Bubbi þýðir ríkur maður, það er fyrsta merking orðins samkvæmt orðabókum. Vill Bubbi Morthens koma öðrum trúbadorum á framfæri?

Er Bubbi skapandi listamaður eða er hann hræddur og múgsefjaður lýðskrumari? Hvað er langt síðan hann kom með þjóðfélagsgagnrýni? Gerði hann það kannski aldrei? Hefur hans þjóðfélagsgagnrýni nokkurntímann verið annað en innan boxins kommúníska og femíníska, sem sé inni í "Litlum kössum" sem Þokkabót sungu um?

Ég á ekki allar Bubbaplöturnar en flestar á ég. Maður verður að fylgjast með ef maður er í bransanum.

Hverjum hefði dottið í hug árið 1980 þegar "Ísbjarnarblús" kom út að Bubbi ætti eftir að gefa út 40 plötur og meira til og vera 40 ár í bransanum og meira til?

Bubbi Morthens var svo málhaltur í upphafi ferilsins 1980 að dagblöðin voru full af greinum þar sem menn vörðu hann gegn þeim sem rifu hann í sig og deilan fór uppí Háskóla.

Hann var talinn merki um mann sem ætti ekki að tjá sig því hann væri að stuðla að hnignun íslenzkunnar með of lélegu málfari. Sverrir Stormsker gerði enda grín að honum líka á þeim tíma, og fleiri og fleiri.

En Bubbi Morthens er stórlega ofmetinn og hefur ekki hæfileika sérstaka nema sem söngvari. Hljómsveitin sem hann var í, GCD, hún lýsir hans tónlist vel, sem er einföld í grunninn, samanstendur af fáum hljómum og mjög klisjukenndum hljómasamsetningum næstum í öllum tilfellum, og það eru hundruð laga í klisjustílnum semsagt hjá honum! Það sama er málið með textana, þeir eru settir saman til að geðjast fólki og græða, lifa á listinni.

Bubbi afsakar sig með því að hann sé svona hamingjusamur.

En það er nú samt sannað mál að hugarástand er ákvörðun. Jafnvel eru sumir sem eru pyntaðir, ef þeir hafa næga sjálfstjórn geta þeir blekkt sig og talið sér trú um hamingju.

Þannig að þetta er spurning með gróða og endurgjöf, ég held að hann hafi sjálfur notað það orð. Já, þetta er spurning um vinsældir, flærðin er til þess, sá sem lýgur mest er vinsælastur og ríkastur.

Hann kann að setja saman atómljóð og hann hefur ljóðræna hugsun á sínu valdi. Sérstaklega þegar hann var í dópinu og allt ruglaðist saman hjá honum, þá voru textarnir hans frumlegir og skrýtnir, skáldlegir jafnvel.

En frá 1985 hefur hann verið að endurtaka sjálfan sig nákvæmlega. Að þóknast hneykslunargjörnustu kerlingum landsins gerir hann að vinsælasta poppara landsins, því það er "lægsti samnefnarinn", eins og Megas sagði 1986 um plötu sína "Í góðri trú". Ég veit að ástæðan fyrir því að vinskapur Bubba og Megasar endaði nokkrum árum seinna var að einhverju leyti vegna þess að Megas er sammála þessu, að Bubbi er algjörlega ofmetinn. Ég veit að Megas hefur látið háðsglósur falla sem Bubbi særðist af.

Já, Bubbi Morthens hefur sérhæft sig í því að hneyksla engan frá því að hann byrjaði að hneyksla mjög marga sem uppreisnargjarn pönkari 1980.

Þótt Bubbi hafi gefið út 40 hljómplötur og nokkrar ljóðabækur þá sannfærir það mig ekki. Ég hef lesið eitthvað af ljóðum hans. Ég get sagt að þau eru svipað léleg og önnur atómljóð, og svipað góð svo hann er atómskáld, en sem textahöfundur er hann á færibandinu í Ísbirninum að framleiða Kerfislist.

Ég hefði aldrei geð í mér að vera á sama færibandi og Bubbi Morthens. Ég er ennþá að semja lög og texta því ég finn eitthvað nýtt, jafnvel á ég það enn til að ögra og móðga, eða vera í andstöðu. Það á ekki við um Bubba.

En var Bubbi að taka mikinn séns 1980?

Hann var þá inní búbblu, bergmálshelli, sem einnig kom Vigdísi Finnbogadóttur á forsetastólinn. Vigdís hlaut rúmlega 30%. Það er ekki helmingur þjóðarinnar.

Bubbi hefur sennilega haft meirihluta þjóðarinnar á móti sér 1980. En hann þótti töff, og það sem meira var, hann var andlit pönkbylgjunnar, einhvernveginn meiri persónuleiki en aðrir, og maður sér að Laddi og aðrir gerðu grín að honum og húðflúrunum hans, eins og í áramótaskaupum næstu árin, sem sýnir að það var Bubbi sem var andlit pönkbylgjunnar.

Bubbi getur gert svona samning því hann hefur sérstöðu, er stærri en aðrir.

Spurning er hvort Alda music myndi græða á því að gera svona samning við 50 stykki af öðrum poppurum?

Fyrir mér er Bubbi Morthens mesti kapítalistinn í poppinu. Þó syngur hann ekki um kapítalisma heldur femínisma og vinstristefnu. Hvað er hann þá?

En Bubbi er góður maður. Ég er svo góður mannþekkjari að þetta tel ég rétt.

Nú ætla ég að skora á hann. Hann er alltaf að finna sér nýtt takmark og viðfangsefni.

Ég skora á Bubba að hjálpa öðrum trúbadorum, að ferðast í kringum landið með ungum trúbadorum, og leyfa þeim að spila á tónleikum með sér. Mig minnir að hann hafi gert þetta áður. Þetta finnst mér að hann sem kóngurinn í bransanum og ríkur maður, sá einhversstaðar að þessi samningur snérist um tugi milljóna, ætti að gera fyrir hina sem eru fátækir og að basla við að koma sér á framfæri.

Kannski ég yrði til í að fara með honum í kringum landið. Ég yrði samt helzt að vera búinn að gefa út eitthvað efni sem væri orðið frægara en mitt nú þegar er, og orðinn landsþekktari en ég enn er.


mbl.is Bubbi selur allt höfundarverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 151432

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband