Farsímabann og samfélagsmiðlabann gengur eiginlega þvert á unglingamenningu Vesturlanda. Ef þetta tekst má segja að gjörbreytt sé fólk Vesturlanda

Mette varð fræg fyrir að slátra minkum í kófinu. Sumum fannst hún of dugleg við það. Hér virðist Mette vera að reyna að ganga í augun á ESB leiðtoganum Ursulu von der Leyen sem áður hefur tjáð sig um þessar áætlanir innan ESB.

Ég er tvíbentur í afstöðu minni til þessa máls. Þetta gæti orðið til bóta, en stóra spurningin er þessi: HVERNIG er hægt að stöðva eða hægja á tækniþróun sem hefur verið eitt aðalmálið í okkar veröld alla tuttugustu öldina og raunar miklu lengur?

HVERNIG er hægt að láta ungu kynslóðina hlýða þessum reglum, en hún er áhrifagjörnust einatt? Það er ákveðinn ómöguleiki og mótsögn í þessu.

Kínverjar sem búa við ýmis svona bönn hafa allt aðra menningu en við. Um aldir og aldatugi hafa þeir búið við aga og miðstýringu og að dansa eftir einni pípu, hvort sem hún er kommúnísk eða samkvæmt hefðum forfeðradýrkunar og hefðardýrkunar harðneskjulegrar hér fyrr á öldum.

Uppreisnin og frelsisþráin er eitt aðaleinkenni á Dönum og öðrum Vesturlandabúum. Það þætti mér merkilegt ef þetta tekst.

Vesturlönd eru margklofin, meðal annars vegna innflutnings á fólki frá framandi löndum.

Því er kannski líklegra að þetta valdi enn magnaðri klofningi en áður en að þetta samstilli nema litla og fámenna hjörð ungmenna í raun.

Uppeldið er alls ekki samhæft eða samstillt í okkar heimshluta. Það er raunar eitthvað meiri samhæfni vandarins og hríssins sem fasisminn er kenndur við í Danmörku og ESB svæðinu heldur en hér á okkar ameríkuvædda Íslandi held ég.

En þetta er spennandi samfélagstilraun. Annaðhvort tekst Evrópusambandinu að berja þegna sína algjörlega til hlýðni eins og kommúnistum tekst í Kína, eða allt springur í andlitið á þeim og uppreisn verður gerð af "hægriöfgafólkinu", sem æ fleiri kjósa, samkvæmt könnunum.


mbl.is Hyggjast banna samfélagsmiðla fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 56
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 1077
  • Frá upphafi: 160951

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband