Shoorah (Í lagi eftir Elton John frá 1976) er Asherah Cananítanna.

Where's The Shoorah? er lag á tvöfaldri plötu Elton Johns, Blue Moves frá 1976. Textinn er eftir Bernie Taupin og hann hefur aldrei verið útskýrður.

Lagið er í gospel-takti. Miklar vangaveltur má finna á Netinu meðal aðdáenda meistarans hver merking textans sé, ef hún þá einhver er, nema enginn virðist komast að sömu niðurstöðu og ég.

Svona er textinn þýddur:

"Hún vex, víðfeðm sem gresjur,

há í vindinum,

hún er syndug og hrokafull.

Fullgjörð stúlka, kona og móðir,

eignaðist mín börn,

og hefur verið elskhugi minn.

 

Nei, nei, nei, nei, nei, hún vill ekki berjast gegn því.

Um leið og þú hefur verið bitinn

verður þú æstur.

Mamma kann virkilega vel við hana,

hún kemur til að fá kaffi

og mamma spurði mig.

 

Svo hvar er Shoorah söng hún.

Þú veizt að ég heyri það aftur og aftur, vinur minn.

Hvar er Shoorah? Hún datt um það!

Bíður eftir að syngja hana til baka,

því hún kann vel við að syngja um...

Hvar er shooran? söng hún.

Aftur og aftur og aftur,

hvar er shooran? söng hún."

 

Þetta er orðaleikur hjá Bernie Taupin. Shoorah getur þýtt setning eða Biblíuvers á hebresku. Það getur líka þýtt ráð.

"Há í vindinum" finnst mér þó gefa merkinguna upp. Það er tré, eins og Ashera-súlurnar voru til forna.

"Bitinn" gefur líka merkinguna í ljós.

Ashera dýrkunin var án efa gerð brottræk úr gyðingdómnum vegna þess að hún var tengd við syndafallið, höggorminn, og Evu sem beit af eplinu.

Ef hún var kona Jahves var enn meiri ástæða til þess og tenging við syndafallið, mæðraveldið og slíkt, sem reynt var að útrýma.

"Hún er syndug og hrokafull."

Þessi setning segir líka nóg.

"If there's a god in Heaven what's he waiting for?" er næsta lag.

Sú skýring sem ég gef finnst mér því rökrétt.

Bernie Taupin er vel lesinn. Það eru allskonar pælingar í textunum hans ef maður fylgist vel með, þótt sumir séu léttir og auðskildir.

En af hverju breytti hann nafninu, ef þetta er rétt?

Gæti verið til að fá tveggja atkvæða orð. Eða þá einhver feluleikur af hans hálfu.

En ef hann hefði haft þetta of nákvæmt þá hefði kannski fjöldi móðgazt. Margir vilja bara hafa sína trú óhreyfða og vilja ekki pæla eða velta því fyrir sér hvort Jahve hafi átt konu. Það er enn deilt um það meðal fræðimanna.

Síðan getur verið að textinn hafi verið opinberun og hann viti ekki af merkingunni sjálfur, en þá hefur hann náð nafninu næstum réttu.

En það sem skiptir máli er merkingin, tengingin við nútímann. Þetta er það sem er að gerast, kvennaguðfræði að eyðileggja kristnina, það er þessi spurning:"Where's the Shoorah?"

Spurninguna mætti umyrða:

"Hvar er Eva?"

"Hvar er kona Jahves?"

"Hvar er femínisminn í Biblíunni?"

"Hvar eru kvenlegu sjónarhornin í gyðingdómi og kristni?"

Þetta eru spurningarnar sem Bernie Taupin spyr, á bakvið setninguna:"Where's the Shoorah?" Þannig skynja ég þetta.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 151957

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband