Enn um kærleika, frið og sameiningu Viðreisnar

Kærleikur, friður, sameining. Vill fólk taka undir þetta í verki eða bara í orði? Gengur ekki ESB útá svona falleg hugtök?

Ég vil ekki vera staðnaður. Ég vil alltaf vera að breytast og þroskast, en erfiðast er að velja rétta átt, gera upp við sig hvað skiptir mestu máli hverju sinni.

Nikola Tesla taldi að Jesús Kristur hafi verið með háa greindarvísitölu og þessvegna talað um kærleikann mest. Þetta sá ég í Youtubemyndbandi í vetur.

Ég hef oft fjallað um samsæriskenningar í þessum bloggpistlum mínum. Þó hef ég reynt að finna jafnvægi. Þessvegna segi ég það að ég er sammála Nikola Tesla að það eru einkenni hins gáfaða og kærleiksríka að tala um það sem sameinar fólk en ekki það sem sundrar því. Hvort tveggja er þó nauðsynlegt, til að meðvirkni sé ekki ríkjandi með því sem nauðsynlegt er að gagnrýna.

Eins og margir frægir menn og snillingar mannkynssögunnar þá hafði Nikola Tesla áhuga á mörgu öðru en sínu sérsviði.

Ég ætla því enn að fjalla um ESB og sameiningardrauma þess, forvígismanna þess.

Ég hef tekið eftir því að ég er að verða gamall nöldrari hér á blogginu. Það er ekkert sérlega sniðugt.

Ég hef lengi vitað það út á hvað félagsfærni gengur. Hún gengur útá það að vera leikmaður, hún gengur útá það að vera læs á umhverfið, á þjóðfélagið og vilja annarra en ekki að vera að þrjózkast áfram í því að hafa rétt fyrir sér.

Þessi pistill minn - sem og annars ESB stuðningspistill mjög nýlega - sýna því þetta, að ég er að reyna að auka félagsfærni mína.

Í Silfrinu í gær var örlítið komið inná ESB inngöngu - mjög lítið - en látið í veðri vaka að hún væri möguleg.

Það má vel vera að enn sé frekar lítill stuðningur við ESB inngöngu hér á Íslandi.

Ég held þó að annað sé miklu veigameira.

Það er tækifærismennska Íslendinga, sem fer vaxandi.

Hún sést í sviptingum þegar kemur að fylgi flokka.

Flokkar eins og Viðreisn komast í tízku, sem höfðu sáralítið fylgi áður og voru ekki sigurstranglegir.

Síðan siglir Samfylking í hæstu hæðum, enginn skilur hversvegna, nema að Kristrún er með persónutöfra, kannski nær hún bara að blekkja þjóðina eins og Katrín Jakobsdóttir gerði. En það er nóg til sigurs.

Það er svipað með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem er framundan, til að reyna að láta þjóðina ganga í ESB.

Af því að þjóðin er ekki staðföst heldur hviklynd og til alls vís, þá er alveg eins líklegt að þjóðin kjósi með ESB aðild þegar þar að kemur.

Það er svo annað mál hvort hægt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort ESB aðild sé ólögleg og ómöguleg, eins og skrif Guðmundar Ásgeirssonar gætu verið upphafið að, þegar hann fjallar um hvernig þjóðin hafnaði þessu 2010 og 2011 og svo hvernig Stjórnarskráin bannar þetta, og fleira mætti telja til. En pólitíkusar kunna að hagræða ýmsu. Lítið mark hefur verið tekið á ýmsum þjóðaratkvæðagreiðslum. Hvernig fer þetta?

Ég yrði ekki hissa á því þótt meirihluti þjóðarinnar myndi samþykkja aðild og inngöngu í ESB, en málið verði stöðvað fyrir dómstólum, og þjóðin fari þá aldrei í ESB. En þá verða líka læti og mótmæli, og stjórnin fellur kannski, en kannski ekki samt.

 


mbl.is Myndir: Margt um manninn á Grand Hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 17
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 614
  • Frá upphafi: 159027

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband