Ekki var nýjasta afmælisveizlan mín "Spekingar spjalla" heldur kynntist maður nýju fólki. Það fannst mér ágætt. Það kom mér jafnvel á óvart að heyra suma efast um eitthvað í kristinni trú sem áður höfðu verið sannfærðir. Já tímarnir breytast og mennirnir með. Það hefur pottþétt eitthvað með það að gera að Þjóðkirkjunni stjórnar biskup sem aðhyllist hinseginfræði, kvennaguðfræði og fleira slíkt. Fólk verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum.
Við ræddum til dæmis um nýja sannfæringu, að Himnaríki og Helvíti eins og miðaldakirkjan notaði þau hugtök væru eins slæm og fáránleg fyrirbæri. Um þetta hef ég reyndar verið sannfærður lengi, en ánægjulegt að heyra vini mína sem sumir eru guðfræðingar tjá sig um þetta.
Þar með er hótunun um að fólk fari til Vítis orðin gjaldfelld, því jafn slæmt er syndugu nútímafólki að fara til Himnaríkis, því myndi leiðast þar svo mikið að vistin þar yrði ekki minna kvalræði en í hefðbundnu Helvíti miðaldaklerkanna.
Já, þetta byggist á því að fáránleg er hugmyndin um Kölska sem er haldinn kvalalosta, er mannæta og grillar fólk á teinum daglega.
Eins fáránleg er hugmyndin um að gott fólk breytist í engla sem syngi sálma allan sólarhringinn og horfi á Guð í aðdáun og þurfi ekkert annað.
Já margir kristnir menn og sístækkandi hópur kristinna manna er farinn að átta sig á því að veruleikinn er einhvernveginn mitt á milli þessara tveggja öfga.
Helvíti er til dæmis eins og okkar jörð, og Himnaríki stjarna þar sem meira er um hreinskilni, náungakærleika og minna um hræsni, rangar reglur og kúgun.
Kenningar dr. Helga Pjeturss standast sennilega. Ef maður trúir yfirleitt á framhaldslíf er rökrétt að það sé efniskennt, ekki andlegt.
Ágætur pistill eftir Guðjón Hreinberg nýlega, þótt ekki sé ég sammála um píramídana. En í DV er frétt um rottufaraldur í Bretlandi, þar sem rotturnar eru orðnar á stærð við ketti, 50-60 cm á stærð!
Dr. Helgi Pjeturss gagnrýndi andatrú og venjuleg trúarbrögð fyrir að samlaga ekki trúarhugmyndirnar því nýjasta í vísindunum. Hann efaðist ekki um kenningar Darwins.
Hann hélt því fram að hann væri frelsari mannkynsins, og að ef ekki yrði á hann hlustað myndi helstefnan halda áfram.
Inní því var fólgið þetta að rottur þrífast vel í stórborgum, og því rökrétt að þær verði ásamt gervigreindinni helztu keppnautar mannfólks um lífsrými og æti, súrefni og önnur gæði.
Það fylgir þessum kenningum Darwins að slík dýr sem rottur stökkbreytast og verða stærri og loks með stærri heila og vitrari, á helstefnuhnetti eins og okkar.
Við mannfólkið við útrýmum jurtategundum og dýrategundum í stórum stíl. Fáeinar tegundir geta þó orðið öflugri og fjölgað sér og ógnað okkur mannfólkinu.
Annars hef ég verið að glugga í Veraldarsögu Fjölva öðru hverju. Þar eru til dæmis nytsamlegar upplýsingar um Kelta og fleiri þjóðir og ættbálka.
Þar er talsvert mikið fjallað um píramída. Ég dáist mjög að þeim, og tel að norrænir og germanskir píramídar hafi verið til, en að Jahve hafi skipa eyðingu þeirra og því séu þeir ekki lengur til. Ég tel raunar að mesta hámenning mannkynsins hafi verið aríska hámenningin, kannski fyrir meira en 10.000 árum, á öðrum hlýskeiðum ísaldanna.
Maður hlýtur að dást að píramídunum og leyndardómunum á bakvið þá. Þeir sanna með óyggjandi hætti að Biblían er ekki sönn og ekki upphaf og endir, heldur eftiráskýring ósannfærandi.
Í Menningarsögu Fjölva stendur þetta meðal annars, 1. bindi:..."Undir forystu Brennusar, sigruðu (Keltar, Gallar) Rómverja í orrustunni við Allía 387 f. Krist og rændu Róm. Og þó þeir skiptust niður í ótal ættflokka undir sjálfstæðum höfðingjum, gerðu þessir hópar víðtæk bandalög sín á milli, svo að líka virðist aðeins hafa skort herzlumuninn til að upp gæti risið samfellt ríkisskipulag, og kannski munaði ekki miklu að þarna þróaðist um ókomnar aldir sjálfstætt Mið-Evrópskt samfélag. En með innrás Sesars í Gallíu um 50. f. Kr. var bundinn endi á það."
Ég tel að Júlíus Sesar hafi verið djöfulóður, sízt skárri en Hitler, Stalín eða aðrir slíkir. Ég tel að Jahve, djöfull eða guð Biblíunnar hafi stjórnað honum, og stofnsett sitt ríki, kirkjur og annað, með því að hjálpa Rómverjum að slátra öðrum og kúga afganginn í kjölfarið.
Margt í Menningarsögu Fjölva er orðið úrelt, enda kom fyrsta bindið út 1974 og hin í kjölfarið skömmu síðar.
Þarna er til dæmis ekki minnzt á Tokkaría í Asíu eða þá Yamnaya-stríðsmennina sem eru mjög stór þáttur í þróun evrópskra ættflokka og þjóða, komu með styrk og trúarbrögð, sem kannski voru svipuð Ásatrúnni, að minnsta kosti var fólk þeirra grafið með litla hamra sem trúartákn, jafnvel fyrir 4000-5000 árum, og þeir gerðu innrás á hirðingja í Evrópu og gjörbreyttu menningunni þar, og erfðapollinum reyndar líka.
Í Menningarsögu Fjölva er talað um "forsögumyrkur" innan gæsalappa, og er það án efa þýtt orð. Er því haldið fram að Evrópa hafi fyrir 5000 árum verið í "forsögumyrkri". Reyndar virðast þetta kristilegir fordómar, því svipað orðalag er talað um Norður-Evrópu fyrir kristnitökuna! Það útskýrir ýmislegt um skoðanir og viðhorf þeirra sem skrifuðu þessa ritröð.
Þetta "forsögumyrkur" er þannig nefnt vegna þess að þeir sem skrifuðu þessa mannkynssögubækur töldu sig ekki hafa neinar upplýsingar um trúarbrögð, lifnaðarhætti eða menningu þessa fólks sem á væri byggjandi. Það hefur þó breyzt núna og vísindamenn vita miklu meira með vissu, fornleifauppgötvanir og svo tölvusamkeyrsla á gögnum hafa mikið hjálpað, og sífellt hlaðast upp ný gögn, eitthvað finnst í jörðu.
Eitt og annað er þó mjög bitastætt og fróðlegt í þessum bókum.
Höfundar tala um líkbrennslumenningu í Evrópu frá 1300 fyrir Krist til 300 fyrir Krist, um 1000 ára skeið.
Það sem mér finnst áhugaverðast og rétt er að sagnfræðingarnir sem skrifuðu þessar bækur eru sannfærðir um að fornir Evrópumenn hafi verið mjög trúaðir, því trúarlegar ástæður hljóti að hafa valdið þessum breytingum, ný heiðin trúarbrögð sem sigruðu Evrópu um 1300 fyrir Krist. Í bókunum er það rakið hvernig líkbrennslur tíðkuðust helzt meðal Kisapostagmönnum áður, en ekkert bendi til þess að þeirra menning hafi þanið út veldi sitt og þannig haft áhrif á alla Evrópu, og því talið víst að þetta hafi verið vegna nýrra trúarbragða sem ruddu sér til rúms á þessum tíma, germanskra trúarbragða.
Komast höfundar þannig að orði að mikil grimmd og styrjaldarástand hafi fylgt þessum líkbrennslusiðum, það má sjá af fjöldagröfum og að mennirnir dóu í bardögum, slíkt má sjá af líkamsleifum vel og greinilega.
Tala höfundar um "messíanskan eldmóð", sem hlaupið hafi í fólk og orðið að tízkubylgju í þessu sambandi, og á það vel við.
Ég tel að mögulegt sé að þarna hafi trúin á Taranos eða svipaðan guð rutt sér til rúms, Perqunos er guð sem gegndi svipuðu hlutverki og talið er að hafi verið tignaður snemma í Evrópu, stríðsguð, veðurguð, sólarguð.
Taranos sem heldur á eldlegri þrumu eða eldspjóti eins og Seifur eða Júpíter gæti hafa verið þessi guð sem hrinti þessum breytingum af stað, eða ættbálkur, þjóð, sem með landvinningum og stríðum neyddi þessari trú upp á þegna sína undirokaða, sigraða og kúgaða.
Evrópa til forna er full af svona sögum um stríðsátök. Nema guðirnir eru frekar svipaðir, og hluti af kerfi margra gyðja og guða.
Já eins og kemur fram í Veraldarsögu Fjölva, þá voru Keltar eitt sinn nálægt því að verða það drottnandi afl í Evrópu, sem Rómverjar urðu, og greinilega var það Júlíus Sesar sem breytti gangi heimssögunnar svona, ásamt öðrum Rómverjum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 21
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 549
- Frá upphafi: 154322
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning