Þegar beðið er um vald (eins og WHO gerir) til að lýsa yfir neyðarástandi í framtíðinni er verið að plana það.

Hvernig getur WHO neytt breytingum uppá okkur ef ekki verður send höfnun fyrir 19. júlí næstkomandi?

Að þurfa að hafa fyrir því bendir á hvílíkt ógnarvald þessi stofnun hefur fengið.

Ég hef ekki sérlega þörf á að hafa rétt fyrir mér né að vera með frumlegri (sjálfstæðari) viðhorf en aðrir.

Að þessu sinni vil ég því lýsa því að ég lærði margt af bloggi annars manns, Júlíusar Valssonar. Spurningar vöknuðu ekki síður.

Blogg Júlíusar Valssonar er dæmi um áhugaverða umfjöllun sem maður hefur ekkert heyrt um og er fáránlegt hvernig þannig þöggun viðgengst, því málið er stórt greinilega.

Ég held að Kalli Snæ hafi fjallað um þetta, en pólitíkusar nútíðarinnar eru ekki sama eðlis og þeir voru 1992 þegar EES samningurinn var ræddur.

Það sýnir kúgunina, að jafnaðarfasismi ríkir í heiminum, að sjálfstæð hugsun og rökvísi eru fyrirbæri sem eru næstum alveg horfin frá fólki.

Að því sögðu, ég veit ekkert um þetta í smáatriðum og get því ekki svarað um þetta nema almennt, að mér lízt ekki á þetta eins og Júlíus Valsson setur þetta fram á sinni síðu.

Það ætti eitt og sér að vekja mikla varúð í fólki og grunsemdir hvernig aðferðafræði er notuð, sem sagt að þetta gengur í gegn nema þessu sé hafnað.

Enn á ný er skálkað í skjóli valds.

WHO er það vald, og er þetta risastóra nafn.

Setji maður sig gegn WHO er maður klikkaður nörd, eða mögulega.

Ég þekki þetta ekki í smáatriðum.

En ég segi eins og Arnar Þór og fleiri:

Er ekki nóg komið af völdum alþjóðafyrirtækja og klóm sem teygja sig í sjálfstæði smælingjanna?

Að því sögðu, er nokkuð hægt að búast við því að þessu verði hafnað?

Er ekki sjálfstæði löngu horfið frá þessu landi?

 

En annars tengi ég við þennan pistil um pólitíkina, þriðja umræða, sáttin, þinglok.

Um þetta vil ég bara segja þetta:

Vopnin voru tekin úr höndum stjórnarandstöðunnar með 71. greininni.

Á sama hátt eru önnur vopn tekin frá fólki með kurteislegu valdi og valdbeitingu WHO eins og fjallað er um hér á minni síðu og Júlíusar Valssonar.

Hér fáum við smjörþefinn af aðferðum Samfylkingarinnar þegar við verðum komin inní ESB.


mbl.is Býst við að þriðja umræða hefjist á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef áhuga á að vita meira um þennan WHO sáttmála. Það hafa lengi verið í gangi flökkusögur um að hann innihaldi einhver stórhættuleg ákvæði sem færi WHO meint "alræðisvald" á heimsvísu (sem er reyndar ekki hægt samkvæmt alþjóðalögum). Fyrir allnokkru átti ég í samskiptum við manneskju sem hafði einmitt skrifað pistil með varnarorðum í miklum upphrópunarstíl við þessu meinta "alræðisvaldi". Ég ákvað því að spyrja viðkomandi hvar í sáttmálanum þetta kæmi fram og benda á það með tilvitnun eða vísun í greinarnúmer í texta sáttmálans (hann er mjög langur og ég hef takmarkað svigrúm til að lúslesa slík skjöl í frítíma mínum). Þá varð nú fátt um svör og það eina sem var vísað í voru tröllasögur sem aðrir höfðu skrifað sem voru greinilega staddir í samskonar hugarheimi og þessi. Sama hvað ég eltist við það sem var fjallað um fann ég hvergi neina tilvitnun eða vísun í þau ákvæði í texta sáttmálans sem var haldið fram að hefðu þessu meintu áhrif. Eftir ítrekaðar tilraunir til að biðja viðkomandi um nákvæmari heimildir var á endanum svarað með þjósti: "LESTU ÞETTA BARA SJÁLFUR!" Nú hafði ég í einfeldni minni haldið að einhver sem sæi ástæðu til að skrifa langorða og stóryrta pistla um innihald samnings eða sáttmála hefði verið búinn að kynna sér efni hans nógu vel til að geta rökstutt mál sitt með tilvísunum. Nei, það var bara vísað á aðra sem höfðu skrifað það sama eða svipað og étið hver upp eftir öðrum í einhverskonar hringrúnki án þess að neinn þeirra hefði rökstutt neitt af því með tilvísunum í textann sjálfan sem þetta snerist allt um.

Ég aðhyllist gagnrýna hugsun og vil því gjarnan geta gagnrýnt það sem verðskuldar gagnrýni með skotheldum rökum, öðruvísi get ég ekki gert það. Þess vegna vil ég spyrja þig góðfúslega, getur þú hjálpað mér til fróðleiks um þennan WHO sáttmála með því að vísa mér á hann með tengli og/eða tilvitnun í textann eða númerum greina eða blaðsíðna þar sem hægt er finna þau orð í texta sáttmálans sem eru sögð fela í sér þetta meinta framsal valds til alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2025 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 42
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 580
  • Frá upphafi: 151850

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband