19.8.2025 | 01:58
Þetta reddast - eða ekki
Ekki er hægt að ímynda sér kraftinn í stórum jarðskjálftum svo vel sé, hafi maður ekki upplifað þá. Einnig er munurinn á skemmdum á húsum og innanstokksmunum gríðarlegur enda margföldun á afli eftir stærðarskalanum. Yfirleitt er um minniháttar óþægindi að ræða en í verstu tilfellunum verður mikið tjón og mannslíf í hættu.
Við höldum kannski að svona gerist bara í útlöndum, en hér á Íslandi búa flestir á suðvesturhorninu þar sem virknin er mikil hvað varðar eldgos og jarðskjálfta. Hef ég oft bloggað um það að mér fyndist skynsamlegra að færa mesta dreifbýlið annað, en slíkt er tímafrekt og dýrt og flestir telja þetta óþarfar áhyggjur. En náttúran er óútreiknanleg, og vitað er að ýmsir stórir atburðir gerðust lengra aftur í fortíðinni, bæði risavaxin eldgos og hryllilegir skjálftar og miklir.
Ekki er hægt að segja með 100% vissu að fullt öryggi sé í því að búa í Reykjavík og nágrenni, það er bara alls ekki þannig. Síðan má færa þetta aðeins út, og minna á að greiðslukortin sem næstum allir nota eru tengd við erlenda þjónustu. Skammsýnin er slík í fólki á þessu landi að það er algjörlega skammarlegt.
Það er alls ekki hægt að líkja því saman hvernig var þegar stórir skjálftar riðu yfir og fólk bjó í torfbæjum. Þeir hrundu vissulega stundum og voru ekki sterkir, en hitt er annað mál að í dag eru byggingarnar fleiri og í misjöfnu ásigkomulagi, og innanstokksmunirnir fleiri og harðari en var í þá daga.
Síðan eru þessar eilífu framkvæmdir þegar byggð er þétt, sífelldar sprengingar í ýmsum hverfum sem fólk er brjálað útí og kvartar undan sáran. Þá koma fréttir um að sprungur myndist í veggjum. Þessi eilífu smáhögg veikja hitt og þetta. Jafnvel er það svo að ofnar fara stundum að leka og hitavatnslagnir í húsum, við þessu litlu og sífelldu högg þegar borað er fyrir grunnum í þéttingarverkefnum, og svo þegar sæmilega stórir eða mjög stórir skjálftar koma, þá er allt kerfið veikara og meiri hætta á að lagnir springi og allt fari til fjandans, eins og sagt er. Raflagnir eru líka í hættu í stórum skjálftum og getur kveiknað í auðveldlega, eða flætt víða og mikið.
Yfirleitt er viðkvæðið alltaf það sama í sérfræðingunum:"Þetta reddast". Enda er það skiljanlegt, þeir vilja ekki vekja hysteríu, því nóg er um hana samt útaf óþörfum málefnum.
Það bezta í stöðunni er ekki bara að byggja traust hús eins og í flestum tilfellum eru hér á landi, heldur einnig á góðum stöðum, þar sem minna er um þennan ófögnuð.
Það er mjög leitt að Ómar Ragnarsson skuli vera orðinn aldraður og heilsuveill og hættur að blogga því hann fjallaði vel um þetta eins og annað, kom með merkilega fróðleiksmola einnig.
En ég er ekki hrifinn af þessu kjaftæði "Þetta reddast", bara smáskjálftar eru líka "Þetta reddast" fréttir. Sannleikurinn er sá að þeir eru stundum undirbúningur fyrir þessa stóru.
![]() |
Jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 15
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 155350
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 374
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning