10.9.2025 | 05:30
Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og Gasabúa
Ég tók eftir því í Silfrinu á mánudaginn sem var alveg þolanlegt að Sigríður Á. Andersen var sú eina sem studdi Ísrael sómasamlega. Hún talaði um sekt Hamas á milli línanna og minntist á samtökin einu sinni en aðrir töluðu eins og Ísraelsmenn einir væru sekir, eða bæru þyngstu ábyrgðina.
Nú kann vel að vera að pistlar Ómars Geirssonar hafi sannfært mig eitthvað og pistlar Guðmundar Arnar, eða athugasemdir. Þetta er allavega hluti af heimsmynd og breytingum á Vesturlöndum og nú er loksins kominn einhver vottur af vilja til að sporna gegn þessu, eða það virðist manni eftir Kastljósið í gærkvöldi, þótt mjög vægt færi Kristrún forsætisráðherra í þetta.
Á sama tíma eru breytingar orðnar á Sjálfstæðisflokknum. Hann er orðinn hreinn krataflokkur og eini flokkurinn sem er íhaldsflokkur er Miðflokkurinn, og þó varla nema svolítið.
Annað sem var merkilegt í fréttum á mánudaginn það var að sá sem talaði frá Noregi lýsti því að meirihluti Norðmanna stæði með Palestínumönnum en ekki Gyðingum. Það finnst mér skrýtið og kom mér á óvart, því fáar Norðurlandaþjóðir hafa eins rótgróna og íhaldssama kristni og Norðmenn, eða þannig var þetta að minnsta kosti fyrir 10 árum og þar áður. Þessu kynntist maður á sínum tíma. Einnig kom það í fréttum í gær, á þriðjudegi, frá öðrum sem talaði frá Noregi, að glæpatíðni hefur snaraukizt í Noregi með stórauknum fjölda útlendinga og fólks frá öðrum menningarsvæðum en því norræna. Þetta kom fram í pólitískum áherzlum flokkanna í Noregi að þessu sinni, sem einbeittu sér að málefnum landsmanna, ekki umhverfismálum eða flóttamannamálum, samkvæmt því sem kom fram.
Það virðist því vera að sama þróun og annarsstaðar á Vesturlöndum sé farin að bíta Norðmenn og naga niður í rót, að yngri kynslóðir verða trúlausar, islamstrúar eða ganga af kristninni til heiðni.
Þetta er kannski bara kratismi. Hvernig á Sjálfstæðisflokkurinn að marka sér sérstöðu ef hann fer alveg í skóna hjá Kristrúnu og Samfylkingunni?
![]() |
Stór hluti heimsins hefur gleymt 7. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og ...
- Ross Edgley er meðal minnisstæðustu manna ársins sem snerta s...
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
- Skrímslabangsar? Er nokkuð jákvætt við þá annað en að þeir er...
- Umdeildur yfirmaður sleppur með skrekkinn, Sigríður J., undir...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 44
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 542
- Frá upphafi: 157423
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 418
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta þykir mér undarlegur og öfugsnúinn málflutningur.
Gyðingdómur hefur auðvitað ekkert með kristni að gera og helmingur fórnarlambana á Gaza eru kristnir og rúm þrjátíu prósent þeirra meira að segja rómversk katólsk.
Þó margir, eða jafnvel flestir Sjálfstæðismenn séu kanasleikjur, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir loki augunum fyrir grimmd og græðgi gyðingana, frekar en Marteinn Lúther og aðrir helstu kirkjufeður okkar.
Það eru mér töluverð vonbrigði að þér þyki ekki tímabært að setja Ísraelsmönnum stólinn fyrir dyrnar með öllum tiltækum ráðum, eða var ég bara enn og aftur að miskilja eitthvað?
Jónatan Karlsson, 10.9.2025 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning