4.7.2025 | 03:35
Breytingin frá jafnaðarstefnu nær einnig til Evrópu
Þýzkaland með kanzlarann Friedrich Merz er vissulega að færast nær Bandaríkjunum og Trump stjórninni, en þó ekki mjög mikið, en svolítið samkvæmt þessari frétt.
Já tímar Angelu Merkel eru liðnir, það er augljóst. Þýzkaland hefur vægi og vigt í heimsmálunum, ekki spurning með það. Þetta rímar við fréttir frá Bretlandi þar sem dómstólar hafa breytt kúrsinum frá því öfgafrjálslyndi sem talið var ákjósanlegt.
En þó nær þessi stefnubreyting ekki til utanríkismála, ekki til afstöðunnar til stríðsins í Úkraínu og "hjálpar" handa Úkraínumönnum, til að fækka þeim enn meira í þessu stríði. (Slátrun).
Þessi stefnubreyting nær heldur ekki til ólíðandi ástands á Gaza.
Þýzkaland er eins og önnur lönd. Þegar almenningsálitið breytist og reiðin beinist að frjálslyndum öflum, þá komast önnur stjórnmálaöfl til valda, svo einfalt er nú það.
En ég er ekki ánægður.
Ég spyr þessarar einföldu spurningar:
Af hverju þurfa alltaf erfiðir tímar að gera fólk raunsætt og vekja það af svefni útópíunnar um Paradís á jörð, sem aldrei verður í þessu lífi - samkvæmt Biblíunni. "Í heiminum hafið þér þrenging." Þetta er í Biblíunni, og orð Krists, en flestir Íslendingar eru enn í Þjóðkirkjunni, þótt það sé kannski enn að breytast og fólki að fækka þar.
![]() |
Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 39
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 150968
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 432
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning