7.10.2025 | 01:08
Já það eru til menn sem ekki hata Trump eins og Silfrið sýndi
Silfrið í gær var nokkuð sögulegt. Í fyrsta skipti í langan tíma heyrðust hægrisjónarmið, og sjónarmið trumpismans.
Það þurfti bandarískan blaðamann til að brjóta þennan ís, John Fund. Ég hélt að þetta yrði demókratísk skammarræða um feril Trumps, en svo var ekki. John Fund var mjög hóflegur og hlutlaus, en þegar Bergsteinn blessaður kom með Rúv/wókfrasana þá leiðrétti hann þá ósköp pent og smekklega eins og hverjar aðrar ranghugmyndir. Snyrtilegt og vel gert, ekkert múður, ekkert vesen, bara RÚV keyrt niður í sandkassann með fantabrögðum kurteislegum eða fagmannlegum glímutökum!
Það mátti líka heyra á Sólveigu Önnu að hún er réttlætismanneskja af gamla skólanum án þess að vera gapandi af hrifningu yfir wókinu eða öðru rugli, og það var mjög gott.
Þannig að það er eins og það sé að renna af RÚV hægt og rólega, einstaka sinnum finnst manni það, en Kastljósið hefur ekkert skánað og heldur ekki fréttirnar.
En þessi þáttur af Silfrinu minnti örlítið á Silfur Egils fyrir Hrunið 2008, þegar hann þorði, og fékk ólíkt fólk og allskonar fólk, en var ekki bara skíthræddur í bandi geltandi fyrir eigendur sína, wókistana!
Það eina sem vantaði var rifrildi, að fá öfgafólk til að æsa sig á sitthvorum ásnum.
Einnig hefði hann átt að skipta út fólki í fyrra hollinu, til að fá meiri fjölbreytni, eins og Egill Helgason gerði oft.
En mikið er ég ánægður þó að metnaðurinn er farinn að vakna aftur með þennan þátt. Viðtalið við John Fund var bara ekta viðtal við skynsaman mann en ekki leiðindainnræting svæfandi!
Með allri þeirri virðingu sem ég get sýnt Valgeiri Erni Ragnarssyni, en ef hann sér bara wókhliðina og vill ekki fjalla um aðrar hliðar, þá er hann góður í fréttum en ekki eins góður í viðræðuþáttum þar sem skemmtilegra og fróðlegra er að fá sem flestar hliðar. Hann á enn eftir að sanna sig sem góður stjórnandi Silfursins til að standast þær kröfur sem ég geri til þáttarins. Hin tvö eiga líka langt í land með að ná beztu sprettum Egils Helgasonar.
Sigríður Hagalín hefur sýnt af sér góða taka, en bara stundum eins og Bergsteinn, þannig að Egill Helgason er fyrir mér ennþá meistari þessara þátta og væri bezt að fá hann aftur til að stjórna þeim.
![]() |
Segir friðarsamkomulag í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Já það eru til menn sem ekki hata Trump eins og Silfrið sýndi
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thun...
- Góðar hryllingsmyndir vísa í margar áttir og snúast ekki endi...
- Þegar konur stjórna, þá er móðursýki og klikkun afleiðingin
- Aðeins kærleiksrík vera gat keppt við Krist um vinsældir, ekk...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 12
- Sl. sólarhring: 198
- Sl. viku: 718
- Frá upphafi: 160374
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 548
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning