Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thunberg. Stundum tapar sannleikurinn í mannkynssögunni og mýtan verður ofaná. Er kristnin þannig?

Heimspressan fylgist með Gretu Thunberg. Deilt er um hvort hún hafi hlotið ómannúðlega meðferð eða ekki hjá Ísraelsmönnunum. Hún hlýtur að tjá sig um það sjálf og þá hlýtur það rétta að koma í ljós.

Mér fannst það gott þegar Páll Vilhjálmsson líkti Gretu Thunberg við Jóhönnu af Örk. Báðar ungar og áhrifamiklar en umdeildar.

Greta hefur nú tekið ástfóstri við önnur baráttumál vinstrisinna eins og að liðsinna Gasabúum. Ég er sáttur við það og tel það verðugt verkefni.

Greta Thunberg minnir mig svolítið á sjálfan mig, þegar ég á unglingsárum fór að búa til lög og texta um umhverfisvernd og flytja á skólaskemmtunum, og fékk mikið klapp þegar vel tókst og eitthvað heyrðist í mér.

Á tímum þegar umhverfisvernd fær minni athygli vegna stríðsógna til dæmis, þá er dásamlegt að fá þann ferska andblæ réttsýni og réttlætiskenndar sem kemur með Gretu Thunberg. Já hún minnir vissulega á Jóhönnu af Örk og þar er ekki leiðri að líkjast.


mbl.is Thunberg snýr aftur til síns heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 19
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 160171

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband