Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Grillun mannkynsins og jarðarinnar er ekkert grín

Þegar ég las pistil Geirs Ágústssonar 29. júlí fannst mér ég meiri vinstrimaður en hægrimaður og þessi orð:"Það eru því mikil gleðitíðindi að enn einn fundur umhverfisráðherra og annarra talsmanna umhverfis hafi farið út um þúfur, ekki skilið neitt eftir og orðinn að minningu einni."

Varla get ég verið meira ósammála en þessu.

Í þessum pistli finnst mér Geir - sem ég oft er sammála og tel hann færan um að rita góða pistla oft - hafa farið útí málflutning gegn náttúruvernd sem ekki er réttlætanlegur, sem lýtur lögmálum lýðskrumsins - til að fá hrós frá öðrum hægrimönnum, en innihaldið sé rýrt og vart réttlætanlegt.

Ég hafði ekki geð í mér til að koma með ósammála innskot eða athugasemd eins og Vagn gerir, því mér fannst sannfæring hans (Geirs) slík að það hefði ekkert haft uppá sig.

Alveg finnst mér það fáránlegt að halda því fram að heimurinn þurfi að óttast takmarkanir á notkun jarðefnaeldsneytis en ekki mengunina og hamfarahlýnunina! Þarna finnst mér hann alveg snúa þessu á hvolf!

Fyrir iðnbyltinguna þurfti mannkynið ekki að aka bílum eða sigla skemmtiferðaskipum eða fljúga flugvélum. Ég hef haldið því fram að eina ráðið til að sigra mengunina sé að fara til baka, banna hátæknina og notast við hið einfalda, fyrir iðnbyltinguna. Þetta er eins og fara með fíkniefnasjúkling í afvötnun, að kenna mannkyninu öllu að hætta að nota jarðefnaeldsneyti.


mbl.is Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin eini öfgalausi flokkurinn að mati 28% landsmanna?

Heimildin er með frétt í dag sem tekur alveg púlsinn á pólitíkinni í dag. "Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka", er heiti hennar. Það sama kom fram í RÚV í kvöld, og í Gallupkönnun, þeirri nýjustu.

Þessi ríkisstjórn hefur reynt á alla flokkana, nema kannski Framsókn, sem er opinn í báða enda eins og áður. Þessi ríkisstjórn ætti að heita Taugastríðsstjórnin. Það eru Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sem taka hverjir aðra á taugum í henni og landsmenn með.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 21%. Bjarni Benediktsson segir að það sé út af breyttu stjórnmálalandslagi og fleiri flokkum, en hvort kom á undan hænan eða eggið, lélegri Sjálfstæðisflokkur eða lélegra fylgi?

Vinstri grænir eru varla með lífsmarki, með 6.1% fylgi, vinir og vandamenn styðja flokkinn og eitthvað arffast fylgi frá Alþýðubandalaginu.

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ódrepandi fyrirbæri eins og Framsóknarflokkurinn, þetta er í Íslendingagenunum að kjósa þessa flokka. Samt, þótt þessir flokkar séu kannski ódrepandi gætu þeir orðið krónískt litlir flokkar ef of langt er farið frá grunnstefnunni og almenningur fyrirgefur það ekki.

Hin raunverulegu tíðindi eru að sigurvegari skoðanakannanna undanfarinna mánaða er Samfylkingin. Sú samkunda er kannski öfgalaus eins og ég velti fyrir mér í fyrirsögn pistilsins.

Þá vaknar spurningin með Evrópusambandið. Ég geri mér grein fyrir því að sannfærðir andstæðingar þess eru í minnihluta eins og sannfærðir Evrópusinnar eru líka. Flestir eru mitt á milli, kannski, næstum því fylgjandi, ef hægt er að græða á því, heldur óspennandi samt að þurfa að lúta erlendu valdi enn meira, held ég að almenningur sé þannig þenkjandi um Evrópusambandið, eins og ég kannski.

Mér finnst Evrópusambandið prýðileg hugmynd á blaði eins og kommúnisminn, en framkvæmdin eins og Sovétríkin.

En ég held að Samfylkingin fljúgi með himinskautum í vinsældum vegna þess að Kristrún Frostadóttir er ímynd hins öfgalausa Íslendings, hún er ímynd hinnar heilbrigðu og góðu konu, sem er hagsýn að auki, flestir Íslendingar virðast á því að hún sé frekar góð fyrirmynd en bitrar öfgafemínistarauðsokkur.  Það er mjög leitt ef okkar forsætisráðherra er fallin í þann flokk, úr flokki vinsælastu stjórnmálakonu landsins. Vinsældir Kristrúnar Frostadóttur segja mikið um það að fóstureyðingastefna Vinstri grænna er að tapa en fjölskyldumanneskjan Kristrún að sigra og Samfylkingin, hennar flokkur.

Vinstri grænir hafa einnig verið andlit hinseginleikans, með einn slíkan ráðherra innanborðs og yfirlýsingar og áherzlu á þennan málaflokk, ekki svo litla.

Það er annað sem gerir Kristrúnu Frostadóttur elskaða og virta af landsmönnum, en það er sveigjanleikinn hjá henni, að gefa þær yfirlýsingar að hatur á sjálfstæðismönnum muni ekki standa í vegi fyrir samstarfi í framtíðinni, og að innganga í Evrópusambandið sé ekki númer 1, 2 og 3.

Þarna sér almenningur nefnilega stjórnmálaflokk þroskast með nýjum formanni og fólk kann vel að meta það.

VG hefur tekið á sig þann kross að forherðast í vinstrimennskunni sem úreldist hratt.

Núverandi ríkisstjórn er hryggðarmynd og það sýna skoðanakannanir sem sýna sífellt minnkandi fylgi hennar. Sjálfstæðismenn vilja halda í þá ímynd að þeir séu traustir og slíti ekki samstarfi þótt á móti blási. Kannski eru þeir að veðja á réttan hest, það kemur í ljós þegar næst verður kosið, hvort sem það verður í haust eða eftir tvö ár.

Enn stendur mín spá sem ég setti fram fyrr í vetur að næsta ríkisstjórn verður sennilega Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin, Píratar og Vinstri grænir.

Ég er ekki viss um að sjálfstæðismenn séu að gera sjálfum sér gagn með því að hanga lengur í þessari ríkisstjórn. Ef þeir verða komnir niður í 15% fylgi eftir tvö ár, þá er í kortunum næsta ljóst að við fáum "hreina vinstristjórn" númer 2 næst, eins og Jóhönnustjórnin var 2009.

 


Vonlausar ríkisstjórnir munu taka við eins og þessi er, ef ekki er tekið mark á því fólki sem gefur beztu ráðin, og vill rétta við stefnuna

Ég verð að taka undir pistil Rúnars Kristjánssonar um að VG sé orðinn auðvaldsflokkur og menntasnobbsflokkur. Vil ég tengja þá hryllilegu ríkisstjórn sem við höfum einnig greininni frá Frjálsu landi, um að vitfirringin í Bandaríkjunum er orðin slík að Antony Blinken telur kjarnorkustyrjöld ekkert verri en loftslagsbreytingar! Það er þó alveg víst að kjarnorkustyrjöld rústar heiminum, þannig að eftir milljónir ára myndi lífið fyrst aftur taka við sér, og þá yrði mannkynið löngu horfið á vit forfeðra sinna og frumstætt líf taka við að nýju, en um loftslagsbreytingar er að minnsta kosti deilt, útkoma þeirra er ekki 100% vís, þannig að ljóst er að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er jafn klikkaður og hinn elliæri Joe Biden, og virðist þetta NATÓ lið endanlega gengið af göflunum, að láta slíkt útúr sér.

Að ríkisstjórn Íslands skuli styðja svona brjálæðinga eins og í Bandaríkjunum og NATÓ sýnir að Katrín, Bjarni, og Sigurður Ingi hafa fórnað öllu fyrir völdin.

En aftur að pistli Rúnars. Ég er ekki jafn bjartsýnn og hann að Sósíalistaflokkurinn vinni land og þjóð gagn, nema kannski einu sinni, áður en hann spillist, ef hann kæmist í ríkisstjórn. Þótt Gunnar Smári sé flugmælskur maður og virðist með mikla réttlætiskennd, þá hefur hann verið þekktur fyrir að skipta um skoðun, eitt sinn var hann talinn kapítalisti, og vonarstjarna Fréttablaðsins. Það er eitt að vera flugmælskur og annað að kunna að stjórna af réttvísi og ráðdeild.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru hæfileikaríkir einstaklingar eins og í flestum flokkum. Bjarni Benediktsson er ágætur fjármálaráðherra, en ömurlegur formaður flokksins, hann hefur komið ömurlegum konum til valda í sínum flokki og öðrum, og hefur sýnt þar fullkomið dómgreindarleysi.

VG er kannski eini flokkurinn sem virðist fullur af nátttröllum sem hafa dagað uppi, og eru nú að framfylgja 20 - 60 ára draumórum femínista og draumórum Grænfriðunga, sem voru alla tíð úr tengslum við raunveruleikann, enda baráttan gegn hvalveiðum sýndarmennska vinstrimanna frá upphafi og tilfinningamál frekar en náttúruverndarmál.

Þannig held ég að innan Framsóknar, Miðflokksins og jafnvel Pírata og Viðreisnar sé stjórnmálafólk sem gæti staðið sig þokkalega vel. Sérstaklega ætti Flokkur fólksins að fá meira fylgi eins og Íslenzka þjóðfylkingin eða Frelsisflokkurinn, nú þegar búið er að opna landamæri Íslands þannig að við förum að fá sömu vandamál og Svíþjóð, Frakkland og Bandaríkin vegna fjölmenningarinnar.

Ég held að almenningur sé versta vandamál íslenzku þjóðarinnar. Hugsjónaleysið, dugleysið, sinnuleysið, deyfðin, skorturinn á þjóðlegri stefnu og metnaði, þetta er að fara með þjóðina, sérstaklega unga fólki.

Skólakerfið er handónýtt og elur upp alþjóðavædda kapítalista sem selja land og þjóð. Stjórnmálamennirnir eru jafn tækifærissinnaðir, svo hvergi er vonin, eða allt að því hvergi.

Jú, vonin felst í því að steypa Katrínu af stóli, og ónýta hryðjuverk fortíðarinnar, tilraunir til að útrýma tjáningarfrelsinu og þjóðerniskenndinni í landinu, þessu sem hjálpar.

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að ógilda lögin um fóstureyðingar og hafa þau í harðari kantinum eins og þau voru. Einnig þarf að stuðla að því að fólk fari að fjölga sér aftur, fleiri en 2 börn á konu, og menntakerfið þarf að vera með aga eins og áður var, og þannig þarf þjóðlífið að vera einnig, og með metnað, en ekki gapandi af gróðafíkn yfir nýjustu tízkubrellunni sem kemur fram.

Raunverulegur áhugi þarf aftur að vakna á menntun og menningu, ekki þrælamenntun heldur þannig að eitthvað sitji eftir. Taka þarf upp fordæmi Fjölnismanna, ekki sýndarmennsku og sýndarhollnustu við slík stefnumál eins og nú tíðkast hjá þessari ríkisstjórn og öðrum sem voru á undan henni um langt skeið.


mbl.is Óttast klofning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 586
  • Frá upphafi: 141271

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 434
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband