31.7.2025 | 01:33
Þrautsegja sem borgar sig
Konur eru stundum svona. Það þarf að ganga á eftir þeim, sumum. Aðrar eru strax búnar að ákveða sig hvað þær vilja.
Það hafa verið gefnar út margar sjálfshjálparbækur og svo bækur um samskipti kynjanna. Það er ekki margt sem situr eftir úr þeim, fyrr en maður fer að pæla í þessu sjálfur, finnst mér, því hafsjórinn er svo mikill af þessum bókum að þær æra óstöðugan nema maður dragi ályktanir sjálfur og hafi skoðanir sem eru leiðarvísir.
Samskipti kynjanna skipta eins miklu máli og stærstu málin í veröldinni. Ég hef þá staðföstu fullvissu og skoðun að samkynhneigð sé orsökuð af sársauka í samskiptum á milli kynjanna og uppgjöf á gagnkynhneigðum samskiptum.
Það er róttæk skoðun sem er ekki vinsæl á okkar tímum, en gæti breytt ýmsu ef hún yrði viðurkennd.
Fjölmargir loka sig inní hellum steinaldarmanna með ferköntuðum hugmyndum. Til dæmis aldursmunur, stolt, höfnun, kvenhatur, karlhatur, fullvissa um kynhneigð, sjálfsímynd sem er í brotum að óþörfu, og fleira slíkt.
Kannski hafa flestir formúlu eða margar formúlur í kollinum hvernig draumaprins eða draumaprinsessa eigi að hegða sér og líta út eða þá hvernig samskipti eiga að vera, hvað sé hægt að sætta sig við og hvað ekki. Sveigjanleiki er þó ekki bara kostur heldur nauðsyn til að upplifa meira og blómstra.
Mér finnst gaman að svona fréttum sem lýsa sigrum í samskiptum kynjanna eftir ósigra.
Maður fer aftur í tímann og rifjar ýmislegt upp. Hvað gat maður gert betur? Hvernig hefði maður forðazt mistök?
![]() |
Sagði já eftir 43. bónorðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 408
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 983
- Frá upphafi: 153762
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 532
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning