Minni stjarna meira reynir, ljóð frá 5. janúar 2005.

Þetta ljóð fjallar um það þegar fólk þarf að sanna eitthvað fyrir sjálfu sér og öðru. Það fjallar einnig um að vilja ekki samþykkja aðra eða annarra skoðanir. Þegar allir vilja verða stjörnur verða bara til litlar stjörnur og engar stórar stjörnur. Hér sný ég útúr nýölskum skilningi á orðinu stjarna, enda er þetta algengur nútímaskilningur, í gegnum Hollywood kvikmyndaverið, "James Dean starred in a film," osfv.

Stór ástæða fyrir því að ég gaf ekki út þessa plötu 2005, "Frá stjörnunum berst lífið", var sú að ég var að missa trúna á sjálfum mér sem tónlistarmanni og farinn að gera grín að öllu saman eins og sést á sumum textum frá þessu tímabili, þessum til dæmis. Skylduræknin rak mig þó áfram til að semja þetta og reyna að setja saman hljómdiskinn.

Vonbrigðin með litla sölu á hinum diskunum átti einnig stóran þátt í þessu áhugaleysi á vinnunni. Engu að síður er efnið merkilegt og ágætt eiginlega samt. Gefur innsýn inní líf mitt á þessum tíma og tíðarandann, þetta var á útrásartímanum, þegar velmegun ríkti og kreppan ekki komin sem byrjaði 2008, Hrunið.

Viðlagið og aðalfrasinn merkir að til að koma á jöfnuði þarf alltaf að vera að reyna að sanna það sem er ómögulegt, að konur gangi í karlastörf og karlar í kvennastörf, og fleira slíkt.

 

Þegar einn fer öðrum gegn,

ekki stillast saman.

Oft er lýðzka manni um megn,

og mengast kvennagaman.

 

Viðlag:

Minni stjarna meira reynir,

Minni stjarna meira reynir,

Minni stjarna meira reynir,

menn því verða bara einir.

 

Rembist einsog rjúpan ein,

reyndar morkinn staurinn.

Voru ekki að vekja kvein

þá valdið hafði gaurinn.

Viðlag:

 

Guðir koma gjarnan inn

þá getum samstillzt réttmæt.

Frúin þykka forðast skinn,

flúði landið þéttmæt.

Viðlag:

 

Einsog hungruð úlfagrey,

aðeins blekið ræður.

Fattar ekki fallin mey,

færri verða hræður.

Viðlag:

 

Spyr mig hvort þú finnir frið?

Fjölgar kærleiksverkum?

Oft er þjóðin algott lið

undir manni sterkum.

Viðlag:

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 154141

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 498
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband