Mitt í klikkun, ljóð frá 23. október 2020.

Mitt í klikkun minnir hún á ömmu,

mjúk og brosmild, sæt og glöð.

Þesslega konu ég þarf helzt að eignast,

þetta er mín réttlega friðarstöð.

 

Islams konur undirgefni sýna,

ótal fæða líka börn.

Kófið er draumlyndum dæmin að sýna,

dásamleg gæti þar fundizt vörn.

 

Smáralindin býður blómin fríðu,

bíða þau og ilma vel.

Einmana var ég en einhverri kynntist,

allt verður mildara, kyssir skel...

 

Eins og gríman undirgefni veiti

á yndislega trýnið þitt.

Heillaður verð ég ó gullhærða glódís,

gæti vel hugsað þig blómið mitt.

 

Tómir voru dagar mínir meyja,

mér fannst tilgangsleysi um allt.

Hreyfingar þínar sem ömmu þó eru,

eitthvað svo mildilegt, vegur salt...

 

Ekki finn ég ást á hverju horni,

en undirgefna trýnið þitt

segir mér nokkuð, að sértu vel hlýðin,

sælt væri að eiga þig, blómið mitt.

 

Svona kroppur lífgar dagsins drunga,

dásamleg ert skvísa og sæt.

Þroskaðar mjaðmir og þrútnandi brjóstin,

þú ert ei unglamb en réttfleyg, mæt.

 

Læt mig dreyma, ást svo aftur vaknar,

einsog verkjalyfin mín...

Þjáningin vaxandi í þursaheiminum okkar...

þú ert svo dásamleg, falleg sýn!

 

Læt það vera að yrða á þig raunar,

en arðránstímar milda skap.

Venjulegt kvenfólk, en eitursins andi,

allt er því fráleitt um daga tap.

 

Ennþá stendur ástarhöllin rétta,

aðeins vil ég bjóða þér.

Sýna þér gæzkuna, æskunnar yndi,

annað má bíða sem hratt ei fer.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 617
  • Frá upphafi: 151925

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband