Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Undarlegar fréttir

Frétt víða um heim frá 13. marz 2001 segir frá því hvernig Talibanar í Afganistan voru þá að rífa niður og eyðileggja 80% af Búddastyttum, mörgum ómetanlegum menningarverðmætum, allt að 2000 ára gömlum. Þetta gerðist áður en árásin á Tvíburaturnana var gerð, og áður en Bandaríkin réðust á Írak, 2003. Takið eftir orðalaginu í fréttinni, ekki er talað um hryðjuverkasamtökin Talíbana, "Einn af for­ystu­mönn­um ís­lömsku hreyf­ing­ar­inn­ar Tali­b­an í Af­gan­ist­an sagði í gær að liðsmenn henn­ar væru að ljúka við að eyðileggja tvær af þekkt­ustu stytt­um heims, risa­stór Búdda-líkn­eski í héraðinu Bamiy­an."
 
Þetta minnir á atburði nútímans. Ekki talar RÚV um að Antifa séu hryðjuverkasamtök, en talar um þá sem mótmæla þeim séu hægri öfgamenn. Ýmsu snúið á hvolf.

Guðni eða Guðmundur Franklín

Að öllum líkindum fær Guðni um 90% atkvæða og heldur áfram að vera forseti eftir viku eins og hefð er fyrir, að ekki sé hægt að hreyfa við sitjandi forseta. Hvað er það sem myndi vinnast ef Guðmundur Franklín yrði næsti forseti? Ja, hann yrði óhefðbundinn, svolítið í anda Trumps í Bandaríkjunum, maður sem þorir að viðra skoðanir sem ekki allir taka undir. Hann yrði þó aldrei neinn einræðisherra eins og margir af andstæðingum hans halda fram, því íslenzka stjórnkerfið virkar ekki þannig, völdin eru í höndum þingmannanna, og þeir eru frekar færir um að sýna einræðistilburði en forsetinn, sem hefur takmörkuð völd.

 

Þrátt fyrir allt held ég að Guðmundur Franklín yrði betri þingmaður Sjálfstæðisflokksins en forseti. Flokkurinn hefur alltaf þörf fyrir menn sem hafa kjark en eru trúir ákveðinni grunnstefnu samt. Þetta er samt áhugavert framboð, enda hefur það verið hefðin að forsetakosningar séu vettvangur fyrir menn að viðra gagnrýni á stjórnkerfið og koma með nýja nálgun.

 

Þegar stjórnmálamenn komast til valda draga þeir yfirleitt alltaf í land og gera málamiðlanir, nema sumir vinstrimenn eins og Svandís Svavarsdóttir, sem lætur gamla drauma Rauðsokkuhreyfingarinnar rætast, sem eru martröð í raun. Þar sem oft er dregið í land og svikið lit eftir kosningar verður raunin sú að þegar öfgaflokkar komast á þing verða þeir ekkert svo miklir öfgaflokkar í samsteypustjórn með öðrum flokkum. Það að vera öfgamaður þarf ekki að vera neitt neikvætt, þetta er spurning um skilgreiningu. Öfgar eins eru réttlæti annars.


Femínismi sem trúarbrögð

Barátta vinstrimanna gegn vændi er jafn vonlaus eins og barátta þeirra gegn vímuefnum og vímuefnaneyzlu. Vændi er ein elzta atvinnugrein mannkynsins eins og viðurkennt er. Loksins á okkar tímum er farið að viðurkenna að baráttan gegn vímuefnunum skili engum árangri og sé vonlaus.

 

Súludansstaðir voru til að gera mannlífið skemmtilegra. Ef menn vilja berjast gegn vændi á slíkum stöðum er það auðvelt, með eftirliti. Hægrimenn eiga ekki endalaust að láta undan firrum jafnaðarmanna. Eftir því sem tortryggni og mannhatur öfgafemínistanna verður meira ríkjandi verður mannlífið líkara því sem það var á hinum myrku kirkjuöldum þegar refsingagleðin var allsráðandi en frelsi eiginlega ekki neitt.

 

Sú öfgatrú sem er hættulegust á vesturlöndum er öfgafemínisminn, hann er mun skaðlegri hamingjuríkum og skapandi samskiptum en nokkur trúarbrögð úr grárri forneskju.


Kynslóðin sem byggði upp sænska jafnaðarkerfið

Margir af eldri kynslóðinni hafa látizt í Svíþjóð og raunar fólk á öllum aldri í þeirri hryllilegu farsótt sem nú gengur yfir heiminn. Það sem gerir mann reiðan er að þetta er fólkið sem byggði upp landið, fólkið sem bjó til heilbrigðiskerfið, sem Olof Palme og fólk með sömu skoðanir og hann hefur verið að eyðileggja allar götur síðan. Svíþjóð, þjóðin sem er svo góð við flóttamenn er ekki góð við fólkið sem það á mest að þakka, elztu kynslóðina sína. Þetta er nokkuð sem ætti að rata í sögubækurnar og aldrei að gleymast.

 

Þeir sem hatast mest útí Hitler og Mussolini, eða einhverja sem þeir telja ranglega eða réttilega í þeirra hópi eru vanir að telja það upp hversu vondir þeir hafi verið við minnihlutahópa. Samt er það svo að í jafnaðarstefnuþjóðfélaginu Svíþjóð verður útkoman nokkurnveginn sú sama, en það er ákveðin útrýmingarstefna hjá yfirvöldunum að sýna kæruleysi þegar svona sýkingar breiða úr sér. Ég held að það sé ekki hægt að kalla það neitt annað en útrýmingarstefnu, því sóttvarnaryfirvöld máttu vita hvað myndi gerast í Svíþjóð. Samt var ekki brugðizt við af sömu hörku og í flestum öðrum löndum. Var þetta bara samþykkt af yfirvöldunum, til að gera kerfi sem var að hruni komið vegna samúðar með erlendum flóttamönnum ódýrara?

 

Þessara spurninga er nauðsynlegt að spyrja og fá svar við útum öll lönd, núna þegar farsóttin virðist sem betur fer vera í rénun víðast hvar, í bili eða til frambúðar.


Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 133434

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband