ýmislegt út um leyndarmál frægðarinnar, að vísu, varpar ljósi á umfjöllunarefnið.

Ef 90% þjóðarinnar kysi Ástþór Magnússon sem næsta forseta myndi 90% þjóðarinnar komast í hræðilega sjálfsmyndarkrísu.

Ekki bara það. Nákvæmlega það sama myndi gerast ef Arnar Þór Jónsson fengi 90% atkvæða, eins og hann á skilið, fyrir að vera sjálfstæðishetja, sterkur persónuleiki, þroskaður og vel máli farinn, forsetalegur á alla lund.

Málið er þetta, að bókin mín útskýrir þetta allt.

Þessvegna varð George W. Bush forseti Bandaríkjanna.

Þessvegna varð Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Þessvegna varð Joe Biden forseti Bandaríkjanna.

Lýðræðið verður brandari eftir nokkrar kynslóðir. Fólk fer að láta stjórnast af minnimáttarkennd sinni frekar en nokkru öðru.

Fólk kýs Slubba Slen, en í Lukku Láka bókinni "Allt í sóma í Oklahóma" er hann kosinn borgarstjóri öllum að óvörum, eins og Jón Gnarr, en Slubbi Slen er talinn trúður fram að því, einfaldur og heimskur maður, sem ekkert erindi á í stjórnmálin. Þó kjósa hann flestir í gríni, því hann ógnar þeim ekki, er aðeins aðhlátursefni flestra.

Og hann reynist skárri borgarstjóri en flestir raunar. Því hann er ekki fullur af egóisma eins og næstum allir hinir heldur hefur skítsæmilega ráðgjafa sér til aðstoðar sem reynast skárri en engir.

Því bókin fjallar líka um alla hina egóistana sem níða skóna af sambræðrum sínum til að komast til valda, en gera lítið úr sjálfum sér og öðrum fyrir vikið.

Ástþór Magnússon er dæmi um forseta sem myndi STJÓRNA og LEIÐA, ekki vera trúður.

Konurnar sem stjórna landinu núna líta ekki út fyrir að vera trúðar. En hvað eru þær annað í eftirdragi erlendra stríðshauka og valdasamsteypa?

En fólkið í landinu í dag er svo einfalt, að það verður að spegla sjálft sig í forsetanum sem hlýtur mestar vinsældir. Forsetinn verður að vera sambland af þrælslund almennings og svo fagmennsku á yfirborðinu, sem felur þá þrælslund og undirgefni við Satan.

Við sjáum okkur sjálf í forsetanum. Hann verður að spegla fjöldann, ekki spekingana örfáu, ekki stjórnvitringana sem hafa mesta hæfileika til að hjálpa, stjórna og koma á friði, heldur hina sem leiða okkur útí næsta drullupoll á mestum hraða.

 


mbl.is Kveðst engar kvittanir hafa fengið frá Höllu Hrund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgahægrið sem nú er svo kallað er venjulega miðjan sem var. Öfgamiðjan er elítunnar, jafnaðarfasisminn.

Vald Macrons byggist á ESB-draumnum, sem er útópía. Hann sigrar ekki raunveruleikaskyn fólks sem vaknar þegar það sér að fjölmenningarhugmyndin er að hrynja til grunna með byssum, blóði og blýi í Úkraínu, þótt hann kalli þær blóðsúthellingar "frið og vestræn gildi."


mbl.is „Verðum að varðveita evrópsk gildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Can't Just Stay In School, ljóð frá 19. febrúar 1997.

Can't just stay in school, the sky

sconce, we dwell and that's the place...

Wonder not so why?

We are beauty's face!

 

Sexy girls are somewhere still,

summer in the heart of all!

Lust in land will kill!

Lives are bound to fall!

 

Karen, beauty, boast you will!

Bride of today, mine not yet?

Heading for the hill?

Hell is what they'll get!

 

Mayfair beauty, must be seen,

Merlin's truth on every door.

Scanning for the screen,

scum on earth, the floor.

 

Girls in school were taking toll,

time was out, I had to go.

Getting one more goal,

greetings, tell them so!

 

Loved you as the other, babe,

oh they were not really bright!

Cuddling under cape,

cross the darkness, bite.

 

Sexy girls in short time skirts,

so they call now even me?

For the one who flirts...

fields of women, see!

 

Karen darling, care I not?

Keen and greedy, must go ape!

Heaven is so hot!

How I need you, babe!


Portúgalar vilja draga úr fólksflótta ungs fólks frá landinu. Hvað gera Íslendingar?

Brottflutningur ungs fólks er ein birtingarmynd fjölmenningarinnar. Þetta er einnig vandamál á Íslandi. Portúgal er til umfjöllunar í fréttinni og viðbrögð þar. Skattalækkanir gætu jú dugað til að hægja á brottflutningi frá Portúgal, þó er það ekki víst.

En vilji maður skilja ástæðurnar fyrir brottflutningi innfæddra og aðflutningi utanaðkomandi verður að fara dýpra í málin.

Ástæðurnar eru mismunandi eftir löndum, sumar, ekki allar. Margir hafa í sér ævintýraþrá og orðtækið um að grasið virðist grænna hinum megin við lækinn á hér við.

Það er áhugavert að pæla í þessu og reyna að skilja til fulls. Sérstaklega þegar um er að ræða flókið mál sem á sér margar orsakir.

Nú er það svo að á öllum tímum hafa fólksflutningar átt sér stað, í litlum eða stórum stíl.

Við Íslendingar montum okkur af víkingunum, sem voru okkar forfeður. Þeir voru sæfarendur sem herjuðu á önnur lönd og stunduðu þar viðskipti. Þeir voru kappar víðfrægir um allan heim.

Hvers vegna er þá litið svo á að það sé vandamál þegar fólk af erlendu þjóðerni reynir hér að setjast að, eða gerir það?

Fyrir það fyrsta tel ég næsta víst að víkingarnir hafi verið uppfullir af kynþáttahyggju, bara mismikilli. Stéttahyggjan var að minnsta kosti rík í þeim og einhverskonar kynþáttahyggja einnig. Það sér maður til dæmis af orðinu skrælingi, sem notað var yfir indíána Ameríku. Ekki ríkti mikill friður milli norrænna manna og þeirra, og það bendir til andúðar í þeirra garð af víkinganna hálfu, þótt nokkuð hlutlaus sé frásögnin, en þannig eru allar Íslendingasögurnar, eins hlutlausar og hægt var að gera þær. Ásgeir Blöndal taldi það orð, skrælingi,  þýða sá sem hefði uppþornað skinn, sbr að skrælna, þorna upp. Skýringar hans eru stundum ósannfærandi, eins og reyndar hér, þar sem víða vantar í þær dýpt, en þetta er samt rökrétt eins langt og þetta nær.

Sögnin scrap á ensku getur þýtt að deila og er einnig nafnorð. Orðsifjafræðingar telja orðið af norrænni rót, komið af sögninni að skrapa.

Orðið skrolli á íslenzku getur þýtt skolli, púki, Kölski.

Það er mögulegt að orðið skrolli, púki, kölski, óvinur, sé skylt orðinu skrælingi. Orðsifjabókin gefur þær skýringar að orðið sé skylt skrolla, hrukkótt og ófríð kona, eða þá dregið af skolli, sem er dregið af sklno í forngermönsku, brigðlyndi, óstöðugt framferði.

Alla vega þá er ekki víst að orðið skrælingi hafi þýtt maður með dökka húð og uppþornaða. Mörg orð eru dregin af týndum orðum, sem eitt sinn voru til og eiga sér kannski ættingja í erlendum málum, kannski ekki.

Í fornum ritum Íslendinga eins og Eddunum má lesa um að tröll séu oft dökk yfirlitum og ófríð, og búi fjarri norrænum mönnum, og tröllin eru aðalóvinir guðanna í Valhöll, og guðirnir í Valhöll reyna að útrýma þeim eða sigra þau.

Hegðun víkinganna, að þrælka fólk af erlendum uppruna, oft dekkra en sjálfir víkingarnir, sýnir svo ekki verður um villzt að meðal þeirra ríkti einhverskonar kynþáttahyggja, sem þarf þó ekki að hafa verið algild, fólk getur vel hafa verið með misjafnaðar skoðanir þá á þessum málum eins og nú. Allavega er það rétt að víkingar voru ekki alveg eins einsleitir og eitt sinn var talið, að þeir hafi nákvæmlega allir verið ljóshærðir og bláeygir og einhver hluti þeirra blandaðist útlendingum, og þó má rekja ættir okkar til Noregs og Írlands samkvæmt Kára Stefánssyni, sem sýnir að nokkur hreinleiki hefur verið í ættstofninum upprunalega íslenzka, og allmikill raunar.

Nútímamenningin ýtir undir tilhneiginguna til að leita til útlanda. Hollywoodkvikmyndir og sjónvarpsefni engilsaxneskt er guðspjall 20. aldarinnar og 21. aldarinnar. Ungt fólk mátar sig við það guðspjall en ekki Biblíuna, nema fáeinir sem fá mjög kristilegt uppeldi, eða hafa sterka trúarþörf sem beinist í kristilegan farveg af einhverjum ástæðum.

Þættir eins og "Friends" sýna að utanlandsferðir eru sjálfsagt mál, eða að leita sér að vinnu í útlöndum. Allur heimurinn er eitt stórt hlaðborð, finnst fólki af minni kynslóð, og maður lifir aðeins einu sinni, og því rétt að leita að bezta landi í heimi, sem er ekki endilega Ísland.

Þannig að þetta er hluti af innrætingu nútímans, að vera ekki átthagabundinn, að það sé gamaldags.

Þar af leiðandi er það allavega helmingur skólafólks sem kynnir sér möguleika erlendis. Mjög stór Íslendinga býr erlendis, til dæmis á Spáni eða í Danmörku og á öðrum Norðurlöndum.

Sú mikla ásókn sem hefur verið í Tenerife eða önnur suðræn svæði er merkileg. Einnig er merkilegt að fólk sem kemst á eftirlaun er mjög gjarnan að eyða ellinni á slíkum stöðum, og fjölskyldur flytjast þangað að stórum hluta út.

Kynslóðirnar sem voru uppfullar af ættjarðarást eru komnar undir græna torfu. Þó eru fáeinir af yngri kynslóðum sem halda fast í ættjarðarástina, það finnur samhljóð í sumum sálum.

Ættjarðarástin var á Vesturlöndum sterkust frá seinni hluta 19. aldar og til miðrar 20. aldarinnar en fór svo dvínandi, enda vegna kommúnískra áhrifa sem neydd voru uppá skólabörn af fræðingum Frankfurt skólans og öðrum slíkum, sem hafa um langt skeið stjórnað vestrænni menningu.

Brottflutningar og aðflutningur getur með tímanum valdið upplausn, þegar þjóðleg gildi rýrna svo mjög að hóparnir fara að berjast innbyrðis, þegar engin sterk meginmenning er eftir.

Fyrr á öldum var það ómögulegt að fólk flyttist svona mikið á milli landa, því þá var fátæktin slík. Hin mikla velmegun hefur fært þessa hættu til Evrópu og annarra heimsálfa.

Lausn mín er alltaf sú sama. Það þarf að byrja á uppeldinu og aganum þar. Þessvegna hefur fasisminn sína kosti, einræðisherra getur fyrirskipað þannig gott uppeldi sem allir þegnar hafa gott af. Börn hlýða ekki nema þeim sé gert algerlega ókleift að óhlýðnast.

Mannréttindi eru alltaf afstæð. Mannréttindafólk jafnaðarhyggið og kommúnískt segir þó að mannréttindi eigi að vera algild og að þau séu það.

Það eru mannalögmál, mannasetningar. Það er jafnvel andstætt náttúrunni, því í náttúrunni fæðist fólk fatlað og veikt og stundum heilbrigt. Náttúran gerir ráð fyrir náttúruvali Darwins, jafnvel þótt ég sé ekki endilega sammála honum að tegundir þróist, að ein tegund verði úr annarri tegund.

Náttúrulögmálið gerir ráð fyrir að þeir hæfustu og sterkustu lifi af.

Jafnaðarmenn, kapítalistar og húmanistar hafa búið til gerviheim. Sá gerviheimur verður að engu þegar mengunin verður svo mikil að lífi fólks verður ógnað á heimsvísu þannig að vestræn velferð verður að engu.

Það er betra að gera sér grein fyrir grunnlögmálum náttúrunnar, sem eru undirliggjandi en falin á meðan maðurinn sem tegund getur einhverju ráðið ennþá.

Nútímafólk sem ætlar að ala börn sín vel upp ætti að athuga að Talíbanar Afganistans eru nær náttúrunni en vestrænt fólk, því í dýraríkinu er það karldýrið sem aflar fæðu og kvendýrið sem sér um afkvæmin, yfirleitt. Úrkynjun Vesturlanda er ekkert sem við ættum að hreykja okkur af, þótt svonefnd mannréttindi séu einhverskonar prik sem veifað er í sífellu, og betra að veifa röngu tré en öngvu eins og einhversstaðar stendur í gríni og alvöru.

Þegar mannréttindi eru bætt á einum stað versna þau annarsstaðar. Allavega þegar búið er að jafna það sem hægt er að jafna og dreifa því sem hægt er að dreifa, og slík jöfnun verður aldrei fullkomin.

Til að stöðva óhóflegan brottflutning þarf að umbreyta þjóðfélaginu frá grunni, og ónýta þau hryðjuverk sem unnin hafa verið í nafni vinstrihugsjóna, og jafnvel hægrihugsjóna, gróðasjónarmiða.

Við erum ætíð að lesa fréttir um eitthvað sem fólk er að reyna, sem er dæmt fyrirfram til að mistakast. Samstaðan er rofin, og til að hægt sé að breyta samfélaginu til góðs þarf samstaða að ríkja. Samstaðan er rofin vegna femínismans.

Það er viðleitni innan stjórnkerfisins að missa ekki tökin, einnig meðal einstaklinganna.

En þegar eigingirnin er orðið grunngildið sem flestir sameinast um, þá er framtíðin ekki björt heldur svört.

Eitt er að láta stjórnast af tilfinningum og annað að láta stjórnast af rökhyggju. Svo er það hitt, að láta stjórnast af óskhyggju og pólitískum draumórum.

 

 


mbl.is Vilja hægja á brottflutningi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn tilvonandi mun leggja blessandi eða bölvandi Davoshönd yfir þjóðina (hvernig sem menn túlka það) ef önnur þessara tveggja verður kosin

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, þær sem eru efstar í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar, eiga það sameiginlegt að vera Davosdúkkulísur umfram margar slíkar og marga Davosdrengina. Katrín hefur farið á Davosráðstefnur í sinni ráðherratíð og er auk þess gjörsamlega sammála þeim í málflutningi um hamfarahlýnun, öfgafemínisma, heimsyfirráð hinna ofurríku með foreldrahöndum hinna alvitru, sem krefjast stjórnar á lífi þínu, sem aðeins kostar frelsi þitt, og fleira, en áherzlur Vinstri grænna liggja þeim megin.

Hallur Hallsson fréttamaður, bloggari með meiru segir frá því í fróðlegum pistli frá 17. marz síðastliðnum að Halla Tómasdóttir er heldur betur einnig blönduð inní Davosauðrónaveldið, World Economic Forum og slíkt. Hvet ég fólk til að kynna sér þann fróðlega pistil áður en það kastar atkvæði sínu á hana.

Uppkaup á Íslandi blandast inní þetta og fleira.

Sjálfur er ég sammála SUMUM áherzlum sem koma fram á Davosráðstefnum, en ekki öllum. Ég er sammála því að berjast þurfi gegn hamfarahlýnun og loftslagsbreytingum af mannavöldum, en ég geri mér það ljóst að femínismi er stjórntæki fyrir útvalda elítu, femínismi gagnast ekki öllu mannkyninu. Það er femínisma að kenna að mannkynið er að deyja úr, vegna minnkandi fæðingartíðni. Þetta kann að virðast þversögn þar sem offjölgun ríkir í Afríku og víðar, en tölurnar stefna þó í þessa átt með tímanum, og þannig kann þetta að enda, ef Davosmafían fær að ráða, ofurríkt fólk sem getur stjórnað, og stjórnar vissulega okkur hinum.

Þótt eitthvað af því sem Davosliðar segja sé rétt, þá er ég ekki hlynntur alræðisvaldi af þessu tagi.

Fyrir það fyrsta er mengunin EKKI að minnka undir Davosstjórnvaldsaðgerðum, hún eykst stöðugt, og það sýnir að ekki ber að treysta slíku mannlegu valdi.

Bæði Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir kunna að þegja um allt það sem er umdeilt í Davosstefnunni, en leggja áherzlu á það sem gengur vel í fjöldann. Það er lymskan.

Sumir halda því fram að þetta séu einungis samsæriskenningar, en svo er ekki. Það hafa verið gefnar út bækur um The Great Reset, Endurræsinguna miklu, og hún er staðreynd. Fólk á vegum samtakanna WEF, World Economic Forum hefur sjálft gefið út bækur um Endurræsinguna miklu, þar sem hún er fegruð en samt rétt sagt frá, en sennilega ýmsu sleppt, eða það orðað á þann hátt að það hræði ekki fólk. Það er ein bezta leiðin til að ná alræðisvaldi yfir fólki. Gleymum því ekki að Adolf Hitler gaf út bókina Mein Kampf, eða Baráttusaga mín (Barátta mín) árið 1925, en þar lýsti hann mörgu af því sem hann átti eftir að hrinda til framkvæmda, eins og að vilja ráðast á Rússland.

Einnig hafa komið út bækur um Endurræsinguna miklu af höfundum sem eru þekktir fyrir samsæriskenningar og þessvegna kalla sumir þetta bull og rugl, því þar blandast saman spádómar og viðvaranir, og ályktanir dregnar.

Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem kallað er "Úlfur, úlfur", og engin viðbrögð verða, en úlfurinn kemur nú samt.

Eins og kemur fram í stórgóðum pistli Halls Hallssonar frá 17. marz á þessu ári þá eiga þær Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir það sameiginlegt að vilja ÞVINGA femínismanum á. Raunar hefur það verið gert alla 20. öldina ef vel er að gætt, og bylting Frankfurt skólans á sök á því.

Eins og kemur fram í pistli Halls Hallssonar frá 17. marz síðastliðnum er hluti af WEF stefnunni að tala fyrir friði en standa fyrir NATÓ styrjöldum, eins og Úkraínustríðið er dæmi um.

Því miður er það óttinn sem stjórnar kjósendum alltof mikið. Sennilega vita það flestir að þessar tvær konur eru af þessu tagi, hafa notið auðsældar og menntunar, innrætingar á vegum þessara samtaka, sem teygja klær sínar og anga inní menntastofnir á Vesturlöndum flestar, og stjórnkerfið. Þá eru Frímúrarar (ef marka má samsæriskenningar sumra, sem óvíst er að séu réttar, en notaðar gegn þeim samt) eins og saklausir englar miðað við Davosmafíuna og fólkið sem á heiminn, 99% af öllum peningum í heiminum.

Kannski þýðir ekki að reyna að breyta þessu. Líklegt er að önnur hvor þeirra verði forseti.


mbl.is Halla Tómasdóttir í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 129838

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband