Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024
31.12.2024 | 00:48
Hvernig verður næsta ár?
Þetta ár hefur verið óvenju tíðindaríkt í pólitíkinni. Ætli það sé ekki hægt að búast við vinsældum þessarar ríkisstjórnar næsta árið? Og þó. Eins og ÓG skrifaði um, Inga Sæland og Eyjólfur Ármannson byrja ekki vel með að gefa afslátt af sínum hugsjónum.
Ég get skilið Ingu Sæland, hún ber ábyrgð á því að gera flokkinn "stjórntækann" og mynda traust á honum með því að vera samvinnufús í upphafi, og kannski er rétt að gefa henni séns í 1-2 ár, hvort hún fái þá meira framgengt af kröfunum. Ef ekki, þá er hún orðin of lin.
Það hefur verið fróðlegt að lesa hvernig Ómar Geirsson og Guðmundur Ásgeirsson lýsa sínum túlkunum á bókun 35. Guðmundur er með þeim mönnum sem þekkja stjórnarskrána vel og ýmis lög hygg ég, en ég er samt sammála Ómari, að betra er að sleppa við að samþykkja bókun 35, ef það er hægt. Nú ef hún er hluti af EES eins og Guðmundur heldur fram, þá er það dapurlegt og kannski verður hún þá samþykkt. En eins má spyrja sig hvort ekki sé vilji að fara út úr EES og jafnvel Schengen.
Mér finnst erfitt að skilja rökræður um bókun 35. Það er sagt að hún gangi út á að ESB lög gildi meira en íslenzk lög, þó skrifar Guðmundur að svo sé ekki.
"EES lög gilda nema skýrt sé tekið fram af Alþingi að svo sé ekki", er styzta tilvitnunin í það sem menn hafa á móti bókun 35. Maður hlýtur að vera á móti þessu.
En hinsvegar treysti ég þekkingu Guðmundar á lögum og að þetta sé innleiðingaratriði á EES samningnum.
En Eyjólfur Ármansson og hans "samningalipurð" eru ekki til að auka traust manns á Flokki fólksins. Þetta virðist dæmigert fyrir pólitíkusa sem vilja völd og peninga. Þó samkvæmt meðfylgjandi frétt er hann sömu skoðunar, en ætlar að láta þetta yfir sig ganga.
Að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Eyjólfur ræðir um í þessari frétt að sér hugnist vel er sennilega það rétta. Gott að hann taki fram að hann telji þetta enn stjórnarskrárbrot og að hann hafi ekki skipt um skoðun. En hvenær skal slíta ríkisstjórn og hvenær ekki? Er það ekki rétt ef manni finnst sjálfstæði þjóðarinnar í hættu?
Verst er að Flokkur fólksins er í þessum afleita félagsskap.
Ef Flokkur fólksins hefði myndað stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þá væri ekki svona þrýst á fólkið í honum að svíkja sínar hugsjónir.
Annars óska ég öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samskiptin hér á blogginu.
Bókun 35 enn stjórnarskrárbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2024 | 18:00
Þegar eldra fólk reynir að slá um sig með wók hugmyndum
Það hefur vakið athygli mína að í DV er frétt um deilu Jóns Sigurgeirssonar og Snorra Mássonar um hinseginleikann. Síðan kemur Jón Magnússon með ágæta athugasemd þar undir, en hún fær miður góða dóma hjá þeim sem eru virkir í athugasemdum. Ég hef raunar grun um að þeir sem fyrstir koma með athugasemdir fyrir neðan hann séu mjög langt til vinstri. Ég kannast við nöfnin og þetta er fólk sem hefur allt aðrar skoðanir en við Jón Magnússon.
Mér er farið að blöskra þessi umræða. Þegar einn fyrir neðan athugasemd Jóns Magnússonar setur innan gæsalappa "líffræðilegar staðreyndir" þá spyr ég mig hvað er farið að gerast í þessu þjóðfélagi okkar.
Ef fólk getur ekki viðurkennt einfalda líffræði, hvað er þá farið að gerast?
Síðan þessi setning hjá Smára Sverrissyni (sem er ósammála Snorra):"Hvern andskotann kemur ókunnugu fólki það við hvaða upplifun annað fólk hefur?"
Í þessari setningu Smára Sverrissonar er innifalin þversögn, því hann gæti þá spurt sig með sömu rökum: "Hvern andskotann kemur mér það við hvaða skoðanir Jón Magnússon hefur og það fólk sem er sammála honum?"
Síðan er ýmislegt í bullinu í Jóni Sigurgeirssyni sem hægt er að mótmæla.
Af hverju eru þeir minniháttar sem skilgreina sig af öðru kyni en þeim var úthlutað við fæðingu? Eða hommar og lesbíur? Eru ekki duldir fordómar í því að kalla þetta fólk minnimáttar?
Þótt einhver tilheyri hópi sem er ekki fjölmennur þurfa einstaklingarnir sem slíkir ekki að vera neitt meira minniháttar eða minnimáttar sem eru þannig.
Jón Sigurgeirsson fullyrðir að tilfinningin sé ekki lærð að sú er fæðast með leg geti ekki talið sig vera annað en kona. "Hún breytist ekki vegna árása öfgamanna sem hafa enga ástæðu fyrir fullyrðingum sínum aðra en ofbeldishneigð." Ja, hvílík tendemis bull og vitleysa í Jóni Sigurgeirssyni. Snorri Másson er ekki ofbeldismaður eða þeir sem tjá sig á annan hátt en hann sjálfur. Það sem Jón Sigurgeirsson vill er að múlbinda alla tjáningu í wók.
Jón Sigurgeirsson segir "Það er kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum að fólk megi skilgreina sig sjálft og að það sé aumingjaskapur að ráðast á minnimáttar."
Ja það er þá aumingjaskapur með gott markmið, að auka frjósemi og halda saman þjóðarheildinni með kristilegum gildum.
En setning hans er röng. Kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum er frekar að aðrir hafi rétt en aðallinn, bæði til að tjá sig og komast í vinnu, græða peninga, fá virðingu og slíkt.
Að skilgreina sjálfan sig sem eitthvað annað en það sem maður er við fæðingu, það er eitthvað nýtt sem er mjög vafasamt að telja mannréttindi.
Það skiptir engu máli þótt gamlir kallar eins og Jón Sigurgeirsson skrifi í vígi íhaldsmennskunnar og kristninnar, Morgunblaðið og lýsi því yfir að hann sé yfirmáta wók eins og unga fólkið (sumt, en ekki allt, vel að merkja). Þær skoðanir verða ekkert skárri fyrir vikið.
Athugasemd Jóns Magnússonar er góð þarna undir þessari grein.
Ég hinsvegar nenni ekki að koma með athugasemdir í DV undir svona greinum, sem eru skrifaðar til að æsa fólk í þessu máli og skapa andstæð viðbrögð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2024 | 19:51
Náungakærleikurinn er ein bezta vörnin gegn umgangspestum
Nú eru umgangspestirnar á fullu og það vekur upp spurningar hvers vegna miklu meira álag er á spítalana eftir Covid-sprauturnar en fyrir faraldurinn. Heilsu landsmanna hefur hrakað samkvæmt því og konan sem talaði fyrir Covid-sprautunum og talar fyrir landlækni, staðgengill sóttvarnarlæknis eins og það er kallað, gat ekki svarað hversvegna, Kamilla heitir hún og er oft í fréttum.
Kamilla þessi telur það samsæriskenningar að eitthvað sé sprautunum að kenna, og auðvitað er það þessi eina lína sem er gefin út og öll læknastéttin á að hlýða, þótt fáeinir sjálfstæðir séu til og á öðru máli.
En eitt er víst, og það er að ekki er búið að gera upp þessi mál. Flokkurinn "Ábyrg framtíð" fékk áberandi minnst fylgi, og þó kom þar fram margt merkilegt hjá þeim, eins og að vilja gera upp eftirmál kófsins. Það finnst mér ábyrg stefna. Ef Íslendingar væru eins ábyrgir og Bandaríkjamenn hefði sá flokkur komizt í ríkisstjórn, bóluefnaandstæðingur verður næsti heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, af Kennedy ættinni.
Það er mín skoðun að Jahve hafi sent kófið til að refsa okkur og sprautirnar séu annaðhvort gagnslausar eða skaðlegar.
En að því sem skiptir máli.
Það er kærleikurinn sem Kristur lagði áherzlu á, og það sem ég vil kalla kærleikastigið, náungakærleiksstigið. Sumt er ekki hægt að mæla, eins og kærleiksstigið á Íslandi. Kærleiksstigið er hversu mikill eða lítill náungakærleikurinn er.
Nikola Tesla er einn frægasti vísindamaður í heimi. Um hæfileika eða snilligáfu hans þarf ekki að fjölyrða mikið, hún er nú almennt viðurkennd.
Ég horfði á myndband á Youtube í vetur þar sem hliðar á Nikola Tesla voru kynntar sem fæstir vita um, það er að segja áhuga hans á kristinni trú og kærleikanum.
Þar kem ég inná þetta sem nafn pistilsins vísar í, þetta sem Kristur boðaði svo mikið.
Nikola Tesla komst sem sagt að sömu niðurstöðu og dr. Helgi Pjeturss, sem var uppi 1872 til 1949 á Íslandi, og ekki minni snillingur en Nikola Tesla.
Nikola Tesla hélt því fram að kærleikurinn væri alheimsafl, sem sagt einhverskonar óuppgötvaður náttúrukraftur, sem Jesús Kristur hafi kunnað að beizla öðrum betur og því getað unnið kraftaverk.
Nikola Tesla, hinn mikli náttúruvísindamaður var sem sagt ekki sömu skoðunar og presturinn og Radíusbróðirinn fyrrverandi Davíð Þór Jónsson, að kraftaverkin hafi aðeins verið tákn og líkingar í Biblíunni. Ja úr því að Davíð Þór er kommúnisti og í Sósíalisti er þetta ekki svo skrýtið, kommarnir í Sovétríkjunum höfnuðu alltaf kristninni og vildu að fólk tryði á Stalín í staðinn!
Ekki gat Nikola Tesla beizlað kærleikann eins og rafmagnið, en hann gaf þó leiðbeiningar eins og Kristur, að kærleikurinn væri afl sem ykist væri hann notaður.
Öll sú neikvæðni sem femínistar senda frá sér hittir þá sjálfa að lokum eins og búmerang. Þannig er þetta með okkur öll. Ef við reynumst öðrum illa þá uppskerum við það sem tap, óhamingju og ólukku. Ef við erum kærleiksrík þá kemur það til baka sem gæfa, gleði og betri heilsa.
Við þurfum að greina á milli þess sem er meðvitund óvild og vonzka annarra og svo eitthvað sem fólk ræður ekki við, og hvort ekki sé rétt að vorkenna ýmsu fólki sem kemur ekki nógu vel fram við okkur frekar en að hata það og rífast við það.
Sumir hatast útí narsisista. Ég lít yfirleitt á allar hliðar á hverju sem er. Þannig tel ég að narsisistar búi yfir kostum líka sem aðdáunarverðir eru. Narsisistar eru sjálfhverfusjúklingar, en kannski mætti þýða þetta á annan veg líka.
Margir pólitíkusar eru sjálfhverfusjúklingar. Af þeim má læra, því þeir ná árangri og láta fjöldann hylla sig. Þó eru mörk og maður sem þekkir kristna siðfræði eða heiðna, veit hvað er slæmt við að fara yfir þau, svo ekki sé brotið gegn lögmálum trúarbragðanna.
Okkar femíníska menning byggist á því hver er félagslega sterkur. Sá sem er félagslega sterkur er meðvirkur djöfuldómnum í jafnaðarfasismanum. Maður verður því að vera samvizkulaus til að njóta virkilegrar velgengni.
Nei, ég vil ekki öfundast, en vil þó benda á þetta og ekki hunza þessi sannindi.
Sannur kærleikur felst í því að kjósa að þjást og vera fórnarlamb eins og Kristur gerði, að láta krossfesta sig fyrir aðra, fyrir fjöldann.
Í því felst að aðhyllast stundum óvinsælar skoðanir, ef manni finnst fjöldinn á villigötum.
Það er eitt af því sem má lesa út úr Biblíunni.
Kristur afneitaði ekki sínum kenningum fyrir framan rómversku höfðingjana. Ekki frekar en að Giordano Brúnó hafi afneitað sínum vísindakenningum fyrir framan böðla sína.
Þessir menn urðu hetjur eftir dauðann, fyrirmyndir.
Taka upp grímuskyldu á Landspítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2024 | 17:20
Heimurinn færist nær meiri hernaðarhyggju, virðist manni
Fréttirnar um að Trump vilji kaupa Grænland finnst mér kornið sem fylli mælinn að ég fyllist óbeit á honum eins og Pútín - sem ætti að vera búinn að semja frið við Selenskí. Síðan eru þessar árásir á Úkraínu yfir jólin sérlega ógeðfelldar og til þess fallnar að maður fyllist óbeit á Pútín.
Samt sem áður veit ég um forsöguna, og ögrunina frá Nató, allt frá 2014, eða enn fyrr. En Pútín er ekki geðslegur og heldur ekki Trump.
Ekki er Netanyahu skárri, en allir þessir menn eiga sér stuðningsmenn og svo marga að það er merkilegt.
Öllu gamni fylgir einhver alvara. Grænland er ríkt af auðlindum, olíu og málmum í nútímatækni. Ætli það sé ekki það sem býr undir hjá Trump?
Ég er umhverfisverndarsinni og gleymi því ekki. Bandaríkin eru sek um mestu mengun mannkynssögunnar og að hafa kennt öðrum þjóðum þennan eitraða lífsstíl, Kínverjum þar með talið.
En Wokestefna Bidenstjórnarinnar var slík klikkun að við hana varð ekki unað. Karlahatrið í femínistum verður slíkt að það er engin hemja, eins og amma orðaði þetta oft.
Það vantar alvöru hlutleysi, fagmennsku og jafnaðarstefnu í réttum skilningi þess orðs víða.
Grænland ekki til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2024 | 14:55
Heimskunnar bryggja, ljóð frá 19. desember 2018.
Búmerang finnur þig, frægð þókt enn njótir,
firum góðum hótir,
stöðnuð sál við stalla
stúlkna fer í salla,
raustin römm mun gjalla.
Gaf hún þér ástfangin gæðin og lofið?
Gat hún aðeins rofið
sátt og sæmileika?
Seggi gerði veika?
Ei sig eltir bleika?
Laufin þau feykjast burt, desemberdrungi,
deyfð og andans þungi.
Heimskugæsin horfin,
heimtar viljinn sorfinn,
þann er stenzt ei storfinn.
Ásta sú reyndist þó innantómt glingur,
ekki skilur fingur.
Horfin heimsins gæði,
hennar nægði bræði,
vildum batna bæði.
Nauðgunarmenningin stelpa þér stjórnar,
starfi ennþá fórnar.
Aldrei elti þetta,
aðrir verða að detta,
og frá sér viti fletta.
Lærði að hafna þér, heimskunnar bryggja,
heim ei muntu þiggja.
Læzt ei sjá þá lýzku,
leiðist burt frá tízku,
finn þá góðu, frísku.
Sökin er kvennanna sjálfhverfu núna,
syndir drepa trúna.
Ykkar örlög brosa,
ekki um þetta losa,
tíkur ei slíkt tosa.
Mundi ég hafna þér, heimskunnar vígi?
Hernam sigur, lygi.
Gegn þér gjarnan berjast,
gýgjum slíkum verjast,
annars synir erjast.
Formykvun sálnanna, blekkingin blakkra,
böðlastjórnun skakkra.
Tækifærin fékkstu
frá þér langmest gekkstu,
sérð þú sviðsmynd dekkstu.
Afmæli skólaðra, eitraðra kvenna,
ein þó kaus að brenna.
Þegar skrautið þekur
þig sem engan vekur,
friðinn frá mér tekur.
Storfinn: Dauður, af að sterfa, drepast, þýzkusletta, eða endurheimt orð með réttu íslenzkt.
Gýgur: Tröllskessa.
Erjast: Berjast, standa í vafstri, leggjast í erjur, þrætur.
Lýzka: Lýðskrum, lýðzka, leiðindatízka, heimskuleg, ekki uppbyggileg.
Firi: Maður, karlmaður, hetja, kappi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2024 | 13:46
Mammon á að ráða á RÚV og þau stefna á gróða á næstunni. Mun dagskráin skána? Verð ég fenginn til að spila mína tónlist á RÚV eða Sverrir Stormsker?
Fyrstu áratugina sem RÚV starfaði fór mikið fyrir innlendri dagskrárgerð. Ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og útsendingartími styttri en hann var nú. Auglýsingar voru ekki inni í þáttunum sjálfum heldur aðeins á milli dagskrárliða. Auglýsingar voru á góðri íslenzku og framleiddar af Íslendingum sjálfum og fyrir íslenzk fyrirtæki einungis. Nú eru það erlendar auglýsingar sem tröllríða öllu, útlendar bíómyndir frá Hollywood sem er í taprekstri eftir woke-geðveikina, og svo eru það erlend risafyrirtæki, snjallsímar og annar óþarfi, eða þá risafyrirtæki að auglýsa megrunarvörur eða annan hégóma. Fyrstu áratugina voru þulur sem kynntu dagskrárliði á góðu máli og glettni í bland, og þær voru persónulegar, sömdu sínar eigin kynningar sjálfar og voru hver með sinn persónulega stíl.
Í dag er næstum öllu stjórnað af tölvum í RÚV hvað varðar fínstillingu og tímasetningu á efni, þótt valið sé af fólki hvað er á dagskrá og í Excel skjölum. Tölvan ræður tímasetningum og þegar maður ætlar að stilla á tímaflakkið hefur tölvan oft rangt fyrir sér og maður fer inní miðjan þátt eða áður en hann byrjar!
Taprekstur RÚV hefur sízt skilað sér í betri dagskrá.
Fyrstu áratugina tókst RÚV að sýna menningunni virðingu og það kostaði ekki of mikið.
Í dag er það svo að aðeins útvaldir listamenn fá athygli en aðrir ekki.
Ég held í raun að meira réttlæti hafi ríkt meðal listamanna þegar Halli og Laddi urðu vinsælir, hæfileikar fengu að njóta sín, en ekki lengur.
Í dag fá allir hæfileikalausir listamenn að fá athygli, ef þeir eru kvenkyns eða með tengsl við menningarmafíuna og eru wók. Hægrisinnaðir listamenn fá ekki athygli og verða ekki vinsælir, svo einfalt er nú það. Það heitir pólitísk rétthugsun en er pólitísk ranghugsun og ranglæti.
Alveg nákvæmlega eins og í Sovétríkjunum þegar kommúnisminn frysti þar allt réttlæti í hel. Aðeins þeir listamenn sem voru Stalín og kommúnismanum hliðhollir fengu athygli og vinsældir þar.
Í kommúnísku samfélagi eins og ríkir núna á Vesturlöndum þar blómstrar spillingin og óhófleg sóun á fjármunum.
Embættismenn sem aldrei voru kosnir fá frelsi til að ráða yfir lífi og limum borgaranna.
Endalausar íþróttir og heimsmeistarakeppnir á RÚV, fjáraustur í slíkt því einhverjir embættismenn taka þá ákvörðun.
Ég tel mjög miklar líkur á því að Íslendingar séu orðnir svo heiladauðir og heilaþvegnir að þjóðin gangi inní ESB á þessu kjörtímabili.
Hér vantar sjálfstætt fólk og skynsamt sem lætur á sér bera. Wók-liðið, sem er þrælkað af erlendri kerfishyggju og öfgavinstristefnu frá útlöndum, það er áberandi í menningu og listum. Það dregur niður sköpunargleði almennt, því kerfishyggja og hlýðni við fjölmenningu og aumingjadýrkun hún leiðir til einnar línu, ekki fjölbreytilegrar sköpunar.
Miðað við hvernig RÚV og yfirstéttin á Íslandi rekur áróður fyrir Natóstefnu, fjölmenningu og ósjálfstæði, þá má búast við að inngangan í ESB verði samþykkt af almenningi áður en 4 ár verða liðin. Nema heldrífustjórnin springi í tætlur eins og margar vondar stjórnir hafa splundrazt að undanförnu, Guð láti gott á vita.
Ef þessi ESB stjórn öfgakvenda springur eins og Katrínarstjórnin, þá kannski verður þjóðinni forðað frá ESB inngöngu.
Boða 100 milljóna hagnað á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2024 | 15:32
Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
Vonin um breytingar til batnaðar er flestum sameiginleg. Þannig höfum við nýjan biskup núna við völd og nýja ríkisstjórn - og Ísland sennilega orðið mesta kvennaveldi í heimi, femínískasta land jarðarinnar, eða nálægt því.
Guðrún biskup vill efla kirkjuna og kirkjuvaldið, því þá fær hún betri laun og minni gagnrýni. Guðmundur Örn Ragnarsson og aðrir sem eru hefðbundnir er sá sem ég tek meira mark á en núverandi biskup.
Ríkiskirkjan er í dag kvennakirkja. Hægt er að setja hvaða boðskap sem er inní kirkjuna - ef konur eru ánægðar með þann boðskap.
Um 90% af öllu kristilegu er stolið úr heiðnum trúarbrögðum. Kvennakirkjan og satanisminn er aðeins ný blæbrigði á trú sem hefur alltaf verið þannig.
Það er Snorra Edda frekar en Biblían sem ræður þjóðfélagsskipan og hefur ráðið þjóðfélagsskipan í langan tíma. Rangfærslurnar í því sem sagt er rit Snorra Sturlusonar hafa skapað forgang og reglur, þjóðfélagsskipan.
Við höfum heilög rit sem sögð eru Guðs orð, trúarrit. "Voru ekki karlar sem skrifuðu Biblíuna?" spurði nágrannakona afa og ömmu mig sem dó í fyrra, Margrét. Hún var á sínum efri árum farin að efast um sannleiksgildi og réttmæti Biblíunnar, og kannski var hún efablandin allt sitt líf.
Það skiptir mjög miklu að Baldur er í allt öðru hlutverki í Sæmundar Eddu og Snorra Eddu en hundruðum og þúsundum ára fyrr.
Í Baldursblótinu er því lýst hvernig Baldur fer niður til Heljar og verður að vega hana. Síðan rís hann aftur upp á himininn sem sól, og er rísandi sól í vagni sínum. En Helja lifnar við aftur eins og guðir og gyðjur, þetta er eilíft.
Á sama hátt er Baldur drepinn af Heði og Loka í Snorra Eddu og Sæmundar Eddu, en þess er ekki getið að hann lifni við fyrr en eftir Ragnarök.
Þarna er hin stóra villa.
Aftur er stór villa í því fólgin að Týr er látinn missa hönd sína í gin úlfsins og látið þar við sitja. Í þessu er afhelgun fólgin sem hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir mannheim, menn og konur.
Úr því að við vitum það með vissu að Helja jafnar sig og lifnar við á hverju ári, og það tekur Mjöllni eitt ár - eða Hvélni - þá vitum við að það sama gildir um Tý. Það hinsvegar skiptir öllu máli að vita þetta.
Það mun hafa verið í fyrstu bók Einars Pálssonar, frá 1969, dulfræðings og sem var skólastjóri einnig, að fyrir kom stórmerkileg setning. Sú bók heitir "Baksvið Njálu" og kom út 1969.
Ekki er þar mikið ritmál, en merkilegt.
Kemur þar fram réttari og meiri en einnig dýpri skilningur á guðinum Tý en finna má annarsstaðar.
Stendur þar að Tý hafi "misst karlhöndina", í gin Fenrisúlfs.
Hægri höndin er "karlhöndin" eins og Einar Pálsson skýrði þetta út.
Skrifaði hann á þá leið að þess vegna væri heimsskipanin með þessu móti, vegna þess að jafnvægi er rofið, og hið karllæga á undanhaldi, hið karlmannlega. Það er karlhönd Guðs sem er í hafinu, sem er tákn fyrir geiminn, óendanleikann.
Ef við skiljum orðið týrannía, einræði, þá skiljum við allmikið.
Dieu á frönsku þýðir guð. Þó má segja að líklegt sé að devil og djöfullinn séu sömu orð, andstæðrar merkingar á íslenzku og ensku, og þannig er nú það að orðið skipta um merkingar oft og einatt á löngum tíma - eins og kirkjurnar verða satanískar með tíð og tíma og femínískri þróun.
Þegar maður fer að rannsaka trúna á Tý þá rekst maður strax á skortinn á heimildum. Orðið tyranny á ensku hjálpar manni.
Ekki hræðist ég þetta orð og veit að það þýddi réttláta stjórn einu sinni, en það mun vera meira en 3000 ár síðan orðið hafði þá merkingu og í týndum tungumálum og gleymdum að mestu.
Það er ógæfa okkar menningar að orðið tyrant hefur fengið öfuga merkingu, en þetta er það sem gerist einatt, að mannleg villa saurgar hið guðdómlega.
"Uppreisnin gegn týrönnum er hlýðni við Drottin", stendur á ensku á bloggsíðu Arnars Þórs Jónssonar. Það eru góð og rétt orð, þótt betra væri að eiga annað orð á ensku yfir harðstjórana.
Þótt Arnar Þór Jónsson hafi hvorki orðið forseti né ráðherra á síðasta ári þá er gott að hann steig fram og bauð fram krafta sína með þessum hætti. Hann er ljós í myrkrinu, en það tekur tíma að snúa því við sem komið er á hvolf.
Svo gamalt er orðið tyranny að það er rekið til forngrískunnar, en ekki finnast eldri heimildir en Lýdískar. Lýdíska er útdautt tungumál sem talað var 700 fyrir Krist í Lýdíu, og um það má fræðast á Netinu.
Lýdía var þar sem nú er Tyrkland.
Tyrkland er merkilegt. Sumir telja að upprunaland aría sé þar, ef það er ekki nálægt Svartahafi og Úkraínu.
Tyrkland er einnig nálægt Mesópótamíu og Súmer, Babýlon og jafnvel Ísrael, eða Írak, þar sem menningin mótaðist, kristnin.
Saga Lýdíu er hulin mistri og skorti á heimildum þegar kemur að smáatriðum og ýmsum atriðum.
Þó er ýmislegt komið í ljós og vísindamenn hafa grafið niður og fundið stórmerkilegar fornleifar, sem eru ríkulegar á þessu svæði.
Frýgíski guðinn Tiws er greinilega Týr. Lews er talinn lýdíski guðinn sem næst kemst honum. Þó má búast við að fornleifafræðingar eigi eftir að finna áletranir síðar sem gefa til kynna annað guðanafn, sem nær er heitinu Týr, eða Tiws á frýgísku.
Guðir margra þjóða voru til tugum eða hundruðum saman, og þúsundir guða eru þekktir meðal fjölmennra heiðinna þjóða eða samþjóða, eins og rétt er að nefna Kelta, en Gaulverjar aðeins hluti Kelta, sem teygðu sig yfir mjög stórt landsvæði og langt tímaskeið. Því finnst mér rétt að nefna Kelta samþjóð, eða hugtak eins og Evrópubúar er núna. Þegar Sesar skrifaði um Kelta átti hann við fjölbreytta ættbálka og þjóðir, jafnvel þegar hann skrifaði um Gaulverja. Gaul og Celt eru jafnvel svipuð orð, mismunandi stafsett.
Þegar maður byrjar að fjalla um þessi fræði er maður kominn á sitt áhugasvið, sem er þróun Forn-Grikkja, lýðræðis og indó-evrópskrar menningar og trúarbragða, en ég hef áhuga á mörgu öðru einnig svo sem.
Stúla, stele á ensku er lágsteinmynd, manka á frýgísku. Devos er guð á frýgísku. Orouan er verndari, viðhaldari. Knays er kona, eiginkona. Mane er mön, fax á hesti, enn mane á ensku nútímans, komið af þessum sama stofni.
Tis er annað orð yfir guð á frýgísku, Zeus á grísku. Prygian er þetta á ensku, ef leitað er á netinu. Frýgíska er íslenzk stafsetning á Prygian.
Tios er frýgíska og þýðir guð, diwos er eldri mynd, guð, goðmagn þýðir það. Tiveya er talið þýða gyðja. Í Litlu Asíu, Anatólíu, var Biþynja, (Bithynia) og þar var Zeus kallaður Tios.
Bago var guð einnig þarna og er það orð samstofna slavenskum guðaheitum, bogd. Hinn frýgneski guð Bagaios var gjafarinn mikli, sá sem gaf marga góða hluti, eins og jólasveinninn varð þekktur fyrir síðar.
Tileinkun, gjöf, það mun vera þýðing á bhagom, indóevrópsku orði sem liggur til grundvallar.
Frýgíska á ýmislegt sameiginlegt með norrænu, fornnorrænu og nútímaíslenzku, þótt mjög fornt mál sé. Íslenzkan er guðamálið eins og Nýalssinnar héldu fram áður.
Tökum dæmi um frýgíska ljóðlist, eða rúnaristu á gröf.
"Ios ni semoun knoumanei kakoun addeket aini teamas
me zemelós ke deós ke tié titetikmenos eitou."
("Hver sem veldur haug þessum skaða eða gröf þessari
meðal manna eða guða verður látinn bölvaður af Zeus (Tý)."
"Bas ioi bekos me beret"...
"Megi guðinn Bas ekki færa honum brauð". (Bölvun).
Bas er talinn frýgíski frjósemiguðinn.
Beret er skylt berein á grísku og ferre á latínu, færa, bera.
Að bera á íslenzku er nær beret á frýgísku.
Annars hafa fræðimenn tekið eftir því að grafskrift þessi er stuðluð og með höfuðstafi, eins og íslenzki kveðskapurinn. Þó er þetta allt að 3000 ára gömul frýsnesk áletrun, þar sem Tyrkland er núna staðsett! Þetta sýnir hversu gömul Eddukvæðin eru að uppruna, svo dæmi sé tekið, og hversu langlíf þessi hefð er.
Ekki verður skilið við þetta án þess að fjalla um Cybele, hina miklu móður í frýgísku menningunni. Hún er eina goðmagnið sem þekkt er meðal Frýgea, Anatólíumanna af þessu tagi frá þessum tíma.
Magna Mater var hún kölluð meðal Rómverja, innflutt gyðja, gríðarlega voldug og víða tignuð og lengi. Án efa sú sem tók við af Hel, sem var gyðja einna mest tignuð af mannkyninu frá upphafi, á ísöldunum fyrir meira en 10.000 árum, í hellum og úti á víðavangi.
Fjallamóðir var hún kölluð af sumum, og Fjallkonan íslenzka ein mynd hennar, seinni tíma.
Cybele er stórmerkilegt heiti orðsifjalega.
Orðið kýr á íslenzku er dregið af hennar nafni og orðið belja sömuleiðis! Eða það er nokkuð sem ég uppgötvaði fyrir langa löngu, en aðrir eru mér ekki sammála, því orðsifjafræðingar norrænir leita ekki svona langt til baka.
Cy var að kýr.
Bele varð að belja.
Aurhumla eða Auðhumla mun vera eitthvað skyld henni, ef ekki sama goðmagnið, sem gekk undir mörgum heitum við landnám Íslands norrænt.
Akfeit kona í Setuhaug, Catalhöyuk er sennilega táknmynd þessarar gyðju.
Margt bendir til þess að hinir fornu Lýdíanir hafi aðhyllzt mæðraveldi og gyðjudýrkanir. Þá erum við komin allan hringinn til Íslands nútímans, kvenpresta og kvenbiskupa og kvenkyns forseta og forsætisráðherra, og svo framvegis.
Artimus er talin æðsta goðmagn Lýdíana, svipað og Kubeleya, Cybele, meðal Frýgíana.
Artemis hin gríska er kannski sama gyðja, eða afleidd gyðja. Artimus var stærra goðmagn, gegndi veigameira hlutverki meðal Lýdíana en Artemis meðal Forn Grikkja.
Arthúr, nafnið íslenzka og alþjóðlega, það er dregið af þessum heitum og þýðir Björn. Það er raunar eldra bjarnarheiti en orðið björn.
Við myndum víst í dag kalla þetta frumstæð goðmögn. En er Ísland í dag að stefna inní þessa heiðnu átt?
En hér ætlaði ég að fjalla um guðinn Tý.
Af allri þessari umfjöllun á undan, og margt af þessu úr wikipediu og vefsíðum, þannig að þetta er opinberlega viðurkennt en ekki mín speki eingöngu, þá má það ljóst vera að orðið Týr er ævafornt. Ekki aðeins það heldur er ekki hægt að rekja orðsifjar orðið "tyranny" lengra en til Forn-Grikkja og Lýdíana, um um 700 fyrir Krist.
Væntanlega er guðinn Týr mun eldri en það. Það sem finnst við fornleifauppgröft er aldrei öll sagan, slík goðmögn geta hafa verið dýrkuð talsvert fyrr.
Hitt er aftur á móti fullkomlega ljóst og viðurkennt af mörgum fræðimönnum, að áður en Óðinn varð aðalguð Ásatrúarinnar er talið af mörgum að Týr hafi gegnt því hlutverki.
Það stenzt alla skoðun og er rökrétt, má slá því föstu jafnvel.
Sjálf trúin á Jahve var í mótun á þessum tíma. Svo virðist sem trú Hebrea hafi mótazt frá mæðradýrkun og kvennakirkjum yfir í feðraveldi, og að trúin á Tý hafi tekið við af samsvarandi kvennaveldi meðal fyrstu aríanna á jörðinni sem þekktir eru, hvort sem þeir voru í Tyrklandi eða Úkraínu eða annarsstaðar.
Þegar hönd Týs hin hægri rís upp úr hafinu og upp frá Jötunheimum, þá mun koma aftur gullöldin sem allir hafa beðið eftir, þá kemur týrannía í þeim skilningi að réttlátri stjórn verður komið á, öfugt við þá alþjóðlegu og röngu merkingu sem það orð hefur fengið, en sú merking er ekki marktæk frekar en yfirborð heimsins og það sem okkur er tjáð af Medúsu eins og annar bloggari orðar þetta.
Sverð Týs var einnig nefnt stöng, stálstöng eða teinn, en ljósvaldur og þrumufleygur samkvæmt öðrum heimildum. Þessar goðsagnir höfðu glatazt þegar Snorra Edda var skrifuð, eða þagað um þær viljandi.
Stafur er það orð sem notað var á landnámsöld, eldra heiti er Dobur, Dofur, Davour eða Davur, Daofri, og "Bókin um veginn" eftir Lao Tse fjallar um Týsdýrkun af þessu tagi, og lýsir trúnni á Tý hinni upphaflegu miklu betur en vestrænar heimildir seinni tíma.
Vegurinn sem Lao Tse fjallaði um, það var og er vopn Týs, þessi stafur, en í orð þýðir skipun, samkvæmt Biblíunni, líka. (Logos á grísku í Nýja testamentinu). Orð þýðir skipun og fyrirætlun, og stafur er þannig braut skipulagsins sem Týr leggur.
Biskup: Guðleysi er ekki hlutleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jesús Kristur fæddist á jóladag, það var manni kennt. Þótt af mörgum ástæðum sé hægt að efast um slíkt, bæði tímasetninguna og tilvist hans og kalla allt það mýtur, þá þurfa hátíðir sem þessar íhaldssemi, og því trúum við þessu flest, eða reynum.
Sumir kalla okkar kristnu jól Míþrasarhátíð í dulargervi. Vetrarsólhvörf 25. desemeber og að fæðingardagur Röðulsins ósigrandi sem tignaður var fyrir 2000 árum og jafnvel Míþrasar einnig í Rómarveldi hafi verið þá er nokkuð sem margir fræðimenn telja, en aðrir eru ósammála því. Baldursblót í dulargervi, líka hægt að færa rök fyrir því.
Mér fannst það svo skrýtið sem amma sagði þegar ég var lítill, að jóladagur væri aðaldagur hátíðarinnar en ekki aðfangadagur. Sem krakki miðaði ég við pakka og góðan mat. Það var aðfangadagur sem var aðalmálið, en hitt bara letidagar sem fylgdu á eftir og leiðinlegir.
Ég fór í Góða hirðinn fyrir jólin og fann gamalt DVD upptökutæki, og ég hef gaman af að grúska í svona gömlum tækjum. Inni á því eru upptökur frá RÚV frá 2008, talsvert mikið.
Mér finnst gaman að sjá gömlu þulurnar aftur sem voru á RÚV á þessum tíma. Jafnvel svona gamlir fréttatímar eru skemmtilegir, þeir rifja upp tíðarandann á þessum tíma.
Merkilegt hvað Áramótaskaupið 2008 var hundlélegt! Það var einelti í garð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra næstum frá upphafi til enda, og eitthvað grín í garð hrunvalda, en merkilega lítið.
Þulurnar þurfa að koma aftur á RÚV.
Ég þori að vera gamaldags og er stoltur af því.
Stöðnun ríkir á RÚV.
Gott væri að fá nýjan stjórnanda þar sem þyrði að vera gamaldags og ráða aftur þulur, sem gefa persónulegt og skemmtilegt viðmót.
Mér er alveg sama um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2024 | 00:55
Jólasaga úr bernsku minni
Ég óska öllum gleðilegra jóla.
Stundum er gaman að rifja upp jólaminningar sem eru kýmilegar eða ekki bara hátíðlegar.
Það gerast allskonar atburðir í tengslum við jólin, bæði þegar maður er krakki og fullorðinn. Hér er svolítið saga úr æsku minni sem mun víst hafa gerzt 1979 í desember. Þetta get ég verið viss um því ég man að þetta var árið eftir að ég gerði mynd sem var hengd upp á kennarastofunni, og það var 1978. Þá var ég 8 ára og mamma man þetta ártal með mér svo það er rétt.
Úr því að maður er að rifja svona upp þá er alveg eins hægt að gera það ítarlegar, eins og þörf þykir til að þjóna umfjöllunarefninu og fylla uppí myndina sem gefin er lesendum.
Ég var lítið eða ekkert fyrir íþróttir. Þannig að ég var einrænn strákur og mér leiddist fyrstu tvö árin í barnaskóla, sérstaklega fyrsta árið. Ég kunni að lesa þegar ég fór í 6 ára bekk, því amma hafði kennt mér að lesa þegar ég var 5 ára. Mér leiddist eiginlega öll fögin.
Þegar ég var 7 ára fór ég að kunna vel við myndlistina, myndmenntina. Ég fann að ég hafði hæfileika og fékk hrós, og kennarinn náði sambandi við mig, hún var kát kennslukona og ekki þurr og leiðinleg eins og sumir kennarar, ég man að hún hét Katrín sem kenndi okkur myndmennt. Einnig kunni ég vel við tónmennt, íslenzku, sögu og líffræði. Ólafur Þórðarson úr Ríó Tríói kenndi okkur tónmennt.
Þegar ég byrjaði í 8 ára bekk í september 1978, þá gerði atburður sem varð þess valdandi að ég ákvað að verða listamaður. Ég fékk bæði hrós kennara og nemanda fyrir eina mynd sem ég gerði.
Þannig var að í byrjun annarinnar hverju sinni í myndmennt áttum við að búa til möppu fyrir myndirnar okkar og gera mynd utaná þær. Katrín myndmenntarkennari hafði þetta þannig.
Þegar ég byrjaði í 8 ára bekk 1978, þá byrjuðum við að læra Íslandssögu, ef ég man rétt, það var þunn kennslubók sem stiklaði á stóru, og fyrsti kaflinn fjallaði um landnámið, Sturlungaöldina, mannvígin, víkingana og kristnitökuna, ásamt fyrstu öldum kristninnar þar á eftir.
Kennararnir samræmdu sumt í námsefninu. Þannig var það með Katrínu sem kenndi myndmennt. Hún vissi að þetta var á námsskránni.
Þess vegna setti hún okkur fyrir verkefni í fyrsta myndmenntartímanum, þegar kom að því að búa til möppuna og myndina utaná hana. Það var að búa til mynd sem tengdist Sturlungaöld, landnáminu eða víkingum.
Ekki vil ég segja að mín mappa hafi verið betur teiknuð en hjá öðrum, en þegar Katrín kennari sá hana þá flissaði hún fyrst eða skellti léttilega upp úr af hughrifum, varð hissa eða undrandi, og varð alvarleg strax á eftir, og var lengi að gaumgæfa þessa mynd og pæla í henni, eins og þetta væri meistaraverk eftir Pablo Picasso eða gömlu meistarana.
Síðan spurði hún hvort hún mætti hengja þetta upp yfir kennarastofunni! Ég varð svo hissa að ég sagði já um leið! Síðan var þetta þarna þar allan veturinn og hún lét mig gera nýja mynd á nýja möppu.
Þetta var mjög gott fyrir egóið, og ég vildi bara verða listamaður eftir þetta.
Það mun hafa verið fyrir jólin 1979, að það átti að búa til myndir af jólasveinum fyrir litlu jólin. Nemendur voru fengnir til að skreyta skólastofurnar með myndum og hinu og þessu. Ég átti að gera jólasveina sem yrðu skornir út.
Þetta er aðalsagan.
Nema kennarinn var ekki ánægður með þessa jólasveina. Þeir litu allir út eins og fyllibyttur, ræningjar eða útilegumenn! Ég varð að hirða þessar teikningar sjálfur og aðrir nemendur voru fengnir í verkefnið. Kennarinn sagði að börnin yrðu hrædd við þessa jólasveina, þeir litu svo skuggalega út.
En ég er stoltur af þessari sögu. Hún sýnir hvað ég var raunsær, ekki eldri en þetta. Þessi saga sýnir að ég lét ekki kennara eða þjóðfélagið segja mér hvernig jólasveinar hlytu að vera, rauðklæddir og sakleysislegir trúðar.
Mínir jólasveinar voru þreytulegir og með rauð nef, og illa farnir eftir að hafa legið úti í hellum og fjöllum. Auk þess þar sem þeir áttu að vera gamlir þá litu þeir út fyrir að vera fjörgamlir og útjaskaðir hjá mér. Svona var raunsæið hjá mér. Mér fannst ekki passa að búa til Hollywoodútgáfu af jólasveinum. Mig minnir að Skafti Þ. Halldórsson, sem kenndi okkur íslenzku, og var einn aðalkennarinn þarna hafi staðið með mér og sagt að svona hafi jólasveinarnir verið upphaflega fyrr á öldum og að þetta hafi verið rétt lýsing hjá mér, en þetta féll samt ekki í kramið hjá öðrum.
Mér finnst þetta reyndar vera ágætlega skemmtilegar jólaminningar. Sumir krakkar efla félagsþroska sinn snemma, en þessi minning sýnir að ég var kannski kominn með annarskonar þroska svona snemma, raunsæi þess efnis að lífið er allskonar og ekki Hollywoodkvikmynd eða barnaefni.
Það er greinilegt af þessari sögu að ég var ekki tilbúinn að láta fullorðna fólkið segja mér að jólasveinarnir væru trúðar í rauðum fötum. Annað í sögunum um þá benti til þess að þeir væru skuggalegir náungar, og þannig fannst mér þetta passa og ganga upp.
Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2024 | 14:45
Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru betri nafngiftir en Valkyrjustjórnin
Já maður óskar nýju stjórninni velfarnaðar og að störf hennar verði þjóð og landi til sóma.
Ég hef verið að íhuga þetta valkyrjuheiti og hvernig það kemur úr heiðninni, og ég segi að það gleður mig að fólk skuli leita til heiðninnar en ekki kristninnar og mér finnst það gott, en það er vandmeðfarið. Þegar heilaga og heiðna nafnið Glitnir var notað, þá fór sá banki í þrot, vegna þess hroka sem fólst í því að nota heilagt nafn og heiðið. "Leggið ekki nafn Guðs eða Guða eða Gyðja eða þess upphafna við hégóma", myndi vera rétt að segja.
Satt er það að á tíma heiðninnar ríkti jafnrétti kannski jafn mikið og núna. Þekkt er að konur hafi drýgt dáðir og fengið leyfi til þess á tímum heiðninnar, og þó voru hefðirnar á þá leið að þær sæju frekar um börnin og heimilið.
Þannig að það þarf ekki að sækja í heldrífur og valkyrjur, heldur venjulegar heiðnar konur á tímum heiðninnar norrænu fyrir meira en 1000 árum til að finna fyrirmyndir fyrir svona sterkar konur, en heldrífa er tröllkona sem gegnir sama hlutverki og valkyrja innan lífstefnuhnattakerfisins. Heldrífurnar eru auðvitað okkur nær, við sem erum í Helju og á helstefnujörð.
Vili er sá guð sem getur ýmsu breytt því hann er guð viljans. Hann er bróðir Óðins en minna þekktur. Annars er Baldur guð jólanna og upprisa Baldurs er endurkoma sólarinnar, þannig að þessi vetrarsólhvarfaríkisstjórn rammar sig inn með mjög heiðnum hætti, en hvort það verður henni og þjóðinni til gæfu á svo eftir að koma í ljós og ekki er það víst, því við byggjum á glæpum síðustu ríkisstjórna, gegn mannkyninu og þjóðinni og náttúrunni.
Það verður ekki svo auðveldlega komizt útúr því öllu. Sízt verður komizt undan refsingunum fyrir að fækka þjóðinni með getnaðarvörnum, fóstureyðingum og inngripum í líkamana með aðgerðum margvíslegum sem brjóta gegn náttúrunni og Guði.
Pistillinn "Sólstöðustjórnin" eftir Jón Magnússon var mjög góður og einn af þeim betri sem hér hefur verið ritaður á þessu bloggsvæði.
Ég tek undir með Jóni að það er ekki heppilegt að kalla stjórnina Valkyrjustjórnina. Við erum ekki öll dauð enn. Skapanornastjórnin væri jú skár við hæfi, en þó verið að leggja nafn guðlegra vera við hégóma, þannig að "Sólstöðustjórnin" er meira við hæfi.
Fráfarandi ráðherrar óska nýjum velfarnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 16
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 723
- Frá upphafi: 131929
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 596
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar