Er hafði harmafregnin
haft á brott minn lífskraft, tekið þrótt,
rétt fannst mér að setja saman þetta,
síðan fór að lyftast óttans nótt.
Örlög oft svo skrýtin
yfir hníga, fólk er tekið burt...
Margir sjúkir lifa langa ævi
en lífsins þorsti slokknar, góða jurt...
Hve brýnt er mér að minnast
á meiri hnetti Nýalssinna enn,
þar hlýtur líf að halda áfram raunar,
fyrst hafa mörgum leiðbeint sómamenn.
Er góður guð sem stjórnar?
Nei grimmur kannski? - Virðist passa oft...
Á minni ævi mjög hef þolað sorgir,
hví missir gæðafólkið kjarksins loft?
Ef betri heimur bíður
má búast við að stytt sé vítisdvöl,
hjá þeim sem að hafa skarað framúr,
en heimur þessi býður megna kvöl.
Atvik ægilega,
okkar hetjur fóru sömu leið,
er veiddu fyrir fjölskylduna án ótta,
hve fárleg reynist hættustundin breið.
Mér segir einhver saga
að sólardagar togi líka þungt,
að sinn hver réttinn sæki þannig maður,
en sumar, myrkur, kuldi spyr jóð ungt.
Ei stoðar sig að særa,
að sjá hið dapra bara á kveðjustund.
Ingvar frændi sagði: "Saman gleðjumst!
sömu verð að þola og hinir und."
Ef merki muntu halda
manns á lofti dafna verkin hans!
Ekkert meira gagn þú gerir raunar,
hve gott að rísa undir skugga manns!
Nú arfur okkar jarðar
æpir þegar skortir hetjur enn!
Við misstum býsna mikið, ei því leynum,
en málum fyrir ég ei síður brenn.
En Helgi Pjeturss hefur
heimsins myrkur útskýrt, næsta líf.
Þar er vonin dásamlega, ljúfa,
hve leynist þar hin nauðsynlega hlíf!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 39
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 152022
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 364
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning