19.7.2025 | 01:42
Sýndu sálartjónin, ljóð frá 3. ágúst 2017.
Sýndu sálartjónin,
sár og þá mun dýpri kennd æ vakna!
Lítið vill ef léttvæg reynist bónin,
lofa mest ef einhvers þar mun falins sakna!
Ekki tala um yfirborðið snautt,
ein við skulum finnast, holdið grimmt og rautt.
Það er sálin sár,
síðan falla tár.
Ég mæti, mína að styðja,
mundu að lof mitt þannig sýni skvísa.
Fertug segist frúin vera að biðja,
fæstir skilja, milli nýrri ástargrísa.
Ef hún gæfi, önnur fæddi börn,
aldur segir núna, þetta er mannsins vörn!
Oft er annars vald
yndislegra tjald.
Umhygð ertu að sýna,
ekki vil ég trufla ganginn rétta.
Tilgangslaust að bitra sig og brýna,
brunnur þornar upp við slíka vafakletta.
Ólík kannski, ekki pirrar mig,
aðeins læri að þegja er bylgjan magnar sig.
Ertu aldið skar?
Ekkert gott sem var?
Kaffihúsakona?
kannski er snerting frekar ástargaldur.
Ungi bjáninn ýmislegt mun vona,
upp því stígur vitur fugl og meira en tjaldur.
Þegar eigum þetta saman vel,
þá mun skapast ríkt og magnað beggja sel.
Tættur var ég víst,
varla til þín brýzt.
Mitt í makaleysi
mér finnst gott að efast þetta um heldur.
Æskudjásnið er svo bara hreysi,
óskir mínar leiddu því í fleiri keldur.
Yrði að hitta aðeins hana í raun,
ekki get ég myndað skoðun svona, baun.
Næstum nær hún mér,
núna ei þögult sker.
Eins og fólk í einsemd
upp nú hrannast þessa köldu daga,
byggist upp í brúði nokkuð sein skemmd,
bara ekkert nógu gott og flest vill draga.
Ekki skal ég setja stúlku á stall,
stundum fara guðir burt og leifa fjall.
Sumir segja að frægð
sýni enga þægð.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 80
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 154942
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.