Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
12.2.2012 | 18:41
Um sílikonpúðamálið
Um sílikonpúðamálið
Um femínisma hef ég mikið rætt og ritað, og um hann er fjallað í mörgum ljóðum eða textum hjá mér. Þrátt fyrir að flestir gangist undir ok almenningsálitsins í þessu efni, að aukin réttindi kvenna beri vott um framfarir, þá efast ég um það eins og svo margt annað.
Það eru á þessu máli margar hliðar eins og menn vita. Femísminn hefur gengið í gegnum margar bylgjur, og erlendis er talað um þrjár bylgjur, að nútíminn litist af þriðju bylgju femínismans á alþjóðavísu. Þá er talað um að fyrsta bylgjan, fram til 1960 eða svo, hafi einkenntzt af baráttu fyrir kosningarétti, atvinnuþátttöku, námsþátttöku og öðru slíku, og að önnur bylgjan, á milli 1960 til 1990 eða svo hafi einkenntzt af baráttu gegn klámvæðingunni til dæmis, en að þessi þriðja bylgja sé flóknari og að á okkar tímum séu hugmyndir fólks um femínisma mjög sundurleitar.
Hér vil ég staldra við eitt atriði sem sumir femínistar leggja áherzlu á, en það er frasinn um að konur eigi að ráða yfir eigin líkama - sál og líkama. Þessi frasi er svo sem notaður í sambandi við ýmislegt, en mér virðist það alveg ljóst að konur gera það einmitt ekki, og karlar ekki heldur. Sannleikurinn er sá að konur eru svafðar, eða dáleiddar, í okkar menningu, til að gera það sem þeim er andstætt og til að segja það sem þeim er andstætt. Það er alveg augljóst að fólk nú til dags gerir ýmislegt sem því er andstætt, og segir ýmislegt sem því er andstætt. Skoðanakúgun er einkenni nútímans og þeirrar menningu sem við tilheyrum.
Þetta er svo greinilegt í sambandi við klámvæðinguna, og sílikonpúðamálið. Það er tízkan sem stjórnar mjög mörgum, og þessar konur sem áður voru undir valdi feðrasamfélagsins eru nú undir valdi tízkunnar, og útlitsdýrkunarinnar.
Ég mun ekki nefna hver það er sem stjórnar þessu fólki eða hverjir það eru sem stjórna þessu fólki, en ég get gefið þá vísbendingu að þar eru á ferðinni aðilar á öðrum hnöttum sem láta fólk á þessum hnetti tigna sig, og hafa á bak við sig trúarbrögð.
Kvenhatur er eitt, og ég þekki það vel. Nú vorkenni ég konum og körlum sem láta út úr sér einhverja vitleysu eða gera eitthvað gagnrýnivert, því ég veit sem er að þetta fólk er ekki af eigin rammleik að verða valt að þessu. Sagði ekki Jesús Kristur að Faðirinn talaði í gegnum hann, eða væri í honum eins og þetta er þar orðað, og að hann og Faðirinn væru eitt? Hvað þá með fólkið sem er gegnsýrt af því sem talið er viðurkennt?
Um femínisma hef ég mikið rætt og ritað, og um hann er fjallað í mörgum ljóðum eða textum hjá mér. Þrátt fyrir að flestir gangist undir ok almenningsálitsins í þessu efni, að aukin réttindi kvenna beri vott um framfarir, þá efast ég um það eins og svo margt annað.
Það eru á þessu máli margar hliðar eins og menn vita. Femísminn hefur gengið í gegnum margar bylgjur, og erlendis er talað um þrjár bylgjur, að nútíminn litist af þriðju bylgju femínismans á alþjóðavísu. Þá er talað um að fyrsta bylgjan, fram til 1960 eða svo, hafi einkenntzt af baráttu fyrir kosningarétti, atvinnuþátttöku, námsþátttöku og öðru slíku, og að önnur bylgjan, á milli 1960 til 1990 eða svo hafi einkenntzt af baráttu gegn klámvæðingunni til dæmis, en að þessi þriðja bylgja sé flóknari og að á okkar tímum séu hugmyndir fólks um femínisma mjög sundurleitar.
Hér vil ég staldra við eitt atriði sem sumir femínistar leggja áherzlu á, en það er frasinn um að konur eigi að ráða yfir eigin líkama - sál og líkama. Þessi frasi er svo sem notaður í sambandi við ýmislegt, en mér virðist það alveg ljóst að konur gera það einmitt ekki, og karlar ekki heldur. Sannleikurinn er sá að konur eru svafðar, eða dáleiddar, í okkar menningu, til að gera það sem þeim er andstætt og til að segja það sem þeim er andstætt. Það er alveg augljóst að fólk nú til dags gerir ýmislegt sem því er andstætt, og segir ýmislegt sem því er andstætt. Skoðanakúgun er einkenni nútímans og þeirrar menningu sem við tilheyrum.
Þetta er svo greinilegt í sambandi við klámvæðinguna, og sílikonpúðamálið. Það er tízkan sem stjórnar mjög mörgum, og þessar konur sem áður voru undir valdi feðrasamfélagsins eru nú undir valdi tízkunnar, og útlitsdýrkunarinnar.
Ég mun ekki nefna hver það er sem stjórnar þessu fólki eða hverjir það eru sem stjórna þessu fólki, en ég get gefið þá vísbendingu að þar eru á ferðinni aðilar á öðrum hnöttum sem láta fólk á þessum hnetti tigna sig, og hafa á bak við sig trúarbrögð.
Kvenhatur er eitt, og ég þekki það vel. Nú vorkenni ég konum og körlum sem láta út úr sér einhverja vitleysu eða gera eitthvað gagnrýnivert, því ég veit sem er að þetta fólk er ekki af eigin rammleik að verða valt að þessu. Sagði ekki Jesús Kristur að Faðirinn talaði í gegnum hann, eða væri í honum eins og þetta er þar orðað, og að hann og Faðirinn væru eitt? Hvað þá með fólkið sem er gegnsýrt af því sem talið er viðurkennt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2012 | 17:48
Jafnaðarstefnan og kreppan
Jafnaðarstefnan og kreppan
Mikið hefur verið rætt um efnahagshrunið, bæði erlendis og hér á Íslandi. Þó hefur mér virzt sem enn þurfi að kafa dýpra ofaní það sem hefur gerzt, og mun gerast.
Það sem mér finnst einna helzt vanta er þetta, að menn geri sér grein fyrir því að alþjóðahyggjan og þar með jafnaðarstefnan bera sök á undanfara efnahagshrunsins og framgangi þess einnig. Nú þegar fer að líða að lokum kjörtímabils vinstristjórnarinnar er ljóst að samkvæmt skoðanakönnunum eru einnig Samfylkingarmenn og Vinstri grænir og þeirra stuðningsmenn farnir að efast um ýmislegt í sinni stefnu og framkvæmd.
Ekki ætla ég að efast um þá staðreynd að kapítalisminn ber þunga sök í þessum efnum og kapítalistar, eða auðhyggjumenn, eins og rétt er að kalla þá á íslenzku. Hins vegar virðist sú auðhyggja ekkert minna áberandi nú um stundir þótt skattpíning hafi bæzt ofaná hana á allra síðustu misserum, sennilega fæstum til fagnaðar.
Það er hins vegar annað sem mér virðist sem of margir hunzi, en það er að líta á málin frá víðara sjónarhorni. Það má nefna margvíslegar vinsælar og viðurkenndar stefnur, hér á vesturlöndum, sem virðast hafa gengið sér til húðar, þótt einungis grundvöllur kapítalismans sé talinn hruninn, opinberlega. Þær eiga það sammerkt að yfirleitt byggjast þær allar á arfi sem annað hvort hefur að mestu leyti komið frá Biblíunni, gyðingum og Rómverjum, eða þá Grikkjum og þeirra menningarheimi. Ég er svo sem ekkert hallur undir öll þau fræði endilega, því menn verða að leyfa sér að vera gagnrýnir.
Þessar vinsælu og viðurkenndu stefnur eru til dæmis kapítalisminn, eða auðhyggjan, sem hefur beðið mikið skipbrot nú upp úr árinu 2008, svo má einnig nefna fleiri slíkar heilagar stefnur, eða vinsælar, það eru til dæmis, fjölmenningin, jafnaðarstefnan, femínisminn, alþjóðahyggjan og jafnvel kommúnisminn, sem hefur komið sterkur inn aftur sumsstaðar.
Það sem ég er að segja með þessari grein er þetta, að án alþjóðavæðingarinnar, fjölmenningarinnar, jafnaðarstefnunnar og femínismans hefðu atburðirnir orðið með öðrum hætti.
Tökum ICESAFE sem dæmi, auðhyggjuútrásina, þetta gerðist á sama tíma í mörgum löndum, og alþjóðavæðing viðskiptalífsins var gjörsamlega óhjákvæmilegur partur af þeirri jöfnu sem ekki gekk upp, ekkert síður en kapítalisminn, eða auðhyggjan.
Það er þyngra en tárum taki hvernig Íslendingar flýja sitt land, og flýja afleiðingar kerfis sem þeir sjálfir hafa tekið upp, þetta eru því miður afleiðingar erlendra trúarbragða sem hér hafa ríkt í um 1000 ár, og annarsstaðar í næstum því 2000 ár. Af hvaða sökum eru Íslendingar orðnir flóttamenn frá sínu landi til annarra landa?
Mikið hefur verið rætt um efnahagshrunið, bæði erlendis og hér á Íslandi. Þó hefur mér virzt sem enn þurfi að kafa dýpra ofaní það sem hefur gerzt, og mun gerast.
Það sem mér finnst einna helzt vanta er þetta, að menn geri sér grein fyrir því að alþjóðahyggjan og þar með jafnaðarstefnan bera sök á undanfara efnahagshrunsins og framgangi þess einnig. Nú þegar fer að líða að lokum kjörtímabils vinstristjórnarinnar er ljóst að samkvæmt skoðanakönnunum eru einnig Samfylkingarmenn og Vinstri grænir og þeirra stuðningsmenn farnir að efast um ýmislegt í sinni stefnu og framkvæmd.
Ekki ætla ég að efast um þá staðreynd að kapítalisminn ber þunga sök í þessum efnum og kapítalistar, eða auðhyggjumenn, eins og rétt er að kalla þá á íslenzku. Hins vegar virðist sú auðhyggja ekkert minna áberandi nú um stundir þótt skattpíning hafi bæzt ofaná hana á allra síðustu misserum, sennilega fæstum til fagnaðar.
Það er hins vegar annað sem mér virðist sem of margir hunzi, en það er að líta á málin frá víðara sjónarhorni. Það má nefna margvíslegar vinsælar og viðurkenndar stefnur, hér á vesturlöndum, sem virðast hafa gengið sér til húðar, þótt einungis grundvöllur kapítalismans sé talinn hruninn, opinberlega. Þær eiga það sammerkt að yfirleitt byggjast þær allar á arfi sem annað hvort hefur að mestu leyti komið frá Biblíunni, gyðingum og Rómverjum, eða þá Grikkjum og þeirra menningarheimi. Ég er svo sem ekkert hallur undir öll þau fræði endilega, því menn verða að leyfa sér að vera gagnrýnir.
Þessar vinsælu og viðurkenndu stefnur eru til dæmis kapítalisminn, eða auðhyggjan, sem hefur beðið mikið skipbrot nú upp úr árinu 2008, svo má einnig nefna fleiri slíkar heilagar stefnur, eða vinsælar, það eru til dæmis, fjölmenningin, jafnaðarstefnan, femínisminn, alþjóðahyggjan og jafnvel kommúnisminn, sem hefur komið sterkur inn aftur sumsstaðar.
Það sem ég er að segja með þessari grein er þetta, að án alþjóðavæðingarinnar, fjölmenningarinnar, jafnaðarstefnunnar og femínismans hefðu atburðirnir orðið með öðrum hætti.
Tökum ICESAFE sem dæmi, auðhyggjuútrásina, þetta gerðist á sama tíma í mörgum löndum, og alþjóðavæðing viðskiptalífsins var gjörsamlega óhjákvæmilegur partur af þeirri jöfnu sem ekki gekk upp, ekkert síður en kapítalisminn, eða auðhyggjan.
Það er þyngra en tárum taki hvernig Íslendingar flýja sitt land, og flýja afleiðingar kerfis sem þeir sjálfir hafa tekið upp, þetta eru því miður afleiðingar erlendra trúarbragða sem hér hafa ríkt í um 1000 ár, og annarsstaðar í næstum því 2000 ár. Af hvaða sökum eru Íslendingar orðnir flóttamenn frá sínu landi til annarra landa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 599
- Frá upphafi: 132930
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 435
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar