Hvers vegna er ekki skilningur á skyldleika ESB við Sovétríkin innan ESB? Þegar jafnvel Þorgerður Katrín viðurkennir að Evrópa er í vanda, og þó vill hún að Ísland fari í ESB, þá má það vera öðrum ljóst sem standa mest með Evrópu og ESB að eitthvað þarf að bæta og að kannski sé eitthvað hæft í þessari gagnrýni, að flókið regluverk ESB sé farið að minna á flókið regluverk Sovétríkjanna.
Þegar RÚV kepptist við að segja að Trump væri nautheimskur og að tollastefna hans væri alröng, þá fór ég að trúa því einusinni enn að hann væri vonlaus pólitíkus, því þetta er látlaus áróður fjölmiðlanna á þessu landi.
En hér kemur árangurinn í ljós, á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum minnkaði verðbólga um 2,7% og hagvöxtur jókst um 3%.
Eitthvað kann Trump og óvinir hans gera feila ítrekað.
Þetta sýnir einu sinni enn að sannleiksgildi fréttanna frá RÚV og í stóru fjölmiðlunum úti er ósköp rýrt, að minnsta kosti þegar kemur á hatri á Trump, Pútín og mörgu öðru sem er mest í fréttum.
Andstæðingar Trumps segja að hann stjórni Bandaríkjunum eins og fyrirtæki. En hvað gerði Joe Biden eða Obama og fleiri demókratar? Þeir fóru eftir sérfræðingaveldinu, og árangurinn slakur á ýmsum sviðum þessvegna.
Hvað eru þá sérfræðingar? Andsérfræðingar réttara sagt?
En trúin á sérfræðingana og sannleiksgildi þeirra orða er mikil enn. Þó eru þeir á mála hjá fjármálaöflum, sem gerir það að verkum að þeirra ráð og túlkanir koma úr pólitískum áttum. Og það sem litað er af pólitík, það sveigir frá venjulegri skynsemi, rökvísi oft.
Evrópa er að missa af tækifærinu að hverfa af braut ofkerfislægni ESB, með því að leyfa ekki flokkum eins og Svíþjóðardemókrötum að hreinsa til og stjórna betur.
Að kalla umbótaöfl öfgaöfl það eru öfugmæli. Miðflokkurinn, Svíþjóðardemókratar, þetta eru umbótaflokkar, endurreisnarflokkar.
Að kalla öfgaöfl til vinstri sem eru kosin til valda ranglega af heimsku almennings vegna innrætingar falsfréttafjölmiðla jafnaðaröfl, það eru líka öfugmæli.
Afleiðingin er sú að þjóðfélögin sökkva sífellt dýpra í kviksyndi og dý spillingar og heimsku á sem flestum sviðum.
![]() |
Bandaríkin í vexti en Evrópa í vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Samtalið við Jesúm Krist árið 1996. Ég fór útí kristilegt sta...
- Hin þöglu ár Cat Stevens, 1968 og 1969, berklana fékk hann 19...
- Sumir eru góðmenni og bera það með sér. Nafni minn og Bogi Ág...
- "Á endanum kemur þetta til okkar", (Stríðsmáttur eða stríðsvé...
- Vatnaguðinn sem ræður á okkar tímum, Toutates
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 5
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 539
- Frá upphafi: 156095
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 421
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú munt ekki heyra það í íslenskum fjölmiðlum að þriðja ársfjórðunginn í röð er samdráttur í Þýskalandi, sem þýðir að þar er komin verðhjöðnun og sér ekki fyrir endann á henni. Slíkt er hægt að fela með að nefna bara verðbólgu í ESB.
Rúnar Már Bragason, 6.8.2025 kl. 15:33
Takk fyrir þessa uppfærslu Rúnar. Kemur mér ekki mikið á óvart. Sorglegt.
Ingólfur Sigurðsson, 6.8.2025 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.