29.8.2025 | 02:26
Það er ljós við enda ganganna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og það felst í skoðanakönnun.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í Reykjavík, eins og fréttin fjallar um. Mér finnst þetta staðfesta það sem margir hafa haldið fram, að Dagur B. Eggertsson hafði persónutöfra langt út fyrir eðlilegt fylgi Samfylkingarinnar sem borgarstjóri, þótt hataður væri af fjölmörgum einnig, eins og gerist með þá sem skara framúr.
Nú er lag, eins og sagt er. Hildur Björnsdóttir finnst mér litlaus að vísu, og því held ég að sigur myndi klúðrast niður í miðjumoð.
Fréttir berast einnig af því að Valhöllina vilji sumir Sjálfstæðismenn selja og fara annað. Það er svo sem eftir öðru, þegar sjálfstraustið hjá þeim er farið eftir andlegt og félagslegt ofbeldi jafnaðarmanna og vinstrimanna í fjölmarga áratugi, og skort á leiðtogum, rangt leiðtogaval, hlýðni við hugsjónir óvinanna og að setja hæfustu mennina neðar á lista - eða reka þá úr flokknum eða flæma í burtu.
Það fylgir því ábyrgð að tengja sjálfan sig eða hús við fyrirbæri úr norrænu goðafræðinni. Frá og með Katrínarstjórninni finnst mér sjálfstæðismenn ekki hafa staðið undir nafni, og raunar byrjaði sú óheillaþróun fyrr.
Það var snilld að koma Degi B. Eggertssyni inní landsmálin, þar sem hann er ekki velkominn í aðalhlutverk, heldur er í aukahlutverki.
Enn á ný er það egóismi vinstrimanna sem fellir þá.
Eins og ég spáði þá er hrun Samfylkingarinnar byrjað. Það gæti þó verið tímabundið, og komið aftur. En auðvitað er þetta byggt á sandi og blekkingum, þessi mikli stuðningur við Samfylkinguna. Hún er ekkert skárri en hún hefur verið síðastliðin 20 ár. Bara nýtt andlit, það er allt og sumt.
En Sjálfstæðisflokkurinn er í mega-lægð. Engin forysta. Engar hugsjónir, nema gamlar klisjur. Það má ýmislegt segja misjafnt um Eimreiðarhópinn, en eins og sönnu sigurliði sæmir þá var það ekki laushangandi félagsskapur heldur samstilltur og sterkur. Einnig var þá nýfrjálshyggjan á uppleið í öðrum löndum.
Sjálfstæðisflokkurinn tengir sig ekki við trumpismann, það gerir Miðflokkurinn frekar og uppsker eitthvað fyrir það. Íslendingar eru meðal heimskustu þjóða í heimi, enda er þjóðareðlið undirlægjuháttur, skriðdýrsháttur og varla neitt hróssvert.
En Sjálfstæðisflokkurinn er samansafn af brotum úr fortíðinni, og samansafn af einstaklingum sem lúta engri sterkri forystu. Það á eftir að tína brotin saman og skapa flokksaga á ný, en þannig var þetta þegar flokkurinn hafði tögl og hagldir bæði í borginni og landsmálunum.
Sterkur formaður Sjálfstæðisflokksins gerir allt vitlaust í þjóðfélaginu. Það er einkenni á frábærum stjórnmálamanni að vinstrimenn og jafnaðarmenn brjálast og fara á límingunum, bölva og bólsótast í athugasemdakerfum og kalla hann Satan sjálfan! Svona alveg eins og með Hitler og Trump.
En þetta þjóðfélag verður ekki bara drepleiðinlegt ef svo fer fram sem horfir og hægristefnan rís ekki upp aftur, heldur óbætanlega leiðinlegt.
Já, ef svo fer fram sem horfir. Það er að segja, ég tek ekki of mikið mark á einni skoðanakönnun. Hún gefur von, en er ekki sönnun á sigri hægristefnunnar á ný.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er ljós við enda ganganna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þ...
- Samtalið við Jesúm Krist árið 1996. Ég fór útí kristilegt sta...
- Hin þöglu ár Cat Stevens, 1968 og 1969, berklana fékk hann 19...
- Sumir eru góðmenni og bera það með sér. Nafni minn og Bogi Ág...
- "Á endanum kemur þetta til okkar", (Stríðsmáttur eða stríðsvé...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 7
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 558
- Frá upphafi: 156170
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning