4.7.2025 | 03:11
Sláandi myndefni frá RÚV
Ég hef reynt að tjá mig ekki mikið um það sem gerist á Gaza. Ég þekki marga persónulega sem eru mjög kristnir og standa með Ísrael. Augljóst er að margir hér á blogginu eru þannig líka. Fréttir eru mjög í ólíkar áttir og það er skrýtið.
Ég skrifa þennan pistil aðeins út af einni ástæðu. Það eru fréttirnar á RÚV. Þær eru ÆPANDI af sársauka, blóðug börn og sundurskotin hús. Síðan keyrir um þverbak þegar sveltandi fólk er skotið til að dreifa mannfjöldanum og þetta minnir mest á gasklefana, Helförina og slíkt.
Ja, kannski eru þetta falsfréttir í RÚV. En eitt er víst, manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds yfir miskunnarleysinu sem allavega er reynt að telja manni trú um að þarna sé á ferðinni.
Síðan kemur í fréttunum að flest fórnarlömbin séu konur og börn.
Þetta er eiginlega úr takti við okkar nútíma, og minnir á tíma þegar svona var algengara. Það má vel vera að þetta gerist enn einhversstaðar í heiminum, en sem betur fer fækkar svona atburðum.
Ég er kominn á þá skoðun að Pútín vilji ná allri Úkraínu á sitt vald, og að mannslíf séu aukaatriði.
Það sama virðist gilda um Netanyahu og Gazabúa. Það er varla mikið meira sem þarf að segja um það.
En það sem er þó æpandi ósamræmi, það er að við sem kristin þjóð byggjum trú okkar, við fermumst og skírumst flest, á Biblíunni, en gyðingar og þeirra trú er grunnurinn, Gamla testamentið.
Þar er ósamræmið.
Við sem kristin þjóð sem þykjumst betri en aðrir siðferðislega, hvernig getum við samþykkt að það sem nazistar voru fordæmdir og hataðir fyrir, að fórnarlömb þeirra hegði sér með keimlíkum hætti, þó með þá afsökun að verið sé að útrýma Hamas?
Nú ætla ég ekki að vera of hlutdrægur og reyni að líta á þetta með sanngjörnum hætti.
Það er að segja, ég held að það sé rétt að Ísrael hefur byggt upp ímynd sem þjóðfélag að vestrænum stíl og að innan Arabaheimsins sé meira um grimmd og kvenhatur.
En hlýtur ekki öllum sjónvarpsáhorfendum að bregða við myndirnar frá RÚV?
Spyr maður sig ekki: Er hér verið að kasta öllu þessu á glæ sem reynt var að telja fólki trú um?
Maður trúir ekki að ómögulegt sé að finna friðsamlega lausn. Að eina lausnin sé að hrekja alla Palestínumenn frá Gaza, og að mannslíf þeirra séu lítil virði, það er erfitt að sætta sig við.
Getur það verið rétt sem sumir halda fram, að Zíonistar aðhyllist yfirburðahyggju?
Eða eru þetta bara Hamasliðar sem skjóta á fólk sem vill þiggja hjálp Vesturlanda?
Ekki samkvæmt fréttum RÚV að minnsta kosti.
En það góða í kristinni trú og gyðingdómi, það er dýrmætt.
En hvað er rétt í þessu? Í ljósi þess að bæði Sýn og RÚV fjalla um málin á þennan hátt, að Ísraelsmenn beri ábyrgð á þessum hryllilegu atburðum, hlýtur maður að halda að traustar heimildir séu þar á bakvið.
![]() |
Heitir því að útrýma Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 39
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 150968
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 432
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning