Könnun túlkuð

Ekki er ég sammála Ólafi Þ. Harðarsyni, sjá frétt á Vísi, "Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á kjarnorkuákvæðinu".

Ég tek það raunar ekki í mál að nota þetta fáránlega ýkjuorð nema þegar ég vitna í aðra sem nota það. Fyrir mér er þetta 71. greinin, eins og Ólafur Þ. Harðarson raunar talar um líka, en fréttabörnin nota ýkjuorðið oft.

Fréttin á vísi fjallar um tvær kannanir gerðar áður en þingi var slitið og eftir. Spurningin er hversvegna fylgi Sjálfstæðisflokksins var um 20% á meðan 71. var ekki virkjuð og málþóf í fullu gangi en fór í 15% eftir að þingi lauk með ofbeldi því sem felst í 71. greininni, ef svo mætti segja, að málþófið var stöðvað með valdi Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis.

Hvort beita eigi 71. greininni er ég ekki alveg viss um, jafnvel þótt Ólafur Þ. Harðarson telji könnunina sýna að almenningi líki það, og einhver önnur könnun sennilega líka.

Hvernig á þá að túlka minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins eftir þinglok?

Það er einfalt mál ef maður þekkir þjóðarsál okkar Íslendinga.

Hún er svona í stuttu máli:

1) Langflestir Íslendingar eru áhrifagjarnir, eru sammála síðasta ræðumanni og sterkasta valdinu, fylgja fjöldanum í blindni, sama hversu heimskulegur hann er, og raunar fylgja fjöldanum af æ meiri ákafa því heimskulegar sem hann hegðar sér. Þetta er íslenzka þjóðarstoltið og íslenzka hegðunin, þjóðarsál mörlandans.

2) Þegar flokkur er stór þá stækkar hann ef hann getur beitt valdi og ofbeldi jafnvel, það þykir jafnvel flottara og betra ef meðlimir flokksins eru á gráu svæði, eins og með beitingu 71. greinarinnar til að slá á putta jarmandi málþófsmanna.

3) Flokkur sem tapar og nær ekki málum sínum í gegn - eða breytingum á málum ríkisstjórnar með málþófi - eins og í þessu tilfelli, honum er refsað fyrir valdaleysið, fyrir að mistakast að vera "sterkur" flokkur.

4) Taparinn tapar fylgi, sigurvegarinn fær aukið fylgi.

 

Þetta er lýsingin á hegðun fjöldans, á hegðun Íslendinga. Það skiptir ekki máli hvað er sannleikur, rétt eða rangt, siðlaust eða siðlegt. Það skiptir engu. Það er frumskógarlögmálið sem gildir fyrir Íslendinga. Sá sem sigrar handalögmálið fær meira fylgi, sá sem tapar minna.

Ég held að Bandaríkjamenn séu líka svona og fleiri þjóðir, en ekki Evrópumenn svo mikið (meginlandsins), í ESB trúa þeir á umhverfisvernd, mannúð og þannig hluti sem komnir eru í lög og samþykktir, allavega býsna stór hluti kjósenda þar.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum helming alls fylgis á Íslandi þá var það þetta lögmál sem var að verki og öll þessi fjögur atriði sem ég nefndi, hinn sterkasti sópar að sér aukafylgi.

Nú er Samfylkingin komin í þessa stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn var í. Kristrún Frostadóttir hefur ekki gert feila enn sem komið er svo orð sé á hafandi.

Önnur könnun sem vitnað er í sýnir að 65% landsmanna eru ánægð með beitingu 71. greinarinnar.

Er það ekki bara vegna þess að almenningur var orðinn þreyttur á fréttum um það sama í langan tíma?

Hafði ekki Sjálfstæðisflokkurinn fullan rétt á því að reyna að koma sínum stefnumálum í gegn? Það held ég nú.

Beiting 71. greinarinnar er í alla staði ólýðræðisleg. Sérstaklega ef þetta heldur áfram, þá er stjórnarandstaðan gerð hlægileg og máttlaus, og það má ekki gerast.

Annars er hægt að túlka svona kannanir á enn fleiri vegu.

Hversu marktækar eru kannanir? Hverjir nenna að svara? Hversu mikil er einlægnin og sannfæringin hjá þeim sem svara? Svarar fólk af hreinskilni?

Ólafur Þ. Harðarson held ég að sé Samfylkingarmaður. Þótt hann sé sprenglærður stjórnmálafræðingur er hann ekki alvitur og fleiri geta talað af viti sem álitsgjafar um þetta.

Sumum finnst það alveg prýðilegt að pakka saman Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum með 71. greininni, en það finnst mér ekki.

Samfylkingin er óvinnandi vígi nú um þessar stundir. Sigurvissan og sigurgleðin skín af hverju andliti.

Þegar mistakahrinan byrjar hjá Samfylkingunni þá koma óvinsældirnar hjá þeim líka. Þannig er þetta alltaf. Ekki veit ég hvað Sjálfstæðismenn geta gert til að flýta fyrir því, en örlögin eru bara svona, að öflin fara upp og niður á víxl.


mbl.is Miðflokkurinn tapar mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 671
  • Frá upphafi: 152931

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband