Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020
24.7.2020 | 17:59
Hefur spá femínista rætzt um konur sem friðsælli stjórnendur?
Ef maður lítur yfir síðastliðin 30 ár eða svo þá má segja að valdabarátta kynjanna hafi einkennt þann tíma ekki hvað sízt. Sú staðhæfing kvenréttindafrömuða og jafnréttispostula að allt yrði friðsamlegra og farsælla ef konur fengju völd virðist ekki hafa haft stoðir í veruleikanum. Þvert á móti eru allskonar leiðindi áberandi, og Metoo ber þar hæst.
Það hvernig Áslaug Arna vill koma Ólafi Helga úr lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum vekur upp minningar um fleiri deilur innan lögreglunnar nýlega, ekki hvað sízt eftir að konur eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Alda Hrönn Jóhannsdóttir komust þar til valda. Nú er erfitt að vita hver hefur rétt fyrir sér í svona deilumálum, en það tel ég ljóst að þetta sé aðeins enn ein birtingarmynd hinnar skæðu deilu og stríðs á milli kynjanna sem er svo áberandi á okkar dögum, því miður. Tel ég líklegt að Ólafur Helgi lögreglustjóri muni hrökklast frá völdum fyrr eða síðar, því Áslaug Arna er í æðra embætti og orð hennar hljóta að vega þyngra.
Hitt er annað mál, að þetta vekur upp spurningar um það á hvaða vegferð við erum sem þjóð og samfélag. Nú er svo komið að ásýnd lögreglunnar er orðin mjög kvenleg, en er það jafnréttið sem femínistar vildu ná fram hér fyrir nokkrum áratugum og töluðu fyrir?
Ein algengasta og helzta röksemd femínistanna til forna var sú að með því að koma konum til valda yrði réttlætið meira og minna um hagsmunapot og spillingu, einkavinavæðingu, kynjahyllingu, þ.e. að koma aðeins öðru kyninu til valda á kosnað hins. Samt er eins og konur safni um sig öðrum konum en hafni körlum þegar þær komast til æðstu metorða. Þetta er alveg sama hegðun og hjá karlremburisaeðlunum á þeirra blómatíma í gegnum aldirnar.
Ég batt miklar vonir við Áslaugu Örnu, og er sáttur við sumt sem hún hefur gert en ekki allt. Það eru vonbrigði að hún hefur skorið upp herör gegn feðraveldinu, og virðist þar búa að baki þessi karlaandúð margra ungra kvenna nú um stundir, sem allar virðast hafa gengið í gegnum sama kynjafræðinámið og vera uppfullar af sömu kynjahyggjunni, kvenrembu á íslenzku.
Blómatími karlrembunnar nær eins langt aftur í fortíðina og hægt er að ímynda sér, þúsundir ára, kannski milljónir ára, til ísaldarfólksins að öllum líkindum, með einhverjum undantekningum. Það er helzt að fræðimenn gizki á að heiðin samfélög til forna einhversstaðar hafi verið mæðraveldissamfélög, þar sem gyðjur voru tignaðar.
Erum við sem sagt að horfa uppá þær breytingar að ef mannkynið muni lifa þúsundir ára til viðbótar lifi mannkynið í mæðraveldissamfélagi þar sem konurnar verða útivinnandi en feðurnir heimavinnandi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 40
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 724
- Frá upphafi: 129839
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar