22.8.2025 | 00:52
Svín og Grúv
Eins og fram kom á Sýn (eða RÚV) í gær þá er ætlun Ísraelsstjórnar að útiloka að Palestínumenn geti stofnað sitt sjálfstæða ríki þarna, eins og þó sífellt fleiri lönd hafa viðurkennt. Að yfirtaka Gazaborg jafngildir því að útiloka að þau geti stofnað Palestínuríki.
Fyrir utan mannfallið og hryllinginn þá er þetta aðskilnaðarstefna og þær eru einna frægastar í Afríku og Þriðja ríkinu, þannig að sumum þykir þar leiðum að líkjast.
Þarna er ég sammála Macron Frakklandsforseta, þótt Evrópa sé ekki að öllu leyti í blóma.
Í raun er það alveg til háborinnar skammar fyrir Vesturlönd að taka öðruvísi á Rússum og yfirgangi þeirra og Ísraelsstjórn. Nema, Hamas þarf að stöðva eins og bent hefur verið á. Einnig þarf að stöðva leppana sem stjórna Úkraínu og koma á stjórn sem Rússar geta sætt sig við.
Þannig verður skapaður friður. Ekki með því að horfa á allt með westurlandaaugum, heldur með því að setja sig inní þankaganga allra sem deila og eiga í stríðum.
Smá útskýring á titli pistilsins er þessi:
Ég á til húmor. Menn snúa útúr.
Ég hef lært það í orðsifjafræðinni að sv breyttist stundum í y. Þannig að svín og sýn eru brandarahljóðlíkingar.
Grúv er gömul sletta, in the groove, í stuði.
![]() |
Telur hertöku leiða til frekari hörmunga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk...
- 2007 er komið aftur, (Það er mín túlkun, ekki hennar orð) Þór...
- Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og ...
- Ross Edgley er meðal minnisstæðustu manna ársins sem snerta s...
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 16
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 748
- Frá upphafi: 157725
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 536
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.