Stígum til baka og skoðum fullyrðingar nánar

Maður heyrir fullyrðingar í fjölmiðlum sem eru rangar, eða einföldun að minnsta kosti. Möntrur geta sumar virzt réttar, eins og þessi að erlent vinnuafl sé ómissandi á Íslandi.

Þessi mantra getur verið sönn eins og stendur, en það er þá vegna þess að kringumstæðum þarf að breyta.

Mannkynið skiptist í leiðtoga og sauði, fylgjendur öðru nafni. Þegar búið er að úthýsa leiðtogum og kalla þá geðveika, skrýtna og hættulega þá verða þjóðfélögin stjórnlaus, eða öllu heldur undir stjórn elítu sem hefur útrýmt allri andstöðu sem máli skiptir. Þannig er nútíminn.

Það er hægt að rökræða sjálfan sig útí horn. Maður getur rökstutt sjálfan sig í keng og undir vönd kúgaranna. Friedrich Nietzsche útskýrði þetta í bókum sínum um ofurmennið og þrælasiðferðið, enda einn mesti andstæðingur kristninnar og allskyns vitleysu þjóðfélagsins undir lok 19. aldarinnar.

Mikill hluti af möntrum fjölmiðlanna eru í raun þrælasiðferði og minnipokamannarök.

Við skulum nú líta til þeirra tíma þegar hér bjuggu örfáir "útlendingar", (af erlendum uppruna), ekki þarf að fara lengra en 40 ár aftur í tímann til þess og enn eru um það bil flestir innfæddir Íslendingar sem muna eftir þeim tímum. Úr því að þetta gekk upp þá er auðvelt að sjá að þetta gæti gengið upp enn, ef viljinn væri fyrir hendi og ráðstafanir væru gerðar.

En þegar öll Vesturlönd eru kolgeðveik og rotin, þá eru Íslendingar hluti af ruslatunnu sem er einskisnýt.

Hluti af vandanum er sá að ungt fólk fer til útlanda og það vantar alveg þessa hugsun að hugsa um þarfir landsins og þjóðarinnar umfram þarfir einstaklingsins. Það heitir þegnskylduviðhorf, og hefur Páll Vilhjálmsson bloggari fjallað um það eitthvað og fleiri.

Hér fyrr á öldum var þegnskylduhugtakið mjög ofarlega í uppeldi og umræðu. Einstaklingurinn varð að hugsa um þarfir þjóðarinnar og landsins, en þó enn frekar um þarfir ættarinnar og foreldranna, þegar börn ólust upp til sveita og þurftu oft að taka við búi foreldra sinna.

Það veitir ánægju og sjálfstraust að verða að gagni.

Ef unglingar í menntaskólum og gagnfræðiskólum færu að temja sér þá hugsun að velja sér starfsframa með hliðsjón af því hvar vantar störf, þá yrði ávöxturinn einnig ánægjulegur, að finna þakklæti þeirra sem fá gagn af slíkri vinnu.

Þess í stað er byrjað á einstaklingshyggjunni strax í barnaskóla og leikskóla og svo inni á heimilunum. Þar er strax spurt hvað er skemmtilegt, ekki hvað er nauðsynlegt.

Til að innfæddir Íslendingar verði ekki í minnihluta á þessu landi þarf einfaldlega að grípa til ráðstafana og gera það sem virkar. Ekkert er útilokað, ef einstaklingarnir eru frjálsir og sjálfstæðir, en ekki kúgaðir.

Úr því að margt fallegt og rétt er í Stjórnarskránni og alþjóðalögunum, þarf að gera eins og Arnar Þór, gagnrýna það sem mætti bæta og stefnir ekki til sannra framfara.

Ein versta fullyrðingin og lygamantran sem hefur dunið á landsmönnum í fjölmarga áratugi er sú að allir verði hamingjusamir með jafnréttinu. Þannig er þetta auðvitað ekki. Konur þurfa að rísa upp gegn jafnréttinu og öðrum vitleysum eins og karlar. Annars heldur helstefnan áfram.

Hægt er að fjölga fæðingum og hægt er að fá menntskælinga til að velja ákveðin fög þar sem vantar fólk. Eins og til dæmis vantar hjúkrunarfræðinga og lækna og fleiri í þjónustustörf sem eru farin að verða óvinsæl hjá innlendum Íslendingum, sem þykjast of fínir í þau.

Þetta tókst með verkmenntirnar að allmiklu leyti, það sýna dæmin og tölurnar á síðustu árum og áratugum. Þar vantaði ungt fólk, og nú eru fleiri komnir í verkmenntir en áður. Frábært og vekur von um að ýmislegt sé mögulegt sem virðist ómögulegt.

Það sýnir að þetta væri einnig hægt að gera með læknastéttina, án þess að segja að eina lausnin sé innflutningur á menntuðu fólki. Fjölbreyttar lausnir eru frekar réttar.

 


mbl.is Erlent vinnuafl ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 25
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 154397

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 409
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband