3.8.2025 | 00:47
Volk og veðurofsi hefur oft ekki truflað
Veðrið í ár er í verri kantinum miðað við þennan árstíma, en þó eru verzlunarmannahelgar mjög oft einmitt svona, rok og rigning en ekki rjómablíða og fólk er ánægt samt.
Það eru femínistar sem hafa gert ástina að ljótum hlut og hafa kennt að reiðast hinu kyninu. Það eru femínistar sem hafa kennt fólki að kvarta undan öllu og vera óhamingjusamt stöðugt.
Margar stórkostlegar minningar skapast á svona hátíðum og volkið og veðrið er hluti af því að gera þetta eftirminnilegt, eða hávær tónlist og áfengi.
Fyrir 30 árum og sérstaklega enn áður þótti ekki tiltökumál að Þjóðhátíð í Eyjum væri skemmtun í rigningu og roki. Stelpur komu til að gera það sem lengi var beðið eftir og strákar og áfengi notað til að klára dæmið. Aðeins í grófustu atvikunum var það flokkað sem nauðganir en yfirleitt ekki, nema mikið ofbeldi kæmi við sögu. Síðan komu femínistar og gerðu hátíðina að barnaskemmtun þar sem nauðsynlegt væri að fá gott veður og broskarl á allt.
Þjóðhátíðirnar eru afturkippur til þess tíma þegar sveitaböllin voru vettvangur kynlífs og fyllerís og slagsmála. Blótin heiðnu stóru og miklu sem kirkjan eignaði sér mörg og gerði að kristilegum hátíðum voru undanfararnir.
Enn er það til í annálum að jólin hafi verið saurug holdsfýsnahátíð snemma á hinum kristnu miðöldum í Svíþjóð og víðar, það kom fram í heimildamynd um Svíþjóð liðinna alda á RÚV, og þar er tengingin við svona skemmtanahald.
Það er leitt að Árni Johnsen sé látinn, brekkusöngurinn var tengdur honum, enda talinn upphafsmaður hans.
Íslenzk tónlist er ekki eins öflug eins og fyrir nokkrum áratugum. Reyndar að vísu hafa kannski aldrei fleiri tónlistarmenn komið sér á framfæri, en er nokkur eins stór og Stuðmenn voru, eða Bubbi þegar hann var í blóma lífsins?
Megas var líka frábær um 1985.
Nú er allt fullt af litlum nöfnum og litlum listamönnum. Jafnvel þessir listamenn sem eiga að heita stórir og heitir í dag, þeir heilla mig ekki endilega. Kvenkyns listamaður gengur samt einnig undir karlkynsheitinu listamaður.
Annars spyr ég mig oft að því hvort skólarnir séu dauðir og íslenzkukennslan í skólunum? Það ber æ meira á því að beygingar séu ekki notaðar eða þá mjög rangt, og það ber meira á þessu hjá kvenfólki, ungum stúlkum ekki sízt í fjölmiðlum.
Til hvers að vera með skólakerfi ef það gerir EKKERT gagn?
Það þarf að gera átak til að kenna viðtengingarháttinn og fleira af því taginu.
PÍSA kannanir sýna ömurlegan árangur.
Beygingar í íslenzku eru hluti af því sem börn læra í barnaskóla, og eiga að kunna komin í menntaskóla.
Það hefur komið fram að börn geta oft ekki lesið sér til gagns og vantar lesskilning, og það er hluti af slökum árangri í PISA könnunum.
Skóli án aðgreiningar, kemur ekki einmitt slíkt niður á námsárangri?
![]() |
Myndir: Rok og rigning í Herjólfsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 9
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 915
- Frá upphafi: 154002
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning