Ekki þarf að líta til útlanda til að finna eymdina

Það var tvennt í kvöldfréttunum sem var þannig að maður verður að fjalla um það, spinna þráðinn áfram svo hann gleymist ekki.

Mæðurnar sem senda syni sína til Afríku í afvötnun og meðferð, og það kostar þær að lágmarki 4 milljónir. Þetta eru svo sláandi fréttir að þögnin gerir mann samsekan.

Bæði RÚV og Stöð 2 voru með þetta sem fyrstu fréttir í gær, að meðferðarúrræði á Íslandi eru "skrípaleikur" og fleiri en ein móðir var þeirrar skoðunar.

Hér er þörf á því að staldra við. Við Íslendingar höfum montað okkur af spítölum í hæsta gæðaflokki og heilbrigðiskerfi sem á varla sinn líka í útlöndum.

Hitt sem ég vildi fjalla um er þessu tengt. Það kemur úr viðtalinu við móður Möggu Stínu, sem var sýnt á Stöð 2, en einnig viðtal við hana á RÚV, það er á vefnum og heitir:"Biðlar til stjórnvalda að fá dóttur sína lausa". Nokkur orð sem hún lét falla voru áhugaverð, um að "heimurinn sé hruninn", "heimsmyndin sé hrunin", eitthvað slíkt.

Samhengið var að fyrir nokkrum áratugum hélt fólk að hungur og barnadauði væri að verða liðin tíð, hvað þá viljandi dráp á fólki í stórum stíl.

Það sem fólst í orðum Sólveigar Hauksdóttur var fleira en það sem hún sagði berum orðum reyndar, Vísir er með frétt sem heitir "Auðvitað er ég hrædd um hana", þar sem er einhver stytting, en hún sagði ýmislegt í kvöldfréttunum um hrunda heimsmynd og þar kom þetta samhengi, að höggvi sá er hlífa skyldi, það er að segja að Ísrael standi fyrir þessu, sem kristnir Íslendingar og margir hafa talið fyrirmynd í siðferðislegum efnum, sem gáfu Vesturlönd trúarbrögð sín, Biblíuna, kristnina.

Ég hef ekki gefið út tónlist eftir 2010. Minn síðasti hljómdiskur var "Ísland fyrir útlendinga" frá 2010. Hann fylgdi í kjölfarið á "Ísland skal aría griðland" frá 2009.

Með því að taka undir málflutning No borders og öfgavinstris á "Ísland fyrir útlendinga" frá 2010, þá fannst mér ég vera að sýna fáránleikann þar.

Ég varð bara fyrir vonbrigðum með það að viðbrögðin voru engin. Fólk var miklu hrifnara af lögunum á "Ísland skal aría griðland" frá 2009.

En svo ég vitni aftur í þessar kvöldfréttir í gær, það er eins og Ísland sé að verða fátækara en lönd Afríku og ófullkomnara á allan hátt, en ég ólst upp við það á 8. og 9. áratugnum að við Vesturlandabúar værum svo miklir rasistar og yrðum að fylla söfnunarbaukina fyrir sveltandi börnin í Afríku. Sú staða er sem betur fer breytt, en hvað gerist þá á Gasa og sumsstaðar annarsstaðar?

Ekki notfærði móðir mín sér heilbrigðiskerfið hér á Íslandi nema í mýflugumynd og hefði án efa lifað miklu lengur hefði hún gert það, en ég hef heyrt það frá öðrum að fólk sé að deyja á biðlistum, HÉR Á ÍSLANDI!!!

Það er eins og ýmsir séu búnir að gefast upp. Það koma ekki lengur fréttir, því það er ekkert að frétta nema stöðnun og afturför á ýmsum sviðum.

Hér á Íslandi eru ekki bara tvær þjóðir, heldur tuttugu eða fleiri.

Við erum í gíslingu auðróna. Við erum þrælkuð af ofurríku liði sem hefur undirmenn sem einnig eru ríkir.

Á Íslandi ríkir snobbistaháttur auðmenningarinnar.

Fólk hefur ekki lengur orku til að berjast í mörgum tilfellum. Fólk hefur verið sigrað af óréttlæti sem er alþjóðlegt.

Vegakerfið má muna sín fífil fegurri. Viðhald er víða í molum. Orkuuppbygging er á eftir áætlun. Við eigum fullt af hæfu fólki, en of oft flýr það til útlanda. Aðfluttir koma til starfa og tungumálaörðugleikar valda vandræðum.

Í stuttu máli sagt, MENNINGIN ER Í RÚST OG TÆTLUM.

Annaðhvort ríkir afturför eða framför. Sjaldgæft er að eitthvað standi í stað. Það er eins og íslenzkir ráðamenn séu fastir í 30 ára málflutningi og horfi ekki á fréttir og raunveruleikann.

Ég hef áður sagt og skrifað og segi það enn:Flokkar sem hefðu hjálpað okkur Íslendingum eru þessir:Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn.

Þjóðerniskennd er það sem Íslendinga skortir. Að græða sem mest á náunganum og helzt að ræna sem mestu af náunganum á löglegan auðrónahátt, það er í tízku og talið flottast. Afleiðingarnar eru augljósar.

Jafnaðarmenn eru í ríkisstjórn Íslands. Flokkur fólksins reynir að henda sífellt stærri brauðmolum í fólkið. Þó eykst bilið á milli ríkra og fátækra. Það er varla hægt að merkja að þetta sé jafnaðarmannaríkisstjórn í landinu.

Ekki þarf maður að vera snillingur til að sjá að vestræn samfélög eru á þessari vegferð saman, almenn hnignun og afturför á öllum sviðum, en ríkasta fólkið verður ríkara.

Ef kærleikur væri svipaður og þegar ég ólst hjá ömmu og afa, þá væri minna um fíkniefnavanda á þessu landi.

Ég er á þeirri skoðun og er alveg handviss um það, að firrt þjóðfélag þar sem skortir aga og reglur, þar sé meira um þessi vandamál sem þekkt eru í nútímanum.

Hvað myndi gerast ef innfæddum Íslendingum yrði bannað að flytjast til útlanda? Eða ef aðrir en innfæddir yrðu reknir úr landi? Myndum við þá neyðast til að hverfa 30-40 ár aftur í tímann, þegar fólk hjálpaðist að og náungakærleikurinn var við lýði?

Við Íslendingar breytum ekki heiminum. Hvorki með sniðgöngu í Júróvisíon né með því að herma eftir Grétu Thunberg. Þó ber ég virðingu fyrir Möggu Stínu og hennar viðleitni.

En við gætum kannski gert þjóðfélagið betra og eins og það var, með því að hætta að herma eftir nýjungum keyrðum áfram af auðhyggju.

Hvað varðar fréttina, um hagræðingu í sameiningu sveitarfélaga, ég veit það ekki, en vil minna á að oft hefur eitthvað verið sagt af fólki við völd, eða af sérfræðingum, sem ekki reyndist rétt.


mbl.is Hagræðing í sameiningu þeirra stóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 967
  • Frá upphafi: 160794

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband