Stjörnur eru lífið, ljóð frá 2. janúar 2005.

Stjörnur eru lífið, þetta kvað hann snjall og snotur.

Snemma gærur fylgdu með.

Þartil elti drusluhjörðin dapra,

dárar þannig misstu geð.

 

Viðlag:

Stefnir strangt að kífið?

Stefnir strangt að kífið?

Stefnir strangt að kífið?

Stjörnur eru lífið.

 

Núna skulum gleðjast, frelsun býðst í Helga hyggju,

herir munu ei sigri ná.

Vil ég frægð? - Ó veit það trauðla maður!

Vandamálin ýmsir fá!

Viðlag:

 

Öfund sprettur víða; munu féndur fylgja sigri.

Frá sér ber hann, ýmsa ver.

Lögin rotna, landið fer í eyði,

leiðist mörgum þannig sker.

Viðlag:

 

Alltaf þessir mestu þurfa að verjast vondra skeytum.

Vita geimverurnar margt.

Varð ég frægur. Vildi hyljast raunar.

Vætlar glysið súrt og argt.

Viðlag:

 

Rangt er skoðað. Geimsins kappar geta hingað flogið.

Glötun bandamanna er ljós.

Opnast samband eins og geimsins lokun.

Allt svo miklu betra í Kjós?

Viðlag:


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 153065

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband