Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
12.10.2010 | 23:40
Zetan eða ekki?
Ég er mikill aðdáandi zetunnar, sem bókstafs, einfaldlega vegna þess að hún veitir okkur betri máltilfinningu, og bendir okkur á tengsl orðanna. Zetan er einsog yfsilonið, hún bendir okkur á það hvernig ýmislegt hefur breytzt í íslendzkunni, og á orðsifjar ýmsar, gamlar og nýjar. Þau rök voru notuð við niðurfellingu zetunnar um 1973 að erfitt væri að læra hana. Ég lærði aldrei zetuna í skóla, enda var hætt að kenna hana frá 1976 til 1986 þegar ég var í barnaskóla, en ég hinsvegar lagði það á mig að læra hana sjálfur með hjálp þeirra sem kunnu hana. Ég viðurkenni að vísu að það eru ýmis álitamál í zetufræðunum, semsagt menn eru ekki alltaf sammála hvar á að nota zetuna, en ég vil frekar nota hana meira en minna.
Aðalreglan er sú að þarna eru á ferðinni þrír samhljóðar sem leiða af sér zetu, ef þeim hefur verið sleppt af einhverjum ástæðum í styttingum eða breytingum á orðum. Orðin sem innihalda zetuna eru dregin af orðum eða orðasamsetningum sem innihalda þessa þrjá samhljóða, sem eru D, T og Ð. Góð dæmi eru orð einsog betzt, (af betur), ytzt, (af ytri), heldzt, (af heldur), og komiðzt, (af komið sik, eða komið sig). Hér taka menn eftir stafsetningarlegri sérvitzku minni, sem þessi grein fjallar sérstaklega um, semsagt að skrifa stofnsamhljóðana með zetunni. Það er mitt andsvar við þessari gagnrýni um það hversu erfitt er talið að læra zeturegluna. Rétt einsog yfsilonið er mörgum íslendzkumanninum mikilvægt er zetan mörgum mikilvæg einnig. Raunar finnst mér það einnig þjált á tungu að tala svona, ef maður venur sig á það, en þessa stafsetningu nota ég aðeins stundum, einsog þennan framburð. Ég vil ráðleggja fólki sem á í erfiðleikum með yfsilonið að lesa nógu mikið, það gefur góða máltilfinningu, og þeir sem vilja læra zetuna ættu að leita eftir gömlum bókum, og taka eftir notkun zetunnar. Þetta er ekki svo erfitt eftir allt saman, og maður fer brátt að fá tilfinningu fyrir þessu.
Það er þó þannig með íslendzkuna einsog aðrar fræðigreinar að það er alltaf hægt að læra meira, maður er stöðugt að gera mistök. Þessi sérvitzkulega stafsetning mín er þó langt því frá að vera einhver þesskonar tiktúra sem ekki gæti orðið almenn stafsetning. Þess skal getið að á meðan zetan var rituð, um miðbik tuttugustu aldarinnar, voru ýmis orð einmitt rituð með þessum stofnsamhljóðum, en samt aldrei öll zetuorðin, til dæmis hef ég sjaldan séð dæmi þess í ritum að menn hafi ritað komiðzt, taliðzt, krepptzt, týntzt, ýftzt, lærtzt, birtzt, virtzt, eða aðrar slíkar miðmyndir með upphaflegu stöfunum einnig, en slíkt finnst mér ekki síður skemmtileg stafsetning og góð, bara glæsileg stafsetning.
Ég tel að aðrar Norðurlandaþjóðir myndu vinna þrekvirki á sínum heimavígstöðvum með því að fara í málræktarátak og læra af okkur Íslendingum annarsvegar og svo Þjóðverjum hinsvegar, til að endurheimta beygingakerfið germanska í fyrsta lagi, og svo til að endurheimta og lagfæra hinn forna orðaforða hinsvegar. Þó er margt vel gert þar, sem hefur jafnvel fallið niður hér á Íslandi. Svo má ekki gleyma Færeyingum, og því að læra af þeim, en ég hef komiðzt að því að hjá þeim lifir til dæmis góðu lífi mikið af víkingahljóðunum fornu, sem voru til í öllum sterku og fornu beygingunum sem hafa glataðzt hér á Íslandi, og annarsstaðar því miður einnig.
Svo er hér önnur tillaga, ég tel að áður hafi verið til orð, batur eða bótur, og að merkingin hafi verið góður eða fallegur, og með því að líta til erlendra orða megi þar finna leifar, beau á frönsku, fallegur, bad á ensku, að það hafi upphaflega merkt sterkur, fallegur, og að öll þessi orð séu dregin af guðanafninu Baldur, hinu heiðna goði, sem muni jafnvel hafa haft einhver áhrif á margskonar þróun mýta eða goðsagna sem tengjast kristninni, að minnsta kosti á miðöldum, ef ekki ennþá.
Stigbreytingin hefur þá sennilega verið, batur, betri, betztur, og svo góður, gæðri, gæðztur. Að vísu hlýtur þetta að hafa gertzt mjög snemma, ef þetta er rétt kenning, þar sem okkar nútímaíslendzkustigbreyting á sér samsvörun í mörgum öðrum germönskum málum.
Áhugi minn á málrækt og slíku er nú að miklu leyti sprottinn af því að ég tel að við komumst í betra samband við guðina og gyðjurnar í Valhöll með því að bæta málfarið. Þau munu vera býsna mörg mannkynin sem komust snemma á þá framfaraleið sem við á þessari jörð höfum ekki komiðzt á ennþá sem skyldi, en þau komust einmitt á þá framfaraleið með því að halda fast í sína fornu og heiðnu trú. Þannig hafa þróunarbrautirnar kvíslaðzt og þær hafa skiliðzt að, en þar tala ég um systkinamannkyn, með allskyns breytum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 37
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 774
- Frá upphafi: 127470
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar