Neyðarástand á Landspítalanum er eitt af því sem segir okkur að stjórnvöldin eru ekki trúverðug

Góða fólkið er ekki gott. Það lætur veikasta fólkið fá verri þjónustu og lagar ekki biðlista Landspítalans. Grimmdin í þessu er sú að sjúklingar hafa ekki mikinn mátt eða samstöðu eða hópefli í baráttusamtökum og geta fátt gert til að breyta þessu. Ekki er Samfylkingunni kennt um þetta, hún hefur mesta fylgið og fer með himinskautum.

Þetta virðist sama grimmd og víða kemur í ljós þegar fólk í minnihlutahópum er beitt ofbeldi og óréttlæti, og stundum undir því yfirskini að það tilheyri forréttindahópi.

Þetta er eins og með fjölgun ofbeldisverka sem dómsmálaráðherra vill koma í veg fyrir með því að þyngja refsingar.

Jafnvel fréttakonan á RÚV var gáfaðri en dómsmálaráðherra og spurði hana hvort það myndi nægja til að redda málunum. Já, þá kannaðist dómsmálaráðherra við að fleira þyrfti til, en að ekki mætti láta yfirfull fangelsin stöðva það að refsingar þyrfti að herða.

Ég segi það með vissu að Samfylkingin mun missa fylgi aftur. Jafnvel er mögulegt að Samfylkingin fari niður fyrir 5% fylgi eins og gerðist með Vinstri græna. Saga vinstriflokkanna og miðjuflokkanna er einmitt þannig. Sjálfstæðisflokkurinn var allavega eini flokkurinn sem alltaf var stór, en kannski er það orðið breytt líka.

Ef það er breytt, þá spái ég því að "hægriöfgaflokkar" muni líka komast yfir 10% í vinsældum og koma fram á þessu landi. Sterkur hægrimiðjuflokkur er eitt það helzta sem hindrar slíkt.

Hin íslenzka þjóð er haldin örvæntingu. Þessvegna er haldreipið að treysta Samfylkingunni og kjósa Samfylkinguna.

Kristrún Frostadóttir fyllti uppí það skarð sem myndaðist þegar Katrín Jakobsdóttir féll af stalli sínum sem lýtalaust góðmenni eða eitthvað slíkt í augum flestra einfeldninga landsins, sem virðast samanstanda af meirihluta þjóðarinnar.

En Kristrún Frostadóttir er hvorki fullkomin né óskeikul frekar en Katrín Jakobsdóttir.

Almenningsálitið virðist sveiflast öfganna á milli þessa dagana. Þessvegna var það rétt sem Gunnar Rögnvaldsson sagði í athugasemdum undir pistli hjá sér þegar við skeggræddum um þetta, að fylgi Samfylkingarinnar væri loftbólufylgi.

Hvað er annað mögulegt?

En þetta loftbólufylgi gæti þó enzt til að koma okkur inní ESB, það held ég að sé ljóst. Ef ekki kemur upp meiriháttar hneyksli sem sprengir blöðru Kristrúnar þá gæti verið að þjóðin í stundarbrjálæði samþykki að ganga inní ESB.

Eins og ég fjallaði um í pistlum áður þá gekk Katrínarstjórnin sem framdi harakiri í tvö kjörtímabil í gegnum ferli gullgerðarlistarinnar.

Ég á bók um Carl Gustav Jung þar sem fjallað er um kenningar hans um gullgerðarlist. Þar eru magnaðar myndir úr gömlu latnesku verki, nokkur hundruð ára gömlu, og myndirnar sýna hvað gullgerðarlist gengur útá.

Hún gengur útá það í stuttu máli sagt að bræða saman úr tveimur eða fleiri efnum gull, og fara með særingar og formúlur stundum.

En það sem er eftirtektarvert er að kona og karl eru látin sameinast, bræðast saman í keri, svo úr verður nokkurskonar Bafótmet. Það er að segja, kyneinkenni bæði konunnar og karlsins hverfa, og svo deyja þau, en í staðinn kemur einhver óskapnaður sem á að vera gullið.

Fólk kannast við þetta úr okkar menningu útaf öðru. En það er kannski vegna þess að okkar nútími gengur útá þessa gullgerðarlist meira og minna, en kannski var það hún sem felldi kirkjuna á sínum tíma og Upplýsingin sigraði - satanisminn.

Mín kenning gengur upp að nokkru leyti. Í gullgerðarlistinni hverfa bæði karlinn og konan. Ef konan var Vinstri grænir, þá passar það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn var karlinn og sá flokkur nær ekki fyrra fylgi, 30%-50%, þá rættist það líka.

En raunverulegar orsakir fyrir eyðileggingu vinstriflokka og hægriflokka liggja í öðru. Þær liggja í spillingu. Hitt er heimspekileg kenning um þróun þjóðfélags og menningar, en gæti passað að einhverju leyti líka.

Þegar vinstriflokkar ganga ekki lengur útá að bæta kjör til dæmis sjúklinga og að stytta biðlista Landspítalans, heldur femínisma fyrir yfirstéttarkonur en ekki almennar konur, þá auðvitað fá vinstriflokkar 5% eða minna.

Þegar hægriflokkar hafa ekki sterka karlforystu sem kúgar alla aðra flokka, eins og gerist með Trump í Bandaríkjunum, þá missa þeir fylgi, og kellingamenningin verður þar allsráðandi eins og í vinstrinu og miðjunni.

Eini möguleikinn á því að Samfylkingin haldi 30% fylgi er ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað til frambúðar og rís ekki aftur til dáða.

Þá myndi ég halda að Samfylkingin þyrfti að færa sig meira til hægri, til að rúma miðjuna betur.

 


mbl.is Biðtími á Landspítala: „Þetta er óásættanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Áhugaverðar pælingar, venju samkvæmt frá þér.

Þetta með hægrið og vinstrið er skrítið. Ég hef frá u.þ.b. 1970 spjallað við fjölmarga fyrrum nasista bæði þýska og danska og sýndist mér þeir allir vera það áfram, þrátt fyrir ósigurinn. Enn í dag mátt þú ekki heilsa með framréttri hægri hönd, hvað þá segja Heil, án þess að eiga á hættu að verða handtekinn og í Danmörku er hinn frábæri stríðssögu höfudur Sven Hazel bannaður, meira að segja á bókasöfnum.

Margir Danir hafa líka sagt mér að þýskir hermenn hefðu komið fram af kurteisi gagnvart almenningi og dauðarefsing lá við ef þýskur hermaður nauðgaði danskri konu. Hér í hernámi Breta og Ameríkana gegndi víst öru máli.

Hér virðist enginn, þar með taldir bæði þeir Sigmundur og Arnar Þór, sem kunna ekki við, eða hreinlega þora að koma fram með stoltan flokk íslenskra þjóðernissinna, líklega af ótta við sömu fáránlegu viðbrögðin.

Það hlægilegasta af öllu er að draumur gamla foringjans er að rætast og nú erum Íslendingar líka byrjaðir að senda milljarða í uppbyggingu hersins í kjarna fjórða þýska stórríkisins.

Jónatan Karlsson, 6.7.2025 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 69
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 151200

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband