Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Tilraunir á mönnum?

Þetta vesen og rugl með  AstraZenecabóluefnið sýnir svart á hvítu hversu pólitísk bóluefnainnkaup eru eins og svo margt annað. Okkar land er spillt í þá átt að taka við hvaða vitleysu sem er frá viðurkenndum birgjum okkar, evrópskum, frá Evrópusambandinu, en ekki Rússlandi, einsog Spútnik-5, sem hefur reynst miklu betur.

 

Öll menntaelítan er á sama hátt skekkt af pólitískri "rétthugsun" til vinstri, og Kári engin undantekning á þeirri reglu. Það er þetta sem troðið er inní börnin í skólunum, þannig að allt tal um vísindalega hlutlægni er útí hött og gagnslaust.

 

Femínismaáróðurinn er svo hámark þessarar pólitísku ítroðslu, en hann er alveg sambærilegur við kynþáttaáróðurinn fyrir 100 árum, sem nú er gagnrýndur og reynt að þurrka hann út af mörgum.

 

Þetta er svo mikið hneyksli, að fólk á vesturlöndum sé notað sem tilraunadýr, að það setur söguna í annað ljós, fólskuverk fortíðarinnar, glæpaverk, hvort sem þau eru gegn mannkyninu eða einstaklingum.

 

Þrátt fyrir yfirlýsingar er búið að ýta til hliðar þeirri meginskyldu að öll lyf eigi að vera fullprófuð þegar þau eru gefin mönnum.


mbl.is Kári hefur fulla trú á AstraZeneca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu sælt verðleikasamfélag, eftir Bob Dylan, túlkun á öðru erindinu.

Margir af aðdáendum Bob Dylans, sem eru eldri en ég og af kynslóð foreldra minna muna eftir plötunni "Bringing It All Back Home" (Eða "Færandi hellinginn aftur allan heim"), með Bob Dylan frá 1965. Á þeirri plötu sagði hann skilið við þjóðlagatónlistina og gerðist rokkari og þjóðlagarokkari. Breytinguna yfir í rokkara lauk hann við með næstu plötu frá sama ári, ""Higway 61 Revisisted", til dæmis með laginu "Like A Rolling Stone".

 

Færri vita af þessu lagi, "Farewell Angelina", sem var afgangslag þessarar plötu, og kom ekki út fyrr en 1991, á Bootleg Series Volumes 1-3. Hann gaf það að vísu til Joan Baez sem nýtti sér það og gaf út.

 

Það hefur vafizt fyrir mörgum að skilja og túlka þennan texta. Ég kem hér að minnsta kosti fram með þessa túlkun, og menn geta reynt betur eða á annan hátt ef þeir vilja. Ég styðst að nokkru leyti við annarra túlkanir, en ævisögulegan fróðleik um Bob Dylan ekki hvað síðzt og dreg ályktanir af honum, eða skýri út frá breytingum í hans lífi á þessum tíma.

 

Svona er lausleg þýðing á öðru erindinu: "Það er óþarfi að reiðast, það er óþarfi að kenna nokkrum um. Það er ekkert sem þarf að sanna og það er allt ennþá í sömu skorðum. Einungis er þarna tómt borð sem stendur við brún sjávarins. Ég kveð þig Angelína, himininn titrar og ég verð að fara".

 

Í skýringum á fyrsta erindinu fyrir viku lýsti ég því hvernig Bob Dylan skynjaði og skildi afleiðingar mannréttindahreyfingarinnar sem hann tók þátt í 1961 til 1963, og sló í gegn fyrir sína þátttöku, með "Blowing In The Wind" og slíkum lögum. Bob Dylan var ekki sami kjáni og flestir aðrir og dró sig út úr mannréttindahreyfingunni að mestu og fór að búa til kvæði og lög í súrrealískum anda, og öðrum stílum ópólitískari.

 

Þetta lag er að mínu mati ein skýrasta útskýringin og yfirlýsingum um hvers vegna hann dró sig út úr vinstrihreyfingunni og mannréttindahreyfingunni á þessum tíma. Þarna eru skilaboð, dulin, en skýr.

 

Sá sem er samdauna ástandinu skynjar það hvorki né skilur né getur útskýrt. Bob Dylan var alltaf aðkomumaður, fyrst stráklingur sem vildi frægð, og svo ungur maður sem vissi að hann vildi ekki vera tákngervingur fyrir eitt né neitt, heldur frjáls og skapandi listamaður á eigin forsendum.

 

Þetta er spádómskvæði, því það lýsir hörmulegum afleiðingum femínismans eins og þær hafa birtzt löngu eftir að kvæðið var sett saman.

 

"Það er óþarfi að reiðast", allir eru reiðir, svikin eru ljós og þessvegna mælir hann þessi orð til að róa lýðinn og benda á það sem ekki er augljóst.

"Það er óþarfi að kenna nokkrum um". Slíkt er aldrei sagt nema ásakanir liggi í loftinu og ásakanamenning sé orðin viðtekin, í stóru eða smáu. Slík átakamenning og ásakanamenning hefur fylgt femínismanum eigingjarna og hefur aðeins magnaðzt.

 

Svo snemma sem 1965 hefur þessvegna klofningur birtzt innan mannréttindahreyfingarinnar sem Dylan tók þátt í, sjálfsásakanir, reiði og leiðindi. Hann vissi að verið var að brjóta niður eitthvað sem átti ekki að eyðileggja og brjóta niður. Nútíminn er að verja það sem er óverjandi, femínismann og annað slíkt.

 

"Það er ekkert sem þarf að sanna", þannig er þriðja setningin. Nútíminn vill jú sanna að náttúran sé blöff og ímyndum, enginn skapari eða guð sé til, að maðurinn skapi allt sjálfur, þurfi á engum guði að halda, ráði við allt og stjórni öllu, að maðurinn sé sem sagt alvaldur. Þannig er húmanisminn í sinni ýktustu mynd.

 

Það er einmitt þessi hvöt nútímamannsins að sanna bullið, að sanna órökvísina, þversagnirnar og brotin á náttúrulögmálunum eða vilja Guðs sem er svo áberandi á fleiri en einn máta. Þessi setning Dylans hittir því beint í margt eins og svo margt snjallt sem frá honum hefur komið.

 

"Það er allt ennþá í sömu skorðum". Einmitt vegna þess að þessi setning er ekki sönn er hún einnig merkilegt. Allt breytist, allt er einmitt ekki ennþá í sömu skorðum, en þegar á heildina er litið gæti þó svo virtzt, í fljótu bragði.

 

Þetta erindi virðist huggun, að einhverju leyti, mælt til manneskju sem er óhuggandi vegna breytinga. Þó er það um leið tilraun ljóðmælandans eða höfundarins til að sefa sjálfan sig og róa vegna þeirra hörmunga sem við blasa.

 

Í þessu felst einmitt þetta, að rétt fyrir breytingarnar getur allt virtzt í sömu skorðum. Sé allt ljóðið skoðað í heild sinni er boðskapurinn einmitt að breytingar hafa orðið. Hví þá þessi setning, að allt sé við það sama?

 

Þetta kvæði er skilnaðarljóð til manneskju á yfirborðinu og huggunarkvæði, það segir sitt. Það sem ekki er augljóst er sagt og tjáð, þetta er meðal þess. Einnig felst í þessu sá sannleikur að breytingar eru flestar með þeim hætti að nokkur atriði breytast en annað er óbreytt eða svipað. Því er hægt að ýkja hlutina, og höfundurinn reynir að benda á að slíkt sé óþarfi, þegar aðeins sumt hefur breytzt, en ekki allt. Eins og oft er orð eins og "allt" margrætt, sem hluti af smærri heild, og er því ekki allt.

 

"Einungis borð sem stendur autt við brún sjávarins".

 

Hafið er oft tákn fyrir geimdjúpið, eða flöt sem ferðaðzt er eftir. Hvað táknar þá borð sem stendur autt?

Bob Dylan hefur oft fjallað um drauma sína í textum og virðist þekkja til draumráðninga. Borð er oft tákn fyrir samskipti og sameiningu, samskiptaflöt. Tómt eða autt borð getur því þýtt samskipti sem enda, rifrildi eða hatrammar deilur jafnvel. Þegar borðið er staðsett við enda sjávarins merkir það að eitthvað nýtt er að byrja eða eitthvað er að taka enda, umbreyting er að eiga sér stað, rétt eins og þegar sjómaður stígur á land við bryggju, það er að segja enda sjávarins, ströndina.

 

Enn fremur má segja að hér sé verið að fjalla um nýtt landslag, nýjan himinn og nýja jörð, því borðið við enda sjávarins er málað í fjarska, virðist mér, sem sagt, sköpun eða hlutir í annars auðu landslagi.

 

Eftir hafinu hefur verið ferðazt, og ljóðmælandinn virðist sæfarandi, samkvæmt hefð slíkra söngtexta jafnvel. Upp frá borðinu hefur verið staðið, og þetta tákn á einnig að merkja sennilega að aftur sé mögulegt að hefja samskipti við þessa Angelínu þegar tækifæri gefast að nýju, og sérstaklega sé gætt að samhenginu í erindinu öllu og textanum. Breytingin er sem sagt ekki svo voðaleg, hún er samfélagsleg, en mögulegt er að bæta fyrir misgjörðirnar, eða þannig skynja ég textann og boðskap hans að minnsta kosti, þrátt fyrir að hörmungum sé lýst sem margir hafa valdið, sá sem talar í ljóðinu einnig.

 

"Ég kveð þig Angelína, himininn titrar og ég verð að fara".

 

Þrumuveður að því er virðist. Ekki er okkar norræni þrumuguð Þór sá eini guð sem tengdur er við þrumur, slíkt er til í mörgum trúarbrögðum, en tengist því yfirnáttúrulega og guðdómlega eða tröllslega oft og einatt. Ljóðmælandinn er sem sagt með þessu að túlka að hann ræður ekki við aðstæðurnar, hann er leiksoppur þeirra og verður að hlýða eða gera eins og aðrir segja og vilja.

 

Sé þetta erindi sett í samhengi við fyrsta erindið og boðskapinn þar eða í öðrum erindum er verið að fjalla um þjóðfélagsbreytingarnar, dauða kirkjunnar, kristninnar og feðraveldisins. Hinn ungi maður er rótlaus eins og reikula þangið í ljóði Jóhanns Sigurjónssonar. Hann ásakar sjálfan sig um að hafa látið ánetjast af vinstristefnunni, jafnaðarstefnunni, mannúðarstefnunni og kommúnismanum þótt þessar hyggju séu andstæðar barnatrú hans og innrætingu frá bernskuheimilinu, og réttlætiskennd hans sjálfs að einhverju leyti, eða hefðartilfinningu.

 

Hann vill sem sagt ekki vera byltingamaður, en lætur stjórnast af tízkunni, öðru ungu fólki á hans reki, kannski Suze Rotolo, sem var kærasta hans þegar hann samdi mestu mannréttindasöngvana, og hafði mikil áhrif á hann í þá átt, enda áhugamanneskja um slíkt.

 

Kannski var þetta kveðjusöngur til Suze Rotolo, en sennilega er boðskapurinn flóknari, hreinlega kveðjusöngur til vinstrihreyfingarinnar, þannig passa líkingarnar betur í kvæðinu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 111
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 107343

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband