Ég er sammála því sem Baldur Þórhallsson ýjaði að og aðrir næstum líka, að Ísland muni kannski fara í ESB á þessu kjörtímabili

Ég var ekki búinn að horfa á Silfrið þegar ég skrifaði síðasta pistil. Mér fannst margt gott koma fram í því - þannig að stundum er eitthvað skárra en ekkert í RÚV ennþá.

Bæði Baldur Þórhallsson og Gylfi Magnússon töluðu vel. Mér fannst framtíðarspá þeirra raunsæ og rétt, að Ísland væri að halla sér meira að Evrópu, og Baldur Þórhallsson var hreinlega með sterkan áróður fyrir inngöngu Íslands inní ESB, eins og hann hefur gert áður.

En mér fannst þetta gagnlegt sem þeir sögðu, því þegar fræðimenn tala vel og raunsætt, þrátt fyrir að hafa skoðanir og koma jafnvel með léttan áróður, þá finnst mér það gott og gagnlegt. Ég met það eftir sannleiksgildinu og raunsæinu.

Mér fannst einnig áhugavert það sem Ásthildur Sturludóttir sagði, og þau öll ræddu um, að kannski myndu Bandaríkin gera hernaðarárás á Grænland, og Gylfi taldi að þá myndu Íslendingar hætta að eiga samskipti við Bandaríkjamenn, á sama hátt og þeirri aðferð hefur verið beitt gegn Rússum. Ég leyfi mér þó að efast um að það sé rétt hjá honum. Það kemur allt í ljós, en alþjóðasamfélagið er að mörgu leyti óútreiknanlegt og margt skrýtið og öðruvísi að gerast þessa dagana og þessi árin.

Silja Bára var hlutlausari en maður bjóst við. Eins og hún sagði þá krefst embættið þess af henn, reglurnar sem fylgja embættinu.

Ég tel það raunsætt mat og rétt að bæði almenningur á Íslandi sé orðinn ESB hlynntur og einnig mikið af stjórnmálafólkinu.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn, það gefur þetta til kynna. Einnig er Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér mýkri og miðjusæknari en áður, mjög líkur Samfylkingunni. Þannig var þetta undir stjórn Bjarna Benediktssonar, en mun Guðrún Hafsteinsdóttir einhverju breyta?


mbl.is Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það sem gerði útslagið síðast var mikið ágengi Makríls inn í flestar hafnir landsins sem ESB sagðist eiga og við ekki meiga veiða

En það er margt hjá ESB sem við mundum ekki sætta okkur við
T.d. er vegastæðin núna að hrynja (jarð/aurskrið) við Göta älvdalen í Svíþjóð en þar ekki má ekki laga neitt vegna reglugerðar frá ESB um verndun viðkvæmra svæða

Grímur Kjartansson, 2.9.2025 kl. 07:47

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei, ekki á þessu kjörtímabili, það verða nefnilega að fara fram kosningar áður. Þar verður þetta gjörfellt.

Birgir Loftsson, 2.9.2025 kl. 16:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rangt Birgir. Það er búið að halda tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli stjórnarskrár þar sem ríkisábyrgð á innstæðutryggingum var hafnað með bindandi hætti sem enginn hefur heimild til að virða að vettugi. ESB brást við með því að gera slíka ríkisábyrgð á skuldbindingum einkarekinna banka að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir öll aðildarríki sín. Með því var aðild Íslands að ESB útilokuð og engin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eða kosningar til Alþingis á Íslandi geta breytt neinu um það.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2025 kl. 20:04

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar. Áhugavert er það sem Guðmundur skrifar um, og Birgir, en allavega þá er það látið í veðri vaka í umræðuþáttum eins og Silfrinu að innganga í ESB sé bæði góð og nauðsynleg. Aldrei minnzt á að slíkt sé erfitt eða ómögulegt.

Allavega, umræða Baldurs og annarra um að krónan sé ónýt og nauðsynlegt að taka upp aðra mynt, hún er bara ESB inngönguumræða í dulargervi. Sagt er að einhliða sé svo erfitt að taka upp erlenda mynt, að inngangan í ESB sé eina raunhæfa leiðin fyrir fólk sem vill það.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 3.9.2025 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 100
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 778
  • Frá upphafi: 159001

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband